Dagur - 21.08.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 21.08.1934, Blaðsíða 2
260 DAGUR 95 tbl. Hræðsla kommúnista. Við ekkert eru leiðtogar komm- únista eins hræddir og lögregiu. Það hefði því mátt vænta þess, að mesti óttinn rynni af þeim, þegar Hermann Jónasson lagði varalögregluna niður. En það er öðru nær en svo sé. Skelfingin virðist hafa gagntekið þá svo mjög, að þeir hafa aldrei verið óttaslegnari en síðan. Hafa þeir allt á hornum sér út af þessari stjórnarráðstöfun. Kemur þetta greinilega í ljós í »Verkamann- inum« 18. þ. m. Grein ein í því tölubl. hefir að yfirskrift »Vara- lögreglan og blekkingar Dags«. Ekki er annað sjáanlegt en húnsé skrifuð í miklum sóttliita. Spurt er t. d.: »Til hvers er lögreglan í hvaða mynd sem er í auðvalds- þjóðskipulagi?« Og blaðið svar- ar: »Hún er fyrst og fremst til þess að vernda hagsmuni hinna vinnandi stétta«. Og ennfremur: »Hvaða stjórnmálaflokkur er það, sem berst í broddi fylkingar fyr- ir hagsmunum hinna vinnandi stétta... Það er Kommúnista- flokkurinn«. Hversvegna er nú »Verkamann- inum« svo meinilla við lögreglu, úr því hún verndar hagsmuni hinna vinnandi stétta, og Komm- únistaflokkurinn berst í »broddi fylkingar« fyrir hagsmunum þeirra, að því er blaðið segir? út úr þessu er ómögulegt að finna neina vitglóru. Annars hafa kommúnistar að þessu haldið því fram, að þeir væru eini flokkurinn, sem berðist fyrir hagsmunum verkalýðsins til sjávar og sveita. Nú segir mál- gagn þeirra, að þeir berjist í »broddi fylkingar«. Hverjir eru þá aftar í bardaganum fyrir hagsmunum liinna vinnandi stétta ? Undir lok þessarar sótthita- greinar í »Verkamanninum« segir svo: »Hriflu-Jónas hefir lýst því ó- afturkallanlega yfir, að ríkisvald- ið muni hvenær sem er grípa til sinna ráða, ef verkalýðurinn beygi sig ekki möglunarlaust und- ir kúgunarráðstafanir ríkisvalds- ins. Sá hinn sami postuli hefir lýst því yfir í Tímanum fyrir nokkrum árum, að samvinnumenn (þ. e. broddar Framsóknar) muni hiklaust taka höndrnn saman við svartasta ihaldið, þegar verlýðs- hreyfingunni fari að vaxa veru- lega fiskur um hrygg hér á landi. Skorar »Verkamaðurinn« á ritstj. »Dags« að mótmæla þessu ef hann gétur . Við þessari áskorun getur ritstj. »Dags« fúslega orðið og mótmæl- ir því Kér með eindregið og af- dráttarlaust, að Jónas Jónsson hafi nokkru sinni viðhaft þau ummæli, sem »Verkamaðurinn« eignar honum. Og »Dagur« full- yrðir, að dánumenn(!) þeir, er standa að »Verkamanninum«, hafi af ásettu ráði eignað honum þessi ummæli í blekkingar- og rógburðarskyni. Jafnframt skal hér með skorað á ábyrgðarmann »Verkamanns- ins« að tilfæra innan tilvitnunar- merkja áðurnefnd ummæli, sem eignuð eru J. J. og kveða skýrt á um hvar þau standa. Geti ábyrgð- armaðurinn ekki sannað mál sitt á þenna hátt, hlýtur blað komm- únista að bera skömmina fyrir lygafleipur sitt. Greiðslur ríkisins til varalögreglu Magnúsar Guðmundssonar, sem Hermann Jónasson hefir nú lagt niður, voru þessar: Árið 1932 kr. 52,182,00. Árið 1933 — 396,416,00. Árið 1934 — 11,150,00. Gerir þetta samtals upp undir hálfa millj. kr. Hefði greiðslum þessum verið varið til aukningar atvinnu fá- tækra verkamanna, hefðu allt að 500 fjölskyldur