Dagur - 18.08.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 18.08.1934, Blaðsíða 1
D AGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. Júlí. Afgreiðslan •r hjá JÖNI Þ. ÞöR. Norðurgötu 3. Talsimi 1U. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. dea. XVII. ár. | Akureyri 18. ágúst 1934. | 94. tbl. Bráðabirgðalög uin ráðstafanir til þessi að greiða fyrir viðskiflum með sláfurafurðir of* á- kveða verðlag’ a þeim. Hcrmann Jónasson, forsætis- herra, hefir gefið út bráðabirgða- lög um sölu sláturfjárafurða inn- anlands og verðlag á þeim. Hlutu þau, staðfestingu konungs 9. þessa mánaðar. Lögin eru i 15 greinum og svo hljóðandi: 1. gr. Til þess að greiða fyrir innan- landsverzlun með sláturfjárafurð- ir skipar ríkisstjórnin 5 manna kjötverðlagsnefnd til eins árs. — Samband íslenzkra samvinnufé- laga tilnefnir einn mann, Slátur- félag Suðurlands og Kaupfélag Borgfirðinga tilnefna í samein- ingu einn, Landssamband iðnað- armanna einn, Alþýðusamband íslands einn og landbúnaðarráð- herra einn mann í nefndina, scm jafnframt er formaður hennar. Nefndin ræður fulltrúa, sem annast dagleg störf. Hún getur valið sér trúnaðarmenn eða skip- að eftirlitsnefndir, eftir því sem þörf krefur. Kostnaður við störf nefndar- innar greiðist úr ríkissjóði. 2. gr. Kjötverðlagsnefndin ákveður verðlag á kjöti á innlendum mark- aði í heildsölu og smásölu. Enginn má selja eða kaupa kjöt við öðru verði en því sem nefndin ákveður á hverjum stað á hverjum tíma. 3. gr. Enginn má slátra sauðfé til sölu, né verzla með kjöt af því í heildsölu, án leyfis kjötverðlags- nefndar. Leyfi til slátrunar skal veitt fyrir eitt ár í senn. Leyfi skal veita lögskráðum samvinnu- félögum, sem nú eru starfandi, svo og þeim samvinnufélögum, er stofnuð kunna að verða á við- skiptasvæðum félaga, sem hætta störfum án þess að bændur á við- skiptasvæðinu gerist meðlimir annara félaga. Ennfremur getur nefndin veitt leyfi þeim verzlun- um öðrum, sem árið 1933 áttu eða starfræktu sláturhús, sem fullnægðu ákvæðum laga um kjötmat o. fl. frá 19. júní 1933. I leyfi getur nefndin ákveðið fjártölu þá að hámarki, sem leyf- ishafi má slátra til sölu innan- lands. 4. gr. Greiða skal verðjöfnun- artillag af öllu slátruðu sauðfé, nema því sem framleiðendur nota til heimilisþarfa. — Upp- hæð tillagsins má nema allt að 8 aurum á hvert kg. af kjöti, eftir nánari ákvörðun kjötverð- lagsnefndar. Heimilt er nefndinni að ákveða mismunandi verðjöfn- unartillag eftir kjöttegundum. Verðjöfnunartillagið hefir lög- taksrétt til loka næsta árs eftir að slátrun fór fram. 5. gr. Samvinnufélög og aðrir, sem slátra fé til sölu, skulu gefa kjötverðlagsnefnd skýrslur um daglega slátrun, staðfestar af kjötmatsmönnum og standa skil á verðjöfnunartillaginu til nefnd- arinnar. Gjalddagi er þegar slátr- un fer fram. Nefndin geymir verðjöfnunar- sjóð á tryggum stað, þann tíma sem hún hefir hann undir hönd- um. 6. gr. Verðjöfnunarsjóði skal varið þannig: a. Til endurgreiðslu verðjöfn- unartillagsins af því kjöti, sem út er flutt. b. Til að greiða fyrir sölu slát- urfjárafurða innanlands. c. Til verðuppbótar á útflutt dilkakjöt. Verðuppbótin má þó ekki verða svo há, að nettóverð útflutta kjötsins verði hennar vegna fyllilega eins hátt og nettó- verð sömu tegunda af kjöti, sem selt er á verðhæsta innlendum markaði. Það verð sem Samb. ísl. samvinnufélaga greiðir deildum sínum fyrir útflutt kjöt af fram- leiðslu hvers árs, telst útflutn- ingsverð á því ári. Verði afgangur í verðjöfnunar- sjóði, þegar greitt hefir verið samkvæmt framansögðu, skal honum varið til uppbótar á öllu seldu kjöti, þannig, að sá verð- mismunur, sem nefndin hefir á- kveðið, raskist ekki. 7. gr. Greiða skal jafnháa verð- uppbót samkvæmt ákvæðum 6. gr. á hvert kg. sömu tegundar af útfluttu dilkakjöti, hvaðan sem það er af landinu. 