Dagur - 21.08.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 21.08.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Arni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVII , ár. Í ^AigreiðsIan \ •r hjá JONI Þ. ÞÖR. Norðurgötu 3. Talsfmi 11Z. Úppsögn, bundin vift ára- mót, sé komin til af- greiöslumanns fyrir 1. dea. Akureyri 21. ágúst 1934. 95. tbl. Kreppulánasjóður. Bráðabirgðarlög og reglugerðar- breyting. Hin nýja ríkisstjórn hefir gert mikla breytingu til bóta á láns- kjörum bænda úr Kreppulána- sjóði. Samkvæmt bráðabirgða- reglugerð fyrrv. stjórnar áttu greiðslurnar að vera hæstar fyrstu árin og fara síðan lækk- andi. Er slíkt fyrirkomulag óhag- stætt eins og nú standa sakir. Hermann Jónasson forsætis- ráðherra hefir, 14. þ. m., látið birta í Lögbirtingablaðinu bráða- birgðalijg, staðfest af konungi, um breyting á lögum um Kreppu- lánasjóð. Breyting sú, sem hér er um að- ræða, er í því falin, að ríkis- skuldabréf þau, cr sjóðurinn læt- ur af hendi skuli »innheimt á þann hátt, að árlega sé varið sömu fastri upphæð til saman- lagðra vaxta og innlausnar- greiðslna, þannig, að öll bréfin séu innleyst á 40 árum«. f samræmi við þessi bráða- birgðalög hefir Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra gefið út eftir- farandi REGLUGERÐ um brcytingii á bráðabirgðareglu- gerð itm Kreppidánasjóð, nr. 108, 2. okt. 1933. 1. gr. Þau lán, sem Kreppulánasjóður veitir eftir staðfestingu reglu- gerðar þessarar, skulu ávaxtast og endurgreiðast með jöfnum ársgreiðslum allan lánstímann. Heimilt er þó stjórn sjóðsins að veita lán með þeiní afborgunar- skilmálum, sem ákveðnir eru í 27. gr. bráðabirgðareglugerðar nr. 108, 2. okt. 1933, um kreppu- lán, ef lántakendur óska. Um öil lán Kreppulánasjóðs gilda aö öðru leyti ákvæði bráða- birgðareglugerðar um Kreppu- lánasjóð, nr. 108, frá 2. okt. 1933. 2. gr. Stjórn Kreppulánasjóðs er heim- ilt að breyta afborgunarskilmál- um þeirra lána, sem veitt hafa verið úr Kreppulánasjóði fyrir staðfestingu þessarar reglugerð- ar, til samræmis við ákvæði 1. greinar, enda æski skuldunautur þeirrar breytingar. Reglugerð um kjötsöluna. Landbúnaðarráðherra hefir 14. þ. m. gefið út reglugerð »um slátrun sauðfjár og verzlun með sláturfjárafurðir«. Er reglugerð- in sett samkv. bráðabirgðalögun- um um skipulagning kjötsöl- unnar. Samkvæmt reglugerðinni skipt- ist landið í eftirtalin 5 verðlags- svæði: 1. Reykjavík, Hafnarfjörður, Gullbringu- og Kjósarsýsla, Rang- árvallasýsla, Árnessýsla, Mýra- og' Borgarfjarðarsýsla og Vest- mannaeyjar. 2. Snæfellsness- og Hnappa- dalssýsla, Dalasýsla, Strandasýsla innan Bitrufjarðar, Vestur- og Austur-Húnavatnssýsl. 3. Barðastrandarsýsla, Vestur- og Norður-ísafjarðarsýsla, fsa- fjörður, Strandasýsla norðan Bitrufjarðar. 4. Skagafjarðarsýsla, Eyjafjarð- ursýsla, Akureyri, Siglufjörður, Suður- og Norður-Þingeyjarsýsla. 5. Norður- og Suður-Múlasýsla, Seyðisfjörður, Neskaupstaður, Austur- og Vestur-Skaftafells- sýsla. Eftir því, sem fyrir er mælt í 3. gr., skal útsöluverð kjöts vera sem jafnast á hverju verðlags- svæði fyrir sig, eftir því sem við verður komið. Ef mismunandi verð er ákveðið eftir verðlags- svæðum og innan verðlagssvæða, skal verðmunurinn aðallega mið- aður við kostnað við það að koma kjötinu til helztu markaðsstaða innanlands og möguleika til þess. Ef kjötverðlagsnefnd virðist of mikið kjöt vera ætlað til sölu á einhverjum markaðsstað innan- lands, svo að hætta sé á að það seljist ekki, er henni heimilt, samkv. 