Dagur - 18.09.1934, Side 1

Dagur - 18.09.1934, Side 1
D AGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg'. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga, Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. NorðurgötuS. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII. ár 7 Akureyri 18. september 1934. m 0> Sundmót fyrir Norðlendingafjórðung var háð í sundlaug bæjarins s. 1. sunnudag, undir stjórn Knatt- spyrnufélags Akureyrar. Þátttak- endur voru um 50 frá fjórum fé- lögum, íþróttafélaginu »Þór«, Ak- ureyri, Knattspyrnufélagi Akur- eyrar, Ungmennafélagi Akureyr- ar og Ungmennafélaginu »Efl- ing«, Reykjadal. I e&sir urðu hlutskarpastir: 100 st. sund (frjáls aðferð): 1. verðlaun: Jóhannes Snorra- son (K. A.), 1 mín. 25.6 sek. — Næstir urðu: Magnús Guðmunds- son (Þór), 1 mín. 28.6 sek. og Helgi Sehiöth (K. A.), 1 mín. 29 sek. 70 st. sund drengja (frjáls að- ferð): 1. verðlaun: Árni Ingimundar- son (K. A.) á 1 mín. 5,6 sek. — Næstir urðu: Jónas Einarsson (K. A.) 1 mín. 5.8 sek. og Har- aldur Kröyer (K. A.) á 1 mín. 8.2 sek. Fyrir nokkru síðan stóðu í enska stórblaðinu »Times« eftir- mæli eftir íslenzkan hest, sem blaðið áleit að hafa verið elzta hest heimsins. Hann varð 47 vetra. í greininni segir frá því, að hann hafi verið fluttur sem tryppi frá íslandi, og átt að not- ast í kolanámu. En slátrari nokk- ur í Yorkshire keypti hann og seldi hann skömmu síðar upp í sveit konu nokkurri, og var hann í eigu hennar í 21 ár. Konan bjó liðugar tvær mílur frá næstu borg, og beitti hún hestinum fyrir listivagn, og ók með honum til borgarinnar á hverjum degi. Hún kallaði hestinn »Guinea Pig« (naggrís) og var hann frægur um alla byggðina fyrir hrekki og kergju. Þegar konan dó var hest- urinn fluttur til Thamesdalsins, og var hann látinn ganga þar úti í fimm ár. Átti hann þama illa æfi, eins og fleiri, því þetta var á stríðsárunum. Þaðan var hann fluttur með járnbrautarlest til Norður Wales, og lifði hann þar j 14 ár, og leið vel, því landkostir 100 st. bringusund karla: 1. verðlaun: Erlendur Konráðs- son (U. M. F. E.) á 1 mín. 34.6 sek. Næstir urðu: Kári Sigurjóns- son (Þór) 1 m%l. 36 sek., og Helgi Schiöth (K. A.) á 1 mín. 39 sek. 100 st. sund kvenna (frjals að- ferð): 1. verðlaun: Anna Snorradóttir (U. M. F. A.) á 1 mín. 44.7 sek. Næst varð Ingibjörg L. Rist (U. M. F. A.) á 1. mín. 45.1 sek. 10-\-35 metra boðsund: þreyttu íþróttafélögin Þór og K. A. og varð Þ'ív* hhitskarnari, á 4 mín. 44 sek. Axel Kristjánsson kaupmaður hafði gefið silfurbikar til verð- launa í 100 st. sundi kvenna og Smjörlíkisgerðin Akra annan til verðlauna í 100 st. sundi karla (frjáls aðferð). f öðrum flokkum voru veittir verðlaunapeningar. voru þar svipaðir ög á fslandi. Var fyrst reynt að nota hann fyrir vagn, en vagninn reyndist of stór og þungur, svo hann var ekki notaður til annars en að draga heim hey á haustin, og síð- ustu 9 árin var hann ekki snert- ur til neins og látinn sjálfráður. Mikið er látið yfir því í grein- inni hvað hann hafi verið orðinn menntaður og vitur á síðustu ár- unum, og það jafnvel svo að hann hafi getað gert fólki skiljanlegar allar óskir sínar. Á hverju vori gekk hann úr hárum, og var hann þá orðinn svo loðinn að fuglar sátu um að verpa í hárlubbum hans, áður en þeir duttu af. Síð- ustu æfidögum þessa landa okkar lýsir blaðið mjög nákvæmlega, og yrði of langt mál að hafa það eftir hér, en svo lítur út sem hann hafi fengið mjög hægt og virðulegt andlát, og hlotið meiri frægð en títt er um íslenzka hesta. útvarpið. Þriðjud. 