Dagur - 06.09.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 06.09.1934, Blaðsíða 2
278 DAGUR 102. tbl. Afstaða flokkanna til skipulagningar á af- urðasölu bænda. Olfshárin gœgiast fram undan sauðargœrunni. Fyrir kosningarnar í sumar létu íhaldsmenn svo, sem þeim væri einstaklega annt um hag bændastéttarinnar. Að þeirra eig- in sögn átti þeim að vera bezt trúandi til að takast á hendur for- ystuna í velferðarmálum sveit- anna. Þeir þóttust hafa mest vit á því, hvað bændum hentaði bezt í hverju atriði og umbótaviljann skorti þessa íhaldsherra ekki heldur. Þó fór það nú svo, að þessi sjálfsgylling íhaldsins kom ekki að haldi. Bændur trúðu yfirleitt samvinnu- og Framsóknarmönn- um betur fyrir málum sínum en íhaldinu. Þeir sáu það rétt, að heppilegra og hyggilegra væri að fela mál sín þeim mönnum, sem sýnt höfðu áhugann í verki, held- ur en hinum sem töluðu aðeins fallega um bændur í blöðum sín- um og ræðum, en höfðu þó áður verið allra manna tregastir til að leggja hönd á plóginn, þegar um viðreisnarmál sveitanna var að ræða. Breytni og athafnir íhalds- manna höfðu vitnað á móti heil- indum þeirra í garð bænda, en á hinn bóginn sannað, að þeir hugðu flátt, þó að fagurt mæltu þeir fyrir kosningar. Þann leik höfðu þeir oft leikið áður, en nú brást þeim bogalistin. Þeir töpuðu í kosningunum, en samvinnu- menn 4 fengu völdin í hendur í samstarfi við hinn umbótaflokk- inn. Samvinnumenn sáu það, að eitt helzta nauðsynjamál bænda var skipulagning afurðasölunnar inn- anlands. Það var sýnilegt, að án hennar var mikil hætta á ferðum um óeðlilegt verðfall afurðanna vegna óskipulegs framboðs og undirboða á markaðinum. Þess vegna var afurðasölulöggjöfin byggð upp og undirbúin í sam- vinnufélögunum. Hún er þeirra. verk. Margir af starfsmönnum félaganna hafa lagt fram mikið. erfiði við þenna undirbúning. Nefnd sú, er Þorsteinn Briem skipaði í þetta mál, hafði ekki annað að gera en fallast á þenna undirbúning, og er það alls ekki sagt nefndinni til lasts. Síðan tók Framsóknarflokkur- inn málið að sér, og nýja ríkis- stjórnin hratt því í framkvæmd með bráðabirgðalögum. Verður svo endanlega gengið frá málinu á næsta þingi með samstarfi Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins. Þannig er afstaða beggja þess- ara flokka til afurðasölumálsins ótvíræð, skýr og ákveðin. En hvað er um afstöðu íhalds- ins til þessa máls? Hún er líka ótvíræð, skýr og á- kveðin, þó nokkuð á annan hátt sé. Afstaða íhaldsmanna er á þann veg, að blöð þeirra öskra af reiði yfir því að gerð sé alvarleg til- raun í þá átt að halda verði land- búnaðarafurða í viðunandi verði. íhaldsúlfurinn er skriðinn undan sauðargærunni, er hann varpaði yfir sig fyrir kosningarnar. Flokkurinn, sem lýsti því há- tíðlega yfir fyrir kosningamar, að hans heitasta áhugamál væri, að »stétt ynni með stétt«, hann úthverfist nú, þegar fulltrúar. tveggja vinnandi stétta taka höndum saman um eitt mesta lífs- nauðsynjamál bændanna. Rækilegar gátu íhaldsmenn ekki flett ofan af sínu innra eðli. Nú er öllum ljóst, hafi þeim ekki ver- ið það ljóst áður, að kosninga- heróp íhaldsins: »Stétt með stétt«, þýðir í raun og veru það, að hinar vinnandi stéttir, bændur og verkamenn í kaupstöðum og kauptúnum, eigi að vera þjónar og þrælar milliliðanna og stórat- vinnurekendanna í íhaldsflokkn- um. íhaldsmenn vita, að afurðasölu- löggjöfin hefir verið knúin fram af samvinnufélögunum, þess vegna snýr Morgunblaðið reiði sinni að þeim og ófrægir þau, og þess vegna reynir Mbl. að gera Sigurð Kristinsson tortryggilegan með því að halda því fram, að hann sé genginn í »þjónustu lyg- innar«, gefi »fa!svottorð« o. s. frv. Þessi nýja herferð íhaldsins á hendur samvinnufélögunum er á allan hátt furðuleg. Samkvæmt henni mega bændur ekki hafa fé- lagsskap um að kaupa inn nauð- synjar sínar og selja afurðir af búum sínum. Þetta er því tor- skildara, þar sem Mbl. og önnur íhaldsblöð láta sér vel lynda ým- iskonar stéttafélög, svo sem stétt- arfélag stórkaupmanna, húseig- enda, botnvörpuskipaeigenda o. s. frv. Það eru aðeins bændurnir, sem ekki mega hafa félagsskap um hagsmuni sína að dómi íhalds- blaðanna. í augum íhaldsforkólf- anna eru