Dagur - 20.09.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 20.09.1934, Blaðsíða 1
D AGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVIL ár. 1 ; Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- g-reiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 20. september 1934. • ■•• ••••••••••• -•-• • -•• • •-• • 108. tbl. I • • • • • « Hvenær opið cr. Opinberar stolnanir, bankar o. s. Irv. Pósthúsið virka daga kl. 10—6, helgi- daga kl. 10—11. Landssíminn milli Reykjavíkur, Akur- eyrar og Hafnarfjarðar opinn alla daga, allan sólarhringinn, einnig bœjarsímar þessara bæja. Skrifstofa bæjarfógeta kl. 10—12 og 1 —3 alla virka daga, nema laugar- daga kl. 10—12. Skrifstofa héraðslæknis Brekkugötu 11, kl. 1—2 alla virka daga. Skrifstofa bæjarstjóra kl. 10—12 og 1%—5 alla virka daga. Skrifstofa bæjargjaldkera kl. 1—5 alla virka daga nema á mánud. kl. 1—7. Landsbankinn kl. 10%—12 og 1%—3, alla virka daga. Útvegsbankinn kl. 10%—12 og kl. 1— 2%, alla virka daga. Búnaðarbankinn kl. 2—4 frá yi0—i/#, 1—3 frá i/g—yi0 alla virka daga. Allir bankar loka kl. 1 á laugardag. Sparisjóður Ak. kl. 3-4 alla virka daga. Afgreiðsla >Eimskips« kl. 9—12 og 1— 6 alla virka daga. Afgreiðsla >Sameinaða« kl. 9—12 og 1—7 alla virka daga. Afgreiðsla >Bergenske« kl. 9—12 og 1 •—6 alla virka daga. Skrifstofur K. E. A. kl. 9—12 og 1—6 alla virka daga. Heimsóknartími sjúkrahúsa. Sjúkrahús Akureyrar kl. 3—4 alla virka daga og kl. 2—4 á helgidögum. Kristneshæli kl. 12%—2 virka daga, 3%—5 á helgidögum. Á þessum tím- um eru fastar bílferðir milli Akur- eyrar og Kristneshælis. Hjálp Rauða Krossins, Brekkugötu 11. Ókeypis. Fyrir mæður og börn: alla þriðjudaga kl. 2—3. Fyrir berkla- veika: alla föstudaga kl. 3—4. Viðtalstími lækna. Steingr. Matthíasson, héraðslæknir, kl. 1—2 alla virka daga í Brekkugötu 11. Á sunnudögum heima kl. 1—2. Valdemar Steffensen kl. 10—12 og 4— 6 virka daga og 10—12 helgidaga. Pétur Jónsson kl. 11—12 og 5—6 virka daga og kl. 1—2 helgidaga. Árni Guðmundsson, kl. 2—4 alla virka daga, l%-2% helgid. á 2. lofti K. E. A. Helgi Skúlason augnlæknir kl. 10—12 og 6—7 virka daga og kl. 1—2 helgi- daga á 2. lofti K. E. A. Friðjón Jensson tannlæknir kl. 10—12 1-3 og 4-6 virka daga, kl. 10-12 helgid. Engilbert Guðmundsson tannlæknir, kl. 10—11 og 6—6 virka daga á 2. loftl K. E. A. Nýja-BSó föstudagskvöld kl. 9. Hinn 15. þ. m. andaðist í Reykja- vík Salóme Hólmfríður Pálsdóttir, ekkja Kristins sál. Ketilssonar. Bjuggu þau hjón lengi búi sínu á ýmsum bæjum í Saurbæjarbreppi í Eyjafirði, voru jafnan fátæk en komust þó af. Synir þeirra fjórir hafa allir orðið nafnkunnir menn, en þeir eru þessir: Hallgrímur, forstjóri Samb. ísl, sam- vinnufélaga, d. 30. jan. 1923. Sig- urður, núverandi forstjóri Sís. Jakob, skólastjóri á Eiðum. Aðalsteinn, fram- kvæmdarstjóri Sfs, Hjá hinum síðasttalda syni sínum andaðist Hólmfríður (svo var hún jafn- an kölluð) nær áttræð að aldri. Hólmfríður sál. var mesta gæðakona á alla lund, síglöð og blíðlynd bezta móðir, og var elskuð og virt af öllum, er nokkur kynni höfðu af henni. Munu hinir mörgu Eyfirðingar, er þekktu hana, minnast hennar með viðkvæm- um söknuði. Samg'öng'ur við Aust- urland, landvcg frá Akureyri. má telja að hafi hafizt, er bíll Gunnars Jónssonar, A 151, með Gunnari Eiríkssyni bílstjóra, kom til Eskifjarðar á föstudagskvöldið var, kl. 7, fyrsti bíll með póst og farþega þessa leið og alveg hjálp- arlaust, eftir að búið var að breyta veginum í Möðrudalsfjall- garðinum vestari, þar sem sami bíll stanzaði vikuna áður. — Far- þegar fram og aftur voru Gunn- ar Austfjörð, Jón Arnesen og Sigfús Halldórs frá Höfnum. Kom bíllinn heilu og höldnu aft- ur í fyrrakvöld með marga far- þega. — ÚTVARPIÐ. Fimmtud. 20. sept.: Kl. 19.25 Dagskrá næstu viku. KÍ. 20 Útvarpstónleikar. Kl. 21 Hallgr. Jónsson: Erindi. Kl. 21.30 Davína. Sigurðsson: Einsöngur. Föstud. 