Dagur - 20.09.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 20.09.1934, Blaðsíða 3
108. ítbl. DAGUR 295 w Afengismálið og þjóðviljinn. Hagstof an hefir nýlega gefið út greinargerð um' þjóðaratkvæði um aðflutningsbann á áfengi- At- kvæðagreiðsla þessi fór fram fyrsta vetrardag 1933. Hafði ver- ið samþykkt svohljóðandi þings- ályktun í sameinuðu þingi 29. maí 1933: »Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta fara fram þjóð- aratkvæði á þessu ári meðal kjós- enda í málefnum sveitar- og bæj- arfélaga um það, hvort afnema skuli bann það gegn innflutningi áfengra drykkja, er felst í gild- andi áfengislöggjöf«. — Sam- kvæmt þessu var ákveðið með auglýsingu dómsmálaráðherra 13. septbr. 1933 að láta fara fram þjóðaratkvæði um þetta mál 21. oktbr. s. á. — Tala kjósenda á kjörskrá við atkvæðagreiðsluna var á öllu landinu 62122 eða um 55% af landsfólkinu, en atkvæði greiddu alls 28163 kjósendur eða 45,3% af þeim, sem á kjörskrá stóðu. ógild atkvæði urðu alls 672 eða 2,4% af öllum greiddum atkvæðum. Á atkvæðisseðlinum, sem not- aður var við atkvæðagreiðsluna, var svo fyrir mælt, að þeir kjós- endur, sem vildu bann það, sem fælist í gildandi áfengislöggjöf, afnumið, skyldu setja blýants- kross fyrir framan »Já«, en þeir, sem ekki vildu afnema það, skyldu setja krossinn fyrir fram- an »Nei«- Já- atkvæðin voru því með afnámi bannsins, en nei-at- kvæðin móti því að afnema það. Gild atkvæði greidd urðu alls 27491. Já- atkvæðin voru 15866 og nei atkvæðin 11625. Meiri hluti atkvæða móti banni 4241. Utan Reykjavíkur eru hér um bil nákvæmlega jafn mörg atkv. greidd með afnáminu og á móti því, en í Reykjavík eru andbann- ingar í 4210 atkvæða meirihluta. Á Vestf jörðum eru 62,9 af hundr- aði með banni, á Norðurlandi 54,6 og á Austfjörðum 56,1 af hundraði með banni, utan kaúp- staðanna. í ísafjarðarkaupstað voru 69 af hundraði með banni, svo að á Vestfjörðum, að ísafirði meðtöldum, eru 65,95 eða ca- 66 af hundraði hverju bannatkvæði. Á Akureyri voru 52,4 af hundr- aði með banni. Á Norðurlandi verða því 53,5 af hundraði bann- atkvæði. Á Austfjörðum (meðtal- inn Seyðisfjörður 44,3 með banni) aðeins 50,2 af hundraði með banni- Mesta andbanningahérað lands- ins er Rangárvallasýsla- Þar Voru aðeins 24 af hundraði með banni. Þeir halda sér við efnið þar. Við atkvæðagreiðsluna 1908 voru að- eins 36,7 af hundraði með banni. Voru Rangæingar einnig þá mestu andbanningar í landinu. Mestur meirihluti með banni 1908 var í Norður-ísafjarðarsýslu (84,7%), en 1933 var mestur meirihluti með banni í Vestur-ísa- fjarðarsýslu (72,4%). Á Suðvesturlandi voru 41 af hundraði með banni við atkvæða- greiðsluna í fyrrahaust og á Suð- urlandi 36,4 í sveitum og þorp- um, en ef með eru taldir kaup- staðirnir þrír, Reykjavík, Hafn- arfjörður og Vestmannaeyjar, eru aðeins 34,2 af hundraði hverju með banni í þessum lands- hluta. -Móti banninu greiðir atkvæði haustið 1933 aðeins fjórði partur allra kjósenda í landinu (25,54%) Rúmur helmingur kjósenda kem- ur ekki að kjörborðinu (53%). Af greiddum atkvæðum í öllu landinu voru 57,7 af hundraði móti banni. í 13 kjördæmum voru fleiri móti banni en með, en í 14 voru bannmenn í meirihluta. i 12 af 21 sýslukjördæmum var meirihlutinn móti afnámi banns- ins, en í fjórum af 6 kaupstaða- kjördæmum var meirihlutinn meo afnámi bannsins. Um Eyjafjarð- arsýslukjördæmi má óhætt full- yrða, að meirihlutinn var með banni þar, utan