Dagur - 15.09.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 15.09.1934, Blaðsíða 1
D AGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan or hj& JÓNI Þ. ÞÓB. Norðurgötu 3. Talslmi 11J. Uppsögn, bundin við &ra- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII. ár . | Akureyri 15. september 1934. | 106. tbl. Hin nýja kjötbúð K. E. A. Svo er venjulega nefnt hið nýja stórhýsi, er K. E. A. hefir í smíðum, andspænis búðunum og skrifstofunum, sökum þess að vit- að er að kjötverzlunin verður í það flutt. Unnið er nú kappsamlega að því að fullgera það sem ákveðið er að ljúka fyrst, en það er kjall- ari og næsta hæð fyrir ofan, en alls verður húsið fjórar hæðir of- an á kjallara, þegar það er full- gert. Fjórir byggingameistarar hafa tekið að sér ákvæðisvinnuna við þessar tvær hæðir, og eru það Snorri Guðmundsson og Þorst. Þorsteinsson, frá Lóni, trésmíða- meistarar og Ásgeir Austfjörð og Bjarni Rósantsson múrarameist- arar. En eftirlitsmaður við smíð- ina er Gunnar Pálsson húsateikn- ari frá Staðarhóli. Húsið er smíðað eftir teikningu V e rkfal I Sagt er að verkfallsmönnum hafi nú verið tilkynnt opinber- lega, að þeir beri héðan af alla á- byrgð á hugsanlegum afleiðingum þess, að kalla hafi þurft, og þurfi e. t. v. framvegis, á herlið til þess að sefa óeirðir. Menn muna, að síðast var frá því sagt, að verkfallsmenn vildu að því ganga að leggja deiluna í gerðardóm, ef lokað yrði öllum verksmiðjum, unz dómsúrskurður væri fallinn. Því atriði hafa at- vinnuveitendur nú algerlega neit- að. frá Kooperativa förbundet i Stokkhólmi. Grunnflöturinn er um 3B0 fermetrar og kjallari er grafinn 2.60 metra niður fyrir gangstétt. í kjallaranum verður m. a. kartöflugeymsla og hitinn þar tempraður. Kæliklefar verða þar og á næstu hæð, þar sem m. a. kjötbúðin verður. Mjög virðist smíðið vandað og ramgert. Verða bæði veggir og gólf, — einnig kjallaragólf — úr afarsterklega járnbentri stein- steypu og veggir allir og skilrúm, bitar og burðarsúlur úr sama efni. Bílgöng, fyrir vörubíla, verða inn í bygginguna að austan, svo að ferma má þar bíla og af- ferma sem skjótast. Búizt er við að þessar tvær hæðir verði komnar undir þak seinni partinn í október, og að fullu frá þeim gengið í febrúar- lok 1935. i ð m i k I a. Sökum þeirrar neitunar hafa leiðtogar verkfallsmanna látið skipun ganga til verkfallsmanna að herða sóknina á hendur öllum þeim verksmiðjueigendum, er létu halda áfram vinnu í verksmiðjun- um. óeirðir hafa nokkrar orðið, en eigi er greinilega enn frá þeim skýrt. Helzt er að sjá að boriö hafi á þeim í Rhode Island (minnsta ríkinu) á austurströnd- inni, þar sem út varð að bjóða 300 manna ríðandi lögregluliði til þess að sefa óeirðirnar. Hitler mælir irÉamlega. Nýlega hélt Hitler hina fyrstu opinberu veizlu síðan hann tók við völdum sem ríkisleiðtogi (Reichsfiihrer). Var þangað boð- ið seridiherrum og fulltrúum allra ríkja, sem siður er, þar á með- al sendiherra Sovét-Rússlands. — »Er það óbifanlegur vilji minn að Þýzkaland vígi framtíð sína friðarstarfsemi«, sagði Hitler. Kvað hann sína heitustu ósk vera að efla friðsamlegt samband við aðrar þjóðir, því að ómögulegt væri fyrir Þýzkaland að yfirstíga þá örðugleika er framundan væru nema með því að hafa frið við allar þjóðir og sem vinsamlegust viðskipti að öllu leyti. Söngskemmtun. Eins og minnzt var á í síðasta blaði, heldur ungfrú Jó- hanna Jóhannsdóttir söngskemmtun