Dagur - 30.08.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 30.08.1934, Blaðsíða 1
DAOUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. Júlí. Eftirlitsnefnd. Skipuð hefir verið fimm manna nefnd til þess að líta eftir fjár- hag ríkisins yfirleitt, m. a. fram- leiðslu og sölu afurða, og meiri- háttar viðskiptarekstri ríkis. hlutafélaga og einstaklinga, með það fyrir augum, að koma sem skynsamlegustu skipulagi á þetta allt með hagsmuni almennings fyrir augum. Einn- ig skal nefndin þá og í því sambandi litast um eftir mögu- leikum nýrra atvinnugreina. Skýrslur skal nefndin geta heimt- að af einstaklingum og félögum um viðskipti þeirra öll, er henni þurfa þykir. í nefndinni eiga sæti: Héðinn Valdimarsson, formaður, Emil Jónsson, bæjarstjóri í Hafnar- firði, Jónas Jónsson, samvinnu- skólastjóri, formaður Framsókn- arflokksins, Steingrímur Stein- þórsson, skólastjóri á Hólum og Ásgeir G. Stefánsson, framkv.stj., Hafnarfirði. Ný áfengislöggjöf. Dómsmálaráðherránn, Hermann Jónasson, hefir falið Þórði Eyj- ólfssyni, prófessor, að undirbúa nýja áfengislöggjöf í tilefni af atkvæðagreiðslu þeirri um bann- ið, er fram fór í fyrra. Leynisamningar um landvinninga. Útvarpið hermir eftir blaði einu í Norðurálfu, er það telur hafa orð fyrir áreiðanleik, að leyni- samningar um landvinninga hafi verið gerðir milli Þýzkalands og Yugo-Slavíu. Samkvæmt þeim ætti eitt markmiðið að vera að ná Triest undan ítölum. Ennfrem- ur ætti Yugo-Slavía að verða at- hvarf austurrískra Nazista, er landflótta urðu við Dollfussmorð- ið og upphlaupin á eftir, og ætti þá hugmynd Nazistanna að vera að gera árás frá Yugo-Slavíu á Vínarborg í haust, svo öfluga, að sæmileg vissa væri fyrir því, að borgin fengi eigi staðizt. — Ut- anríkisráðherra Yugo-Slavíu kveður þessar fregnir Eina mestu lýgi. Hafi Yugo-^Slavía alls enga samúð með hinum austurrísku Nazistum og hafi aldrei látið sér neitt af þessu til hugar koma. Snorri Sigfússon skólastjóri er finuntugur á morjrun. Afgreiöslan •r hjá JÖNI Þ. ÞOR, Norðurgötu 3. Talsími lli. Uppsögn, bundin við fcra- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. dea. Akureyri 30. ágúst 1934. 1 99. tbl. Þorgrímur Halldórsson, Nýja-Bíó frá Hraunkoti í Aðaldal. Dáitarminning. Einn af öðrum ættmanna og vina hníga og hverfa í hulinn fjarska. Sendi ég nú, frændi, yfir fjöll og dali klökkva kveðju að kistu þinni. Man ég ungan svein íturfríðan léttan í lundu að leikjum una. Bali og blómlaut brostu við augum, laufgróin brekka og lyngvuð holt. Rótfestist snemma í rósamt hjarta innileiki til ættarsveitar. Bundu blóðskylda og bernsku-minni þrautvígðan þráð milli þín og hennar. Æskudals allt var þér innst í huga, þótt hann ei þín né þú hans nytir. — Falla svo örlög áður og síðan, þótt heilir séu hugir og hjörtu vöi*m. Drengskap þú áttir að drýgja og sigra dags hvers önn frá dögun að aftni, svo að með sæmd þú sæir borgið konu og börnum, er þig kveðja nú. Þerri sumarblær sóldaggir tára trúfastrar konu er tregar þig horfinn. Birti himinsól í hugum döprum ungra sona og aldins föður. Ber ég fram þakkir og bið í hljóði: Vermi þína vini og veg þér birti logi hinn helgi, er lýsir fyrir handan landamæri lífs og dauða. Konráð Vilhjábnsson. Bretar handteknir í Berlío. Fjórir brezkjr borgarar voru teknir fastir í Berlín í fyrra- kvöld, en látni lausir í gær fyrir milligöngu brezka sendiherrans. Hefir hann skýrt svo frá, að þýzk stjórnarvöld telji þessa menn meðlimi alþjóðanefndar, er hafi það á stefnuskrá sinni að ná kommúnistaforingjanum Thal- mann úr fangelsi. og Japana, þess efnis, að flota- styrkur þeirra skuli til 1936 vera í þessum hlutföllum: 5—5—3, í þeirri röð, sem talið er hér að framan. (Japanar hafi 3 herskip gegn hverjum 5 er hinir hafa). Talsmaður japanska utanríkisráðuneytisins kveður ósannan orðróminn um það að Japan ætli sér að segja upp Washington-flotamálasamn- ingnum, er vera skal í gildi til 1936, verði honum ekki sagt upp á þessu ári. — Samningur þessi er milli Bandaríkjamannaf Breta Bandarikjastjórnin. hefir skipað nefnd til þess að reyna að koma á sættum í vefn- aðariðjudeilunni, þar sem um er að tefla verkfall 800,000 verka- manna. Óhlýðnibaráttu Indverja lokið. Willingdon lávarður, jarl Bretakonungs og Indlandskeisara, kveður nú tjaldið fallið fyrir lokaþætti hinnar indversku ó- Fostudags-, laugardags- og sunnu- iröld kl. 9, Kínverski ræniíiDjíifurínuinn Tal og hljómmynd 110 páííuin. Aðalhlutverkin leika: Nils Asther og Barbara Sia»i wy ek Mynd þessi er tekin eftir frægri sögu eftir Grace Lering Stone »The Bitler Tea ol General Yen«. — Hún segir ástarsögu kínversks ræningjaforingja og amerískrar stúlku: Myndin er víða afar skemmtileg og hrífandi. Hugð- næmur er leikur hinná tveggja elskenda og skilnaður. Myndin á annars að sýna, að Austur- og Vesturlandabúar eru svo gjöró- Iíkir að lunderni, að þeir ega ekki að blanda blóði saman. hlýðnibaráttu. Kveðst hann eigi svo mjög þakka þann endi að- gerðumstjórnarinnar, sem brjóst- greind meginþorra Indverja, er hafi séð hvílík óvizka óhlýðnis- baráttan hafi verið, Flugmaðurinn Orierson er nú loks kominn til lendingar á Canadaströndum við fluglendingu við Hudsonsflóa. 100 ára brauögerðarhús. í sumar eru liðin 100 ár frá því að fyrsta brauðgerðarhús var stofnsett á íslandi. Stofnandinn var Daníel Bernhöft, ungur mað- ur, er þá hafði nýlokið bakara- prófi í Danmörku. Félagi hans hét Heilmann. Afkomendur Bern- höfts eru allmargir í Reykjavík, og hefir ein grein afkomenda hans haldið áfram iðn forföður- ins fram á þenna dag. En 100 ára afmælis bakaraiðnarinnar hérlendis minnast með hátíða- höldum og í félagi, Bakarameist- arafélag Reykjavikur og Bakara- sveinafélag íslands. Kvenfélagiö »Iðunn« í Hrafnagils- hreppi heldur danssamkomu í sam- komuhúsi hreppsins laugardaginn 8. september n. k. Hefst skemmtunin kl. 9 e. m. — Allur ágóði af samkomunni rennur í sjúkrasjóð félagsins. — Góð músik.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.