Dagur - 23.08.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 23.08.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. # Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. jjúlí. Afgreiðslan er hjá JÖNI Þ. ÞÖE. Norðurgötu3. Talslmi 118. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. dea, XVII. ár. | Akureyri 23. ágúst 1934. 96. tbl. jacob T exiére »Það er aðeins einn H. C. An- dersen til, og Jacob Texiére er spámaður hans«, segir danska blaðið Politiken. Æfintýraskáld- ið danska, H. C. Andersen, kann- ast hvert mannsbarn við, hér sem annarsstaðar. Hann er þýddur á öll menningarmál heimsins og fyrir löngu orðinn alþýðueign allra landa. En hver er svo Jacob Texiére? Jacob Texiére er stórfrægur danskur upplesari og leikari, sem frá því um aldamót eingöngu hef- ir gefið sig að því að lesa upp æfintýri Andersens. Ár eftir ár hefir hann ferðazt um Danmörku, Svíþjóð, Noreg, Finnland, Þýzka- land, Austurríki, Sviss og víðar, og allstaðar hrifið fólk með upp- lestri sínum, enda er hann hvar- vetna í Evrópu einn af hinum vinsælustu og eftirsóttustu lista- mönnum. En hann gerir heldur ekki eingöngu að lesa æfintýri upp. Hann blæs í þau nýju magni sv.o allir hlutir fá þar líf og inn- tak. Hann hefir tönn og tungu úr mönnum og skepnum, og læt- ur hunda gelta, hænur gagga, ketti mjálma, endur garga, svín rymja og hrafna krunka, — já, jafnvel dauðir hlutir fá hjá hon- um sitt eigið mál og persónuleika. Jacob Texiére kom sem snöggv- ast til Reykjavíkur í fyrra, og las þar nokkrum sinnum upp við mikla aðsókn og óskifta aðdáun. Með næstu ferð »Dronning Al- exandrine« kemur hann hingað til lands aftur og fer með skip- inu norður fyrir land og les upp á ísafirði, Siglufirði og hér á Ak- ureyri. Er hér um alveg einstæða skemmtun að ræða fyrir Akur- eyringa, ekki einungis hina full- orðnu, heldur líka unglinga og börn, því sakir hinar aðdáanlegu eftirlíkingar — og svipbrigða- gáfu sinnar, verður Jacob Texi- ére þeim engu síður hugstæður og ógleymanlegur en hinum full- orðnu. — Sb. Frá kjölverllaðsnefnd. Crierson hlekkíst á enn. Tilkynning hefir komið frá hinni nýstofnuðu kjötverðlags- nefnd um að umsóknir til slátrun- arleyfa verði að vera komnar henni í hendur fyrir þann 25. þ. m. Skal í umsóknunum tekin fram tala sláturfjár, verkunarað- ferðir, kjötmagn til innan- og ut- anlandssölu. Ennfremur hversu mikið hafi verið slátrað sl. ár, og hvernig því hafi verið ráðstafað. Árni Friðriksson fiskifræðingur, hefir undanfar- andi dvalið á Siglufirði við rann- sóknir á síld. Segir hann að síld- in sé nú stærri en hún hafi verið undanfarin ár, og millisíld sé ekki meiri en sem svarar ein á móti þúsund. Eftir rannsóknum sínum hefir hann flokkað síldiná í sumar þannig: yngri. en 8 ára 10.3%, 8 ára 24.3%, 9 ára 21.8%, 10 ára 28.2% og eldri 15.4%. Sjóvátrygingurfélay íslands h. f. hefir nú tekið upp, hér á landi, þá grein vátrygginga er nefnist reksturs- Stöðvunarvátrygging. Geta nú því verk- smiðjur, verzlanir o. þ. h. tryggt sig gegn beinu tapi, er hlytist af reksturs- stöðvun, ef bruna bœri að höndum. í fyrradag kl. 11 lagði flug- maðurinn John Grierson af stað frá Reykjavík á leið til Ameríku. En um kvöldið bárust skeyti frá honum, að hann hefði orðið að nauðlenda við austurströnd Græn- lands. Kveður hann lendinguna hafa gengið slysalaust og engan bráðan háska fyrir höndum. Hann hefir matvæli til 10 daga, en vegna þess að hann veit ekki gjörla hvar hann er staddur, — heldur þó að hann sé í firði ein- um, ekki langt frá Angmagsalík, — hefir hann óskað eftir að skip yrðu send sér til hjálpar. Fréttir eru komnar frá Angmagsalík um, að tekið hafi verið á móti skeyti Griersons þar, og að þegar sé búið að senda skip til að leita hans. Nýjar náttúruógnir. Sífellt herma fréttir víðsvegar að úr heiminum