Dagur - 02.10.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 02.10.1934, Blaðsíða 1
D AGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga Gjalddag'i fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir l.des. XVII, ár. | Akureyri 2. október 1934. 113. tbl. Alþingissetning fór fram í gær. Hófst hún með því að gengið var til dómkirkju og prédikaði séra Sveinbjörn Högnason og lagði út af textan- um um heyrendur guðsorðs og gjörendur. Að því búnu var gengið til þinghúss. Las Hermann Jónasson forsætisráðherra skipun konungs, um þingsetningu og umboð kon- ungs gefið forsætisráðherra til þess að setja þingið, hvoru- tveggja dagsett 5. sept. Lýsti for- sætisráðherra síðan þing sett, og bað þingmenn að minnast kon- ungs og ættjarðarinnar. Að lýstri þingsetningu bað for- sætisráðh. aldursforseta þings- ins, sr. Sigfús Jónsson, 2. þm. Skagfirðinga að stýra þingfundi. Var fyrst gengið í kjördeildir, lögð fram kjörbréf og öll tekin gild. Þá var gengið til forsetakosn- ingar í sameinuðu þingi. Hlaut §tjórn landlielgisgæzlnnnar er nú falin skipaútgerð ríkisins, eins og var áður en Magnús Guð- mundsson fól hana Guðmundi Sveinbjörnssyni skrif stof ustj óra gegn 4000.00 kr. aukaþóknun. Enda er ekki skipastóll ríkisins stærri en það, að honum má auð- veldlega stjórna frá einni og sömu skrifstofu. Fellur nú 4000 kr. bitlingurinn niður. Einar Elnarsson, skipherra, hefir aftur verið skipaður til þess að taka við skipherrastöðu á »Ægi«. Friðrik ólafsson, er starfinu hefir gegnt undanfarið, mun aftur á móti ganga að því að vinna úr sjómælingum þeim, er hann hefir haft með höndum undanfarin ár. Frá Kantötulcómum. Sökum þess að æfing féll niður á sunnudaginn, verður æfing' á miðvikudaginii kl. 8Vt í »Skjaldborg«. Allir þeir, sem hafa há- tíðarkantötuna í fórum sínum, komi ineð hana á æfinguna, því að hún verð- ur tekin til meðferðar. Þeir sem vildu gerast félagar, finni söhgstjóra, Björg- vin Guðmundsson, sem fyrst. Mætið öll. kosningu Jón Baldvinsson með 26 atkv. Magnús Guðmundsson, 1. þm. Skagfirðinga, fékk 20 at- kvæði, en Magnús Torfason fékk 2 atkvæði. Þá var kosinn varaforseti sam- einaðs þings og hlaut kosningu Bjarni Ásgeirsson, þm. Mýra- manna, með 26 atkvæðum, Magn- ús Jónsson prófessor hlaut 20 atkv., en 2 seðlar voru auðir. Skrifarar voru kosnir Bjarni Bjarnason skólastjóri, 2. þm. Ár- nesinga og Jón Auðunn Jónsson þm. N.-fsf. í kjörbréfanefnd voru kosnir: Bergnr Jónsson, þm. Barðstrend- inga, Gísli Sveinsson, þm. V.- Skaftf., St. Jóh. Stefánsson, 1. landkjörinn, Pétur Magnússon, 2. þm. Rangæinga og Einar Árna- son, 2. þm. Eyfirðinga. Að þessu búnu var þingfundi frestað. Hefst fundurinn aftur ld. 13 í dag. „Btezka innlimunin.“ Þrjú af helztu blöðum Kaup- mannahafnar hafa nýlega birt grein úr »The Scotsman«. Höf. getur ekki nafns síns, en blaðiö telur liann kunnugan íslenzkum málum og jafnvel- áhrifamönnum í íslenzkum stjórnmálum. Greinin er annars þess efnis, að 1943, er samningurinn við Dani sé á enda, muni íslendingar biðjast inngöngu í alveldið brezka, — muni þá ekki eiga ann- ars úrkosta, — gegn því að verða eitt af samveldunum, með sömu réttindum og þau hafi nú. Virðist höf. hugfanginn af þess- ari hugsun, bæði sökum þess, að engin fordæmi séu slíkrar mála- leitunar af frjálsum og fúsum vilja og þá líka af hinu, að Bret- ar hafi bæði hag af og huga á að tryggja sér hér flotastöð. »íslendingur« kveður marga á- líta, að greinarhöfundur sé Mr. Cable, er hér var eitt sinn ræðis- maður og heima var hér í sumar um tíma. — Hvað sem um það er, er ástæðulaust, að svo stöddu, að gera sér sérlegar grillur í tilefni af þessari grein. Hún er áreiðan- lega ekki rituð að undirlagi brezkra stjórnarvalda. Geysir. Söngæfing