samvinnufélögin hneyksli, sem ætti að sökkva í sjó engu síður en alþýðuskólunum til sveitanna. En allra hatramlegasta hneyksl- ið í augum íhaldsins er þó í því fólgið að leitað skuli hafa verið aðstoðar löggjafarvaldsins um skipulagning á sölu landbúnaðar- afurða. En hversvegna ýlfraði ekki íhaldsúlfurinn, þegar Kveld- úlfurinn heimtaði skipulagning á saltfisksmarkaðinum á Spáni? Og hvað er að segja um það, er mátt- arstólpar íhaldsins á Siglufirði báðu »rauðu stjórnina« um einka- sölu á síld í sumar? Það er alveg ljóst, að máttar- stólpar íhaldsins líta hýrum aug- um til skipulagningar og einka- sölu, þegar þeir telja sér hag í slíku fyrirkomulagi. En þegar bændur eiga í hlut, þá verður annað uppi á íhaldsteningnum. Eigi að hlynna að þeirra hag, þá er skipulagning, fyrir sjónum »máttarstólpanna«, skömm og' svívirðing og einkasala hneyksli. í postillu íhaldsins getur lands- lýðurinn lesið þessa lærdóma: Þó undarlegt megi virðast, hef- ir sú skoðun látið á sér bæra, að það væri eitthvert ódæði af bænd- um að bindast samtökum í því skyni að hindra verðfall á land- búnaðarafurðum, styðja fremur að hækkun verðsins en lækkun. Tekjur bænda eru bundnar við það verð, er þeir fá fyrir söluaf- ui'ðir sínar, og getur það þá naumast talizt ósanngirni, þó þeir vinni að því með samtökum að fá að minnsta kosti framleiðslu- kostnaðinn greiddan. Verkamenn kaupstaða og kaup- túna hafa víðast hvar bundizt samtökum með að selja vinnu- orku sína svo háu verði, sem þeir framast geta. Að vísu getur svo farið, að þeir spenni bogann of hátt, svo að afleiðing kaupstreit- unnar verði minnkandi atvinna og minni tekjur fyrir verkamann- inn, ef dagkaupið er orðið óeðli- legahátt. En hvað sem um það er, þá eru þessi verkamannasamtök talin réttmæt nú orðið og það eru þau líka. En hvers vegna mega bændur ekki fara eins að, þegar um tekjugrundvöll þeirra er að ræða, sölu afurðanna? Við nánari at- hugun hljóta allir að sjá, að það nær engri átt að meina bændum þetta, enda er það ekki hægt. En eins og verkamenn geta gengið of langt í kaupkröfum, svo að það komi þeim sjálfum í koll, þannig geta og bændur eða full- trúar þeirra vitanlega farið út Skipulagning og einkasala eru góðir hlutir, þegar máttarstólpar íhaldsins græða á þeim. Skipulagning og einkasala er aftur á móti bölvað fyrirkomulag og á ekki að líðast, ef bændurnir hafa gagn af því. Það er í samræmi við þessa lífsskoðun íhaldsins, að það fjandskapast við kjötsölulögin, mjólkursölulögin og önnur þau lög, sem miða að því að tryggja bændum viðunandi verð fyrir framleiðslu sína. fyrir eðlileg og sanngjörn tak- mörk með verðlag á framleiðslu sinni. Afleiðingin verður þá minnkandi markaður fyrir fram- leiðslu þeirra. Þetta verður að varast, því hóf er bezt í hverjum hlut. Kjötverðlagsnefndn hefir nú á- kveðið útsöluverð kjöts í landinu og hefir áður verið frá því skýrt hér í blaðinu. En menn verða að gæta þess, að hér er um bráða- birgðaverð að ræða. Þess mis- skilnings hefir orðið vart, að það kjötverð, sem nefndin hefir á- kveðið í bili, eigi að gilda yfir haustkauptíðina. Enn mun nefnd- in ekkert hafa ákveðið endanlegt í því efni. Þar sem tvær vinnandi stéttir, verkamenn og bændur, hafa nú gengið í verklegt stjórnmálasam- band, er áríðandi að sem mestur skilningur sé fyrir hendi á báðar hliðar. Verkamenn verða að skilja það, að hagur bænda er að nokkru leyti þeirra eiginn hagur. Því hærra verð sem bændur fá fyrir afurðir sínar, því betur vegnar þeim og því meiri trygg- ing er fyrir að girt verði fyrir fólksstrauminn úr sveitunum til kaupstaða og kauptúna. En sá straumur er hættulegur þeim verkamönnum, sem fyrir eru, þvf þá versna atvinnuhorfur þeirra. — Þá verða bændur ekki síður að skilja það, að hafi verkamenn stöðuga atvinnu og lífvænlegt kaup, þá vex kaupgeta þeirra, en m E K fmHvmra Rafmagnstæki. ISj1* Nýkomið mikið úrval af: Ofnum, kötlum, skaftpottum, brauð- ristum, suðuplötum, straujárnum og hárþurkum. — Ljósakrónur væntanlegar í þessum mánuði. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeild. ~ aiiiimmmimmiiiilS Hega beendur hafa samtek um verð á framleiðslu sinni ?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.