Dagur - 20.09.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 20.09.1934, Blaðsíða 2
294 DAGUR 108. tbl. Bráðabirgðalög um meðferð og solu mjólkur og rjóma o.fl. (Niðurl). 5. gr. Þar sem aðeins eitt viðui’kennt mjólkurbú er starfandi á verð- jöfnunarsvæði, skal það annast alla sölu á neyzlumjólk, rjóma og nýju skyri á því svæði. Tekur þetta einnig til þeirrar mjólkur, sem undanþegin er verðjöfnunar- gjaldi samkvæmt 2. gr., 2. mgr. Þar sem fleiri en eitt mjólkurbú eru starfandi á sama verðjöfn- unarsvæði, skal öll sala á þessum vörum fara fram frá einni mjólk- urmiðstöð. Heimilt er stjórn sam- sölunnar að taka í sínar hendur sölu á öðrum mjólkurafurðum, sem búin framleiða. Skulu öll mjólkurbú og félög mjólkurfram- leiðenda, sem samkvæmt lögum þessum taka þátt í sölusamtökum á svæðinu, skipa stjórn, sem ann- ast söluna og allar framkvæmdir sölusamlagsins. Þar sem svo stendur á sem seg- ir í 1. málsgr. skal öðrum óheim- ilt að starfrækja sölubúðir með mjólk, rjóma og nýtt skyr í hlut- aðeigandi kaupstöðum og kaup- túnum. Skylt er mjólkurþúum, sem fengið hafa einkaleyfi til þess að starfrækja mjólkurbúðir, að sjá um, að ætíð sé nóg neyzlumjólk til sölu á þeim stöðum. öll mjólk og allur rjómi, sem selt er sam- kvæmt þessari grein, skal vera gerilsneytt af viðurkenndum mjólkurbúum. Þó getur landbún- aðarráðherra veitt undanþágu um mjólk, sem seld er í kauptúnum og sveitum. Um framleiðslu og meðferð á mjólk handa ungbörnum og sjúkl- ingum skulu sett ákvæði í reglu- gerð í samráði við yfirstjórn heil- brigðismálanna. Sala á þeirri mjólk skal fara fram á sama hátt og sala á annari neyzlumjólk. Heimilt er landbúnaðarráðherra, er sérstaklega stendur á, svo sem ef mjólkurbú rekur aðra óskylda starfsemi, að gera það skilyrði fyrir viðurkenningu eða starfsemi Jöggiltra mjólkurbúa, að þau taki til gerilsneyðingar mjólk fyrir ut- anfélagsmenn gegn sanngjörnu gjaldi eftir samningi eða há- marksverði, er ráðherra ákveður. 6. gr. Ríkisstjórnin skipar 7 manna nefnd, til eins árs í senn, í fyrsta sinn til 1. maí 1935, til að hafa á hendi stjórn mjólkursölumála samkvæmt lögum þessum, og nefnist hún mjólkursölunefnd. Nefndin skal skipuð þannig: Stjórn Mjólkurbandalags Suður- lands tilnefnir 2 menn, skal ann- ar tilnefndur af stjómendum bandalagsins austan Hellisheiðar, en hinn af stjórnendum þess vest- an heiðar. Samband ísl. sam- vinnufélaga tilnefnir 1 mann, Al- þýðusamband fslands tilnefnir 1 mann, bæjarstjórn Reykjavíkur tilnefnir 1 mann og landbúnaðar- ráðherra skipar án tilnefningar 2 menn í nefndina og skal hann skipa annan þeirra formann nefndarinnar. Fulltrúi bæjar- stjórnar Reykjavíkur víkur sæti úr nefndinni, þegar hún hefir til meðferðar málefni annara kaup- staða eða kauptúna, og tekur þá sæti hans fulltrúi tilnefndur á sama hátt af hlutaðeigandi bæjar- stjórn eða hreppsnefnd. Nú van- rækir einhver aðili. að tilnefna í nefndina og tilnefnir þá landbún- aðarráðherra mann eða menn í hans stað. Fastir nefndarmenn séu búsett- ir í Reykjavík, eða svo nærri Reykjavík, að þeir geti mætt á fundum þar þegar þörf krefur. Þóknun til mjólkursölunefndar skal vera að 3/7 hlutum greidd úr verðjöfnunarsjóðum og að 4/7 hlutum úr ríkissjóði, og sé þókn- unin ekki hærri en kr. 10.00 til hvers fundarmanns fyrir hvern fundardag. Annar óhjákvæmileg- ur kostnaður við störf nefndar- innar greiðist af sömu aðiljum og í sömu hlutföllum. 7. gr. Störf mjólkursölunefndar eru aðallega þessi: a. Að ákveða verðjöfnunarsvæð- in. b. Ákvörðun verðjöfnunar- gjalds og yfirumsjón með inn- heimtu þess, en falið getur hún innheimtuna stjórnum mjólkur- búa eða hverjum öðrum er hún telur bezt henta- c. Að hafa yfirumsjón með verðjöfnunarsjóðum og ákveða uppbætur úr þeim, ef stjórnir viðurkenndra mjólkurbúa á verð- jöfnunarsvæði koma sér ekki saman um verðjöfnunina. d. Að hafa eftirlit með því, að gætt sé fyllstu hagsýni og sparn- aðar í rekstri mjólkurbúanna, og getur nefndin takmarkað verð- uppbótina til þeirra búa, sem hún telur hafa óhæfilega háan rekst- urskostnað. \ e. Að hafa yfirumsjón með samsölu mjólkur, sbr. 5 gr. Nú verður ágreiningur milli mjólkur- búa um skipun samsolustjórnar eða um annað, er lýtur að skipu- lagningu á