Dagur - 01.09.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 01.09.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. Júlí. XVII4 ár ár. í Afgreiðslan « W JÖNI Þ. PÖE, Norðurgötu 3. Talsfmi 111. Uppsögn, bundin við ára- mðt, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 1. september 1934. 100. tbl. Merkur maður sjötugur. Þorleifur Jónsson, fyrrverandi alþingismaður á Hólum í Horna- firði, varð sjötugur 21. f. m. Hann var fyrst kosinn alþing- ismaður 1908 af Austur-Skaftfell- ingum og hefir siöan óslitið setið á þingi til 1933, eða í 25 ár, fyrir sama kjördæmið. Lengur gaf hann ekki kost á sér til þing- mennsku, og var þá elzti sonur hans kjörinn þingfulltrúi fyrir Austur-Skaftafellssýslu í stað föður síns. Þorleifur hefir gegnt margvís- legum störfum fyrir sveit sína og sýslu. Svo mikils trausts naut hann meðal flokksmanna sinna á þingi, að honum var um langt skeið falin formennska Fram- sóknarflokksins. Víðsýni og frjálslyndi einkenndu öll þing- störf hans frá því fyrsta til hins síðasta. Núverandi formaður Fram- sóknarflokksins, Jónas Jónsson, minnist Þorleifs á 70 ára afmæli hans meðal annars á þessa leið í Nýja dagblaðinu: »Þegar litið er yfir hina löngu og giftusamlegu stjórnmálastarf- semi Þorleifs Jónssonar, kemur í ljós, að hann hefir aldrei brugð- izt stefnu sinni, kjósendum, sam- herjum eða héraði, og kjósendur hafa aldrei brugðizt honum. Það er öruggt samband orsaka og af- leiðinga. Gæfa og gengi Þorleifs Jónssonar er ekki tilviljun, ekki dráttur í tombólu eða happdrætti þjóðmálalífsins. Gifta hans er bein afleiðing af manndómi hans og drengskap. Aldarfjórðungs- starf hans á Alþingi er lifandi sönnun þess, að landsmálabarátta á íslandi er enn, hvað sem ókunn- ugir segja, bezt rekin og með mestri farsæld fyrir land og þjóð, ef eiginhagsmunabarátta og persónulegir duttlungar eru látn- ir hvíla utan vígvallarins«. Frá kjötverðlagsnefnd. Herðir að Þjóðverjum. Kjötverðlagsnefnd átti fund með sér í gær og ákvað þar, að verðjöfnunargjald á öllu sauð- fjárkjöti skuli vera 6 aurar á hvert kg. Ennfremur var ákveð- ið heildsöluverðið á öllum verð- lagssvæðum, og er það frá kr. 1.30 til kr. 1.40 fyrir kg. Á verð- lagssvæðinu hér verður það kr. 1.30, nema á Akureyri kr. 1.35. ÚTVARPI3E). Laugardaginn 1. sept.: Kl 20 Hljóm- leikar. Kl. 20.30 Fréttir. Kl. 21.00 Erindi. Kl. 21.30 Karlakór. Sunnudaginn 2. sept: Messa í Dóm- kirkjunni: Sr. Friðrik Hallgrímsson. Kl. 15 Miðdegishljómleikar. Kl. 18.45 Barnatími, Sr. Friðrik Hallgrímsson. Kl. 19.25 Grammofóntónleikar. Kl. 21.00 dr. Gunnl. Claessen: Erindi. Kl. 21.30 Danslög. Mánudaginn 3. sept.: Kl. 20 Útvarps- tónleikar: Alþýðulög. Kl. 20.30 Fréttir. Kl. 21.00 Vilhjálmur Þ. Gíslason: Erindi. Kl. 21.30 Daníel Þorkelsson: Einsöngur. Síðan grammofóntónleikar. — Mewiiiiniii i 'inii ii iiuiiia—saimmwMm Akureyrarkirkja. Messað á morgun sunnud. 2. sept. kl. 2 e. h. Hjálpræðishérinn heldur samkomu kl. 8.30 á sunnudagskvöldið. B. Skaar frá Noregi talar. Otisamkoma kl. 7.30, ef veður leyfir. Þýzka stjórnih hefir lagt bann við innflutningi á tóbaki frá öll- um löndum er þeir hafa eigi sam- ninga við um yfirfærslu gjaldeyr- is. Og við Búlgaríu skifta þeir m. a. á tóbaki og þýzkri fram- leiðslu. --------- í fyrradag hélt dr. Schacht ræðu um fjárhagsástandið í Þýzkalandi og var ræðunni beint til lánardrottna Þjóðverja. Lagði hann til, að Þjóðv. yrði veittur gjaldfrestur um nokkurn ár, því að með hverjum mánuði færi hag- 'ur þýzka ríkisins versnandi, svo að brátt -yrði gersamlega ókleift að fullnægja skuldaskilmálum, ef eftir væri gengið. Bað hann allar þjóðir, er til skulda telja hjá Þjóðverjum, að sýna nú göfug- lyndi, enda myndi ella viðskifta- lífi Norðurálfu í koll koma stór- fengleg jafnvægisröskun, ef Þjóð- verjar yrðu gjaldþrota. Eftir ræð- una féllu þýzk verðbréf stórkost- lega í kauphöll