Dagur - 15.09.1934, Side 2

Dagur - 15.09.1934, Side 2
290 DAGUR 'l 106. tbl. Verkefni skipulagsnefndar. 9 Ilialdsandiiiii seg'ir til sin i einkafyrirlíekiiiu. Vetrarkápurnar margeftirspurðu teknar upp í dag. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild. Nr. I. kostar - II. - 18 aura pr. kg. ^ 17 —------------t ^ Skepnufóðursrúgmjöl 15 — — — & i 5°|0 afsláttur gegn staðgreiðslu. | Kaupfélag Eyfirðinga, 1| Nýlenduvörudeildin. & Starfsskrá Framsóknarflokks- ins í atvinnumálum birtist í sam- þykkt þeirri, er gerð var á síðasta flokksþingi og birt var í »Ávarpi til þjóðarinnar«. Þar ákveður flokkurinn að »Vinna gegn atvinnuleysinu með því að: a. Hafa framlög til verklegra framkvæmda svo rifleg sem unnt er. b. Með aukinni ski'/ndagðri rækt- un landsins. c. Með auknum og betur skipu- lögðum sjá/varútvegi. d. Með því aö vernda og efla alls- konar iðnað, einbum úr is- lenzkum efnum. Breyta tollalöggjöfinni iðnaðin- um í hag«. í stefnuskrá Framsóknarflokks- ins er ennfremur ákvæði um að vinna að því: »Aö bankamir beini ekki út- lánastarfsemi um hendur fárra einstaklinga, eins og virðist hafa verið venjan hingað til, heldur fái framleiðendur til lands og sjávar sem greiðastan aðgang að lánsfé«. i samningi þeim, er gerður var um stjórnarsámvinnu milli Fram- sóknarflokksins og Alþýðuflokks- ins, hljóðar 1. gr. á þessa leið: »Að skipa nú þegar nefnd sér- fróðra manna til að gera tillögur og áætlanir um aukinn atvinnu- rekstur, framkvæmdir og fram- leiðshc í landinu, svo og aubna söhi, afurða utan- og innanlands. Sé lögð áherzla á að efla þann at- vinnurekstur, sem fyrir er og rek- inn er á heilbrigðum gnmdvelli, enda komið á opinbcru eftirliti með hverskoymr stórrekstri til tryggingar þvi, að hann sé rekinn i samræmi við hagsmuni almenn- ings. Opinberar ráðstafanir verði síöan gerðar til aukningar at- vinnurekstri í landiwu, eftir þvl sem við verður komið«. Auðséð er, að grein þessi er byggð á starfsskrá Framsóknar- flokksins, þeirri er áður getur. Samkvæmt þessu hefir stjórn- in, eins og áður hefir verið frá skýrt, skipað fimm manna nefnd, sem í eru þeir Jónas Jónsson, for- maður Framsóknarflokksins, Steingrímur Steinþórsson, skóla- stjóri, Ásgeir Stefánsson, útgerð- arstjóri í Hafnarfirði, Emil Jóns- son, bæjarstjóri og Héðinn Valdi- marsson, forstjóri, sem er for- maður nefndarinnar. Við val nefndarmanna' hefir sýnilega verið lögð áherzla á, að nefndin hefði þeim kröftum á að skipa, sem verkefni hennar krefj- ast. í nefndinni er einn höfuðfor- vígismaður samvinnumálanna í landinu, skólastjóri Samvinnu- skólans, enda hljóta úrræði nefndarinnar mjög að byggjast á samvinnu. Annar nefndarmaður er sérmenntaður í landbúnaði, þriðji verkfræðingur, fjórði framkvæmdastjóri togaraútgerð- ar, en formaður nefndarinnar er hagfræðingur og reyndur verzlun- armaður. Samkvæmt skipunarbréfi nefnd- arinnar er verkefni hennar sem hér segir: »Að hafa meö höndum rann- sókn á fjármálum ríkis og þjóðar og á hverskonar atvinnurekstri í landinu, framkvæmdum og fram- lciðslu, svo og á sölu og dreifingu afurða innanlands og utan og verzlun með aðfluttar vörur. Rannsókn þessi skal jafnt ná til framkvæmda og atvinnureksturs ríkis og bæja sem einstakra manna og félagsfyrirtækja. Nefndin láti rilcisstjórninni í té skýrslur yfir niðvrstöður þessara rannsólcna. Að konui fram meö, að rann- sókn þessan lokinni, rökstuddar tillögur og sem nákvæmastar á- ætlanir um aukinn atvimmrekst- ur, framkvæmdir og framleiðslu i landinu, þar á meðal stofnun nýrra atvinnugreina, svo og um það, lwernig komið verði á föstu skipulagi á allan þjóðarbúskap- inn, jafnt opinberar framkvæmd- ir og fyrirtæki sem atvinnurekst- ur einstaklinga, þannig, að þau