Dagur - 23.08.1934, Blaðsíða 4

Dagur - 23.08.1934, Blaðsíða 4
264 DAGUE 96. tbl. Sambandslundiir Norðleizkra kvenna verður haldinn á Akureyri 15. og 16. sept. n. Konur fjölmennið á fundinn. Stjórnin. ALPA LAVAL A. B. Separator í Stokkhólmi er eitt af þeim fyrirtækjum Svla, er mest og best hefir stutt að því að gera sænskan iðnað heimsfrægan, í meira en hálfa öld hafa ALFA LAVAL vélarnar verið viður- kenndar sem beztu og vönduðustu skilvindurnar á heimsmarkaðinum, enda hefir verksmiðjan hlotið yfir 1300 FYRSTU VERÐLAUN. Reynslan, sem fengist hefir við að smiða meira en 4,000.000 Alfa Laval skilvindur, er notuð út f æsar til þess að knýja fram nýjar og verðmætar endurbætur. Hið nýjasta á þessu sviði er: Algerlega ryðfríar skilkarlsskálar og algerlega sjálfvirk smurning. Vér böfum þessar tegundir af hinum nýju endurbættu ALFA LAVAL skilvindum á boðstólum: Alfa Laval Nr. 20 skilur 60 lítra á klukkustund — > — - 21 - 100 - - -1- — 1 — - 22 - 150 — - — » — — > — - 23 - 525 - - — > Varist að kaupa lélegar skilvindur. — Biðjið um ALPA LAVAL Samband ísl. samvinnufélaga. Nýti háloftsflug. einnig brezku auðhringarnir, og Iðnaðarsamband Bretlands, sem standa að árásunum á samvinnu- félagsskapinn. En hvernig stendur á þessum árásum? spyrja menn. Því er auðsvarað. Það er vegna þess, að hin níutíu ára gamla samvinnu- stefna í Bretlandi er orðin að virkileika, sem hefir skapað sterka, volduga samfylkingu með öru vaxtarmagni, sem sífellt gerir ný strandhögg inn á landareign auðhringanna. Er í þessu sam- bandi fróðlegt að renna augunum yfir stærstu viðburði í sögu sam- vinnuhreyfingarinnar brezku, vöxt hennar og viðgang. II. Eiginlega má svo segja, að samvinnuhreyfingin brezka sé yf- ir hundrað ára gömul. Því það var árið 1799, sem dr. William King frá Brighton kom fram og brýndi verkamenn og smábænd- ur hinni fyrstu lögeggjan til sam- vinnu. Og þessi merkilegi boð- skapur dr. King stendur enn í dag í fullu gildi. »Öreigar«, sagði hann, »þið er- uð eignalausir vegna þess, að þið vinnið fyrir aðra, en ekkert fyrir sjálfa ykkur. Það er að vísu svo, að þið hafið ekkert fjármagn til eigin atvinnureksturs. En þið hafið kaupmagn. Sameinið kaup- magn yðar. Breytið hinu samein- aða kaupmagni yðar á hagfræði- legan hátt í fjármagn. Notið það fjármagn til sameiginlegra fyrir- tækja. Og þá hafið þér brotið af yður arðrán kapítalismans, sem einungis viðhelzt af yðar eigin fá- vizku«. Árangur þessa boðskapar dr. Kings varð sá, að fjöldi verzlana, hinna svokölluðu »félagsbúða« (Union Shops) spratt upp víðs- vegar um landið, og snerist fjöldi umbótasinnaðra manna á sveif með þessari hreyfingu. Jafnvel Lady Byron'gerði sér það til hugar- hressingar að berjast fyrir þess- ari nýju stefnu, meðan maður hennar, Lord Byron, eltist við smámeyjar suður á Grikklandi. En þessar »félagsbúðir« urðu skammlífar í sínu upphaflega formi, og hurfu alveg í bliku þeirri, er stóð af Chartistastríð- inu (kjörgengisbótabaráttu verkamanna), enda kom þá um þær mundir aðalspámaður sam- vinnuhreyfingarinnar brezku, Ro- bert Owen, fram á sjónarsviðið. Þó að hann að vísu byggði á sama grundvelli og William King hafði gert með »félagsbúðum« sínum, þá voru þó kenningar hans miklu þroskaðri og skipulagðari. Meg- ininntak þeirra, sem síðan hefur orðið að kjörorði samvinnustefn- unnar, var: »Rétt verð, engan á- góða«. (Price without Profit). En það var ekki fyrr en 1844, að fyrsta raunverulega tilraunin var gerð til þess að framkvæma á virkilegan hátt þessi kjörorð Robert Owens. Það voru tuttugu og átta baðmullarvefarar frá þænum Rochdale, er fyrstir bund- ust samtökum, og stofnuðu með @ér samvinnviverzlun. Og þeir voru ekkert myrkir í máli um framtíðarfyrirætlanir sínar, vef- ararnir frá Rochdale: Full yfir- ráð yfir gjörvallri framleiðslu Bretlands, dreifingu hennar og afsetningu, yfir