Dagur - 01.09.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 01.09.1934, Blaðsíða 2
274 D AGUR 100. tbl. Síækkun úlvarpssivarinn- ar og endurvarpsstöö á Austurlandi. Jónas Þorbergsson útvarps- stjóri var á ferð hér norðan- og anstanlands fyrir skömmu, og lét hann þá blaðinu í té eftirfarandi upplýsingar um útvarpsnotenda- fjölda og fyrirhugaðar endurbæt- ur á útvarpinu: útvarpsnotendur eru nú komn- ir á 10. þúsund, og má gera ráð fyrir að þeir verði orðnir um 10 þúsund á næsta ári. Verðum við íslendingar þá komnir í fremstu röð um notkun þessa menningar- tækis. Þessi vöxtur er meiri en bjartsýnustu menn gerðu sér von- ir um. Þó er þess að gæta, að það hlýtur að draga úr fjölgun not- enda, að Austfirðir, frá Axar- fjarðarheiði að norðan og alla leið suður að Breiðamerkursandi, hafa orðið fyrir miklum truflun- um frá útlendum stöðvum. Á öllu þessu svæði eru tæplega 400 út- varpsnotendur; hefir þeim fjölg- að mjög lítið tvö undanfarin ár, en á þeim tíma hefir fjölgunin verið langmest annarstaðar á landinu. Til þess að reyna að bæta úr þessu, var á sl. vetri haft sérstakt útvarp fyrir Austfirðinga á þeim tíma, er þeir gátu heyrt. Þetta kom þó aðeins að litlu liði. í vor var sú ákvörðun tekin með sam- þykki ráðuneytisins að fella nið- ur þriðjung af afnotagjaldi fyrir útvarpsnotendur á Austurlandi fyrir árið sem leið, vegna þess að stöðin náði ekki til þeirra. En þetta er engin viðunanleg úr- lausn. Þess vegna verður að fara aðra leið, svo að Austfirðingar geti haft sömu not af útvarpinu og aðrir landsmenn. Ríkisútvarpið ætlar að fara fi-am á það við Alþingi og ríkis- stjórn að fá heimild til að auka orku útvarpsstöðvarinnar úr 17 kw. upp í 100 kw., með öðrum orðum að sexfalda orkuna, og jafnframt að mega reisa endur- varpsstöð á Austurlandi. Þessi endurvarpsstöð á að hafa aðeins V/2 kw. orku og ná yfir mesta truflanasvæðið. Verður hún látin útvarpa á bylgjulengd, sem slík- um stöðvum er ætluð samkvæmt alþjóðareglum. Að áliti Gunnlaugs Briems, verkfræðings útvarpsins, eru þetta einu úrræðin út úr vand- ræðunum. Þessa heimildarbeiðni um stækkun útvarpsstöðvarinnar og endurvarpsstöð austanlands rök- styðjum við með því, að nú er hafin þjóða á milli styrjöld mikil í loftinu um öldulengdir, og að sú stefna er nú uppi hjá útvarps- stöðvum í nágrannalöndunum að auka orkumagnið meir og meir. Á Luccrne-ráðstefnunni í fyrra- vor var okkur úthlutað ákveðinni öldulengd, en hún var jafnskjótt tekin af okkur með yfirgangl Parísarstöðvarinnar; fengum við þá eftir mikið þjark leyfi til að nota aðra öldulengd, og reynist hún heldur ekki nothæf fyrir Austurland vegna truflana frá stöðinni í Minsk í Rússlandi, og ágerast truflanirnar þaðan eftir því sem daginn styttir og myrkr- ið færist yfir. Þá hafa Bretar einnig byggt útvarpsstöð í Droitwich og ligg- ur hún svo nærri okkar stöð, að okkur stafar hætta af truflunum þaðan. Okkur er því nauðugur einn kostur að fylgjast með og auka orku okkar stöðvar. Annars kafn- ar útvarp okkar í truflunum frá erlendum stöðvum, og við verð- um ekki teknir