Dagur - 04.09.1934, Síða 1

Dagur - 04.09.1934, Síða 1
D AGUR kenmir út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. • *••••• • •• • ♦ • ♦ XVII, ár. | lAfgreiðsian •r bjá JÖNI Þ. ÞOB. Norðurgötu 3. Talsími lli. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiöslumanns fyrir 1. dei. Akureyri 4. september 1934. 101. tbl. Vestmannaeyingar SÍLDARAFLI. Á sunnudaginn var kvað út- varpið næga síld á Grímseyjar- sundi og sama fregn barst hing- að frá Húnaflóa. Komu nokkur skip til Siglufjarðar hlaðin síld, enda telja menn að næg síld hafi undanfarið verið fyrir utan, ef aðeins hefði gefið til að sækja hana. — Annars hefir afli verið mjög misjafn í sumar. Sum skip- in hafa veitt vel, önnur illa, en að jafnaði mun hafa veiðzt á skip um 1000—2000 tunnur, en hlutur háseta verið frá 60 upp í 400 krónur. hafa haft í smíðum dýpkunarskip fyrir höfn sína. Tilboða var leit- að um smíðið og gengið að tilboði »Frederikshavn Skibsværft og Flydedok«. Kostar skipið 120.000 kr. Unnið getur það á 8 metra dýpi. Hefir ríkissjóður fallizt á að greiða 1/3 verðs, eða 40,000 krónur. Hlaup úr Vatnajökli. Símslit urðu nýlega á Breiða- merkursandi. Hljóp svo mikill vöxtur í Breiðá, vestan Jökuls- ár, að hún braut 7 staura í síma- línunni. Var þetta bætt á sunnu- daginn. Frá Vopnafirði. barst útvarpinu sú fregn, að af undanförnum 39 dögum sam- fleyttum hefði aðeins einn verið þurr allur. Nýtingin hefir þá verið eftir því, en grasvöxtur er óvenju mikill. Fiskur hefir verið töluverður við fjörðinn, en gæft- ir mjög stopular. Að því er fregnritari útvarps- ins á Siglufiröi hermir, eru nú 40 kýr á Hólsbúinu á Siglufirði, en voru 33 í fyrravor. Fullrækt- aðir voru nú í sumar 10 hektarar og er töðufallið 600 hestar. Þá hefir og verið smíðuð hlaða, er tekur 40 kúa fóður og 20 kúa fjós í viðbót við það er fyrir var, er tók 28 kýr. 500 hestar eru' samtals komnir í hlöðu i sumar, en annað eins á búið úti. Talið er að um 100 hestar hafi eyðilagzt sökum hraknings. Um 250—300 lítrar af mjólk hafa fengizt af búinu á dag í sumar. Hefir það allt selzt í Siglufjarðarbæ, en að auki hefir búið keypt rúma 1000 lítra á viku héðan frá Akureyri. Bær brennur. Fyrir nokkru brann bærinn á Krosseyri í Suður-Fjörðum. Fréttist eigi um brunann fyrr en I gær, sökum þess hve afskekktur bærinn er. Mannbjörg varð. Kviknað mun hafa frá reykháf. Verkfallið mikla. Á sunnudagskvöldið var enn ekkert frétt greinilegt um verk- fallið gífurlega í Bandaríkjunum, en fullyrt er nú að um 1,000,000 verkamenn muni taka þátt í því ef til kæmi. — Leiðtogar baðm- ullarverkamanna hafa lýst því yfir, að gersamlega óhugsandi sé að verkamenn haldi áfram að vinna við sömu kjör og þeir hafa átt við að búa undanfarið. Annars er nú mikið talað um í Bandaríkjunum, að nauðsynlegt sé að endurskipuleggja viðreisn- arstarfið. Er viðreisnarkerfinu nú helzt fundið það til foráttu, að afarerfitt sé að fá glöggt yf- irlit yfir fengna reynslu, vegna þess að öll skilríki um það séu saman komin á einum og sama stað, og illt að átta sig þar- á hverju einstöku. Er nú í ráði, að skipta viðreisnarstarfinu milli 22 deilda. Þá er og talið að stjórninni sé fyllsta alvara að knýja fram 36 klukkustunda vinnuviku. — Ann- ars er hermt að försetinn og nán- ustu aðstoðarmenn hans muni vera vel ánægðir með þá reynslu, scm þegar er fengin um viðreisn- arstarfið. Telja þeir t. d. með vissu að tala atvinnuleysingja hafi minnkað um 4 milljónir síð- an í marz 1933, að Roosevelt tók við völdum. Pýzka kreppan. Annað mesta