um nýjar og nýjar náttúruógnir. Nú undanfar- andi hafa verið meiri flóð í Al- gier í Afríku en komið hafa þar í meira en hálfa öld. Hefir rignt þar uppihaldslaust í þrjá sólar- hringa, mörg þorp komin undir vatn, t. d. er 5 feta dýpi í einu. Um mannskaða hefir ekki frétzt enn, en eignatjón er orðið mikið, Schuschnigg á ítaliu. Schuschnigg, kanslari Austur- ríkis, hefir fyrirfarandi setið á ráðstefnu við Mussolini. Er henni nú lokið og hefir Schuschnigg nú gefið út opinberlega tilkynningu, þar sem hann segir, að aðalum- ræöuefnið hafi mestmegnis verið viðskiptalegs eðlis og að þar að auki hafi þeir ráðgazt um hvernig varðveita skyldi sjálfstæði Aust- urríkis. Ekki kveður hann, að þeir hafi minnst á valdatöku Habsborgarættarinnar, og yfir- leitt ekki á stjórnmál. Lýsir kans- larinn að síðustu ánægju sinni yfir viðræðunum. út af ítalíuför Schuschnigg, og þó sérstaklega heimför hans, hafa erlend blöð gert sér ýmsar tilgátur. Þannig var nefnilega til ætlazt að kansl- arinn flygi beina leið til Vínar- borgar, en í þess stað fór hann fyrst með mótorbát til Genova, síðan með gufuskipi til Frakk- lands og þaðan flugleiðina heim. Láta ýms blöð í ljósi þann grun sinn, að einhverstaðar á þessum krókaleiðangri, muni Schuschnigg leynilega hafa hitt útsendara Habsborgarættarinnar, og sömu- leiðis eitthvað af frönskum stj órnmálamönnum. Adolf Ifiitlcr, hinn nýkjörni ríkisleiðtogi Þýzka- lands, hefir látið útvarpa tveim- ur þakkarávörpum í sambandi við hina nýafstöðnu þjóðaratkvæða- greiðslu. Er annað til þjóðarinn- ar í heild sinni, þar sem hann þakkar henni góða þátttöku í kosningunum, en hitt er til Naz- istaflokksins, og tekur hann þar fram meðal annars, að lögð verði áherfcla á að vinna þann einn tí- unda hluta þjóðarinnar er greiddi atkvæði á móti sameiningu kansl- ara- og forsetastarfsins, til fylg- is við nazistastefnuna sem allra fyrst. Erlendum blöðum hefir orðið skrafdrjúgt um þessi fyrirheit Hitlers og geta jafnvel til, að þau séu fyrirboði nýrra, póli- tískra ofsókna. Þá hafa ýms ensk blöð látið í ljósi gremju sína yfir hversu hastarlega ýmsir nazistaforingjar Þýzkalands hafa ráðizt á England og Önnur erlend ríki, í opinberum ræðum, á undan og eftir þjóðar- atkvæðagreiðslunni, og telja að þetta stappi nærri fullkomnu til- efni til styrjaldar. Nýja-Bíó Föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld kl. 9, Tal- og hljómmynd í 9 páttum. Aðalhlutverkin leika : Marion Davies. Clark Gable. Hrífandi ástarsaga ungrar fjölleik arastúlku og prests, sem síðar kvongaðist henni. Söfnuðurinn snýr þá við honum bakinu og hann missir embættið, — Mynd- in er ádeila á kreddufulla presta og siðvanda söfnuði, snilldarlega leikin og spennandi: Sunnudaginn kl. 5. N¥ MYND. Alpýöusýning. Niðursett verö. Nazistar i Saar. Stjórnarnefnd þjóðabandalags- ins í Saar hefir haft við orð að snúa sér til þjóðabandalgsins út af áróðri þýzkra nazista í Saar. Hefir nefndin komizt að þvi, að um tíu þúsund manns dvelja nú við nám í Þýzkalandi, og eigi síð- an að senda þá til Saar til út- breiðslu nazismans þar. Hátemplar Oscar Oissun hefur skrifað langa grein í blað sænskra templara »Reformatorn« 28. f. m., um Regluna á íslandi og ferð sína hér. Greininni fylgir mynd af Reykholtsskóla og Múla- koti í Fljótshlíð. Hún er mjög vingjarnleg í garð íslendinga, og dáist. hátemplar að náttúru- fegurð landsins. Hann flytur öll- um reglusystkinum og öðrum er hann kynntist hér, þakklæti fyrir móttökurnar. — Er gott til þess að vita, er göfugir gestir flytja hróður lands og þjóðar til annara landa. En hitt er þð meira virði, ef þjóðin hefði eitthvað lært af komu þessa merkismanns. Jóhannes Sigv/rðsson heldur samkomu í Zíon, annað kvöld kl. 8.30 og á sunnu- daginn á sama tíma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.