Dagur - 08.09.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 08.09.1934, Blaðsíða 2
282 DAGUR 103. tbl. Rógsiðja ihaldsins. Aðalmálgagn íhaldsfloklcsins í Reykjavík hefir lagt sig mikið eftir því að bera róg á milli bænda og verkamanna, síðan í- haldið tapaði í kosningunum í vor. Mbl. reynir að hræða bænd- ur á sósíalistum og sósíalista á bændum. En landsmenn eru ekki búnir að gleyma því, með hve miklum fjálgleik íhaldsmenn töl- uðu um sameiningu stéttanna á undan kosningunum í vor, og kunna því að meta rógsstarfið eftir verðleikum. Þeir vita, að það er af engu öðru sprottið en öfund út af því, að andstæðing- arnir í báðum umbótaflokkunum báru gæfu til að verða íhaldinu yfirsterkara og sameinast gegn því. Þess vegna halda bændur og verkamenn áfram að vinna í sam- einingu að velferðarmálum þjóð- arinnar og láta íhaldsróginn ein' og vind um eyrun þjóta. Bændur eru ekki búnir að gleyma þeim kveðjum, sem þeir fyrr og síðar hafa fengið frá í- haldsblöðunum. Þeir hafa verið nefndir »þreklaus bændalýður«, »mennirnir með mosann í skegg- inu« og öðru þvílíku, til þess að sýna fyrirlitningu íhaldsbrodd- anna á bændastéttinni. Þá hefir sá sónn nokkrum sinnum heyrzt í blöðum íhaldsins, að bændur væru ómagar á Reykjavík og jafnvel hefir verið kveðið svo fast að orði, að landbúnaður ætti að leggjast niður, og að þeir, sem þann atvinnuveg hafa stutt, ættu að vera látnir sæta ábyrgð fyrir þann ósóma. Það kemur því ærið spaugilega fyrir, þegar íhalds- broddamir í Reykjavík þykjast vera að leiðbeina bændum og kenna þeim og fræða um það, að þeir megi ekki verzla í samvinnu- félögum eða viðhafa nokkra skipulagningu á atvinnurekstri sínum. öll sín viðskiptamál eigi þeir að leggja í hendur kaup- manna. Kaupmennirnir eigi að vera bændanna forsjá og forsorg- un. Það er nú svo að sjá sem í- haldsblöðin séu heldur að tapa trúnni á það, að þau geti spillt fyrir samvinnu bænda og verka- manna. Þau hafa því tekið það ráð að beina rógskrifum sínum í nýjan farveg og leggja nú megin- áherzluna á það að reyna að vekja deilur og sundrung milli samvinnufélaganna í nágrenni Reykjavíkur annarsvegar og samvinnufélaganna í fjarlægari héruðum hinsvegar. Kemur þessi rógsiðja fram í sambandi við skipulagningu kjötsölunnar. — Stefnt er að því að telja Slátur- félagi Suðurlands og Kaupfélagi Borgfirðinga trú um að hlutur þeirra sé mjög fyrir borð borinn til ágóða fyrir þau félög, sem eru í Sambandinu. En í ákafanum og óðagotinu gleymir íhaldið því, að það eru meðal annars fulltrúar frá Sláturfélagi Suðurlands og Kaupfélagi Borgfirðinga, sem hafa átt þátt í því, að undirbúa löggjöf þá, sem sett hefir verið um þetta efni. Munu þeir full- trúar hafa haft fullt svo gott vit á að sjá hag félaga sinna borgið, eins og málgögn íhaldsins. Þáð verður því að teljast von- laust fyrir íhaldið, að nokkur á- rangur verði af þessari síðustu tilraun þess til sundrungar með- al samvinnufélaganna. SlysniM.G. Hann hefir valið tvo óhaifa rannsöknardQítiara. Fyrrv. dómsmálaráðherra, Magnús