Dagur - 25.08.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 25.08.1934, Blaðsíða 1
D AGUR kemur út á þriðjudögum. fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. • •• -•-•-« _ . XVIL ár. | Afgreiðslan ér hjá JÖNI Þ. ÞÖK, Norðurgötu 3. Talslmi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 25. ágúst 1934. 4 t 97. tbl. JACOB TEXIÉRE Upplesturskvöld Sögui1 og æftsiiýi* H. €. Aiidcrsens. í Nýja Bíó mánndagskvöldtð 27. nt. hl. 9. Ilúsið opnað hálfri sfundu fyrr. Skógarbrunar. Er loftstyrjöld Fyrir fáum dögum síðan voru liðin 20 ár frá því að veraldar- stríðið hófst. Hinir hræðilegu á- gústdagar 1914 mörkuðu ákveðin stefnumót í sögu Evrópu. Frið- s&mlegt og heilbrigt framfara- tímabil, með jöfnum þroska og vaxandi velmegun, var þá í einu vetfangi skorið þvert yfir, og síð- an hefir allt gengið í glundroða, og hver hörmungin boðið annari heim, ekki aðeins í Evrópu, held- ur einnig um allan heim. Aðeins í einu tilliti er hægt að segja, að Norðurálfan standi nú í sambærilegum sporum og fyrir veraldarófriðinn: V o'pnabúnaðar- kapphlaup þjóðanna er nú aftn.r í annað sinn í fullu algleymi. — Þegar styrjaldarmartröðinni létti af í nóvember 1918, fannst mönn- um, að aldrei mundi geta komið fyrir, að mannkynið óskaði stríðs á ný. Ef alheimsatkvæðagreiðsla væri látin fara fram, mundi bók- staflega talað hver einasti ein- staklingur greiða atkvæði á móti styrjöld. Ef nokkrar undantekn- ingar kynnu að finnast, mundi vera óhætt að ganga út frá því, að andleg vanheilsa lægi til grundvallar og að slíkum mönn- um mætti, læknisskoðunarlaust, stinga inn á geðveikrahæli. En þrátt fyrir þetta er gjör- völl Evrópa önnum kafin við að vígbúast undir nýja styrjöld, eða eins og þjóðimar kalla það »ör- ugga hervörn«, því eins og menn vita, vill aldrei neinn við því gangast, að hafa byrjað styrjöld; allir aðilar segja, að »á sig hafi verið ráðizt«, og »þeir eigi hend- ur sínar að verja«, og þessvegna þykjast öll riki vera reiðubúin til á sérhverjum tíma, að undir- skrifa hverskonar árásar-afneit- unar-samninga. Enginn þjóðhöfðingi hefir með fjálgari orðum lýst ást sinni á friðnum, en Hitler, ríkisforingi Þýskalands. »Aldrei skal það henda, að við ráðumst á aðrar þjóðir«, hefir hann Krópað út um heim í hinum miklu útvarpsræð- um sínum. En samt sem áður er það einmitt Þýzkaland',' sem frek- ar öllum öðrum þjóðum hefir orð- ið þess valdandi, að gjörvallur heimur titrar í glímuhrolli nýrr- ar tegundar stríðs, ennþá ægi- legri en allar fyrri styrjaldir — loftstyrjaldarinnar. Það er alvit- að, að það fyrsta, sem »hið þriðja i aðsigi? ríki« gerði, við valdatöku sína, var að leggja aðaláherzlu á upp- byggingu lofthers síns. Að vísu hefir það ekki gerzt opinberlega — enginn veit með vissu, hversu mikinn lofther Þjóðverjar þegar hafa vígbúið, en það eitt er víst, að hann er geysistór. Og svo sigl- ir hvert stórveldið á fætur öðru 1 kjölfarið, og ver óhemju fjárhæð- um til byggingar loftflota. Eng- land hefur um 1000 loftherskip fullger og 500 í smíðum, Frakk- land 1650, Rússland 1300—1500, Bandaríkin 1100 og ítalía um 1500. Og dag eftir dag flytur út- varpið tilkynningar um nýjar fjárveitingar til loftflotaaukning- ar. Mussolini veitir til þess 1200 milj. lírur, Bandaríkin hafa á annað þúsund flugvélar í smíð- um, Frakkland hefir nýlega veitt 3120 milj. franka til »atvinnu- bótavinnu við styrkingu varnar- hers þjóðarinnar«, eins og þeir kalla það, en