Dagur - 27.09.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 27.09.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVIL ár. t Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓE. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 27. september 1934. 111. tbl. -m-9 n « • ¦- Hvenær opið er. Opinberar slofnanir, bankar o. s. frv* Pósthúsið virka daga kl. 10—6, helgi- daga kl. 10—11. Landssíminn milli Reykjavíkur, Akur- eyrar og Hafnarfjarðar opinn alla daga, allan sólarhringinn, einnig bæjarsímar þessara bæja. Skrifstofa bæjarfógeta kl. 10—12 og 1 —3 alla virka daga, nema laugar- daga kl. 10—12. Skrifstofa héraðslæknis Brekkugötu 11, kl. 1—2 alla virka daga. Skrifstofa bæjarstjóra kl. 10—12 og 1%—5 alla virka daga. Skrifstofa bæjargjaldkera kl. 1—5 alla virka daga nema á mánud. kl. 1—7. Landsbankinn kl. 10%—12 og 1%—3, alla virka daga. Útvegsbankinn kl. 10%—12 og kl. 1— 2%, alla virka daga. Búnaðarbankinn kl. 2—i frá yi0—*/,, 1—3 frá a/6—Yio a^a virka daga. Allir bankar loka kl. 1 á laugardag. Sparisjóður Ak. kl. 3-4 alla virka daga. Afgreiðsla j>Eimskips« kl. 9—12 og 1— 6 alla virka daga. Afgreiðsla sSameinaða* kl. 9—12 og 1—7 alla virka daga. Afgreiðsla »Bergenske« kl. 9—12 og 1 —6 alla virka daga. Skrifstofur K. E. A. kl. 9—12 og l-<-6 alla virka daga. Heimsóknartími sjúkrahúsa. Sjúkrahús Akureyrar kl. 3—4 alla virka daga og kl. 2—4 á helgidögum. Kristneshæli kl. 12%—2 virka daga, 3%—5 á helgidögum. Á þessum tím- um eru fastar bílferðir milli Akur- eyrar og Kristneshælis. Hjálp Rauða Krossins, Brekkugötu 11. Ókeypis. Pyrir mæður og börn: alla þriðjudaga kl. 2—3. Pyrir berkla- veika: alla föstudaga kl. 8—4. Viðtalstlmi lækna. Steingr. Matthíasson, héraðslæknir, kl. 1—2 alla virka daga £ Brekkugötu 11. Á sunnudögum heima kl. 1—2. Valdemar Steffensen kl. 10—12 og 4— 6 virka daga og 10—12 helgidaga. Pétur Jónsson kl. 11—12 og 5—6 virka daga og kl. 1—2 helgidaga. Arni Guðmundsson, kl. 2—4 alla virka daga, iy2-2% helgid. á 2. lofti K. E. A. Helgi Skúlason augnlæknir kl. 10—12 og 6—7 virka daga og kl. 1—2 helgi- daga á 2. lofti K. E. A. Friðjón Jensson tannlæknir kl. 10—12 1-3 og 4-6 virka daga, kl. 10-12 helgid. Engilbert Guðmundsson tannlœknir, kl. 10—11 og 5—6 virka daga á 2. loftí K. E. A. Nýja-Bíó fostudagskvöld kl. 9. Manni bfargað fra drukknun. Þegar póstbáturinn »Drangey« kom til Siglufjarðar í gær, vest- an af Skagafirði, féll maður af henni í sjóinn, Þorkell Benedikts- son að nafni. Bar straumurinn hann þegar frá skipinu. Varpaði sér þá til sunds, alklæddur, Jón Gunnlaugsson rafvirki, lagðist á eftir Þorkeli og tókst að ná í hann og koma honum til lands. — Unglingspiltur, Jóhann Sölva- son, varpaði sér einnig til sunds, en er hann kom að Þorkeli hafði Jón náð í hann. (ÚF). Matéssildarfram- leiðslan. Á fundi, sem matjessíldarfram- leiðendur áttu með sér á Siglu- firði bar það við, að felld var til- laga frá Steindóri Hjaltalín með 15 atkv. gegn 12, en hún fór fram á það að fundurinn samþykkti að halda áfram félagsskapnum ó- breyttum. Aftur á móti var samþykkt með öllum atkvæðum gegn einu tillaga frá Ingvari Guðjónssyni og Sop- husi A. Blöndal að fela stjórn fé- lagsins að semja og fá samþykkta á fundi áskorun til ríkisstjórnar- innar um að setja einhverjar þær ákvarðanir, er greitt gætu götu matj essíldarf ramleiðenda. Stórfellt vatnsveður. Aðfaranótt miðvikudagsins skall á rigning með fádæmum. Hefir oft vel verið í sumar, en al- drei eins og nú. »Dagur« átti tal við Þorst. M. Jónsson á Svalbarði, er kvað jafnvel bezt umbúin hey hafa drepið enda hefði vatnsaginn verið slíkur, að engin torfþök mundu hafa haldið, á hlöðu eða tótt. Enda er svo að heyra úr Pingeyjarsýslu víðar, sem æði miklar skemmdir munu hafa af hlot- izt, á heyjum uppbornum í tótt og hlöðum. Halldór Halldórsson stud. mag. hef- ir verið ráðinn kennari í íslenzku og stærðfræði við menntaskólann hér fyrst um sinn, í stað Brynjólfs Sveinssonar kennara, sem er forfallaður í bili sök- um veikinda. Póstar koma og fara vikunu 27. sept. til 4. okt. KOMA: 28. Dettifoss frá Rvík, hrað- ferð. 30. Drangey frá Grímsey og Raufarhöfn. PARA: 28. Lagarfoss vestur á Húnaflóa. 