Guðmundsson, fól Garð- ari Þorsteinssyni að rannsaka mál Einars M. Einarssonar. Framkvæmdi hann rannsóknina þannig, að hæstiréttur varð að vísa málinu frá, vegna þess að gengið var nálega fram hjá öllu, er sannað gæti sýknun eða sekt hins ákærða. Var þessi atburður einsdæmi í íslenzkri réttarfars- sögu og olli báðum, M. G. og G. Þ., varanlegri hneisu. Nú hefir orðið opinbert annað atvik frá ráðherratíð M. G., sem er engu betra en hið fyrrnefnda. M. G. fól Arnljóti Jónssyni að rannsaka áfengislagabrot eitt í Þingvallasveit. En hvergi var þess getið í erindisbréfinu að ’Arnljóti væri falið að kveða upp clóm í málinu. Þrátt fyrir þetta lét Arnljótur sér ekki nægja að framkvæma einhverja rannsókn, heldur kvað hann einnig upp dóm í málinu. Hæstiréttur hefir nú ómerkt þenna dóm vikadrengs Magnúsar Guðmundssonar, þar sem réttur- inn telur hann uppkveðinn í al- gerðu heimildarleysi. Fyrir þessar aðgerðir A. J., sem hæstiréttur varð að ómerkja, hefir hann fengið ríflega greiðslu úr ríkissjóði. Verður ekki annað sagt en Magn. Guðm. hafi reynzt slysinn í vali rannsóknardómara ekki síð- ur en í öðru. Nú hefir Hermann Jónasson dómsmálaráðherra skipaö Jóna- tan Hallvarðsson, fulltrúa, setu- dómara í þessu máli, þar sem all- ar aðgerðir Arnljóts Jónssonar í því hafa verið úrskurðaðar ó- merkar af hæstarétti. Alþingi er stefnt saman 1. október. Skemmtisamkoma hefst i þinghúsinu að Þverá á Staðarbyggð kl. 8 V2 í kvöld Söngfélagið Geysir syngur. Ungmennafélag Dalvílcur efnir til í- þróttamóts á sunnudaginn á Dalvík. Verður aðallega knattspyma milli fé- lagsins og íþróttafélagsins >Þór« á Akureyi’arbær. Tilkynning. Samkvæmt beiðni bæjargjaldkera Akureyrar, hefir í dag verið úrskurðað lögtak á öll óinnheimt gjöld til bæjarsjóðs Akureyrar frá síðastliðnu ári og svo ólokin gjöld hafnarsjóðs og rafveitu Akureyrar, og má lögtak fara fram án frekari fyrirvara, að viku liðinni hér frá. Skrifstofu Ákureyrarkaupstaðar, 6. september 1934. SIG. EGGERZ. GLERV0RUR Nýkontið íeikna mlkið úrval. af ýimsuiti glervörum, svo sem: VatníSglös, 15 gerðin Verð, á fæti frá kr. 0 35 — án fótar - - 0.15 Víilnsflöskur, í 4 litum. Verð - - 1.40 SkAlasett og lausar skálar. Glevdiskar, — margar stærðir og litir. Mjólkurkönnur, — — — — Kokndiskar, — — — — Sifrónupressnr, — — — — Osta- og smjörkúpur, margar st. og teg. Ker og konnur, m. bakka, — - - Blómsfurvasar, margar stærðir og tegundir. Margt Ilelra falleggt og þó afaa* ódýrt. Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeildin. Efliailleraðar vörur eru nú komnar enn að nýju og eru nú ódýrari en áður — þar á meðal: POTTAR, KÖNNUR, KATLAR, FÖTUR, SKÁLAR, FÖT, AUSUR, SPAÐAR, SALTKER, SÁPU- SAND- og SÓDAKER, BALAR, VATNS- FÖT og KÖNNUR. Kaupfélag Eyfirðinga, Járn- og glervörudeild. Akureyri og auk þess verður keppí í Fréttaritstjóri: útiíþróttum. Sigfús Halldórs frá Höfnum. . m f ■ • • .1. — ■-■■■— , — --—... -■— Ritstjóri Ingimar Eydal, ^ Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.