vitanlegt er, að því fé verður varið til aukningar loftflotans. Sem stendur er að vísu ekkert, sem bendir á að yfirvofandi vá sé fyrir dyrum, síðan málum Austurríkis sýnist hafa verið ráð- ið sæmilega örugglega til lykta. En ef styrjöld skellur á, og til þess þarf ekki nema hinn minnsta neista, svo hátt er bog- inn spenntur, — þá verður það sú ægilegasta styrjöld, sem yfir mannkynið hefir gengið. Styrjöld eiturgasa, sprengjuregns og pestarsýkla. Styrjöld múgsmorða kvenna, barna og gamalmenna. Og það sem er voðalegast af öllu: Styrjöld, þar sem hver einasti þátttakandi dansar nauðugur, að undanteknum nokkrum hernaðar- sálsýkingum, og örfáum sam- vizkulausum fjárplógsmönnum. Svo skammt eru þjóðirnar enn- þá komnar í áttina til þess, að vera sinna .eigin örlaga smiðir. * Berjaland. Höfutn Steðjaberjalandið á-leigu. Ferðir þangað alla sunnudaga kl. 9 f. h. og kl. 1, e. h, Áuka- ferðir eftir því sem þörf krefur. Bifreiðastöð Oddeyrar. Slmi 260, Útvarpsfréttir herma að ógur'- legir skógarbrunar geysi um vesturströnd Norður-Ameríku, í fylkinu Idaho, Montana og Was- hington í Bandaríkjunum, og British Columbia í Canada. Breiðir eldurinn hraðfluga um sig, og hefir ekki enn verið rönd við reist, enda þótt yfir 10 þús- und manna her bei’jist dag og nótt við að slökkva hann. r Opiumnauin hefir farið mjög vaxandi í Bandaríkjunum á síðustu árum. Var þannig helmingi meira gert upptækt af smygluðu ópíumi í fyrra en árið 1932. Þó er talið að miklu meira hafi verið gert upptækt hin síðustu árin vegna öflugri löggæzlu, og getur það að nokkru leyti verið orsök til þess að menn álíti eiturneyzluna hafa vaxið. ópíuminu mestmegnis smyglað inn frá Kína eða Man- sjúríu. AJcureyrarkirkja. Messað á sunnu- daginn 26. þ. m. kl. 2 e. h. Hjálpræðisherinn lieldur samkomur laugardag og sunnudag 25. og 26. þ. m. kl. 8% e. h. Heim kmnnir úr llanmerkurför eru þeir Sigfús Halldórs frá Höfnum og Rrynleifur Tobiasson kennari. D'niicknun. Síðdegis á þriðjudaginn féll unglingspiltur út úr bát frá síld- veiðiskipinu »Arthur Fanney«, fram af Grjótnesi á Sléttu, og drukknaði. — Hét pilturinn Valdemar Valdemarsson og var héðan úr bænum. Við þökkum innilega öllum, er sýndu samúð og vinahug við andlát og jarðarför Ásgrims heitins Guðmundssonar skip- stjóra. Aðstandendur. í ávarpi, sem Mtiller ríkisbisk- up í Þýzkalandi birti þýzku þjóð- inni rétt fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna 19. þ. m., farast hon- um orð á þessa leið: »Þegar Jesús Kristur, frelsari vor, prédikaði fagnaðarerindið, þá hvatti hann lýðinn til trúnað- artrausts; þannig gerir og Adolf Hitler, leiðtogi vor, þegar hann leggur fyrir yður hina miklu spurningu og biður yður að svara játandi. Sem sannkristnir menn hljótum vér að gefa honum já- yrði vort, þar sem aðeins sam- þykki vort megnar að veita hon- um valdið, til þess að berjast fyr- ir kristindóminum. Barátta Hitl- ers er barátta gegn Gyðingunum, hinum grimmúðugustu óvinum kristindómsins. Þýzka þjóðin kann enn að eiga þrengingar í vændum, en hún mun sjá krist- indóminn sigra, jafnvel þó Gyð- ingar ákveði að eyðileggja þjóð- ina«. Þannig stimplar ríkisbiskupinn þá, sem ekki geta fellt sig við stjórnarstefnu Hitlers og Naz- istaflokksins, ókristna, en alla hina sannkristna. Minnir þetta á kosningaávarp Knúts Arngríms- sonar, er hann birti í Stefni fyrir síðustu Alþingiskosningar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.