Dagur - 25.09.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 25.09.1934, Blaðsíða 2
300 DAGUK 110. tbl. 3. þingmaður Eyfirðinga eða þrífallinn frambjóðandi? Garðar Þorsteinsson, sem Múð- ursleg kosningalög hafa gert að svokölluðum »landskjörnum þing- manni«, þó hann sé með öllu um- boðslaus frá hendi kjósenda, sendir okkur þingmönnum Ey- firðinga tóninn í 59. tbl. »íslend- ings«. Tilefnið er það, að við sótt- um ekki fundi þá, sem hann boð- aði til hér í sýslunni, og telur hann það stafa af slæmum mál- stað eða hugleysi okkar. Hvað málstaðinn snertir, þá er nú ekki hægt að sjá, að hann sé neitt breyttur frá því sem hann var á framboðsfundunum í vor. Sem þingmenn höfum við ekki gert neitt annað síðan en það, sem við boðuðum þá að við mund- um gera, n. 1. að styðja stjórn, sem Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn mynduðu. Um hitt atriðið, að við séum svo hræddir við Garðar(!) að við þorum ekki að koma á fundi með honum, eins og hann ímyndar sér sjálfur, mætti nú nægja að vísa til framboðsfunda undanfarin ár. Ég held að ekki hafi orðið vart við neinn ótta hjá okkur undan- anfarið, þó við töluðum við Garð- ar. En hann er kannske orðinn eitthvað óttalegri nú? Ef svo er, þá er okkur alveg ókunnugt um það. Við munum hér eftir sem hing- að til boða fundi í kjördæminu, þegar við teljum þörf á, en það töldum við ekki nú, þar sem svo stutt er liðið frá framboðsfund- um. Eins munum við sækja þá fundi, sem kjósendur okkar kynnu að boða okkur á, ef við getum komið því við. Hitt kemur ekki til neinna mála, að við látum Garðar Þorsteinsson eða aðra slíka aðkomumenn, sem kynnu að finna upp á því að boða hér fundi, segja okkur fyrir um hve- nær við komum á fundi og hve- nær ekki. Annað mál er það, að ef málsmetandi stjórnmálamaður, þó aðkomumaður væri, boðaði hér til funda, þá mundum við koma. Við höfum komið á fundi, sem þeir Jón Þorláksson, Magnús Guðmundsson og ólafur Thors hafa boðað til og ég hefi farið 1 önnur héruð til þess að ræða við þá um stjórnmál. En Garðar heldur að við séum hræddir við sig. Hann má halda það fyrirmér. Garðar þykist vera 3. þingmað- ur Eyfirðinga, og þess vegna boð- aði hann þessa fundi. En Eyfirð- ingar hafa nú einmitt þrisvar hafnað honum sem þingmanni sínum og hann hefir ekkert um- boð frá þeim, þó hann hafi slamp- ast inn í þingið af tilviljun, sem einskonar afturganga frá kosn- ingunum. Hann verður því að sætta sig við það, að við tökum ekkert meira mark á fundarboði frá honum heldur en hverjum öðrum utanhéraðsmanni. Komum ef okkur sýnist svo, annars ekki. í þetta skipti voru fundirnir, auk annars, boðaðir á svo óhentugum tíma fyrir bændur, að auðséð var að fundarboðandi tók ekkert til- lit til þeirra. Garðar þessi hefir nú þrisvar verið í framboði með okkur Ein- ari á Eyrarlandi. I öll skiptin hafa framboðsfundirnir verið boðaðir af frambjóðendunum í sameiningu og þeir komið »loyalt« fram hver gagnvart öðrum, að því er fundahöldin snerti. Aðeins ein undantekning er frá þessu: Þegar framboðsfundimir voru á- kveðnir á s. 1. vori, í samráði