Siglufjarðar- Það kemur margt til greina, þegar dæma skal um, hversvegna 53% kjósenda sátu heima dag- inn, sem atkvæðagreiðslan fór fram Veðrið var slæmt víðast- hvar á landinu, og hefir þátttak- an þessvegna orðið minni en ella. Má gera ráð fyrir, að talsvert margir áhugamenn og konur hafi setið heima vegna óveðurs. Enn er nokkur flokkur kjós- enda, sem búast má við, að hafi verið áhuga- og sinnulaus um þessi mál, og hefir hann því þess- vegna setið heima. Þá er sjálf- sagt allstór hópur kjósenda, sem í rauninni var fylgjandi banni, en vildi hafa það undanþágulaust. En um slíkt bann var eigi hægt að greiða atkvæði. Það lá eigi fyrir. Hefir þessi flokkur eigi vilja fella bannið, þó að hann væri fremur óánægður með það, en hinsvegar ekki heldur viljað styðja þetta hálfbann með at- kvæði sínu. — Það er held ég ó- hætt að segja, að sálfræðileg rök mæli með því, að talsverður meirihluti þeirra kjósenda, sem heima sátu, hafi verið og sé fylgjandi mjög sterkum hömlum á innflutningi, sölu og veitingum áfengra drykkja. Framangreint yfirlit er tekið úr Hagskýrslum íslands (80), og hefi ég gert það almenningi til fróðleiks um þessi efni, þar sem Hagskýrslurnar eru í fárra hönd- um. Hvað getum við lært af þessari atkvæðagreiðslu ? 1. Að andstaðan vio bannið er mest i höfuðstaðnum. — Þar hafa líka flest helztu blöðin fylgt and- banningum að málum eða látið bannið afskiftalaust. Aðeins tvö höfuðstaðarblaðanna studdu bannmálið fyrir atkvæðagreiðsl- una, fyrir utan málgagn Templ- ara- Yfirgnæfandi fjöldi áhrifa- manna í Reykjavík, þeirra, sem skiftu sér af málinu, var í and- banningaflokki, Má þar til telja atvinnurekendur, embættismenn, embættislausa menntamenn og samkvæmisriddara. 2. Að áhrif höfvðstaðarins sýna sig á öllu Suðurlandi. Um Gullbr.- og Kjósarsýslu, Árnessýslu, Rangárþing, Skaftafellssýslu vestri og í kaupstöðunum, Hafn- arfirði og í Vestmannaeyjum, var meiri hlutinn móti banninu stærri, næst Reykjavík, en ann- arstaðar á landinu. 3) Að þar sem mest er brugg- að af áfengi, er MINNST fylgi viö bannið. Þetta er ofureðlilegt, eins og reynslan hefir sýnt er- lendis, því að þeim mun meira, sem er í umferð af löglegu áfengi, eða því minni hömlur, sem eru á verzlun með áfenga drykki, því auðveldara er að koma hinu ólög- lega áfengi að, án þess að á beri. 4) Að bannið hefir tryggast íylgi, þar sem bindindisstarfsem- in hefir verið öflugust. Þar er jarðvegurinn orðinn plægður. Hugsunarháttur fólksins er snú- inn á sveif með bindindi og hverskonar sterkum hömlum á áfengisverzlun. Þetta sýnir sig t- d- greinilega í ísafjarðarkaupstað og ísafjarðarsýslu vestri, en þar hafa lengi starfað stúkur við mikinn orðstír og fjöldi áhrifa- manna um þær slóðir lengi verið íormælendur bindindis og banns. 5) Að þátttakan er mest, þar sem áhuginn er eindregnastmr, en svo var t. d. á fsafirði og í V.-fsa- fjarðarsýslu (með) og í Rvík og á Seyðisfirði (móti). Ýmislegt fleira má lesa út úr atkvæðagreiðslunni, en þetta verður að nægja. Þingmenn verða vel að muna eftir því, að aðeins fjórði hluti kjósenda á íslandi hefir beðið um afnám bannsins, þ. e. þess banns, sem nú er í gildi. Hinsvegar er enganveginn víst, að allir þessir kjósendur séu á móti undanþágu- lausu áfengisbanni. Það er áreiðanlegt, að þjóðjn er á móti drykkjuskap- Og þingmenn vita vel, að því minni takmark- anir, sem eru á áfengisverzlun í landinu, því betur er greitt fyrir drykkjuskaparóreglunni meðal