uppeldis- og menntamálum, í fáum orðum sagt, full yfirráð yfir rekstri rík- isins, — það var hið endanlega takmark hinna tuttugu og átta vefara frá Rochdale. Og fyrstu undirstöðuna undir þetta nýja þjóðskipulag, lögðu þeir með praktiskri ráðningu á kjörorði Robert Owens »Rétt verð, engan ágóða«. Ráðningu, sem var svo einföld, að enginn gat um villzt. Og ráðningin var: Ágóðahlutdeild af viðski'ptum, — það var allur galdurinn. Fastur rentufótur var ákveðinn af rekstursfé, og er það mjög þýðingarmikil nýjung í brezkum fjárrekstri, sem íþyngir öllum iðnaði með lögfestum skyld- um til að halda uppi yfirherra- dómi kapítalsins, og til að greiða hluthöfum eins háa vöxtu, og frekast er unnt. Vörurnar voru seldar við almennu markaðsverði, því þá voru engir íhlutunarmögu- leikar fyrir hendi til áhrifa á vöruverðlag, þó samvinnufélögin séu nú svo langt komin, að þau hafi fullt verðlagningarvald á mörgum mörkuðum. — Við lok hvers viðskiptaárs var svo ágóð- anum skipt hlutfallslega eftir við- skiptamagni á milli meðlima. (Framh.). heitir nýtt sálmasafn, er fyrir nokkru er komið út. Hefir »Kirkjuráð hinnar íslenzku þjóð- kirkju« annazt sálmavalið og bú- ið undir prentun. Um bók þessa hefir staðið hinn mesti styrr ( sunnanblöðunum fyrirfarandi, og eru menn, — og þá sérstaklega höfundar sálmanna — afar óá- nægðir með breytingar þær, er gerðar hafa verið á fjölmörgum sálmunum, að höfundunum forn- spurðum. Hefir þessi óánægja gengið svo langt, að ýmsir af höfundum sálmanna hafa krafizt þess, að sálmabókin verði gerð upptæk, samkvæmt lögum um rit- höfundarétt, og bera þeir fyrir sig grein þá, er ræðir um ritstuld og fölsun á ritverkum. Hafa nú nýskeð átta af höfundunum snúið sér til Bandalags íslenzkra lista- manna, og beðið það að taka að sér málið fyrir þeirra hönd. Á meðal þessara höfunda eru Da- víð Stefánsson frá Fagraskógi, Hulda, Steingr. Matthíasson, fyr- ir hönd föður síns, ólína Andrés- dóttir og ekkja Guðmundar Guð- mundssonar, skólaskálds. Bólcarastaðan við rafveituna hér var á síðasta bæjarstjórnarfundi veitt Bjarna Halldórssyni, hlaut hann 8 at- kvæði af 11. Margar umsóknir um stöð- una höfðu borizt. Nýr kventannlæknir. Nýskeð hefir lokið tannlæknaprófi frk. Guðurún Jó- hannsdóttir úr Reykjavík, með hárri I. einkunn. Nýlega fóru tveir belgískir flugmenn í flugkúlu upp í háloft- in. Voru þeir útbúnir til að geta verið 14 stundir þar uppi. Þeir höfðu með sér stuttbylgjutæki, en einhverra orsaka vegna biluðu þau, svo mjög litlar og ógreini- legar fregnir bárust af þeim á fluginu. En að kvöldi sama dags lentu þeir fyrirvaralaust í Jugo- Slavíu, og gekk lendingin slysa- laust. Höfðu þeir komizt upp í 16 km. hæð og segja, að mikill vísindalegur árangur hafi orðið að ferðinni. Verkfalli vörubifreiðastjóra í Minneapolis í Bandaríkjunum er nú loks lok- ið. Komu vinnuveitendur og bif- reiðastjórar sér saman um samn- inga í gær, og í dag hefja 6000 bifreiðastjórar vinnu á ný. Jónas Rafnwr læknir leggur af stað á morgun ásamt frú sinni til Reykja- víkur og þaðan með fisktökuskipi til Italíu. Er þeirra von heim aftur í októberlok. í fjarveru Jónasar gegnir Jóhanna Guðmundsdóttir, læknir, starfi hans á Kristneshæli. lslenzka/r bókmenntir í erlendum þýðingum. í haust koma út í danskri þýðingu bækur Halldórs Kiljan Lax- ness »Þú vínviður hreink og »Fuglinn í fjörunni«. Gunnar Gunnarsson, skáld, hefir þýtt bækurnar, og bera þær, 1 dönsku þýðingunni, nafnið »Salka Valka«. Herbergi lil leigu fyrlr einhleypan frá 1. okt. næstk. Fæðissala getur einnig komið til greina. Aðalsteinn Tryggvason Klapparstíg 3. ÍK f Í1PI ^ me^ góðum UI ö ö I borgunarskilmálum. Aðalsteinn Tryggvason Klapparstíg 3. Ný epli á kr. 1.30 kílóið. Nýlenduvörudeild. Sebusan er ágætt meðal við hár- flösu, fæst í Nýlenduvörudeild. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.