Dagur - 11.09.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 11.09.1934, Blaðsíða 1
D AGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhauns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan W hjá JÓNI Þ. ÞOK- Norðurgötu 3. Talslmi 111, Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. dea. X VII, ár • HH Akureyri 11. september 1934. 104. tbl. t Oddur Thorarensen, fyrrverandi lyfsali, andaðist í Kaupmannahöfn síðastliðið laug- ardagskvöld, úr hjartaslagi. * Hí * Oddur lýfsafi Thorarcnsen var fæddur 23. júlí 1862. Foreldrar hans voi'ii Stefán sýslumaður Thorarensen, Oddsson, lyfsala á Akureyri, Stefánssonar- amtmanns á Möðruvöllum, og Olivia Juby, af dansk-þýzkum ættum. Tólf ára að aldri fór Oddur heitinn utan, og var til skiptis með móður- systrum sínum í Hamborg og Kaupmannáhöfn og nam því þar- lend mál sem innfæddur. Stú- dentsprófi lauk hann í Kaup- mannahöfn og sömuleiðis prófi í lyfjafræði, er hann hafði numið í Höfn og Þýzkalandi. Síðan hvarf hann heim aftur og leigði fyrst lyfjabúðina hér af Hansen Sérstök nefnd hefir verið skip- uð í Bandaríkjunum, til að vinna að samkomulagi milli verkfalls- manna og verksmiðjueigendanna, en þessi nefnd á mjög erfitt með störf, því báðir aðiljar eru henni andvígir. Nokkram óeirðir hafa þegar orðið, sérstaklega milli verkamanna og óskipulagsbund- inna verkamanna og höfðu þegar, er seinast fréttist, tíu verið drepnir og yfir 40 særðir. Um 510,000 manns er talið að taki þátt í verkfallinu. Fjöldi verk- smiðja hefir þegar hætt rekstri og lokað, til að forðast óeirðir og skemmdir, en herlið verndar þær, er ennþá starfa. Verðlaosnefnd tilkynnir að kjotverð í heildsölu frá og með 10. sept. verði á 1. verðlagssvæði kr. 1.25 nema í Reykjavík, Hafn- arfirði og Vestmannaeyjum kr. 1.30; á 2. kr. 1.20; á 3. kr. 1.20; á 4. kr. 1.20 nema á Akureyri og Siglufiröi kr. 1.25 og á 5i kr. 1.20 nema á Seyðisfirði og Norðfirði kr. 1.25. Álagning smásölu má ekki nema meiru en 20%. lyfsala, en keypti síðan. 31. ágúst 1889 giftist hann ölmu, dóttur H. Sehiöth bakarameistara og póst- afgreiðslumanns. Áttu þau 4 börn, eina dóttur, Olivíu, er hér er á Akureyri, Stefán, lyfsala í Reykjavík, Hinrik, lækni á Siglu- firði og Odd, lyfsala hér í bæ. Lyfjabúðina rak Oddur heitinn til ársins 1919, að hann seldi hana í hendur Oddi syni sínum, á 100 ára afmæli lyfjabúðarinnar Eftir að Oddur heitinn hætti lyfsalastörfum, bauð hann sig fram til bæjarstjórnar, var kos- inn og var forseti hennar um skeið, unz eyrnasjúkdómur olli því, að hann hugði af því starfi. Hinn framliðni var sæmdur riddarakrossum Dannebrogs- og St. ólafsorðu, og stórriddara- krossi Fálkaorðunnar. Eins og getiö var um í síðasta blaði, lagði 12 manna fólksflutn- ingsbíll á fimmtudagskvöld héð- an frá Akureyri áleiðis til Fljóts- dals og Reyðarfjarðar, með póst og farþega, með því að leiðin var talin fær. En er kom á Möðru- dalsfjallgarðinn vestari reyndist vegur sá, er gerður hafði verið vestan í fjallgarðinum, í fok- sanJsjarðvegi, svo gljúpur, að bíllinn spólaði sig á kaf, hver ráð sem höfð voru. Er leiðin þarna Síldin. Síldarbræðslu á Þórshöfn er nú lokið. Hafa 50 þús. hektól. verið bræddir. — Á Siglufirði hafa rík- isverksmiðjurnar brætt 116.372 mál. Hér á Akureyri hefir engin síld verið síðan 20. f. m. þangað til á laugard., að til Stefáns Jónasson- ar bárust rúml. 300 tunnur. — Á Siglufirði var mikil sildveiði síð- ustu