Dagur - 23.08.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 23.08.1934, Blaðsíða 2
262 DAGUR 96. tbl. Afurðasala landbúnaðarins. Það sem fyrst og fremst vakti .fyrir Framsóknarmönnum, þegar þeir stofnuðu til samstarfs og stjórnarmyndunar með jafnaðar- mönnum á aukaþinginu í vetur, var skipulagning afurðasölu land- búnaðarins á innlendum markaði. Brýna þörf bar til að tryggja það, að bændur fengju viðunandi verð fyrir framleiðslu sína, en viðunandi verð getur það ekki kallast, sem ekki ber uppi kostn- aðinn við framleiðslu afurðanna, þar í innifalinn sæmilegur fram- færslueyrir handa framleiðand- anum og fjölskyldu hans. Tveir menn, sem þá voru í Framsóknarflokknum á þingi, þeir Jón í Stóradal og Hannes á Hvammstanga, hindruðu það að umbótaflokkarnir gætu hrundið þessu nauðsynjamáli í fram- kvæmd þá þegar. Samvinnumenn höfðu komið skipulagi á sölu afurðanna á er- lendum markaði jafnframt því að þeir höfðu með samtökum komið á stórkostlegri vöruvöndun frá því sem áður tíðkaðist. En þetta var ekki nóg eins og málum er nú komið; erlendi. markaðurinn fyrir aðalframleiðsluvöru bænda, kjötið, hafði á síðustu árum þrengzt og gengið saman vegna innflutningshamla, en innlendi markaðurinn fyrir þessa vöru víkkað stórum út. Jón Árnason framkvæmdastjóri upplýsti það, að tveir þriðju hlutar kjötfram- leiðslunnar væru notaðir í land- inu sjálfu, en aðeins einn þriðji hlutinn seldur út úr landinu. Ennfremur sýndi hann fram á það, sem mörgum kom á óvart, að innlendi markaðurinn á kjöt- inu hafði á árinu 1982, þrátt fyr- ir hið óvenjulega lága verð á heimsmarkaðinum, yfirleitt ekki verið hagstæðari en útlenda verð- ið. Þetta hvorttveggja vakti menn til meiri skilnings á því, að um- bóta á afurðasölunni væri sér- staklega þörf hér heima fyrir. Framsóknar- og samvinnumenn settu sér það takmark að bæta úr þessu hið bráðasta. Því var það, að skipulagning afurðasölunnar var aðalmál Framsóknarflokksins í síðustu kosningabaráttu. Hún var einnig, eins og áður er fram tekið, aðal- ástæðan til þess, að flokkurinn óskaði nýrrar stjórnarmyndunar á aukaþinginu. Það var því eðli- legt að í kosningaávarpi því, er flokkurinn birti að afloknu flokksþingi í vor, væri þessi skipulagning nefnd sem fyrsta mál á starfsskrá flokksins á næsta kjörtímabili. Var þetta í ávarpinu orðað þannig, að: »Koma á verðhækkun á landbún- aðarafurðum fyrir bændur með hliðsjón af framleiðslukostnaði og markaðsmöguleikum. Fyrst og fremst sé unnið að því að koma skipulagi á sölu innanlands með því að efla sölufélög bænda, fækka milliliðum, hindra undir- boð á markaðinum og útiloka er- lenda sarakeppni, þegar unnt er aö framléiða vöruna í landinu sjálfu«. í eðlilegu áframhaldi af fram- angreindu er í 4. lið samningsins um stjórnarmyndun skipulagning afurðasölunnar ákveðin á þessa leið: »Að skipuleggja nú þegar með bráðabirgðalögum sölu land- búnaðarafurða innanlands, er tryggi bændunum viðunandi verð fyrir afurðir sínar. Sé lögð á- herzla á að draga úr milliliða- og dreifingarkostnaði, til sameigin- legra hagsbóta fyrir framleiðend- ui og neytendur«. Af þessu má öllum vera Ijóst, að fyrsta krafan, sem Framsókn- armenn báru fram, þegar gengið var til samninga við Alþýðuflokk- inn, var um framkvæmd þessa máls. Það er líka h'iö fyrsta af stefnumálum flokksins, sem framkvæmt er af hinni nýju rík- isstjórn. Forsætis- og landbúnað- arráðherrann, Hermann Jónas- son, hefir í þessum mánuði gefið út bráðabirgðalög um sölu á kjöti innanlands og hafa þau verið birt hér í blaðinu. Um undirbúning þessa máls er meðal annars það að segja, að upp úr flokksþingi Framsóknar- manna í vor kom aðalfundur Sb. íslenzkra samvinnufélaga saman. Á þeim fundi voru samþykktar þær tillögur, sem bráðabirgða- lögin um kjötsöluna byggjast á. Tillögur þessar voru sendar þá- verandi atvinnumálaráðherra, Þorsteini Briem. Þann 7. apríl skipaði svo ráðherrann 7 manna milliþinganefnd í afurðasölumál- ið. Var skipaður einn fulltrúi frá Samb. ísl. samvinnufélaga, einn frá Sláturfélagi Suðurlands, einn frá Kaupfélagi Borgfirðinga, einn frá Mjólkurbandalagi Suðurlands, einn frá Alþýðusambandi íslands og einn frá Búnaðarfél. Islands, en formann nefndarinnar lagði »einkafyrirtækið« til, og var það Hannes Jónsson frá Hvamms- tanga. Milliþinganefnd þessi féllst síð- an á tillögur Sambandsfundarins í öllum aðalatriðum. Allan grundvöll skipulagningar afurðasölunnar hafa því sam- vinnumenn lagt, en framkvæmdir þær, sem nú er verið að hrinda af stað