við meðframbjóðanda og umboðs- mann Garðars, stakk ég upp á því, að við héldum fund í Gríms- ey. Sú tillaga náði ekki fram að ganga, enda sótti ég það ekki fast. En viti menn. Eftir að fund- um þeim, er við höfðum boðað til, var lokið,c laumast Garðar með hinni mestu leynd út í Grímsey og heldur þar fund, án þess að láta okkur hina vita. Var þetta sökum þess, að málstaður hans var og ER slæmur eða af hug- leysi ? »íslendingur« hefir það eftir Garðari, að hann hafi farið þess á leit við okkur þingmenn sýsl- unnar, að við og hann héldum fundi í félagi, en við hafnað því. Hvorugur okkar minnist þess, að þessa hafi verið farið á leit. Þá segir »íslendingur« eftir sömu heimild, að ég hafi leyst mig frá þeim vanda að sækja fundina með því að leggjast veikur. Ég fór að vísu seint á fætur á sunnudaginn og var þá ofurlítið lasinn, en veikinda vegna hefði ég vel get- að sótt fundina, líka þann fyrsta, ef ég befði séð beina ástæðu til þess. Akureyri 22. sept. 1934. Bernli. Stefánsson. TJT V ARPIÐ. Þriðjud. 25. sept.: Kl. 19.25 Grammo- fóntónleikar. Fiðlulög. Kl. 20.00 Grammofónhljómleikar. Kvartett, op. 59, nr. 3, c-dúr, eftir Beethoven. Kl. 21.00 Þórður Kfistleifsson: Erindi. Kl. 21.30 Comedian Harmonists o. fl. Miðvikud. 26. sept.: Kl. 19.25 Grammo- fontónleikar. Chaliapine syngur. Kl. 20.00 Þórarinn Guðmundsson: Fiðlu- sóló. Kl. 21.00 Snorri Sigfússon: Er- indi. Kl. 21.00 Grammofóntónleikar: Islenzk sönglög. Kveðjuhljómleikarnir í Samkomuhús- inu á laugardagskvöldið, undir stjórn Karls O. Runólfssonar, fóru yfirleitt vel fram og voru hinir ánægjulegustu. Fyrst spilaði Hljómsveit Akureyrar 5 lög, síðan lék Lúðrasveitin Hekla 4 lög og að síðustu söng karlakórinn Geysir 3 lög, öll eftir Kari. Margt af við- fangsefnunum varð að endurtaka. Að- sókn að hljómleikunum var nokkur, en þó minni en skyldi. Mun það sannast eftir brottför Karls O. Runólfssonar héðan úr bæ, að enginn veit hvað átt hefir fyrr en tnisst hefir, Kjöt. — Slátur. Sláturtíðin er byrjuð og meðan hún stendur yfir fá bæj- arbúar að velja bezta kjötið, sem á sláturhúsið kemur. — Gerið kjötpantanir yðar sem fyrst, á meðan úr nógu er að velja. Ef þér kaupið 10 skrokka eða meira, er kjötið sent heim án auka-greiðslu. — Sömuleiðis seljum við beint frá sláturhúsi, meðan á slátrun stendur: Dilkaslafur og sláfur úr full- orðnu fé, Mör, Hausa, sviðna og ósviðna, Risfla og Lungna- sfykki. KAVPFÉLAG EVFIRÐINGA. Nýju Kjarnabrauðin þurfa allir að kaupa. Þau eru gerð úr beztu fáanlegum efnum og bökuð á margfalt skemmri tíma, en venjuleg rúgbrauð. Kjarnabrauðin tapa því nær engu gildi við baksturinn. frá Brauðgerð K. E. A.'l Látið mig bólusetja sauðfé yðar gegn bráðapest áður en það er orðið of seint. Nota eingöngu íslenzkt bóluefni, Verð aðeins 18 aura á kind. 1. flokks vlnna, litegst verð. Jönatan Siptryoflison, Eyrarlandsveg a9. ■ Itil leigu fyrir einhleypan í Norðurgötu 3. Fréttaritstjóri Sigfús Halldórs frá Höfnum. Ritstjóri Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Björnssonar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.