8. gr. Skylt er öllum, sem verzla með sláturfjárafurðir, að láta kjötverðlagsnefnd í té allar upp- lýsingar og skýrslur, er hún ósk- ar eftir, viðvíkjandi sölu og sölu- horfum á sláturfjárafurðum, bæði innanlands og utan. 9. gr. Landinu skal skipta í verðlagssvæði eftir aðstöðu til markaðs og flutninga. Nefndi'n skal ákveða -verðlag á hverju verðlagssvæði fyrir sig. 10. gr. Kjötverðlagsnefnd gerir þær ráðstafanir, er hún telur þurfa til þess að innlendi mark-- aðurinn notist sem bezt. Hún hef- ir eftirlit með því, að gætt sé hagsýni og sparnaðar við slátr- un og í allri meðferð sláturfjár- afurða og verzlun með þær. í því skyni getur nefndin takmarkað fjölda útsölustaða, þar sem henni virðist þurfa. 11. gr. Kjötverðlagsnefnd er heimilt, ef hún telur þess þörf, að láta ákvæði þessara laga um sölu og verðjöfnunartillag gilda um nautakjöt og fleiri sláturfjár- afurðir. 12. gr. Landbúnaðarráðherra setur með reglugerð nánari á- kvæði um framkvæmd laga þess- ara. í reglugerð má ákveða sektir við brotum gegn henni. 13. gr. Brot gegn 3. gr. varða scktum allt að 10.000 krónum. Brot gegn öðrum ákvæðum þess- ara laga varða sektum allt að 1000 krónum, nema þyngri refs- ing liggi við samkvæmt lögum. Sektir renna í verðjöfnunarsjóð. 14. gr. Með mál út af brotum á lögum þessum skal fárið sem al- menn lögreglumál. 15. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar í stað. Þýzkaland. Þessa síðustu daga ræða þýzku blöðin og útvarpsstöðvamar svo að segja eingöngu um þjóðarat- kvæðagreiðsluna, er fram á að fara á sunnudaginn kemur. Hef- ir þýzka stjórnin lýst því yfir í útvarpinu, að svo muni fyrir séð, að enginn þýzkur borgari geti haft neina afsökun fyrir að kjósa ekki. Járnbrautir verða stöðvað- ar til þess að géfa farþegum tæki- færi til að kjósa, og í Istambul og víða annarstaðar flytja sér- stök skip þýzka ríkisborgara út fyrir landhelgislínur og láta þá kjósa þar. Hið endanlega orðalag kjörseðilsins hefir nú verið á- kveðið: »Ert þú samþykkur því, þýzki maður eða þýzka kona, að Adolf Hitler haldi völdum áfram sem ríkisstjóri, eins og hann hef- ir verið lögum samkvæmt? Já eða nei«. * * * Nýlega hafa ritverk hins fræga rússneska rithöfundar, Maxim Gorki, verið bönnuð og gerð upp- tæk í Þýzkalandi. * * . * Pólitísk erfðaskrá Hhidenburgs hefir nú verið birt, samkvæmt fyrirskipun Hitlers. Fyrri hluti hennar er samin rétt eftir styrj- aldarlok, og lætur Hindenburg þar í ljósi harm sinn yfir ástandi Þýzkalands og jafnframt þá von sína, að þjóðin megi eignast ein- hvern þann öruggan forystu- mann, er bjargi henni fram úr ó- göngunum. Seinni hlutinn er saminn á þessu ári, og lýsir Hin- denburg þar yfir trausti síiiu á Hitler og stjórn hans, og óskar að honum megi auðnast að reisa Þýzkaland á ný til vegs og valda. * * * . Þýzku blöðin í Saar eru mjög æf út af því, að stjórnarnefnd þjóðabandalagsins hefir nýlega lagt löghald á öll skjöl og bækur nazistaflokksins »Deutsche Front« Saarbriicken. Flokkurinn kærði þetta samstundis og úrskurðaði rannsóknardómarinn að skjölun- um bæri að skila aftur, en stjórn- arnefndin hefir neitað að hlýða dómnum, þar sem 'hún telur sig hafa þá aðstöðu að dómsvaldið nái ekki til hennar. í t a 1 í a. útvarpsfréttir frá ítalíu herma að Mussolini hafi tilkynnt að veittar verði 500 mill. kr. til aukningar ítalska flotans á næstu 5 árum. Kemur þetta mönnum mjög á óvart, því að fyrir skömmu síðan hafði hann eigi gert ráð fyrir nema helming þeirrar fjárveitingar til flota- aukningar. Eins og menn muna, hefir í- talskur her staðið vígbúinn á landamærum Austurríkis og fta- líu frá því þann 25. f. m., er upp- reistartilraunin í Austurríki var gerð. En nú alveg nýskeð hefir Mussolini gefið fyrirskipanir um að herinn skuli yfirgefa landa- mærin, með því að fullvíst þyki að öll óeirðahætta sé um garð gengin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.