til greina frá er- lendum stöðvum um þessi mál. Þegar stækkun stöðvarinnar og bygging endurvarpsstöðvarinnar er komin í framkvæmd, geta allir Austfirðingar hlustað á útvarpið ekki síður en aðrir. Með stækk- uninni verður jafnframt unnt að nota ódýrari tæki, og má af þessu tvennu búast við allmikilli fjölg- un útvarpsnotenda og um leið auknum tekjum fyrir útvarpið. Fyrir alla landsmenn verður mót- taka útvarps frá stöðinni miklu auðveldari og staðartruflanir miklu minni. Áætlað er, að kostnaður við þessar framkvæmdir verði 500— 600 þús. kr. Við ætlum ekki að biðja um neinn styrk frá ríkinu til þessa, en gera þetta af eigin ramleik. Þetta sjáum við okkur fært af því, að útvarpsnotendum hefir fjölgað miklu meira en gert var ráð fyrir og tekjur útvarps- ins því miklu meiri. Viðtækjaverzlunin hefir auk þess að endurgreiða veltufjártil- lagið til ríkissjóðs safnað sér nægilegu veltufé, og getur hún lagt fram mestan hluta kostnað- arins. Fáist heimild til þessara fram- kvæmda, verða þær hafnar svo fljótt, sem auðið er. Ætti þá stöðin að verða komin upp í 100 kw. og endurvarpsstöð reist á Austurlandi í síðasta lagi í árs- Iok 1935. Komið hefir til tals að endur- varpsstöðin yrði reist á Eiðum. Takmarkið er, að íslendingar verði fremstir allra þjóða um notkun hins mikla menningartæk- is, sem útvarpið er. En til þess að svo megi verða, þurfa allir að leggjast á eitt. Röskleg björgun. í gær datt lítill drengur í sjó- inn af hinni nýju bryggju á Húsavík. Jóhann Havsteen stú- dent, sonur Júlíusar sýslumanns, var nær staddur, varpaði hann sér þegar til sunds eftir drengn- um og bjargaði honum heilum á húfi. Danska ikáldkonan Thit Jensen hefir nýskeð unnið 5000 króna verðlaun í rithöfunda- samkeppni, fyrir leikrit. Efnið er tekið úr Njálu, ■ Pólsku húskolin eru nú komin. Kosfa aðeins kr. 34.00 smálesiin, meðan á uppskipun stendur. Kaupfélag Eyfirðinga. K kol O k°l L. Fram um miðja næstu viku verðum við að Iosa skip, sem kemur með hin ágætu, pólsku eimkol (steamcoal) og hnetur. EIMKOLIN hafa reynst alveg prýðilega í miðstöðvar og stærri eldstæði. HNETURNAR eru aftur heppilegri í smærri eldstæði og eldavélar. HÚSAKOL - léttari tegund - fáum við einnig í lok þessa mánaðar. Meðan á uppskipun stendur seljast: E I M K O L I N á kr. 34 smálestin á bryggju HNETUKOLIN - - 35 , - — Axel Kristjánsson. er nú komið á markaðinn og selst nú um land allt. Enn á ný höfum við lœkkað verðið stórkostlega. Það er tvöfaldur hagnaður að kaupa Nýja Flóra-smjörlíkið. Það er bezt. — Pað er ódýrast. Húsmæður: Biðjið aðeins um Flóra-smjörlíki. Kaupfélög og kaupmenn: Sendið pantanir yðar til Smjörlíkisgerðarinnar »Flóra«, Akureyri. HAPPORÆTTID. Menn aðvarast um að end- urnýja miða sína fyrir 6. sept. Eftir þenna frest [Jverða þeir seldir öðrum. )( Athugið: Nokkur númer óseld enrj. Porst. Tliflílacius, “■ - ~ Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnuai. i aoem lifandi hanakjúklinga. A. Schiöth. Ritstjóri: Irgimar Eydal. Prentsmiöja Odds Björassonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.