Dagur - 30.08.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 30.08.1934, Blaðsíða 2
270 DAGUR 99. tbl. íhaldsmenn og kommún- isfar sammála. Peir bölsótast í sameiningu út af verðhækk- un á vindlingum og afnámi varaiögreglu. Ein af ráðstöfunum nýju stjórnarinnar er ofurlítil verð- hækkun á vindlingum. Nemur sú hækkun V2 eyri á vindling. Út af þessari ráðstöfun ætla kommúnistar og forystumenn í- haldsins í Reykjavík að rifna af reiði. Myndi þeim ekki hafa orð- ið meira hverft við, þó sprengi- kúlu hefði verið varpað niður í höfuðborgina. fhaldsmenn eru sjóðandi hrædd- ir um, að sundhöllin í Reykjavík muni njóta góðs af þessari lítil- fjörlegu verðhækkun á vindling- um. Kemur þannig í ljós, að þeim er miklu annara um vindlinga- reykingar en framgang eins helzta menningarmáls höfuðstað- arins og raunar alls landsins. »Verklýðsblaðið« segir, að verðhækkun á vindlingum komi »harðast niður á fátækum verka- lýð«. f augum blaðsins er þessi 1/2 eyris verðhækkun á vindlingi að sjálfsögðu einn liðurinn í »hungurárásum« gegn verkalýðn- um. Segjum, að fátæk hjón eigi þrjú börn. Samkvæmt umhyggju kommúnistablaðsins fyi’ir reyk- ingum fátæklinganna má gera ráð fyrir, að það ætli hverjum í fjöl- skyldunni 2 vindlinga á dag. Yfir árið þýðir þetta 17 kr. aukin út- gjöld. En nú gæti verið spurning um, hvort börnin biðu skaða við það að vera alveg án vindlinga- reykinga. Væri nú það ráð upp tekið, að börnin hættu að eyða peningum sér til heilsuspillis, þó foreldrar þeirra Ieyfðu sér það, þá yrðu auknu útgjöldin ekki nema 7 kr. á ári. Að sjálfsögðu mætti verja þeim peningum til einhvers þarfara en vindlinga- kaupa. Kemur þá tvennt til greina, ef fátæku hjónin vildu vera laus við aukin útgjöld af þessum sökum, annaðhvort að spara vindlingareykingar sínar um það, er verðhækkuninni nem- ur, ellegar þá hitt, sem væri allra snjallast, að láta verðhækkunina, þó lítil sé, kenna sér að hætta með öllu þeim heimskulega ósið að reykja vindlinga. Annars verður það að teljast ajgerlega rétt stefna að skatt- legjgja óþarfa nautnafýsn manna í tvennum tilgangi, fyrst með það fyrir augum að halda henni í skefjum og í öðru lagi til þess að láta hana skapa mótvægi gegn spillingu þeirri, er henni fylgir, með aukinni heilbrigði og þroska almennings og þá alveg sérstak- lega æskulýðsins. Það væri því vel til fundið að láta gróðann af hækkuðu verði vindlinganna flýta fyrir framkvæmdum í sundhall- armálinu, þó íhaldsmönnum finn- jst það óbærileg kyöl, - • Þá bölsótast bæði íhaldsmenn og kommúnistar yfir afnámi varalögreglunnar. Hún er nú bú- in að kosta ríkissjóð fast að hálfri milljón króna og lítið eða ekkert sýnilegt gagn að henni. Hefði ekki verið nær að verja því fé til eflingar atvinnulífinu í landinu? Kommúnistar halda því fram, að afnám varalögreglunn- ar sé dulbúin hungurárás á verka- lýðinn, af því að föst lögregla kaupstaðanna sé ekki lögð niður. Auðvitað er þetta ekki annað en ven j ulegur kommúnistaþvætting- ur. Hvað myndu kommúnistar Á undan bæjarstjórnarkosning- unum í vetur staðhæfði Jón Þor- láksson borgarstjóri, að Reykja- víkurbær væri prýðilega staddur fjárhagslega. íhaldsmenn hefðu stjórnað málefnum hans svo ein- staklega vel. Þessa fræðslu um blómstrandi fjárhagsástand Reykjavíkur undir stjórn íhalds- ins veitti J. Þ. í gegnum útvarpið. Aftur á móti hafa stórlaxar í- haldsins í Reykjavík haldið því fram, að ríkið væri alveg á helj- arþröminni vegna óstjórnar og of mikillar eyðslu Framsóknar- flokksins til margvíslegra um- bóta í landinu. Nú hefir komið fyrir atvik, er bregður skýru Ijósi yfir þessar fullyrðingar J. Þ. og flokksmanna hans. Á yfirstandandi ári var áætlað fé til atvinnubóta í Reykjavík 450 þús. kr. Þriðjungur þeirrar upphæðar átti að greiðast af tekjum bæjarsjóðs á árinu, þriðj- ungur tekinn að láni og þriðjung- ur greiddur sem framlag úr rík- issjóði. Samkvæmt þessari fyrirætlun sneri borgarstjóri sér fyrir hönd bæjarstjórnar til bankanna og bað um