getað fengið 1000 króna tekjuviðbót hver. Kjötverðlagsnefndin. Samkvæmt hinum nýju bráða- birgðalögum um skipulagning kjötsölunnar, hefir 5 manna kjötverðlagsnefnd verið skipuð, sem ákveður verðlag á kjöti á innlendum markaði í heildsölu og smásölu og veitir leyfi til að slátra sauðfé til sölú og verzla með kjöt. Nefndin er þannig skipuð: Jón Árnason, framkvæmdastj., frá Samb. ísl. samvinnufélaga. Helgi Bergs frá Sláturfélagi Suðurlands og Kaupfélagi Borg- firðinga í sameiningu. Þorleifur Gunnarsson frá Landssambandi iðnaðarmanna. Ingirtiar Jónsson, skólastjón, frá Alþýðusambandi íslands. Fimmta manninn, sem er for- maður nefndarinnar, ákveöur landbúnaðarráðherra, og hefir hann skipað Jón ívarsson kaupfé- lagsstjóra í Hornafirði í þaö starf. Töluvilla hefir slæðzt iim í frásögn um nýtt heimsmet í 3000 m. hlaupi í síðasta fimmtudagsblaði. 1 svigum stóð 8 mín. 8 sek., en átti að vera 8 mín 18,8 sek. Skrifstofa fræðslumálastjóra hefir tilkynnt nokkrar breytingar á íslenzkri stafsetningu, sem hún gefur leyfi til að séu notaðar við kennslu í barna- skólum. Ganga þær helzt út á fækkun í notkun z í ýmsum orðmyndum. Samkvæmt skýrslum holdsveikraspít- alans hefir tala sjúklinga fækkað um 250 síðan árið 1896. Er veikin samt eigi upprætt hér á landi, því sl. haust bættust við 4 nýlr sjúklingar. Allmikil bræðslusíld hefir komið til Siglufjarðar síðustu daga. Síldin er yf- irleitt stærri en undanfarandi og minna af millisíld. Bsejarstjóniin á fsafirði hefir nýlega samþykkt að skora á ríkisstjórnina að víkja bæjarstjóranum frá störfum og hefir stjórninni verið send áskorunin. Orsök þessa er sögð sú, að meirihluti bæjarstjórnarinnar telur, að Jón Auð- Júgursmyrsl frá Efnagerðinni SJÖFN varna því að spenarnir verði harðir ogspringi. Notið SjApNAR Júgursmy rsl. Peysufatakápur Og karlm.frakkar fást í Kaupfél. verkamanna. unn Jónsson bæjarstjóri hafi misnotað og margbrotið erindisbréf sitt, frá því hann náði kosningu sem bæjarstjóri á síðasta vetri. Fiskwfli þann 15. þ. m. var, á öllu landinu, 60,341,830 smál. en um sama leyti í fyrra 65,763,305 smál. 1 Aust- firðingafjórðungi er fiskafli meiri en í fyrra, en í öllum hinum fjórðungunum minni, sérstaklega í Norðlendingafjórð- ungi. Iðunn 4. hefti 1933 er nýkomin út. Efni: Jóhannes úr Kötlum: Villidýr (kvæði). H. K. Laxness: Vetrarmorg- unn (saga). Sigurður Einarsson: Far- ið heilar, fornu dyggðir! Ragnar E. Kvaran: Framvindan og sagan. Steinn Steinarr: Minning (kvæði). Hallgrim- ur Jónasson: Uppeldismál og sparnað- ur. L. Janssen: Geimgeislarnir. Spring- ur tunglið? John Galsworthy: Dauði Hvalrengi fáum við með »Gullfossi« á miðvikudag. Karlmannafot nýkomin. Kaupfél. verkamanna. maðurinn (saga). Bergsteinn Skúlason: Þræðir. Magnus Peterson: Hvílík þó hvítasunnuprédikun! G. E. Eyford: Við annan tón (bréfkafli), og að síð- ustu eru bókafregnir. f næsta mánuði er væntanlegur liing- að til lands enskur flugleiðangur, á leið til Grænlands, og eru það 3 hinir stærstu flugbátar sjóhersins. Tilgang- urinn með för þessari er að rannsaka flug- og lendingarmöguleika við Græn- land. Ritstjóri Ingimar Eydal. Prentamiðja Odds Björnssonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.