21. sept.: Kl. 20 Grammófón- tónleikar. Kl. 21 Theódór Friðriks- son: Upplestur. Síðan grammófón- tónleikar. Engin kjöthækkun. í síðasta tölubl. »Verkamanns- ins« er svo skýrt frá, að kjötverð hafi »hækkað stórkostlega«. — Þetta má dagsatt heita, að öðru leyti en því, að það er með öllu tilhæfulaust. Kjötverðið hefir í sumar hlýtt sömu lögum og áður, verðið í sumar og haust hið sama og í fyrra á sama tíma, og farið jafnt fallandi, eins og þá. Er þetta því magur nagli í æsinga- súpugerð »Verkamannsins«. Gestir i bænum eru meðal annarra frú Sólveig Kjerúlf á Hafursá, kona Gunnars Jónssonar lögregluþjóns og sr. Jakob Kristinsson, skólastjóri á Eiðum. Komu þau með A 151 á þriðju- dagskvöld. Séra Jakob er á leið til jarðarfarar móður sinnar, frú Hólm- fríðar Pálsdóttur í Reykjavík. PÓSTAR, vikuna 20.—27. sept.: KOMA: 22. Drangey frá Sauðárkróki. 24. Dr. Alexandrine frá Reykjavík. 25. Lagarfoss að austan frá útl. 28. FARA: 21. Gullfoss til Rvíkur, hrað- ferð. 24. Drangey til Grímseyjar og Raufarhafnar. 26. Dr. Alexandrine til Reykjavíkur. PÓSTBÍLAFERÐIR: Til Akureyrw: Frá Rvík á miðvikud.; Kópaskeri á fimmtud.; Húsavík á föstud.; Dalvík á laugard. Frá Akureyri: Til Kópaskers á mið- vikud.; Rvíkur á fimmtud.; Húsavík- ur á föstud.;, Dalvíkur á laugard. Afvinnuiiefiidiii, sú er kosin var að frumkvæði Snorra Sigfússonar, skólastjóra, í sumar, situr á rökstólum, en verk- efni hennar er að gera tillögur til bæjarstjórnar um varanlegar endurbætur á atvinnulífi í bæn- um- í nefndinni eru sjö menn: Snorri Sigfússon, Helgi Pálsson, Otto Tulinius, Tómas Björnsson, Sveinbjörn Jónsson, ólafur Magn- ússon og Þorsteinn Þorsteinsson. Mesfa bru i heimi. er nú í smíðum yfir San Fran- ciscoflóann, milli samnefndrar borgar og Oakland. Mestu brýr heimsins aðrar verða smásmíði, bornar saman við þessa. Hún verður 11 kílómetra löng, ber tvö þilför, og svo breið, að á efra þilfari verða sex skeiðbrautir fyr- ir farþegabíla, en á neðra þilfari þrjár skeiðbrautir fyrir farmbíla, auk tveggja sporbrauta fyrir raf- magnsknúða vagna, er ganga Nýja-Bíó Föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9. „Paprika" LSöngvamynd í 9 páttum. Aðalhlutverkin leika : | Franziska Gaal og Paul Horbiger. Mynd þessi er áreiðanlega ein allra skemtilegasta gamanmynd sem lengi hefir sést hér. Söng- varnir í henni eru töfrandi og fjörugir, með beztu einkennum hinnar sérkennilegu ungversku sönglistar, sem á sér unnendur hvar sem er í heiminum og Ieikur hinnar fögru ungversku leikkonu, Franzisku Gaal, heillar alla. »Paprika« hennar kemur öllum í gott skap. milli San Francisco og Oakland- Áætlaður kostnaður við þetta jötunvirki er 71.400.000 dalir eða rúmar '317 milljónir króna, mið- að við núverandi gengi- En þess- ari gífurlegu upphæð verður ekki snarað út úr ríkissjóði Califomíu. Brúin á að borga sig sjálf með umferðar og gasolíutollum og er gert ráð fyrir að RFC (Recon- struction Finance Corporation), er leggur fram féð, hafi fengið höfuðstólinn endurgreiddan með 5% vöxtum árið 1954. En atvinnu veitir brúarsmíðið þúsundum manna. Dýralækiiafél. Islands var stofnað snemma í þessum mánuði. Starfa nú sex dýralækn- ar á landinu; Hannes Jónsson og Bragi Steingrímsson í Reykjavík, Sigurður Hlíðar hér norðanlands, Ásgeir ólafsson í Borgarnesi, Jón Pálsson við ölfusárbrú og Ásgeir Einarsson í Austfirðingafjórð- ungi. — f stjórn voru Kosnir Sig- E. Hlíðar, form., Hannes Jónsson og Jón Pálsson, en í sérstaka framkvæmdanefnd félagsins Hannes Jónsson, Ásgeir ólafsson og Jón Pálsson. Fjölritað blað gefur félagið út til að ræða um sérmál dýralækna. Ritstjóri verður Ásgeir ólafsson. Hannes Jónsson og Sig. E. Hlíðar voru kosnir til að semja frumvarp um ráðstafanir gegn næmum alidýrasjúkdómum,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.