Dagur - 16.08.1934, Blaðsíða 4

Dagur - 16.08.1934, Blaðsíða 4
256 DAGUR 93. tbl. nema sem beitiland. En nú sé ég, aö þarna eru lífsmöguleikar ótelj- andi æskumanna í framtíðinni, kynslóö fram að kynslóð, æsku- manna, sem annars verða að flýja frá hinum lokuðu auðsuppsprett- um og lifa lífi sínu oft á tíðum í vonlítilli baráttu við atvinnuleysi og skort. Það »los» og léttúð, sem talað er um hjá unga fólkinu nú á tímum, er í innsta eðli sínu þrá eftir lífshlutverki, það er þrá eft- ir betra og fullkomnara lífi. Al- varan við þetta los er ekki í því fólgin, að það sé svo hættulegt í eðli sínu, þá fyrst kemur alvaran og hætturnar til greina, þegar við erum ekki menn til að skapa unga fólkinu skilyrði til að lifa því lífi, sem það í raun og veru þráir. Sú kynslóð, sem nú er að taka við hita og þunga dagsins, hefir feng- ið annað uppeldi, en hin, sem er að skila af sér. Hún hefir lifað við meira meðlæti á flestum svið- um og gerir því aðrar og hærri kröfur til lífsins, og er það að ýmsu leyti gleðiefni. Því það er meiri menningarvottur en að gera engar kröfur, gera sig alltaf á- ánægðan með það, að láta gömlu söguna endurtaa sig, eins og Skúli hertogi í »Kongsemnerne« Með þessu verðum við að reikna, þegar við ætlum að byggja upp framtíðarmöguleika hinnar ungu kynslóðar. Félags- og gleðiþrá unga fólksins er ekki bundin við kaupstaði og sjávar- þorp, þessvegna má sameina það hvorttveggja jarðyrkjustörfum úti í hinu gi'óandi lífi sveitanna íslenzku, og þessvegna er tillagan um samvinnubyggðir sveitanna viturlegasta og glæsilegasta tillag- an, sem fram hefir komið til þess að stöðva flótta unga fólksins úr sveitinni, og gera því mögulegt að eignast heimili og skapa sér at- vinnu. Og ég vona að hér líði sem skemmst á milli orða og athafna. Eg gat um það hér að framan, að hingað til hefði samvinnufé- lagsskapurinn fyrst og fremst látið atvinnu- og viðskiptamálintil sín taka, en ég minntist einnig á það, að við stæðum að mörgu leyti á merkilegum tímamótum. Heimsstyrjöldin og heimskreppan hefir verið þjóðunum harður skóli, okkur íslendingum einnig, þótt utarlega höfum staðið í eld- inum. Út úr þeim skóla hafa þjóðir og einstaklingar komið með ný viðhorf, nýtt mat á verð- mætum, og sú reynsla hefir þá leitt aftur að þröskuldi þess tíma, er hefir manngildi einstaklingsins að verðmæti fyrir menningu sína og framtíðarvonir, og þegar svo er komið, verður félagshreyfing eins og samvinnuhreyfingin að beina starfi sínu inn á nýjar leið- ir; inn á svið uppeldismálanna, andlegu málanna, og ýmislegt bendir nú til þess, að hún sé nú þegar farin að skilja þetta hlut- verk sitt. Eitt af fyrstu og stærstu spor- unum, sem stigin hafa verið í þessa átt, er stofnun »Menning- arsjóðs« Kaupfélags Eyfirðinga síðastliðinn vetur. Það er fyrsti merkissteinninn þe?sa merka Riffilskotin eru komin aftur. Kosta nú aðeins kr. 0.95 pakk- inn gegn staðgreiðslu. Járn- og Olervörudeild. samvinnufélags á hinni nýju leið og munu fleiri á eftir fara. í reglugerð fyrir sjóðinn segir svo: »Tilgangur sjóðsins er að halda uppi fræðslu í félags- og sam- vinnumálum, og veita fjárhags- legan stuðning ýmsum menning- ar og framfarafyrirtækj um á fé- lagssvæði K. E. A.«. Þessi sjóðstofnun er djarflegt spor og markar tímamót í sögu samvinnuhreyfingarinnar á ís- landi. Fyrsta fjárveitingin úr sjóðn- um er til sjúkrahússbyggingar á Akureyri, og mun það allra manna mál, að því fé sé vel var- ið, en ekki þætti mér ólíklegt að sjóðurinn ætti eftir að veita ýms- ar fjárupphæðir til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma í framtíð- inni, svo sem stuðla að bættu lík- amsuppeldi á ýmsan hátt, og þá ekki síður að. almennu uppeldi, sem hiklaust má telja grundvöll- inn undir velfarnaði og framtíð- arhamingju þjóðarinnar, og ekki efast ég um, að uppeldisstofnan- ir á félagssvæðinu, hverju nafni sem nefnast, teljist til þeirra menningarfyrirtækja, sem sjóð- urinn telur sér skylt að styrkja eftir getu. En um leið og sam- vinnufélagshreyfingin hverfur inn á þessar nýju leiðir, þarf samvinnufræðslan einnig að halda inn á nýjar leiðir. Ekki aðeins binda sig við atvinnu- og við- skiptamál, heldur hvíla á grund- velli þeirrar staðreyndar, að fé- lagsþroski og félagslegar dyggð- ir eru í tölu þeirra vígðu þátta, sem hamingja þjóðarinnar hvílir á. Samvinnufræðslan á að vera fræðsla um drengskap og réttlæti, fræðsla um skyldu og hlutverk einstaklinganna í þjóðfélaginu sem smærri félögum, fræðsla um gildi samtakanna og samvinnunn- ar á öllum sviðum. Ef að uppeldi og menntamál þjóðanna dragast aftur úr tækninni á hinu vélræna sviöi, geta vélrænar framfarir orðið mannkyninu hefndargjöf, þess vegna verður takmarkið að vera í framtíðinni: Manngildi og félagsþroski fyrst, vélræn og verkleg menning þar næst. Við skulum setja metnað okk- ar í það í framtíðinni að veita öllum okkar æskumönnum heil- brigt og gott uppeldi, þá mun allt hitt, sem við óskum, koma af sjálfu sér. — Þetta er stórfeng- legasta samvinnumálið okkar. 28. júlí 1934. Hannes J. Magnússon. REYKIÐ J. GRUNO’S ágæla liollenzka reyklobak. VERÐ: AROMATISCHER SHAG kostar kr. 0,90 1/20 kg. FEINRIECHENDER SHAG — - 0,95--- Fœst í öllum verzlunum. r Saumavélarnar 111 SQVARXA og JUNO eru áreiðanlega beztar. Samband fsl. samvinnufélaga. L J Ritstjóri Ingimar Eydal, Prentsmiöja Odds Björnssonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.