atvinnubótalán. En þá bregður svo við, að bankarnir setja þar þvert nei fyrir. Fyrir nokkrum mánuðumvarReykjavík- urbær að sögn Jóns Þorlákssonar afbragðs vel stæður vegna fyrir- myndarst j órnar íhaldsmeirihlut- ans. Nú fær sami bær blákalda neitun um atvinnubótalán. Þá voru góð ráð dýrmæt. Og ráðið úr þessum vandræðum var aðeins eitt fyrir höndum: Borgarstjóri varð að krjúpa að fótum ríkis- stjórnarinnar og biðja hana að ganga í málið og útvega bænum lán. Atvinnumálaráðherrann brást sjálfir gera, ef þeim tækist með byltingu að ná yfirráðum í land- inu? Enginn vafi er á því, að þeirra fyrsta verk yrði að setja á stofn sterka lögreglu til vernd- ar byltingarsigri sínum og hinu kommúnistiska harðstjórnarfyrir- komulagi. Forkólfar íhaldsins vilja láta kosta miklu fé til varalögreglu, svo að þeir séu í sem minnstri hættu vegna tilhneigingar sinnar til kúgunarráðstafana á hendur verkalýðnum. Þannig fallast þessir tveir and- stæðu flokkar í fremur óviðfelld- in faðmlög um ýms málefni, þó að viðhorf þeirra til málanna séu næsta ólík. í þessum afkáralegu, pólitísku faðmlögum kyrja þeir í sameiningu sorgaróð sinn yfir vindlingi, sem hækkað hefir í verði um hálfan eyri, og yfir af- námi dýrrar varalögreglu, sem haldið hefir verið uppi ólöglega og gert lítið gagn. vel við þessu og tókst að útvega bænum 100 þús. kr. lán og vil- yrði fyrir 50 þús. kr. láni síðar. En það skilyrði setti ríkis- stjórnin, að lánsfénu og fram- lagi ríkissjóðsins til atvinnubóta yrði varið beint til atvinnubóta, en ekki til endurgreiðslu á því, sem bærinn hefir varið til at- vinnubóta áður. Við þessu skil- yrði bregðast íhaldsmenn illa, og blöð þeira hrópa um það, að þetta sé skipulögð árás á Reykjavík og að nú eigi að leggja bæinn í rústir. Þó svona erfiðlega gangi fyrir íhaldsmönnum um útvegun láns- fjár til atvinnubóta í Reykjavík, og að ríkisstjórnin hafi orðið að koma þar til bjargar., þá hafa þeir samt haft ráð á að stofna utan allrar áætlunar 6 ný hálaun- uð embætti handa pólitískum vikapiltum sínum síðan um bæj- arstjórnarkosningarnar í vetur, og auk þess þykjast þeir hafa ráð á að halda á bæjarins kostnað dýra varalögreglu. Andvarp íhaldsins. Mikinn úlfaþyt hafa íhaldsblöð- in gert að nýju ráðherrunum, en aðallega þó og mest að Hermanni Jónassyni. Er að honum beint þeim kvikindislegustu og fúl- mannlegustu lygaskömmum, að furðu gegnir að nokkurt blað skuli bera slíkt á borð fyrir les- endur sína. En þegar vel er að gáð kemur í ljós, að allt þetta illyrðaskraf íhaldsmanna er ekk- ert annað en andvarp reiðra greyja, sem vita að áhrif þeirra eru að deyja út í íslenzkum stjórnmálaheimi. X. Lögrétta, 1. hefti þessa árs, er nýkomin út. Efni hennar er þetta: Um v íöa veröld (V. Þ. Gísla- son). 1. desember (Gísli Sveins- son). Hallig Súderoog (Þorst. Jó- sefsson). Háskólinn (Alexander Jóhannesson). Slysatrygging rík- isins (Halldór Stefánsson). Menn sem ég man. — Grímur Thomsen (Sig. Sig. frá Amarholti). Páll ólafsson (Þorst. Gíslason). María Guðsmóðir (Sígurjón Friðjóns- son). Sigurðar kviða Fáfnisbana (Sigurjón Friðjónsson). Hrafn- inn eftir E. A. Poe (í þýðingu Sigurjóns Friðjónssonar). And- varp (kvæði eftir Jón G. Sigurðs- son). Bókmenntabálkur Lögréttu. Við lok síðustu áramóta var mann- fjöldinn á öllu landinu 113,353 manns, en í lok ársins 1932 var hann 111,555 manns. Fjölgun því 1798, eöa 1.6% og er það svipað og að undanförnu. í lok ársins 1933 voru alls í Reykja- vík 31,689 íbúar, á Akureyri 4,243, Hafnarfirði 3,748, Seyðisfirði 990, ísa- firði 2576, Siglufirði 2,330, Vestmanna- eyjum 3,462 og í Neskaupstað 1098. (Hagstofan). Þetta eru mennirnir, sem töldu sig eina hæfa til að rétta við fjár- hag ríkisins við alþingiskosning- arnar. m® nniwBmniinm! Glo-Coat gólfáburður er kominn aftur. Kaupfélag Eyfirðinga, Nýlenduvörudeild. SiiillllliiiiiiHmiiiiB Reykjavíkurbæ neitað um lán. Rikisstjórnin verður að koma til hjálpar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.