viku. Voru þá á tveimur sólarhringum saltaðar 9957 tunn- ur. — Á Raufarhöfn er söltun lokið. Hafa þar verið 1800 tunnur salt- aðar. Slysfarir. Sex ára gamalt barn datt út af bryggju í Viðey síðastliðinn föstudag og drukknaði. Vita menn ekki gjörla hvernig slysiö atvikaðist, þar sem enginn var nærstaddur, en líkið fannst í fjörúborðinu skömmu á eftir. I Vestmannaeyjum féllu á Iaug- ardaginn tveir menn í sjóinn út- af hafnargarðinum. Bjargaðist annar í land, en hinn, Helgi Sche- ving, lögfræðinemi, náðist fyrst eftir 15 mínútur, og reyndust lífgunartilraunir árangurslausar. Nýjar emtiæítaveiiingar. Skattstjóri í Reykjavík hefir verið skipaður Halldór Sigfússon, endurskoðandi, frá Kraunastöð- um. Ragnar Kvaran hefir verið skipaður skrifstofustjóri hinnar nýstofnuöu skipulagsnefndar. sýnilega algerlega ófær stærri bílum unz miklu meira verður að gert. Að vísu komst Árni Bjarnar- son frá Pálsgerði, við fjórða mann, alla röska, austur yfir fjallgarðinn á föstudagskvöld, á 5 manna bíl, en með þeim naum- indum, að telja má veginn nær ófæran smábílum, en alófæran hinum stóru, þungu farþegabíl- um. Ilotcl Akureyri. Síðastliðinn sunnudag bauð nýi gestgjafinn á Hótel Akureyri, Jón Guðmundsson, bæjarfulltrúum og ýmsum öðrum bæjarbúum að líta yfir herbergin og húsbúnað hótelinu tilheyrandi. Hafa ýmis- konar umbætur verið gerðar á hótelinu í sumar. Gestunum leizt prýðilega á allan umbúnað í hó- telinu og þótti þar allt vistlegt og snyrtilegt. Eftir að gestirnir höfðu athug- að hótelið, var þeim boðið til kaffidrykkju af húsráðendum. Var setið alllanga stund að borð- um og hafði Steingrámur héraðs- læknir Matthíasson orð fyrir Jarðai'i'ui' Guðmundar ólafssonar frá Skógum fer fram að Möðruvöllum í Hörgárdal laugardaginn^ 15. þ. m., kl. 2 e. h. Aðstandendur. gestunum. Lýsti hann ánægju sinni yfir útbúnaðinum á hótel- inu og einkum hvað séð væri fyr- ir góðri loftræstingu. Gestgjafinn svaraði með ræðu og kvað það vera löngun sína og takmark að gera hótel Akureyri að fyrir- myndar veitingastað og gistihúsi og vænti þess, að bæjarbúar styddu sig í þeirri viðleitni. Heyhlöður brenna. Á föstudaginn var kom upp eldur í heyhlöðu á Vífilsstöðum. Loft til geymslu var yfir hlöð- unni, en fjós undir. Komst eld- urinn í geymsluloftið, en fjósið sakaði ekki, af því steinsteypu- gólf var á milli. f hlöðunni voru á milli 14 og 15 hundruð hestar heys, og skemmdist það mjög af eldi og vatni. Sama dag kviknaði í heyhlöðu á Skeggjastöðum í Flóa, en ekki hafa borizt nánari fréttir um hversu mikið hefir eyðilagzt. Vopnaii oo vopnasala. Nefnd sú, er Roosevelt forseti skipaði til þess að rannsaka um vopnasmíði og vopnasölu af hálfu Bandaríkja-vopnahringa, hefir nú kallað fyrir sig tvö stærstu vopnasmíðafélög í Bandaríkjun- um og er annað þeirra hið nafn- togaða Metropolitan-Vickers, sem er að hálfu leyti afkvæmi hins volduga brezka vopnasmíðafélags Vickers, Armstrong & Co. Er margt ófagurt um starf- semi þessara tveggja félaga þeg- ar komið í ljós. M. a. hafa þau játað, að hafa skipt heiminum á milli sín í áhrifasvæði til vopna- sölu. Þau hafa játað, að hafa greitt hinum »dularfulla« mill- jónamæringi, Sir Basil Zaharoff svo þúsundum sterlingspunda skipti á árunum 1926—30 fyrir að ala á vopnasölu í Evrópu og hafa játað að hafa alið á óvináttu milli Peru og Chile, til að geta, selt þeim vopn, Austurleiðin ekki bílfær.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.