verði sem hagkvæmmt rekin og aukin meö hagsmuni almennings fyrir augum«. Með skipun nefndar þessarar, sem hlotið hefir nafnið skipulags- nefnd, og verkefni því, er henni er fengið í hendur, er stefnt að tveimur meginmörkum: í fyrsta lagi að aukningu atvinnurekstrar, framkvæmda og framleiðslu í landinu, og í öðru lagi að öll at- vinnufyrirtæki í landinu verði rekin og aukin með hagsmuni al- mennings fyrir augum. Allar framkvæmdir í þessum efnum eiga að byggjast á undangenginni rannsókn sérfróðra manna. Vit- anlegt er, að fjárhagur ríkis og einstaklinga byggist á rekstri og afkomu atvinnuveganna. Af því ætti öllum að vera það ljóst, að starf skipulagsnefndarinnar er afarmikilvægt fyrir alla þjóðar- heildina. Þess vegna hefði mátt vænta þess, að nefndarskipun þessari hefði verið tekið með vel- vild af öllum flokkum, eða að minnsta kosti ekki með fjand- skap. En það er öðru nær en svo sé. Ekki aðeins íhaldið í þrengrl merkingu, heldur og einkafyrir- tækið, sem nefnir sig »Bænda- flokk«, hefir hafið óp mikið að þessari stjórnarráðstöfun. Um hana segir blað einkafyrirtækis- ins meðal annars: »Skilar því öfluglega í áttina til fyrirheitna landsins, til sam- eignarríkis sósíalista... Hvað er nú orðið um lýðræðiskenningar Framsóknarbroddanna. Nú þarf hvorki að spyrja þing né þjóð ráða eða álits, þó gerðar séu ráð- stafanir, sem miða að því að koll- varpa núverandi þjóöskipulagi... Eyðslan og ráðleysið er í algleym- ingi... Hin dauða hönd í’áðleysis- ins er að leggjast á athafnalíf þjóðarinnar...«. Svo að ráðstafanir til aukins atvinnurekstrar, framkvæmda og framleiðslu í landinu er þá hið sama og sigling þjóðarskútunnar inn í sameignarríki sósíalista, dráp allra lýðræðiskenninga og kollvörpun á núverandi þjóð- skipulagi! Sé stefnt að því að reka atvinnuvegina með hags- muni almennings fyrir augum, þá er hin dauða hönd ráðleysisins að leggjast á athafnalíf þjóðarinnar! Þetta eru hinar nýjustu kenning- ar »bændavinanna« í einkafyrir- tækinu. Atvinnureksturinn má ekki auka, framkvæmdir og fram- leiðslu f landinu má ekki auka, segir einkafyrirtækið, ekki má heldur reka atvinnuvegina með hag almennings fyrir augum, því allt þetta miðar að kollvörpun nú- verandi þjóðskipulags. Það verð- ur að vernda núverandi þjóð- skipulag með því að halda að sér höndum, hítfast ekkert að ; það verður að vernda núverandi þjóð- skipulag með því að auka og efla EKKI atvinnureksturinn, fram- leiðslu og framkvæmdir í landinu, segir einkafyrirtækið ennfremur. Aðrar ályktanir en þessar verða ekki dregnar út úr orðum þess. Hvað sýnist mönnum? Er það ekki hin dauða ráðleysisloppa svartasta íhalds, sem einkafyrir- Gleraugu í hornumgerð fund- in á veginum frá Litla-Garði að Lækjar- bakka. Réttur eigandi vitji til Jóns A. Jónssonar, Grýtu. tækið bregður hér á loft frammi fyrir landslýðnum? íhaldsandi einkafyrirtækisins hefir nú sagt svo greinilega til sín, að það getur ekki villt á sér heimildir framar. ÚTVARPIÐ. Laugard. 15. sept. kl. 20 Útvarpstríóið. kl. 21 Upplestur. Brynjólfur Jó- hannesson. KJ. 21.30 Grammófóntón- leikar. Kórsöngur. Danslög. Sunnud. 16. sept. kl. 11 Messa í Dóm- kirkjunni. Síra Bjami Jónsson. Kl. 15 Miðdegisútvarp. Kl. 18.45 Barna- tími. Síra Friðrik Hallgrímsson. Kl. 20 Grammófóntónleikar. Kl. 21 Upp- lestur. Halldór Kiljan Laxness. Mánud. 17. sept. kl. 20 Útvarpshljóm- sveitin. kl. 21 Erindi. Vilhjálmur Þ. Gíslason. Kl. 21.30 Einsöngur. Pétur Jónsson. Grammófóntónleikar. Dans- lög. Einwr Árnason alþm. biður þess get- ið, að hann muni ekki sækja fundi þá, er Garðar Þorsteinsson hefir boðað til í kjördæminu. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Ritstjóri Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.