landsmanna. Það er áreiðanlegt, að þeir 15866 kjósendur, sem settu blýantskrossinn við »já« 1 fyrrahaust á atkvæðaseðlunum, ætluðust ekki nærri allir til þess, að skrúfað yrði frá krönunum, án takmarkana- — i öllum menning- arlöndum vorra tíma þykir sjálf- sagt að stemma stigu fyrir áfeng- isbölinu með margsháttar tak- mörkunum á sölu og veitingum á- fengra drykkja. islendingar drekka nú minna af áfengi en nokkur önnur þjóð í Evrópu, og má eflaust þakka það banninu að mestu leyti. Og þó að 57,7% kjós- enda þeirra, er greiddu atkvæði í fyrra, vilji afnema núverandi bann, þá getur það ekki verið ætl- un þeirra, að vilja stofna til stór- aukins drykkjuskapar á fslandi. Það er ómögulegt að ætla þeim það, og því síður er gerandi ráð fyrir, að alþingismenn muni með léttúð ganga frá löggjöf, sem heimilar stjórn ríkisins að veita áfengisflóðinu takmarkalítið út á meðal fólksins. Það mun almennt vera litið svo á, að Alþingi muni innan skamms leyfa innflutning sterkra drykkja til landsins, á grundvelli þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar, en auðvitað ber þingmönn- um engin skylda til þess (sbr. stjórnarskrána). Þó að við bindindismenn og allt bindindissinnað fólk á íslandi tortryggi ekki Alþingi sérstak- lega, í þessu efni, þá er þó allur varinn góður. Það spáir t. d. ekki góðu, að dómsmálaráðherra skuli hafa kvatt áfengisverzlunarfor- stjórann til að undirbúa nýja á- fengislöggjöf, en engan bindind- ismann- Þær kröfur, sem allt bindindis- sinnað fólk á landinu gerir til nýrrar löggjafar og reglugerða, eru m. a-: 1) Að ákveðið verði, að at- kvæðagreiðsla fari fram meðal kjósenda í hverju lögsagnarum- dæmi um sölu og veitingar áfengra drykkja þar. 2) Að miklar takmarkanir verði settar um pantanir áfengis frá sölustöðunum. 3) Að bann verði lagt við til- búningi áfengis í landinu, og nái það til bruggunar á sterku öli (sterkara en nú er leyft). Einnig verði bannað að flytja inn í land- ið sterkt öl. 4) Að bindindisfræðsla verði látin fara fram í öllum skólum, og sérstök undirbúningsfræðsla fari fram um þessi efni í Kenn- araskóla ríkisins. 5) Að skipaður verði ráðunaut- ur í áfengismálum, og hafi hann á hendi stjórn og eftirlit bindind- isfræðslu í skólum og utan þeirra. — Ekki bindindissamari þjóð en Danir hafa slíkan ráðunaut nú orðið. Svíar hafa fyrir nokkru stofnað slíkt embætti, og eru þeir sízt á því að leggja það niður. 6) Að banna framvegis, sem hingað til um hríð, áfengisauglýs- ingar. 7) Að banna veitingar og sölu áfengra drykkja á skipum og bát- um í íslenzkri landhelgi. 8) Að fólki innan 21 árs aldurs verði alls ekki selt, veitt eða af- hent áfengi og engum þeim, sem sektaðir hafa verið fyrir áfengis- lagabrot 9) Að útsala áfengis fari að- eins fram nokkrar stundir á dag, þar sem leyfð er, svo og veiting- ar, og alls ekki á helgum dögum- Mega um þetta eigi gilda rýmri ákvæði en nú eru. Menn munu almennt vonast eft- ir, að ákvæðin um lyfsala, bif- reiðarstjóra, lækna og embættis- menn almennt, þau sem nú eru í gildi, verði látin standa og sízt úr þeim dregið. Þá mun vera ástæða til að minna Alþingi á að heimila stjórninni ríflegt fé til vegalög- reglu, svo að upprætt verði sem fyrst bruggillgresið. Enn væntum við þess, að Al- þingi veiti a. m. k. 30 þús. kr. næsta ár til bindindisútbreiðslu, undir stjórn'Stórstúku Islands, og 5 þús, kr. til Sambands bindindis-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.