Dagur - 29.09.1934, Page 1

Dagur - 29.09.1934, Page 1
D AGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga Gjalddagi fyrir 1. júlí. • ••••« • XVII. ár. | Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 29. september 1934. 112. tbl. Inntaka Sovét-Rússlands í þjóðabandalagið fór fram í Seneve fyrra þriðjudag og er talin til merkustu viðburða. Hermir útvarpsfregn svo: taskó inn á Akureyr verður §eftur þriðjudag'inn 2. október, klukkan 2 §íðdegi§. rour Frá Vopnafirði. Vernon Bartlett, enskur blaða- maöur, sem er einn hinna mörgu Uaðamanna, sem viðstaddur er fundi Þjóðabandalagsins í Genf, talaði úr símaklefa í samkomu- húsi Þjóðabandalagsins, og var ræðu hans útvarpað í brezka út- varpið. úr símaklefanum sá hann og heyrði allt það sem var að gerast, er Sovét-Rússland var tekið inn í Þjóðabandalagið. Skýrði hann frá þessu jafnharð- an; en þess á milli var útvarpað því sem fram fór í sjálfum sam- komusalnum, svo hlustendum gafst kostur á að heyra ræður þær, sem fluttar voru, og viðtök- ur þær, sem þær fengu. M. a. mælti Vernon Bartlett á þessa leið: »í dag eru 160 milljónir manna að koma fram úr þeirri einangrun, sem þær hafa lifað í í 17 ár, til þess að gera hina miklu tilraun um það, hvort auð- skipulagsríki og kommúnistiskt ríki geta starfað saman og unnið hlið við hlið að stjórnmálum heimsins. Árum saman hefi ég ekki séð annan eins fjölda«. sagði Vernon Bartlett ennfremur, »eins og nú er saman kominn úti fyrir þessu húsi, og það er gaman að minnast á það, að þessi staður er aðeins 3—400 metra frá húsinu þar sem Lenin bjó einu sinni og beint á móti þessu samkomuhúsi, hinu megin við götuna, er gilda- skálinn, þar sem Lenin var vanur að hitta vini sína, til þess að ræða um og undirbúa byltinguna, sem hefir haft svo miklar afleiðingar fyrir þjóð hans, og m. a. hefir haldið henni í 17 ár utan vébanda Þj óðabandalagsins. Hér í Sviss hefir verið mikil æsing í mönnum út af inngöngu Rússlands í Þjóðabandalagið. — Orðrómur hefir jafnvel gengið um það, að stjórn Svisslands mundi leggja fram fyrirvaraá- lyktun og áskilja sér rétt til þess, að ganga úr Þjóðabandalaginu, vegna þess að Sovét-Rússland hefði verið tekið í það«. (Frh.). Verkfallimi mikla er nú lokið í Bandaríkjunum fyr- ir miðlun forsetans. Samkomulag varð um 3ja manna nefnd skip- aða af ríkisstjórn, enda fái nefnd- in gerðardómsvald, er báðir að- iljar hlýði. Komizt nefndin að þeirri niðurstöðu, að kaup baðm- ullarverkamanna skuli hækkað, skal sú hækkun gilda frá 1. okt. 1934, en komizt nefndin að þeirri niðurstöðu að kaupið skuli lækk- að, skal sú lækkun ganga í gildi 1. okt. 1935. Sápugerðin Sjöfn er nú að flytja í ný híbýli og líð- ur óðum að því að hin nýja verk- smiðja geti tekið til fullrar starf- semi í hinni nýju vistarveru, þar sem gærurotunin var áður. Yfirleitt hafa menn verið mjög vel ánægðir með framleiðslu »Sjafnar«. En nú er verið að koma fyrir nýtízku vélum, svo að fært verður að framleiða ekki einungis hinar fjölbreyttustu teg- undir sápu, heldur einnig hinar alvönduðustu, sem kostur er á, ut- anlands sem innan. Má gera ráð fyrir að þessi breyting verði kom- in á eftir hálfan mánuð eða svo. Bæjarsfjóri ísafjarð- ar segir af sér. Jón Auðunn Jónsson, bæjar- stjóri ísafjarðar og þingm. N.- ísafjarðarsýslu, hefir ritað bæj- arstjórn ísafjarðar uppsögn em- bættis síns frá 1. okt. n. k., með því að meiri hluti bæjarstjórnar hafði neitað honum um að mega setja Jón Fannberg, fulltrúa, til þess að gegna bæjarstjóraembætt- inu um þingtímann. Kveðst hann hafa falið Fannberg að annast bæjarstjórastarfið og skila af sér í hendur löglegum bæjarstjóra. — Samþykkti bæjarstjórn þessa ráð- stöfun alla og fól Jóni Fannberg að gegna embættinu til áramóta. Asgeir Sigurðsson, aðalræðismaður Breta á íslandi, varð sjötugur í gær. Verzlunina Edinborg stofnaði hann í Reykja- vík 1895 og hefir stýrt henni síð- an. Ræðismaður Breta í Rvík varð hann 1907, en aðalræðismað- ur þeirra á íslandi 1928 og mun það nálega einsdæmi, að Bretar setji erlendan mann til þess að gegna slíkri stöðu. — Ásgeir Sig- urðsson er bróðursonur Jóns Hjaltalíns, skólastjóra Möðru- vallaskóla, og fékk þar þá undir- stöðumenntun, er honum hefir orðið svo notadrjúg. Sigurðut Snotrason, gjaldkeri bankaútibúsins í Vest- mannaeyjum hefir nú af hæsta- rétti verið sekur fundinn um að hafa dregið sér fé, falsað bók- færslu, o. s. frv., og metur réttur- inn sekt hans til 24 mánaða fang- elsis í stað 18, er undirréttur hafði dæmt, en að öðru leyti á ó- haggaður að standa dómur undir- réttar, t. d. um endurgreiðslu kr. 60,433, greiðslu alls málskostnað- ar o. s. frv. 200 hestwr voru nýlega fluttir frá SÍS í Reykjavík til Þýzkalands. Voru þeir á aldrinum 4—9 vetra, meðalald- ur 6—7 vetra. er útvarpinu símað, að þar sé sí- felld norðaustanátt og rigning á hverjum degi, enda sé nú orðið svo blautt að upphleyptir vegir séu sumstaðar í kafi; sumstaðar hafi hús fallið inn af vatnsbólgu og muni enginn maður þar því- líkar rigningar. — Hey eru all- víða úti. Uppskera garðávaxta hefir verið góð og lítið borið á kartöflusýki. Ú (fluíiiing§baiin á sildamijöli. 26. þ. m. öðluðust gildi lög, sem banna útflutning síldarmjöls þess, sem til er í landinu, nema með sérstöku leyfi landbúnaðarráð- herra, með því að sýnt þykir að fóðurskortur sé yfirvofandi í vet- ur. Frá Hvammstanya er útvarpinu sím- að, að slátrað myndi þar 14—15000 fjár í haust, en það er % meira en í fyrra. Þykir sýnt að menn treysta þar, sem iíklega allstaðar hér nyrðra, illa heyjum sínum til ásetnings. Kristniboðsfélag kvenna efnir til fjársöfnunar mánud. 1. okt. n. k. Verða seld merki á götunum og opnuð útsala kl. 4 í húsi félagsins »Zíon«. Félagið væntir þess að allir velunnarar kristi- legrar starfsemi styðji að því, að þessi fjársöfnun takist vel. Allur ágóðinn rennur í hússjóð félagsins. Snom-i Sigfússon skólastjóri kom heim um miðja vikuna frá Reykjavík.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.