umtalsefni undan- farið hefir kreppan í Þýzkalandi verið, og ræða dr. Schacht, þar sem hann játar Þýzkaland á helj- arþröminni og biður lánardrottna þess um nokkurra ára frest og þá líka um afslátt á skuldunum. — Er svo sagt á sunnudagskvöld að sú bón hans hafi að þeim tíma fengið mjög daufar undir- tektir. Þagnartíminn í Englandi. Svo vel hefir samgöngumála- ráðherra Breta getizt að tilraun- unum með þagnartímann, að hann hefir nú látið það boð út ganga, að frá 16. september í haust skuli enginn bíll þeyta lúð- ur sinn frá kl. 231/2—7, hvar sem er á Englandi. Lestarrán í Manchukuo. Aðeins 24 mílum enskum fyrir utan Harbin, eina helztu borgina í Manchukuo (um 400,000 íbúar), hafa ræningjar ráðizt á járn- brautarlest, bylt henni af tein- unum með því að skrúfa þá sundur. Talið er að 14 hafi farizt og um 50 særzt, en 8 mönnum er talið að þorpararnir hafi rænt til lausnargjalds. Er einn þeirra Ameríkumaður, annar Dani, en hinir sex Japanar. Miðdagslár í Madrid. Spánverjar vilja líka gera til- raun með þagnartíma, að dæmi Breta og Þjóðverja. En þeir hugsa sér að gera tilraunina í Madrid um hábjartann daginn, frá 2 til 414. Er þeim auðsjáanlega sárara um miðdagslúrinn en næturfrið- inn, enda er illheitt eftir hádegið á sumrin sunnan Pyreneafjalla. Guðmundur Karl Pétursson, læknir, kom hingað til bæjarins í sumarfrí á fimmtudaginn var. Hraðar hann senni- lega för sinni, því miður, sökum ótíðar, eins og flestir gestir, er hér ber að garði um þessar mundir í sömu erind- um. , „ Nýbýli. - Sambýli. Það er mikið talað og ritað um viðreisn landbúnaðarins, ekki ein- asta af bændum sjálfum, heldur einnig af ýmsum öðrum, svo sem embættismönnum, kaupstaðabú- um og öðrum þeim, sem með eft- irdæmi sínu hafa sýnt bændum búhyggindi sín. Flestir þessir menn virðast vera sammála í því, að halda einskonar opinberan umræðu- og blaðaskóla fyrir þá bændur, sem ennþá halda tryggð við jarðir sínar í sveitunum. Þeir vilja kenna ný búvísindi til viðreisnar landbúnaðinum. Það mætti því ætla, að landbúnaðurinn kæmist fljótlega út úr því öngþveiti, sem hann nú virðist vera kominn í. Telja má því líklegt, að þeim bændum fækki, sem telja sig svo efnalega aðframkomna, að þeir neyðist til að biðja um eftirgjaf- ir skulda. Eitt aðalviðreisnarráð telja þessir búfróðu menn vera það, að bændur flytji burt af jörðum sínum og byggi upp í sameiningu svo kölluð sveitaþorp, því þá muni þeir fljótlega geta búið í góðum og hlýjum húsum á sam- eiginlegum funda- og skemmti- stað, haft sameiginlegt leikhús, sameiginlegan síma og loftskeyta- tæki, sameiginleg jarðabótaverk- færi, öll af nýjustu gerð. Sumir bæta við: Sameiginlegt mötu- neyti, en um það eru nú samt skiptar skoðanir, því nokkrir eru hræddir um, að slíkt geti valdið ágreiningi, en um það ber öllum þessum fræðimönnum saman, að ágreiningur megi ekki eiga sér stað í svo náinni sambúð, enda sé tæplega hætt við því, þegar allt sé sameiginlegt, undantekningar- laust, allt sameininlegt. Ekki mun fullráðið enn, hvar byrjað verður á umbóta- og sam- byggingum þessum, enda á þing eftir að segja sitt búvísindalega álit í málinu. Sumir tala um að heppilegast sé að setja þær niður nokkuð langt frá kauptúnunum, aftur eru aðrir, sem álíta að þau muni þrífast bezt nærri sjávar- síðu eða kauptúnum. Þeir eru hræddir um, að ríkissjóður verði of naumur á matgjöfum á meðan að verið er að rækta jörðina, svo ráðlegra sé að geta náð sér í einn róður og fá sér í soðið eða atr

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.