Lundúna. Hitler hefir mælt svo fyrir, að eigi skuli taka í vinnu fólk, yngra en 25 ára, fyrr en fullnægt sé vinnuþörfum allra, er eldri séu. Undantekningar eru þó frá þessu um þá menn, er dyggilegast hafa þjónað »foringjanum« og málstað hans undanfarin ár. Skelfiieotverkfallvfírvofandi i,pp síldin í lorlum? Eigi virðist nefnd þeirri, er getið var um í síðasta blaði, geta tekizt að koma á sættum í baðm- ullarvinnudeilunum í Bandaríkj- unum. Hafa leiðtogar verka- manna skipað þeim að vera við- búnir að leggja niður alla.vinnu í baðmullarverksmiðjunum kl. 11 í kvöld. Verði af þessu verkfalli, nær það til 400.000 verkamanna í baðmullarverksmiðjunum einum, og til nálega jafn margra í alls- konar fatnaðarverksmiðjum, er úr baðmullardúkum vinna, svo að alls nær verkfallið til um 800.000 verkamanna, verði af því. Er þetta eitt gífurlegasta verkfall, er sögur fara af. Amerískir flugmenn í Reykjavík. í gær kom til Reykjavíkur dr. Richard Light(?), amerískur maður, ásamt félaga sínum. Höfðu þeir flogið á 7 stundum frá Angmasalik á Grænlandi og haft mótvind alla leið. Tíu daga höfðu þeir verið frá borginni New Haven.* Höfðu þeir stanzað á Labrador og á Grænlandi. Báð- ir eru þeir félagar frá Yale, há- skólanum nafnkunna. Kvað dr. Light þetta skemmtiflug ein- göngu. Stórkostlegt verkfall í Wales ? 170,000 kolanámumenn í Wa- les hafa tilkynnt verkfall í októ- ber, verði eigi gengið að kröfu þeirra um launahækkun. Telja þeir — og mun eigi ranghermi — að þeir búi nú við verri kjör en nokkur önnur stétt í Englandi. Loks hefir regn fallið í Eng- landi svo um munar, að því er útvarpið hermir. Var hellirigning um Suður-England og í Lundún- um í fyrrinótt, svo að sæmilegt vatn kom í ár og lækjarfarvegi, er r.ð mestu eða öllu voru þurrir orðmr. í gærmorgun var þó upp- stytta komin og veður kalt. * New Haven er í Gonnacticut ríki á austurströnd Bandaríkja norðan- verðri, og hefir 160,000 ibúa. Árni Friðriksson fiskifræðing- ur hefir leitazt við að svara þess- ari spurníngu. Hefir hann í sum- ar gert rannsóknir á síldarátu. Kveður hann svo að orði við »Nýja dagblaðið«, um átuna: »f lok júlímánaðar er hún allstaðar mjög jöfn, en undanfarin ár hef- ir hún verið mjög misjöfn, þ. e. a. s. mismunandi mikil á ýmsum stöðum. Mér virðist rétt að á- lykta, að þegar síldarátan sé jöfn, sá síldin miklu dreifðari, en gangl ekki í stórum torfum, og því verra að fá mikla veiði í herpi- nætur. Er þetta að því er ég bezt veit fyrsta tilraunin til þess að skýra það, að síldin gengur stundum í torfum en stundum ekki. Þegar kom fram í ágústmánuð, breyttist þetta. Átan fer að étast upp á ýmsum stöðum og þéttast á öðrum. En þá fer síldin líka að ganga í stórum torfum og afli að aukast. Dæmi til hins sama eru frá ágústmánuði 1931. — — — Þá hefi ég einnig gert mælingu á sjávarhita fyrir norðan land, frá yfirborði til botns, eða niður á 250 metra dýpi. Er ljóst af þeim mælingum, að fyrir öllu Vesturlandi og Norð- urlandi fellur Golfstraumur, en við Langanes brýzt hann austur um mjótt hlið milli Pólstraums- ins að norðan og landsins að sunnan. Á þessum miklu strauma- mótum þjappast síldin saman í torfur og virðist hin mikla veiði á þessum stöðum stafa af þvk. Köttur gerir aðvart urh eldsvoða. í fyrrinótt kom upp eldur í Hafnarfirði, kviknaði í heyhlöðu. Kona, að nafni Sigríður Sigurð- ardóttir, varð fyrst manna'elds- ins vör, á þann hátt, að kött- ui' hennar vakti hana með mjálmi og linnti ekki látum, fyrr en hún fór á fætur til eftirgrennslunar. Sá hún þá reyk mikinn úr hlöð- unni og gerði vart við eldinn. j Til Reykjavíkur fór í morgun Bryn- jólfur Sveinsson, menntaskólakennari sér til heilsub'ótar. Ennfremur Árni læknir Guðmundsson. Verður hann fjarverandi í viku, og gegnir Stein- grímur læknir Matthíasson sjúklingum. hans á meðan, ,. . , 4

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.