með bráðabirgðalögunum, eru að þakka úrslitum kosning- anna og ósigri íhaldsflokksins. Auk bráðabirgðalaganna um kjötsöluna, eru einnig bráða- birgðalög um mjólkursölu nú þeg- ar ákveðin í aðalatriðum. Hvort- tveggja þessi lög verða lögð fyrir þingið í haust til endanlegrar samþykktar, eins og fyrir er mælt í stjórnarskránni, og er þeim fyr- irfram tryggt meirihlutafylgi í báðum deildum þingsins. Jafn- framt verður svo unnið að því, að skipuleggja með löggjöf sölu á kartöflum og eggjum. Er þess og full þörf, þar sem framleiðsla þessara vara fer nú stóðugt vax- andi í landinu. Um alla þessa skipulagning af- urðasölunnar til hagsbóta fyrir framleiðendur hafa samvinnufé- lögin og Framsóknarflokkurinn haft forgöngu óg eru nú að leiða til framkvæmda. Þessi hugmynd um skipulagning með aðstoð löggjafarvaldsins er tiltölulega ný hér á landi, en er- lendis er þegar fyrir alllöngu hafizt handa um slíkar fram- kvæmdir, þar sem sýnilegt var, að skipulagsleysi afurðasölunnar var að leggja landbúnaðinn í rústir. Með þeirri stefnu, sem nú er upptekin í afurðasölumálinu, er hafin ný og alvarleg tilraun til viðreisnar íslenzkum landbúnaði. Hún stefnir að því marki, að landbúnaðinum sé tryggð viðun- andi fjárhagsleg afkoma á eigin fótum. Kreppulánalöggjöfin, sem nú er verið að framkvæma, kem- ur að litlum notum, ef landbún- aðinum er ekki jafnframt tryggt viðunandi verð fyrir framleiðsl- una í framtíðinni, til þess að hann geti staðið straum af kreppulánunum og framkvæmd- um liðins og ókomins tíma. Tveir flokkar hafa þegar í byrjun sýnt sig fjandsamlega þessari stefnu samvinnu- og Framsóknarmann a að viðreisn og eflingu landbúnaðarins. Það er íhaldsflokkurinn og Kommúnista- flokkurinn, eða leiðtogar þeirra flokka. En Framsóknarflokkurinn er staðráðinn í því að ganga hik- laust að framkvæmdum þessara .nauðsynjamála landbúnaðarins, af því að hamingja þjóðarinnar krefst þess. Framsóknarmenn láta ekki hrottaleg stóryrði, illvilja og heimsku geðillra andstæðinga al- menningsheillar aftra sér frá því að firra þjóðina þeim voða, að bændastétt landsins flosni upp •frá búum sínum og neyðist til að bætast í hóp hinna atvinnulausu við sjávarsíðuna, til þess að mæna þar soltnum augum eftir atvinnuleysisstyrk. Einar Olgeirsson vill hafa 20 og hálfan lögregluþjón. »Verkamaðurinn« segir þær fi-éttir, að á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur sl. fimmtudag hafi Einar Olgeirsson borið fram til- lögu um afnám varalögreglunnar og fækkun föstu lögreglunnar um helming. Jafnframt skýrir Vm. svo frá afdrifum þessarar tillögu: »... fulltrúi Framsóknarflokks- ins, Aðalbjörg Sigurðardóttir' guðspekingur og trúarsystir ritstj. »Dags« greiddi atkv. gegn till. ásamt sjálfstæðismönnuml.U Ritstj. Dags finnur sér skylt að gefa ofurlitla skýringu á þessari framkomu »trúarsystur« sinnar: Varalögreglan var þegar niður lögð af Hermanni Jónassyni, og því ekki von að Aðalbjörg greiddi atkvæði með því að afnema lög- reglu, sem ekki var til. í föstu lögreglunni í Rvík er 41 maður. Samkv. tillögu E. 0. um að fækka föstu lögreglunni um helming, áttu lögregluþjónarnir að vera 20 og hálfur. Hvaða von var til þess, að »guðspekingur og trúarsystir ritstj. Dags« greiddi atkv. með að láta tölu lögreglu- þjónanna standa á hálfum? Eiit og hið sama, Síðasti »Verkamaður« segir það hafa verið prentvillu, er stóð í blaðinu, að lögregla væri til þess að verna hagsmuni hinna vinn- andi stétta, það hafi átt að vera: til þess að vernda hagsmuni hinna ráðandi stétta. Eins og á- statt er nú hér á landi, er þetta raunar engin villa, því síðan kosningar fóru fram og stjórn- arskiftin urðu, eru hinar vinn- andi stéttir og hinar ráðandi stéttir eitt og hið sama. Sundhöllin i Reykjavík hefir undanfarin ár staðið ófull- gerð. En nú virðist sem skriður sé að komast á að hún verði full- gerð á þessu ári. Þann 9. þ. m. skrifaði fjármálaráðherra, Ey- steinn Jónsson, borgarstjóranum í Reykjavík, og tjáði honum, að ríkisstjðrnin væri reiðubúin að leggja fram 100 þús. kr. á þessu ári samkvæmt þingsályktun frá síðasta þingi um sundhöll í Rvík. Þó er þetta fjártillag ríkisins bundið við fullnægingu þeirra skilyrða, er þingsályktunin ákvað. CiiiiiimiiiiiiiiimiiH E Uii iiironAnir Qiiovtira Æ e nn luldUUIIir dVuXlll. m Apricosur, Perur, Ferskjur, bl. ávex*ir •§ «§• í 111 og \ dósum. Mi j W9 Ódýrast í bænum. ^f§ m m* Kaupfélag Eyfirðinga. 3 iwi Nýlenduvörudeild. ©Œ mmmimmmm

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.