á fimmtudags- kvöld kl. 8% stundvíslega í Skjaldborg. Geigvænlegur atburður. Skip brennur. Farþeg- ai' kveikja í því í öl« œði. Nær 200 ínanna farasl. Blöðin og útvarpið hafa þegar flutt fregnir um bruna ameríska ferðamannaskipsins mikla »Mor- row Castle«. Það brann úti fyrir New-Jersey-ströndinni, og allt að 200 manna fórust. Margt af þessu fólki brann inni í káetunum, sumt drukknaði. Nokkrir af yfirmönnum skips- ins hafa skýrt frá því fyrir rétti, að hægt hefði verið að bjarga flestöllum farþegunum, ef þeir hefðu verið ódrukknir, en margir þeirra voru augafullir, og þeir neituðu að fara úr káetunum og brunnu þar inni. Warms, fyrsti stýrimaður, sem stjórnaði björguninni, skýrir svo frá við fyrstu yfirheyrslu: »Ég hygg, að því miður hafi margir verið ölvaðir, 0g það er nokkur skýring á öllu saman. Sex til sjö dömur meðal farþeganna voru svo drukknar kveldinu áður en kviknaði í skipinu, að það varð að bera þær í káetur sínar«. Einn af hásetunum, Arthur Ba- ley, skýrir m. a. svo frá: »Það eru ölvaðir farþegar, sem hafa kveikt í skipinu.Þeir fleygðu vindlingum (cigarettum) með eldi í frá sér í pappírskörfu. Ég og annar háseti til reyndum að koma þessu fólki út, en það mótmælti og jós yfir okkur fúkyrðum. Við fórum svo að ná í einn af þjón- unum, en þegar við komum aftur, var eldur orðinn laus í skipinu«. Aðrir halda því fram, að um glæpsamlega íkveikju hafi verið að ræða, þ. e. að yfirlögðu ráði, en að minnsta kosti virðist það Ijóst, að drykkjuskapurinn á mestan þáttinn í þessu hræðilega slysi. (Þýtt úr Goodtemplarbladet norska). Lindberghs-málið. Víða um heim er nú einna mest talað um Richard Hauptmann, Þjóðverjann, sem tekinn var fast- ur nýlega í Bandaríkjunum, grun- aður um rán og morð hins korn- unga sonar Lindberghs-hjónanna fyrir tveimur árum síðan. En handtaka hans nú var fyrirskip- uð af því að í vörzlum hans fund- ust allmörg verðbréf af þeim, er Lindbergh var gabbaður til að láta af hendi til lausnar syni sín- um. Hauptmann er 35 ára gamall. Hefir liann nú verið í löngum og’ ströngum yfirheyrslum »4. stigs«, sem kallað er, en yfirheyrslurnar eru flokkaðar eftir því hve hart er gengið að Iiinum ákærðu. Hefir eigi heyrzt getið um meira en 3. stigs yfirheyrslu áður. Haupt- mann hefir a. m. k. einu sinni síðan hann kom fyrir rétt verið yfirheyrður látlaust i 24 klukku- stundir. Hefir hann ekkert á sig játað, en þó segja blöðin að hann sé tekinn að meyrna. Lögreglan telur fernar líkur fyrir sekt hans. 1) Að honum var hegnt heima í Þýzkalandi árið 1923 fyrir ofbeldi og rán, en nokkru eftir heg-ninguna mun hann hafa flækzt til Ameríku. 2) Að hönd hans má heita nákvæm- lega eins og hönd þess, er hótun- arbréfin skrifaði Lindbergh. 3) Að hann var við trésmíðar í ná- grenni við Lindbergh, er ránið var framið og 4), að hann lá í fótbroti skömmu eftir ránið. — Gerir lögreglan sér nú í hugar- lund að allt þetta hafi orðið nokk- uð á þessa leið: Hauptmann hafi farið á stiga upp þangað, er drengurinn svaf, tekið hann, en fallið með hann úr stiganum, fót- brotnað, en drengurmn hlotið bana af höfuðhöggi um leið. Hauptmann hafi þó komizt á brott með líkið, falið það skammt frá, þar sem það að lokum fannst og síðan pínt peninga út úr Lind- bergh, undir því yfirskini, að barninu yrði skilað á lifi. Kona Hauptmanns var hand- tekin nokkru síðar en hann. Var þá æsingin svo mikil, að við sjálft lá að múgurinn hrifi hana úr höndum lögreglunnar og líf- léti hana án dóms og laga. — Henni var annars sleppt aftur að vörmu spori, er víst þótti að hún hefði a. m. k. ekki verið í vitorði með manni sínum. Bananar nýkomnir. Verð aðein§ kr. 1.50 kg. Nýlenduvörudeild,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.