9. gr., að takmarka flutn- ing á kjöti þangað. Álíti nefndin, að oflítið sé á einhverjum mark- aðsstað, getur hún og gert ráð- stafanir til að flytja kjöt þangað, Bandarikin. Frá Bandaríkjunum berast vikulega fregnir um ný verkföll, eða hótanir um verkföll. I Min- neapolis stendur enn yfir verk- fall það, er vöruflutningabifreið- arstjórar hófu snemma í júlí, og í Chicago er lögreglu- og hervörð- ur hafður um alla borgina, vegna verkfalls bílstjóra. Ástandið er talið að vera mjög alvarlegt, og sýna skýrslur fyrir júlímánuð, -að atvinnuleysi hefir stórum aukizt og er vinnudeilum aðallega kennt um. í þeim mán- uði misstu um 400 þús. manns atvinnu, mestmegnis af þeim á- stæðum. Fyrir nokkru síðan til- kynnti samband verkamanna í vefnaðarvöruverksmiðjum, að það mundi hefja verkfall 1. sept. ef eigi yrði gengið að kröfum þess, en þær ganga út á kauphækkun og styttan vinnutíma, og viður- kenningu á vei'kamannafélögum þeirra. Mun þa og einnig verða gert verkfall í fleiri iðnaðarverk- smiðjum, svo sem klæðaverk- smiðjum o. fl. og verða það um 800 þús. manns sem leggja niður vinnu 1. sept., ef eigi tekst að koma í veg fyrir verkfall þetta. * * » f hitabylgjunni í Bandaríkjun- um sem var getið fyrir skömmu, dóu um 300 manns. En í júlí dóu 1400 manns af völdum hitans, en þá reið yfir landið sú mesta hita- bylgja sem um getur undanfar- inn áratug. * * » Undirbúningur hefir þegar ver- ið hafinn undir hina miklu al- þjóðasýningu sem halda á í Cali- forníu í Bandaríkjunum að sumri. Á hún að standa yfir frá 1. júní 1935 til 1. marz 1936. Fá menn þar tækifæri til að kynnast öllum nýjustu vísindalegum upp- fundningum og verða einnig þar til sýnis hverskonar listaverk frá ýmsum þjóðum. Talið er að sýn- ingin muni kosta að minnsta kosti 5 mill. dollara. Bókmenntir bannaðar. f Þýzkalandi eru það ekki ein- ungis bækur Maxim Gorki, er bætzt hafa við bókmenntir þær, sem álitið er að hættulegt sé fyr- ir almenning að kynnast, heldur hafa og einnig verið gerðar upp- tækar allar þýzkar þýðingar á verkum Upton Sinclairs, og bönn- uð hin nýja bók ameríska rithöf- undarins H. R. Knickerbocker, »Will War Come in Europe* (Kemur stríð í Evrópu). Ýms er- lend blöð hafa einnig verið sett í bann, þar á meðal nokkur frönsk blöð og vikurit (m. a. háð- blöð), ungversk og checkoslova- kisk blöð og enska blaðið Daily Express. Félag erlendra blaða- manna í Þýzkalandi hélt fund ekki alls fyrir löngu, til að mót- mæla ræðu þeirri, er Göbbels út- breiðslumálaráðh. hélt, og þar sem hann fór mjög hörðum orðum um erlenda blaðamenn vegna frá- sagna þeirra um byltingartilraun- ina s. 1. júní. Fundur þessi var sóttur af fulltrúum 22ja landa. Komu fram umkvartanir yfir framkomu yfirvaldanna í Þýzka- landi, en að sögn blaðamannanna höfðu þau oft og mörgum sinn- um neitað þeim um upplýsingar, er þeir þóttust eiga heimtingu á að fá. Olia úr vatni. Vísindamaður einn, frakknesk- ur, hefir nýlega fundið upp mjög einfalda aðferð til að vinna olíu úr vatni. Hefir hann þegar selt uppgötvun þessa fyrir stórfé. Þjotlaratkv.grciðsla fór fram í Þýzkalandi á sunnu- daginn um það, hvort þjóðin væri þvi samþykk, að Hitler yrði bæði ríkiskanslari og forseti. Þeir, sem voru því samþykkir, áttu að segja já, hinir nei. úrslit atkvæða- greiðslunnar urðu þessi: Já sögðu 38,280,000. Nei sögðu 4,275,000. ógildir voru 869,000 seðlar. Hvað nœst? Alltaf fjölgar þeim atvinnu- greinum og störfum, sem kven- fólk er farið að vinna að, en sem áður voru algerlega skipaðar karlmönnum. Hafa konur gegnt smíðastörfum, múrara- og mál- arastörfum, og í Englandi t. d. eru konur svo hundruðum skipt- ir vélstjórar. En tollþjónar hafa þær eigi verið fyrr en nú alveg nýlega, að í Englandi voru nokkr- ar skipaðar til að gegna því starfi. ÚTVARPIÐ. Þriðjud. 21. ágúst Kl. 20 Cellosóló. Þórh. Árnason. Kl. 20.30 Erindi. Grétar Fells. Kl. 21.30 Grammófón- tónleikar. íslenzk lög. Danslög. Miðvikud. 22. ágúst. Kl. 20 Fiðlusóló. Þórarinn Guðmundsson. Kl. 20.30. Erindi um síldveiði og síldarsölu. Jón Bergsveinsson. Kl. 21.30 Grammófón- tónleikar. ij m

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.