Dagur


Dagur - 18.09.1934, Qupperneq 2

Dagur - 18.09.1934, Qupperneq 2
.292 DAGUR 107. tbl. Bráðabirgðölög um meðferð og solu mjólkur og rjóma o.fl. :&C Blikk og galvaniseraðar járnvörur Höfum fengið með síðustu skipum mikið úrval af: BÖLUM, kringlóttum og aflöngum. POTTUM, galvaniseruðum með rist og loki. KÖTLUM, DUNKUM, BLÓÐSIGTUM, IS- LAGKÖKU- og RUNDFORMUM, BÚÐINGS- og SMÁKÖKUFORMUM. Entifremur: BRAUÐKASSAR, mjög fallegir, BRAUÐ- BAKKAR, KAFFIBAKKAR, KAFFI-, TE- og SYKURBAUKAR. VERÐIÐ MJÖG LÁGT. KaupféL Kyfíiðlnga Járn- og Glervörudeild. lönskóli Akureyrar Hin nýju mjóllmrlög, sem land- búnojö arráð herrcmn, Herwumn Jónasson, hefir gefið út og stað- fest voru af konungi 10. þ. m., eru svohljó'ðandi: 1. gT. Við sölu mjólkur og rjóma skal landinu skipt í svæði, er nefnist verðjöfnunarsvæði. Að jafnaði markar sú aðstaða verðjöfnunar- svæði, að hægt sé þar að selja daglega góða og óskemmda mjólk og rjóma frá mjólkurbúum, einu eða fleirum, sem viðurkennd eru til þess af landbúnaðaráðherra, enda sé kaupstaður eða kauptún innan þeiri’a takmarka. Jafn- framt skal mjólkursölunefndinni skylt, er verðjöfnunarsvæðin eru ákveðin, að taka tillit til þess, hvaða mjólkurbú hafa notið markaðar í hlutaðeigandi kaup- stöðum eða kauptúnum. Er öllum mj ólkux’framleiðend- um óheimilt að selja mjólk eða mjólkurafurðir utan þess verð- jöfnunarsvæðis, sem þeir eru á, sbr. þó 10. gr. Hér er þó undan- skilin sala á osti, súru skyri, smjöri, niðursoðinni mjólk og þurrmjólk. 2. gr. f öllum þeim kaupstöðum og kauptúnum, þar sem fram getur farið dagleg sala á mjólk og í’jóma frá mjólkurbúunum, sem viðurkennd verða til þess af land- búnaðarráðherra, skal gjald, er nefnist verðjöfnunai’gjald, lagt á alla neyzlumjólk og í-jóma, sem selt er, hvort heldur frá mjólkur- búum, félögum eða einstökum mönnum. Gjald þetta má nema allt að 5% af útsöluverði mjólk- ur og rjóma, en heimilt er þó að hækka gjaldið, ef sérstök þörf krefur, enda komi samþykki land- búnaðarráðherra til. Undanþegin veröjöfnunargjaldi er mjólk, sem framleidd er á ræktuðu landi innan sama kaup- staðar og kauptúns, sem *hún er seld í. Undanþágan gildir fyrir eina kú fyrir hverix fullræktaðan hektara af túni, sem framleiðandi notar til fóðurframleiðslu innan kaupstaðarins eða kauptúnsins. 8. gr. Verðjöfnunargjaldið skal lagt I sérstakan sjóð fyrir hvert verð- jöfnunarsvæði. — Nefnast sjóðir þessir verðjöfnunarsjóðir. Verð- jöfnunargjaldið skal greitt eftir á í byrjun hvers mánaðar, og má innheimta það með lögtaki hjá seljendum mjólkurinnar. Verð- jöfnunaxgjaldið skal vera til verðuppbótar á þá mjólk, sem notuð er til vinnslu í viðurkennd- um mjólkurbúum, sem starfa á verðjöfnunarsvæðinu. Stjórn eða stjórnir mjólkurbúanna ákveða verðuppbætur og geta þær verið misháar eftir því hverjar afurðir hafa verið unnar úr mjólkinni, 4. gr. útsöluverð á mjólk og mjólkur- afui’ðum á hverjum sölustað inn- an verðjöfnuixarsvæðis skal á- kveðið af 5 mönnum. Tveir þeirra skulu vera úr stjórn hlutaðeig- aixdi mjólkui’bús eða sölusamlags, tveir tilnefndir með hlutfallskosn- ingu af hlutaðeigandi bæjarstjórn eða hreppsixefixd, en oddamann skipar landbúnaðarráðherra. útsöluverð