í Samkomuhúsi bæjarins annað kvöld kl. 9. Verður söngskráin fjölbreytt: m. a. lög eftir Járnefelt, Alnes, Strauss, Schubert, Hugo Wolff o. fl., einnig ís- lenzk lög í þjóðlagastíl. Einn þáttur söngskrárinnar verður sunginn af nokkrum nemendum ungfrú Jóhönnu. Verða það tví- og þrírödduð lög, einnig einsöngvar með aðstoð annara radda. Verður það nýjung fyrir bæjarbúa að heyra samæfðar kvenraddir. — Söng- slcránni fylgja skýringar á útlendum textum. Allsherjarverkfall á Spáni? útvarpsfregn hermir, að í Ma- drid hafi undanfarið gengið á sí- felldum sögum um yfirvofandi allsherjarverkfall. er næði um allt ríkið. Talið er, að í tilefni af þessum fregnum hafi verkamenn í eigi allfáum bæjum lagt niður vinnu í von um allsherjarverkfall. Er sagt að sumstaðar hafi af þessu nokkrar óeirðir orðið. Verkföll aukasl i Japan. Nýlega var hér sagt frá verk- falli flutningamanna í Japan. Það verkfall stendur enn yfir. En nú hóta sjómenn verkfalli verði ekki kaup þeirra hækkað að mun frá því sem nú er. Sœskrímslið í Loch Ness. Um þetta voðalega vatns- eða sæskrímsli í Nesvatni á Skotlandi hefir afar mikið verið talað og ritað í sumar. Hafa jafnvel verið teknar myndir af því. Sást það þó alltaf á sama stað. Hermálaráðuneytið brezka á- kvað að ganga úr skugga um, hvað þetta gæti verið og skipaði sendinefnd til þess að rannsaka málið. Kom þá í Ijós, að þetta var ræfillinn af Zeppelin-loftfari þýzku, er skotið hefir verið niður í ófriðnum mikla, en fallið þarna í vatnið, sjálfsagt á næturþeli, svo að ekkert hefir til þess sézt né heyrzt. Hjálpræðisherinn stefndi nýlega fulltrúum sínum tii Lundúna til þess að kjósa yfir- hershöfðingja, í stað Higgins, er kosinn var 1929, er Bramwell Booth, sonur stofnandans, var neyddur til að segja af sér. Kosn- ingu hlaut nú »Commander« E- vangelinc Booth, systir Bramwell Booth, með yfirgnæfandi meiri- hluta. Hún hefir verið yfirforingi Hjálpræðishersins í Bandaríkjun- um síðan 1904. Hefir hún jafnan þótt hinn mesti skörungur og töldu margir að hún líktist meira föðurnum, gamla William Booth, en bróðirinn, hinn fyrrverandi yfirhershöfðingi, Bramwell Booth. Hún er mælsk í bezta lagi, hefir ritað bækur og í blöð, fengizt við tónsmíðar og lagt mikla rækt við íþróttir. Morgnnn. Engir skuggar hjörtu hrjá. Hopar veldi njólu. Glitrar dögg á dagsins brá. Dalur hlær við sólu. J. S. Til leigu 1 eða 2 sólrík herbergi fyrir einhleypa. Uppl. í síma 266. Lifil ÍBÚÐ til leigu. — Ingimnndur Árnason. K. E. A. og Flórasmjörlíkið. Félagið licfftr lækkað verðið ii þe§savi framleiðslu uiti 25 prc. í Reykjavík. Kaupfélag Eyfirðinga hefir lækkað verð á smjörlíki því, er það framleiðir, ofan í kr. 1.30 kg. Lækkunin er gengin í gildi fyrir nokkrum dögum. Smjörlíkisverðið hefir verið út úr búðum í Reykjavík kr. 1.70 til 1.80. Lækkunin þar nemur því um 25%. Hér á Akureyri hefir verðið ver- ið kr. 1.50. Lækkunin hér nemur því 13—14%. Smjörlíkisverksmiðja félagsins hefir nú komið á mikilli aukningu og endurbótum á framleiðslu sinni, Flórasmjörlíkinu. Hefir verksmiðjan bæði nýtízkuvélar og fyrsta flokks sérfróðum mönnum á að skipa. Þessi mikla verðlækkun á einni aðalnauðsynjavöru almennings í kaupstöðum og sjávarþorpum eru mikil tíðindi og góð. Er þetta enn ein sönnun þess, að samvinnumönnum er bezt trú- andi til að koma á bættu skipu- lagi í verzlun með nauðsynjavör- ur almennings.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.