18. sept. Kl. 20 Cellosóló. Þórh1- Árnason. Kl. 21 Erindi. Jón Leifs. Miðvikud. 19. sept. Kl. 20 Útvarpstríó- ið. Kl. 21 Erxndi. Jón Leifs. Eldsvoði á SiilÉi. Samkvæmt útvarpsfrétt kvikn- aöi síðastliðinn föstudag í húsinu nr. 15 við Eyrargötu á Siglufirði. Tókst fljótlega að slökkva og urðu skemmdir ekki mjög mikl- ar. Talið er að kviknað muni hafa út frá rafleiðslu, og er þetta í þriðja skipti er kviknar í á Siglu- firði sömu vikuna, af þéssum or- sökum. Varnir gegn lömunar- veiki. Lömunarveiki (börnelammelse) íefir geysað víðsvegar um í Danmörku síðan i júlímánuði. Hefir nú landlæknir gert ráð- stafanir til að fyrirbyggja að smitun berist til landsins með farþegum frá , Uanmörku. Skal læknir framkvæma skoðun á öll- um farþegum er koma til Vest- mannaeyja og Reykjavíkur er- lendis frá, áður en þeim er gefið landgönguleyfi. Iimtaka Rú§slands i Þfóðabandalagið. Unnið hefir verið að því fyr- irfarandi, að fá samþykki hinna ýmsu þjóða til upptöku Rúss- lands í Þjóðabandalagið, en til þess þarf vissan ákveðinn meiri- hluta. Hafa þegar 40 þjóðir gefið samþykki sitt, og mun^iá höggva nærri að tryggt sé nægilegt at- kvæðamagn til upptökunnar. Hinn frægi rithöfundur og stjórnmálamaður Upton Sinclair, er bauð sig fram fyrir hönd de- mokrata í landstjórakosningu I Californíu, hefir nú hlotið meiri- hluta atkvæða í nýafstöðnum kosningum, og tekið við land- stj óraembættinu. Upton Sinclair hefir fram að þessu verið sósíaldemókrati, en sagði sig úr þeim flokki s. 1. vet- ur og gekk í demókrataflokkinn. Að vísu hefir hann lýst yfir að hann aðhyllist engan veginn öll atriði stefnuskrár þeirra, og hef- ir nánar lýst aðstöðu sinni i bók er hann gaf út s. 1. vetur. Skýrir hann í þeirri bók frá ýmsum meginbreytingum á stjórnskipu- lagi Californíu er hann vill að gerðar séu, og eru flestar þær breytingar í anda samvinnustefn- unnar. Þessi bók Sinclairs hefir vak- ið geysimikla eftirtekt, og má svo segja, að um hana hafi kosning- arnar snúizt. Upton Sinclair hefir í bókum sínum ráðizt mjög á hið kapital- istiska fyrirkomulag, líklega harðar og ósleitilegar en nokkur annar rithöfundur. Er nú eftir að vita hvernig hann rejmist í viðbúð og viðskiptum við auð- valdið ameriska. Striðshœitan eykst. í nýútkominni skýrslu frá þjóðabandalaginu er skýrt frá því, að þrjú af stórveldunum, Rússland, Japan og Bandaríkin hafi áætlað útgjöld sín til her- kostnaðar 61 millj. sterlings- punda hærra en þau voru í fyrra. Samkvæmt skýrslum, er skaði sá er engisprettur hafa valdið í vestur Afríku og Asíu metinn á 7 millj. sterlingspund. Bráðlega munu saman koma í London full- trúar 11 ríkja, til að ræða um það hvernig engisprettum verði bezt útrýmt. Aðferð sú er bezt hefir reynzt hingað til, er að safna eggjum engisprettunnar og brenna þau, og eyða engisprett- unum sjálfum með gasi, en það er gert með flugvélum. í Bandaríkjunum kemur æ betur og betur í ljós eftir þvi sem líður á rannsóknina. Eru nú þegar margir mikilsmetnir menn riðnir orðnir við hneykslið, þar á meðal t. d. embættismenn úr sendisveit- um Bandaríkjanna, sem sannað er að gengið hafa fyrir mútufé í þjónustu vopnaverksmiðjanna til þess að ala á óvild og ófriði er- lendra ríkja, svo að vopnasmiðj- urnar gætu selt því meira. I ið ísleizkum skipuni.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.