Dagur - 30.08.1934, Blaðsíða 4

Dagur - 30.08.1934, Blaðsíða 4
272 DAGUR 99. tbl. Pólsk húskol fáum við næstu daga. Kosta aðeins kr. 34.00 smálestin, meðan á uppskipun stendur. Kaupfélag Eyfirðinga. þess síðasta, — það íhald, sem Pálmi Einarsson nú styður. Hann segir að J. J. sé í »óþökk hinna dreifðu byggða, í andstööu við hina íslenzku bændastétt«. Ef til vill mætti minna hann á það, að hann sjálfur, Pálmi Einarsson, ráðunauturinn, sér- fræðingurinn í málefnum bænd- anna, »Bændaflokks«-maðurinn, féll við lítinn orðstír fyrir bónda í Austur-Skaftafellssýslu. Hvers- vegna féll hann? Hann, sem hafði þennan dýrðlega málstað! Hann, sem »taldi að hin íslenzka bænda- stétt ætti að geta verið berandi afl«, sem »hafði trú á framtaki og félagsþroska einstakling- anna«, sem »taldi landbúnaðinn hafa annað hlutverk að vinna í þjóðfélaginu, en hann ætti að vera hlaupavinna«. Og hvers- vegna féll sjálfur foringi flokks- ins, Tryggvi Þórhallsson, í sínu gamla kjördæmi? En Jónas Jónsson, með alla »ó- þökkina« í »andstöðu við íslenzka bændastétt« var kosinn. Hann sigraði. Hvers vegna bar ekkl meira á óþökkinni? Hversvegna varð andstöðunnar ekki vart? — Vegna þess, að fullyrðing Pálma um, það, að formaður Fram- sóknarflokksins sé í »óþökk hinna dreifðu byggða«, að hann sé í »andstöðu við íslenzka bænda- stétt«, er ekkert nema orðafleip-1 ur hins auma manns, sem ekkert veit hvað hann segir og á að segja. Það er »bændaflokkurinn«, sem er í »óþökk hinna dreifðu byggða«, Það er hann, sem er í andstöðu við bændurna sjálfa. Bóndi. Tvö framsagnakvöld hafði danski upplesarinn frægi, Jacob Texiére, í Nýja Bíó, á meðan Dr. Alexandrine stóð hér við. Framsagnalist hans á ævintýrum H. C. Andersens er alveg frábær, og voru áheyrendur hrifnir af hinni tvöföldu snilld, er þeir urðu að- njótandi, snilld þeirri, er felst í ævin- týrunum sjálfum frá hendi Andersens og þó einkum snilldarlegri meðferð upplesarans á efninu, leik hans, látæði og svipbrigðum öllum. Mannslát. Skúli Guðmundsson Norð- dahl, bóndi að Úlfarsfelli, andaðist 7. þ. m., 64 ára að aldri. Ungur nam hann vegagerð í Noregi og var síðan um mörg ár verkstjóri við vega- og brúargerðir hér á landi. Hann stjórn- aði lagningu akbrautarinnar frá Ak- ureyri og fram að Grund og var við það starf í 3 sumur. Síðan er hann mörgum Eyfirðingum að góðu kunnur. Reyktóbaks- pípur margar tegundir. Verð við allra hæfi. — Nýlenduvörudeild. Hafragrjón í pökkum á 40 aura Va kg. pakkinn, — Nýlenduvörudeildi Taumar og önglar áhnýtt fæst nú aftur í Járn- og glervörudeild. Plæginprmann vantar Búnaðarfélag Ár- skógshrepps helzt nú þegar. — Nánari upplýsingar hjá Jóhannesi Óla, sími 203 Ak., og hjá form. fél. Kr. E. Kristjánssyni, Hellu. Bezta húsaklæðning er amerfsk- ar 25»/o koparblandaðar stálplötur. — Ódýrari en bárujárn. — Gunnar Gnðlaugsson. Sími 257. til leigu frá 1. okt., í Fagrastræti 1. ■ ■ Hafið þið reynt jj nýja Flóra-smjörlíkið? jj Pað þykir betra og ljúffengara e.n allt annað smjörlíki. jj Þið ættuð, heiðruðu húsmæður, að sannfæra yður um gæði Flóra smjörlíkisins með því að kaupa þegar í dag JJ eitt stykki. Smjörlikisgerðin Flora, Akureyri. Jj POTTAR ýmsar stærðir og þyktir KATLAR — — — — PÖNNUR ýmsar stærðir KÖNNUR — - Ausur, spaðar, mál, formar og margt fleira. Verðið lœgra en áður. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeildin. HUSQVARNA og JUNO eru áreiðanlega beztar. Samband ísl. samvinnufólaga. Lt - — III—I með aðgangi að eldhúsi óskast til leigu frá 1. okt. Uppl. í Útibúi Búnaðarbankans. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Bjömssonar. tvö herbergi fyrir ein- hleypa, frá 1. okt. Upplýsingar í síma 138. — Til Qfllll 2 kvfgur pg 10 ær 1. III uulU okt. n.k. Önnur kvígan snemmbær. Upplýsingar í Skó- verzlun M. H Lyngdal. Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.