29. Dettifoss til Reykja- víkur, hraðferð, Jarðarför O. C. Thorarensen, lyfsala hins eldra fór fram í gær með mikilli við- höfn. — Séra Sigurður Stefánsson frá Möðruvöllum flutti bæn í heimahús- um, en söngflokkur frá Geysi söng. Vinir hins framliðna hófu hann frá heimilinu. Úti fyrir lék lúðrasveitin Hekla og við kirkjuna. — Oddfellow- ar gengu fyrir kistunni og stóðu vörð um hana í heiðursskyni í kirkjunni, þar sem síra Friðrik Rafnar flutli Iík- ræðuna. í kirkjuna báru hinn fram- liðna meðlimir bæjarstjórnar. Karl O. Runólfsson lék á fiðlu í kirkjunni og söngsveitin söng þar líka. Kirkjan var fagurlega skrýdd lifandi blómum. — Oddfellowar báru hinn framliðna úr kirkju. — Mikið fjölmenni fylgdi og fjöldi blómsveiga hafði sendur verið af vinum hins framliðna. Hljómleika hélt fiðlusnillingurinn ungverski, Karoly Szenássy, í Nýja Bíó á mánudagskvöldið og endurtók þá aftur næsta kvöld á sama stað. Lék hann af list mikilli á fiðlu sína, en fé- lagi hans spilaði undir á flygel. Að hverju hlutverki afloknu dundi við lófaklappið um allt húsið, svo hrifnir voru áheyrendur af frábærri leikni þessa fiðlusnillings. Sigriður Skaftadóttir hefir verið settur kennari við barnaskóla Akureyr- ar næstkomandi skólaár. Auk hennar hlutu meðmæli frá skólanefnd í þessa nýju stöðu þeir Tryggvi Þorsteinsson og Gunnar Ólafsson. Margir fleiri sóttu um stöðuna. Dánardægur. 1 gær andaðist að Kristnesi húsfrú Laufey Kristjánsdótt- ir frá Árgerði í Saurbæjarhreppi, kona Bjarna G. Árnasonar bónda þar. Hún var aðeins 33 ára gömul. Öllum tollgæzlumbnnum utan Reykja- víkur hefir dómsmálaráðherra sagt upp frá næstu áramótum. Er talið að upp- sögnin sé miðuð við væntanlega áfeng- islöggjöf. UTVARPEE). Fimmtud. 27. sept. Kl. 19.20 Dagskrá næstu viku. Síðan grammófóntónl. píanolög eftir Chopin. Kl. 20 út- varpstónleikar. Kl. 21 Hallgrímur Jónsson: Annað erindi um vangæf börn. Kl. 21.30 Grammófóntónleikar. Fiðla og Cello. Síðan Danslög. Föstud. 28. sept.: Kl. 19.25 Grammó- fóntónleikar. Þýzkir tenórsöngvar. Kl. 20 Symfonía nr. 2 eftir Haydn. Kl. 21 Steingrímur Arason: Erindi. Kl. 21.30 Grammófóntónleikar. Smá- Nýja-Bíó Fösludags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9. - Eg er flóttamaður. Talmynd íj9 páliuin. -Aðalhlutverkið leikur: PAUL MUNI, frægasti »karakter«-leikari AmeríkUi Myndin segir frá sönnum atburð- um, hvernig fanganum ROBERT E. BURNS tókst að flýja úr einu illræmdasta fangelsi ríkisins Ge- orgiUi Hann gaf síðan út bók um flótta sinn, sem vakið hefir óhemju athygli víðsvegar um heim. PAUL MUNI, frægasti skapgerðarleikari Ameríku, leikur flótamannhin af mikilli snilld. Er þetta fyrsta kvikmynd hanSi Sunnudaginn kl, 5, Alpýdusýning. Niðursett verö. „Paprika" í síðasta sinn. U P P B O Ð. Fimmtudaginn 4. okí. n. k. verða seldar við uppboð á Þórustöðum í Kaupangssveit, nokkrar kindur tilheyrandi sauð- fjárræktarbúinu þar. Uppboðið byrjar kl 1 e. h. Þórustöðum 27. sept. 1934. Helgi Eiriksson. Vetrarstiklku vantar mig nú þegar. Þorv. SigMrðssoia. 2 stúlkur vantar að Kristneshæli. Gott kaup. Uppl. gefur yfirhjúkrunarkona hœlisins. Látinn er hér á sjúkrahúsinu Einar Halldórsson bifreiðarstjóri, kornungur maður, settaður úr Skagafirði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.