Dagur - 21.08.1934, Side 1

Dagur - 21.08.1934, Side 1
D AGUR ltemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. ^AfgreiðsIan " •r hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. -• ♦-•■ • • • •»*••»•*< XVII. ár. | Akureyri 21. ágúst 1934. 95. tbl. Kreppulánasjóður. Bráðabirgðarlög og reglugerðar- breyling. Hin nýja ríkisstjórn hefir gert mikla breytingu til bóta á láns- kjörum bænda úr Kreppulána- sjóði. Samkvæmt bráðabirgða- reglugerð fyrrv. stjórnar áttu greiðslurnar að vera hæstar fyrstu árin og fara síðan lækk- andi. Er slíkt fyrirkomulag óhag- stætt eins og nú standa sakir. Hermann Jónasson forsætis- ráðherra hefir, 14. þ. m., látið birta í Lögbirtingablaðinu bráða- birgðalög, staðfest af konungi, um breyting á lögum um Kreppu- lánasjóð. Breyting sú, sem hér er um að- ræða, er í því falin, að ríkis- skuldabréf þau, er sjóðurinn læt- ur af hendi skuli »innheimt á þann hátt, að árlega sé varið sömu fastri upphæð til saman- Jagðra vaxta og innlausnar- greiðslna, þannig, að öll bréfin séu innleyst á 40 árum«. í samræmi við þessi bráða- birgðalög hefir Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra gefið út eftir- farandi Landbúnaðarráðherra hefir 14. þ. m. gefið út reglugerð »um slátrun sauðfjár og verzlun með sláturfjárafurðir«. Er reglugerð- in sett samkv. bráðabirgðalögun- pm um skipulagning kjötsöl- unnar. Samkvæmt reglugerðinni skipt- ist landið í eftirtalin 5 verðlags- svæði: 1. Reykjavík, Hafnarfjörður, Gullbringu- og Kjósarsýsla, Rang- árvallasýsla, Árnessýsla, Mýra- og Borgarfjarðarsýsla og Vest- mannaeyjar. 2. Snæfellsness- og Hnappa- dalssýsla, Dalasýsla, Strandasýsla innan Bitrufjarðar, Vestur- og Austur-Húnavatnssýsl. 3. Barðastrandarsýsla, Vestur- og Norður-ísafjarðarsýsla, fsa- fjörður, Strandasýsla norðan Bitrufjarðar. 4. Skagafjarðarsýsla, Eyjafjarð- ursýsla, Akureyri, Siglufjörður, REGLUGERÐ mn breytingu á bráöabirgðareglu- gcrð um Kreppulánasjóð, nr. 108, 2. okt. 1933. 1. gr. Þau lán, sem Kreppulánasjóður veitir eftir staðfestingu reglu- gerðar þessarar, skulu ávaxtast og endurgreiðast með jöfnum ársgreiðslum allan lánstímann. Heimilt er þó stjórn sjóðsins að veita lán með þeirri afborgunar- skilmálum, sem ákveðnir eru í 27. gr. bráðabirgðareglugerðar zir. 108, 2. okt. 1933, um kreppu- lán, ef lántakendur óska. Um öll lán Kreppulánasjóðs gilda aö öðru leyti ákvæði bráða- birgðaieglugerðar um Kreppu- lánasjóð, nr. 108, frá 2. okt. 1933. 2. gr. Stjórn Kreppulánasjóðs er heim- ilt að breyta afboi-gunai’skilmál- um þeirra lána, sem veitt hafa verið úr Kreppulánasjóði fyrir staðfestingu þessarar reglugerð- ar, til samræmis við ákvæði 1. greinar, enda æski skuldunautur þeirrar breytingar. Suður- og Norður-Þingeyjarsýsla. 5. Norður- og Suður-Múlasýsla, Seyðisfjörður, Neskaupstaður, Austur- og Vestur-Skaftafells- sýsla. Eftir því, sem fyrir er mælt í 3. gr., skal útsöluverð kjöts vera sem jafnast á hverju verðlags- svæði fyrir sig, eftir því sem við verður komið. Ef mismunandi verð er ákveðið eftir verðlags- svæðum og innan verðlagssvæða, skal verðmunurinn aðallega mið- aður við kostnað við það að koma kjötinu til helztu markaðsstaða innanlands og möguleika til þess. Ef kjötverðlagsnefnd virðist of mikið kjöt vera ætlað til sölu á einhverjum markaðsstað innan- lands, svo að hætta sé á að það seljist ekki, er henni heimilt, samkv. 