skal á hverjum tíma reiknað út, eftir því sem við verð- ur komið, eftir vísitölum. Nánari ákvæði um þetta skulu sett með reglugerð. (Fi’h.). Garðar Porsteinssön. einn af uppbótarþingmönnum íhalds- flokksins, er þessa dagana að halda þingmálafundi í úthluta Eyjafjarðarsýslu- kjördæmis. í tilkynniugu um fundar- höld þessi lét hann þess getið, að hann byði þingmönnum kjördæmisins, þeim Bernharði Stefánssyni og Einari Árnasyni, á fundina. Einar Árnason lét þess getið í síðasta tölublaði Dags, að hann mundi á engan hátt taka þátt í þessum fundum G. þ. eða notfæra sér þetta tilboð hans. — Bernharð Stefánsson hefir einnig skýrt blaðinu frá þvf, að hann ætli ekki að mæta á fundunum. Ástæðan til þess, að þingmenn Ey- firðinga vilja ekki sinna þessum fund- um G. I5., er sú, að þeir líta svo á, að hér sé aðeins um flokksfundi að ræða innan »Sjálfstæðisflokksins«, sem þeim séu óviðkomandi. Peir kunna og ekki við, að Garðar Þorsteinsson eða nokkur annar aðvífandi íhaldsmað- ur fari að segja þingmönnum Eyfirð- inga fyrir um það eða eiga frumkvæði að því, að þeir mæti á þingmálafund- um í kjördæmi sínu. Líklegt er talið, að þessir fundir G. Þ. muni reynast fámennir, bæði vegna þess að Framsóknarmenn þykist ekkert eiga vantalað við hann og séu ekkert bráðsólgni^í að hlusta á íhaldskenning- ar hans, svo og vegna hins, að bænd- ur munu yfirleitt hafa öðrum hnöppum að hneppa nú í heyskaparlokin en að sitja undir ræðum útsendara þess flokks, sem ýfist við öllum tilraunum og fram- kvæmdum, er að því miða að greiða fyrir atvinnurekstri bænda og bæta af- komu þeirra. Það eru því mestar líkur til, að Garðar verði að tala við sjálfan sig á þessum þingmálafnndum sínum. Söngskemntun Jóliönnu Jóhanns- dóttur í Samkomuhúsinu í fyrrakvöld var vel sótt og gerður að henni ágæt- ur rómur. Nánari frásögn af söngn- um mun koma í næsta blaði. Jóhanna endurtekur söngskemmtun sína á mið- vikudaskvöldið kl. 9 í Nýja Bíó, við lækkuðu verði. óskast í vist nú þegar. Upplýs- ingar í síma 227. verður settur 15. okt. n. k, kl. 8 síð- degis. Eins og að undanförnu tekur skólinn, meðan rúm leyfir, nemendur — auk iðnnema — til náms í almenn- um námsgreinum: íslensku, dönsku, reikningi og teiknun og jafnvel ensku og bókfærslu, gegn mjög vægu skóla- gjaldi: Fæst þar hentug kennsla fyrir unglinga, sem bundnir eru störfum að deginum að meira eða minna leyti: — S. h haust sóttu fleiri nemendur um skólavist en hægt var að veita mót- töku sökum þrengsla. Ættu menn því að tala sem fyrst við undirritaðan for- stöðumann skólans, er gefur nánari upplýsingar. Eldri nemendur skólans er hyggja á framhaldsnám hjá okkur í vetur, eru beðnir að hafa tal af mér hið fyrsta. — Til viðtals í Hamarstíg 6, sími 264. 'Tóliami Frímann, Ljösakrönurnar laniparnir marg eftirspurdu eru komnir aftur. Kaupfél. Eyfírðinga Jám- og Glervörudeild. Timinn. Tímixiix lífgar. Tímimi græðir. Tímiixn vekur lífsins þrá. Tíminn eyðir. Tíminn mæðir. Tíminn lokar þinni brá. J. S. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Ritstjóri Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Björnssonar,

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.