Dagur - 27.09.1934, Blaðsíða 4

Dagur - 27.09.1934, Blaðsíða 4
304 DAGUR 111. tbl. P. H. L. Verkamanna-skór og -stígv. Gummí- skórog stígv. Karlm.skóhlífar. Striga- skór, Inniskón Barna-, unglinga-, kven-, karlm.-, hversdags- og spari- skór. Nokkur pör af kvenskó-sýnis- hornum, nr. 37 — 38. Vinnufatnaður. Vinnuvetlingar. Karl- manna-prjónapeysur og prjónavestú Kven- og karlmanna-SOkkar. Inn- leggssólar úr korki, ullar- og geit- arhári. 5o/0 afsláttur gegn staðgreiðslu. Pó§tkröfu§CBi(lin^iir. Miktl verðlækkun á eldri skófatnaði. Verzlun Pélurs H. Lárussonar. Vormannavísur. Að vilja stórt, en vera smár, eg veit það reynir á. Að þurfa mikils, megna fátt, að mæna, bíða, þrá. Að sitja í dimmu, en sjá í fjarska sólugyllta strönd. Að vera bundinn, þurfa þó að þeysa um gervöll lönd. Margur líka missti kjark og máttarvana hné. Tápi þrotiinn tók að vola: r»Til hvers ætli það sé, að vona, trúa, trúa, vona ? Tál, og búið er! — Allt í hinni vondu veröld vonum gagnstætt fer.« Svo þrýtur magn og veikan vilja; Vonin fjarar út. Af trú og athöfn tekur nú við táraflóð og sút, Marki skeikar, bresta bönd. Nú bilar stoðin gild. Hrynur saman höllin, gerð af hugmyndanna snilld. • • • Pannig er nú sumra saga. Svona ætíð fer, ef á sigur trú er týnd og tápið bilað er. Tipið, þessi sterka stoð, vort stál í hugans meið. Trúin, þetta trausta bjarg á tára vorra leið. • • i Okkar saga er að gerast. Áfram skundar tíð, Ekki þarf að ætla að verði ’ún alltaf sæl og blfð. Skyndilega skiptir veðri, skuggar ráða iit. Allt í einu öll við heyrum alvörunnar þyt. Oft að hjartans löndum leggur langvinn ísaþök, Stundum jafnvel finnst oss frjósa fyrir hverja vök. Brotna skipin. Farast föng, Það fækkar kannske um menn. Og um bjarta vorsins von oss virðist úti senn. Hvað skal þá ? Að hopa, hörfa ? Hætta framsókn við ? Leggja árar upp í bát og yfirgefa mið ? NEI! Tökum pá upp tápsins vopn og trúarinnar skjöld. Dug og von og drengskap þá skal dubba í æðstu völd. Qlaðir, vinir, göngum fram pg glímuRt liðsmun við. Bakkus fyrir bregðum fæti, byltum ’onum á hlið. Milli bols og hauss á hverri hindrun ganga skal, augum sigurs unz við rennum yfir fallinn val. ftllt skal falla, veg sem varnar vorri á framaleið. Góðra mála glaðir þreytum grýtt og hæpin skeið. Engri fórn má eftir sjá, ef aðeins horfir rétt. Og svo má þyngsta bagga bera, að byrðin reynist létt. (30. desember. 1933). Ú. Tryggvason. Ný brauðlegund er komin á mai'k- aðinn frá brauðgerð K. E. A., sem hlýtur mikið lof þeirra, er reynt hafa. Brauð þessi nefnast »kjarnabrauð«; eru þau gerð úr úrvalsefnum og hrað- bökuð. Aðalkostir »kjarnabrauðs« eru taldir þeir, að það er auðveldara að melta en venjulegt rúgbrauð, en þó sérlega næringarmikið, að því ógleymdu að það er einnig bragðgott. Margir þola illa mikla neyzlu venjulegs rúg- brauðs, en leiðist hinsvegar stöðugt hveitibrauðsát. Þegar svo er ástatt, ioma kjarnabrauðin einkum í góðar þarfir. Nýlátinn er Hjörtur Daníelsson bóndi að Hlíð á Langanesi, 62 ára að aldri. TILBOl óskast í nýbyggingu fyr- ir Kaupfélag Eyfirðinga. Þeir, sem vilja gera tilboð i bygginguna, vitji teikninga og lýsingar á skrifstofu vora. Tilboðum sé skilað fyr- ir kl. 12 á hádegi 1. október nœstkomandi. Sænska prjónavélin FAMA er frá- bær að gerð og smíði, enda búin til af hinum veiþekktu H U S- Q V A R N A vopnaverksmiðjum. — Vélin hefir alla þá kosti, sem fullkomnustu þýzkar vélar hafa að bjóða; ða hjá okkur og glæpist ekki á að i vélar. »FAMA« prjónavélin býður yður aíla þá kosti, sem krafizt verður. — Samb. ísl. samvinnufélaga. Urvals dilkakjöt fœst daglega i Sláturhúsi Kaupfélags Svalbarðs- eyrar á Svalbarðseyri. — Einnig sem optast dilkahausar. Það iíður óðum að þeim tíma er þið þurfið að fara að hugsa fyrir vetrinum með því að sjóða niður garð-ágexti, kjöt og fiskmeti. — Nú, eins og undanfarið, er sjálfsagt að panta Niðurstifluclösii’ með smelitu ioki. Niðursuðinlósir með loki og gúmmí- hring. „Weck“ niðursuðuglös, sem viðurkennd eru um allan heim þau beztu, Leirkrukkur og' -krúsir af öllum stærðum frá Járn- & glervörudeild Kaupfél. Eyfirðinga. Fréttaritstjóri Sigfús Halldórs frá Höfnum. Ritstjóri Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Björnssonar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.