9. gr., að takmarka flutn- ing á kjöti þangað. Álíti nefndin, að oflítið sé á einhverjum mark- aðsstað, getur hún og gert ráð- stafanir til að flytja kjöt þangað, Bandarikln. Frá Bandaríkjunum berast vikulega fregnir um ný verkföll, eða hótanir um verkföll. í Min- neapolis stendur enn yfir verk- fall það, er vöruflutningabifreið- arstjórar hófu snemma í júlí, og í Chicago er lögreglu- og hei-vörð- ur hafður um alla borgina, vegna verkfalls bílstjóra. Ástandið er talið að vera mjög alvarlegt, og sýna skýrslur fyrir júlímánuð, -að atvinnuleysi hefir stórum aukizt og er vinnudeilum aðallega kennt um. í þeim mán- uði misstu um 400 þús. manns atvinnu, mestmegnis af þeim á- stæðum. Fyrir nokkru síðan til- kynnti samband verkamanna í vefnaðarvöruverksmiðjum, að það mundi hefja verkfall 1. sept. ef eigi yrði gengið að kröfum þess, en þær ganga út á kauphækkun og styttan vinnutíma, og viður- kenningu á verkamannafélögum þeirra. Mun þá og einnig verða gert verkfall í fleiri iðnaðarverk- smiðjum, svo sem klæðaverk- smiðjum o. fl. og verða það um 800 þús. manns sem leggja niður vinnu 1. sept., ef eigi tekst að koma í veg fyrir verkfall þetta. í hitabylgjunni í Bandaríkjun- um sem var getið fyrir skömmu, dóu um 300 manns. En í júlí dóu 1400 manns af völdum hitans, en þá reið yfir landið sú mesta hita- bylgja sem um getur undanfar- inn áratug. * * # Undirbúningur hefir þegar ver- ið hafinn undir hina miklu al- þjóðasýningu sem halda á í Cali- forníu í Bandaríkjunum að sumri. Á hún að standa yfir frá 1. júní 1935 til 1. marz 1936. Fá menn þar tækifæri til að kynnast öllum nýjustu vísindalegum upp- fundningum og verða einnig þar til sýnis hverskonar listaverk frá ýmsum þjóðum. Talið er að sýn- ingin muni kosta að minnsta kosti 5 mill. dollara. Bókmenntir bannaðai’. í Þýzkalandi er,u það ekki ein- ungis bækur Maxim Gorki, er bætzt hafa við bókmenntir þær, sem álitið er að hættulegt sé fyr- ir almenning að kynnast, heldur hafa og einnig verið gerðar upp- tækar allar þýzkar þýðingar á verkum Upton Sinclairs, og bönn- uð hin nýja bók ameríska rithöf- undarins H. R. Knickerbocker, »WiH War Come in Europe« (Kemur stríð í Evrópu). Ýms er- lend blöð hafa einnig verið sett í bann, þar á meðal nokkur frönsk blöð og vikurit (m. a. háð- blöð), ungversk og checkoslova- kisk blöð og enska blaðið Daily Express. Félag erlendra blaða- manna í Þýzkalandi hélt fund ekki alls fyrir löngu, til að mót- mæla ræðu þeirri, er Göbbels út- breiðslumálaráðh. hélt, og þar sem hann fór mjög hörðum orðum um erlenda blaðamenn vegna frá- sagna þeirra um byltingartilraun- ina s. 1. júní. Fundur þessi var sóttur af fulltrúum 22ja landa. Komu fram umkvartanir yfir framkomu yfirvaldanna í Þýzka- landi, en að sögn blaðamannanna höfðu þau oft og mörgum sinn- um neitað þeim um upplýsingar, er þeir þóttust eiga heimtingu á að fá. Olia ur vatni. Vísindamaður einn, frakknesk- ur, hefir nýlega fundið upp mjög einfalda aðferð til að vinna olíu úr vatni. Hefir hann þegar selt uppgötvun þessa fyrir stórfé. Þjóðaratkv.greiðsla fór fram í Þýzkalandi á sunnu- daginn um það, hvort þjóðin væri því samþykk, að Hitler yrði bæði ríkiskanslari og forseti. Þeii', sem voru þvi samþykkir, áttu að segja já, hinir nei. úrslit atkvæða- greiðslunnar urðu þessi: Já sögðu 38,280,000. Nei sögðu 4,275,000. ógildir voru 869,000 seðlar. Hvað nœst? Alltaf fjölgar þeim atvinnu- greinum og störfum, sem kven- fólk er farið að vinna að, en sem áður voru algerlega skipaðar karlmönnum. Hafa konur gegnt smíðastörfum, múrara- og mál- arastörfum, og í Englandi t. d. eru konur svo hundruðum skipt- ir vélstjórar. En tollþjónar hafa þær eigi verið fyrr en nú alveg nýlega, að í Englandi voru nokkr- ar skipaðar til að gegna því starfi. ÚTVARPIÐ. Þriðjud. 21. ágúst Kl. 20 Cellosóló. Þórh. Árnason. Kl. 20.30 Erindi. Grétar Fells. Kl. 21.30 Grammófón- tónleikar. íslenzk lög. Danslög. Miðvikud. 22. ágúst. Kl. 20 Fiðlusóló, Þórarinn Guðmundsson. Kl. 20.30. Erindi um síldveiði og síldarsölu. Jón Bergsveinsson. Kl. 21.30 Grammófón- tónleikar. < Reglugerð um kjötsöluna.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.