verðlagssvæði, og sker þá mjólkursölunefndin úr. f. Að hafa eftirlit með því að mjólkurafurðir verði ekki fluttar til landsins, nema brýn nauðsyn beri til, enda sé innflutningurinn í höndum mjólkursölunefndar. g. Að hafa eftirlit með vöru- vöndun mjólkur og gefa fyrir- skipanir, er að því lúta. 8. gr. Skylt er mjólkurbúum og öðr- um, sem verzla með mjólk og mjólkurafurðir að láta mjólkur- sölunefnd í té og hverjum ein- stökum nefndarmanni, er kröfu kann að gera um það, allar upp- lýsingar og skýrslur sem hún ósk- ar eftir um sölu mjólkur, kostnað við sölu, flutninga og meðferð mjólkur og annað, sem nefndinni þykir máli skipta. 9. gr. Nú eykst smjörframleiðsla í landinu svo, að erfitt verður að selja smjörið á venjulegan hátt, og skal þá blöndun á smjörlíki koma til framkvæmda eftir til- Iögum mjólkursölunefndar og að fengnu samþykki landbúnaðar- ráðherra- 10- gr. Ef mjólk eða rjóma þarf að flytja til sölu milli verðjöfnunar- svæða, skal ekki greiða verðjöfn- unargjald af þeim vörum á út- sölustaðnum, ef sannað er, að það sé greitt á framleiðslusvæðinu. Verði ágreiningur um heildsölu- verð á þessum vörum, sker mjólk- ursölunefnd úr. 11. gr. Mjólkursölunefnd getur leyft, að niður falli greiðsla verðjöfnun- argjalds á einhverju verðlags- svæði, ef mjólkurframleiðendur á því svæði koma sér saman um á- kveðið verð til framleiðenda á svæðinu með eða án ákveðinna hlutfalla í sölu mjólkur, rjóma og annarra mjólkurafurða á aðal- markaðsstöðum svæðisins eftir fjarlægð frá markaðsstöðunum og öðrum staðháttum. 12. gr. Öll mjólk, sem viðurkennd mjólkurbú taka á móti til sölu eða vinnslu, skal metin eftir gæðum við móttöku og flokkuð til verðs. Við flokkunina skal að minnsta kosti taka tillit til fitumagns mjólkurinnar og gerlagróðurs í henni. Nánari ákvæði um þetta skal setja í reglugerð. 13- gr. Landbúnaðarráðherra setur reglugerð um framkvæmd laga þessara og starfsemi mjólkursölu- nefndar- Jafnframt er honum heimilt að ákveða í reglugerð sér- stöðu kúabúa, sem rekin eru af bæjarfélögum eða ríki. 14. gr. Brot gegn lögum þessum varða sektum frá kr. 10.00 og allt að kr. 10.000.00, nema þyngri refs- ing liggi við samkvæmt lögum. Sektir renna í verðjöfnunarsjóð. 15. gr- Mál út af brotum gegn lögum þessum og samþykktum og reglu- gerðum, er settar kunna að verða samkvæmt þeim, skulu sæta með- ferð almennra lögreglumála. 16. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi og eru jafnframt úr gildi felld lög nr. 47, 26. október 1917, um mjólkursölu í Reykjavík og lög nr. 97, 19. júní 1933, um heil- brigðisráðstafanir um sölu mjólk- ur og rjóma, svo og öll önnur á- kvæði, sem fara í bág við lög þessi. Lög þessi skulu endurskoð- uð ekki síðar en á reglulegu Al- þingi 1936. Ákvæði um sfundarsakir Mjólkursölunefnd skal þegar sjá um að hafinn verði undirbúningur til sam- sölu mjólkur, þannig að byrja megi að framkvæma söluna eigi síðar en um næstu áramót. Til þess tíma er fram- leiðendum mjólkur, þrátt fyrir ákvæði 5. gr. laga þessara, heimilt að selja mjólk sína ógerilsneydda beint til neyt- enda innan bæjar eða sveitarfélags fram- leiðenda, en gjalda skulu framleiðendur til verðjöfnunarsjóðs samkvæmt lögum þessum, og skal gjaldið miðað við 2500 lítra mjólkurmagn árlega á hverja kú, sem siíkir framleiðendur hafa. Greiði framleiðendur þessir ekki verðjöfnunar- gjaldið á réttum tíma, getur mjólkur- sölunefnd svipt þá heimild til sölu mjólkur utan mjólkurbúanna. Ákvæði þessi um stundarsakir öðlast gildi samtímis framangreindum bráða- birgðalögum, og varða brot gegn þeim þar greindum viðurlögum- Pollsflsknrinn. Hvað lengi ætla Akureyringar að eta hinn grútmagra og sóttmengaða fisk, sem veiddur er rétt við munna ræs- anna frá salernum og sjúkrastofum bæjarins? — í langt um minni þorp- um eru þegar komin ákvæði hve nærri ræsum og öðru, sem er í sjóinn fleygt, megi veiða og selja fisk til matar. En Akureyringar ala æsku sína upp á gliti því, er nefnist pollfiskur, og sem er lítið annað en sóttkveikjur og næringar- laus óþverri. Ég skora á stjórn bæjar- ins og iækna að taka þetta mál til meðferðar nú þegar. Þ, k. 1 Barnaföt Kvenpils Silkiundirföt 1 iiýkoitiin í miklu iirvali. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.