Dagur - 06.10.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 06.10.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVII . ár.Í Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÖE. Norðurgötu3. Talsfmi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. • •••»••.• Akureyri 6. október 1934. 115. tbl. Frá Alþingi. í fyrradag var settur fundur í sameinuðu þingi kl. 13. Áður gengið væri til dagskrár, bað 10. landskj. þm., Þorsteinn Briem, sér hljóðs og óskaði úrskurð for- seta um skipun í efri deild undir atkvæði. Þessari ósk tjáði Sjálf- stæðisflokkurinn sig fylgjandi. Tók forseti ekki ósk þessa til greina. — Þá var gengið til nefndarkosn- inga og voru þessir kosnir meðal annars: / fjárveitinganefnd: Jónas Jónsson, Pétur Ottesen, Jónas Guðmundsson, Jón Sigurðsson, Bjarni Bjarnason, Þorsteinn Þor- steinsson, Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson, Þorberg- ur Þorleifsson. Endurskoðunarmenn lands- reikninga voru kosnir Hannes Jónsson dýral., Magnús Jónsson og Sigfús Sigurhjartarson. Frá deildarfundum og nefnd- arkosningum í efri deild heyrðist ekki sökum truflana. í gær var fundur í báðum deildum. f efri deild bar Jón Auð- unn Jónsson fram þingsál.till á þá leið að e. d. skoraði á stjórn- ina að safna skýrslum um hey- afla bænda í sumar, sérstaklega vestan-, norðan- og austanlands og leggja hið fyrsta fyrir þing. Ástand væri ægilegt í þessum landshlutum. T. d. hefðu 12 bændur í N.-ísafjarðarsýslu feng- ið samtals 100 hesta inn af þurr- heyi. En till. þessi kæmi fram með því að þm. teldi enga von til þess að sala náist á þeim fén- aði, er bændur verða að lóga í haust vegna fóðurskorts, þar sem innlendi markaðurinn þrengdist vegna verðlags og vafalaust þrengdist erlendur markaður líka. Ennfremur fer till. fram á að stjórnin fái sér upplýsingar um verð á erlendu heyi hingað fluttu og hagkvæmustu leiðir að ná því. Samskonar þingsál.till. báru þeir fram í n. d. Sigurður Krist- jánsson og Jón Pálmason. Á fundi í n. d. var gengið til kosninga í fastanefndir og voru kosnir: Fjárhagsnefnd: Sigfús Jóns- son, ólafur Thors, Ásgeir Ás- geirsson, Jakob Möller, Stefán Jóh. Stefánsson. Sarnigöngvímálanefnd: Gísli Guðmundsson, Gísli Sveinsson, Jónas Guðmundsson, Jón ólafs- son, Bjarni Bjarnason. Landbúnaðarnefnd: Bjarni Ás- geirsson, Jón Pálmason, Héðinn Va^ldimarsson, Guðbrandur fs- berg, Páll Zophoníasson. . Sjávarútveg'snefnd: Finnur Jónsson, Jóhann Jósefsson, Berg- ur Jónsson, Sigurður Kristjáns- son, Páll Þorbjarnarson. Iðnnefnd: Páll Zophoníasson, Guðbrandur ísberg, Emil Jóns- son, Jakob Möller, Bjarni Ás- geirsson. Menntamálanefnd: Ásgeir Ás- geirsson, Pétur Halldórsson, Emil Jónsson, Gunnar Thorodd- sen, Gísli Guðmundsson. Allsherjarnefnd: Héðinn Valdi- marsson, Thor Thors, Bergur Jónsson, Garðar Þorsteinsson, Stefán Jóh. Stefánsson. Atvinmihætur Roosevelts. í tilefní af ásökunum f garð Roose- Velts forseta, um óhæfilegt fjárbruðl, gat forsetinn þess í útvarpsræðu, að bú mannspilling sem fylgdi langvar- andi atvinnuleysi væri ógurlegri en svo að til nokkurra peninga yrði met- in og væri því vel varið öllu fé, er úr atvinnuleysinu dragi. Annars væri Bandaríkjastjórn ekkert að gera annað en jafnaðarmenn í Bretlandi hefðu byrjað á 1909 og myndi víst enginn f alvöru halda því fram, að það hefði orðið Englandi til Ijóns. — Annars kveðst Roosevelt vera fyllilega á sömu skoðun og Abraham Lincoln um það, að eitt helzta hlutverk hverrar stjórnar væri að gera það fyrir hin minni máttar samfélög í þjóðfélaginu, sem þau gætu ekki gert sjálf, en ættu rétt á. „Morrow Castle". Viðskiptamálaráðuneyti Banda- ríkjanna hefir þegar gert ráð- stafanir til þess, að eigi geti aft- ur komið fyrir slíkt slys og á »Morrow Castle«. Hefir það til- kynnt skipseigendum, að eftir þetta verði sjóforingi sendur í hvert skip áður en það leggur úr höfn, til þess að fullvissa sig um það, að skipin hafi næg slökkvi- og björgunartæki hvað sem að höndum ber. 'En að þessu hefir skoðun sú er fram hefir farið, verið mjög ófullnægjandi, að því er ráðuneytið telur. Japanar ótrauðir. ÍSvo þykir heimsblöðunum um þessar mundir og furða sig á því hve opinskáir og djarfmæltir þeir séu orðnir. Hefir hermálaráðu- neyti Japana nýlega gefið út til- kynningu, að fyrirhuguð aukning vígbúnaðar sé nauðsynleg sökurn þess að Bandaríkin auki mjög sinn her og líka sökum vígbúnað- ar Sovét-Rússlands. Kemst her- málaráðuneytið svo djarflega að orði, að bæði þessi ríki hafi í huga að hefja ófrið í Austur- Asíu! Allsherjarverkfall á Spáni. Ný bylting i vændum? Stjórnarskipti urðu nú í vik- unni á Spáni og myndaði Lerroux ráðuneyti, en hann er fulltrúi hins íhaldssama kaþólsksinnaða flokks. Vinstri flokkarnir svöruðu Lerroux-stjórninni með mótþróa þegar í stað, og er svo komið, samkvæmt útvarpsfregnum í gærkvöldi, að allsherjarverkfall er hafið um land allt. í Madrid eru allar samgöngur tepptar, nema fáeinir almenningsvagnar ganga með vopnuðum vörðum. Alvarlegar róstur hafa orðið í Madrid og nokkrir drepnir. Svip- að er að frétta úr öðrum borg- um og landshlutum. Astúríuhérað (strandlengja með Biscayaflóa) hefir verið lýst í hernaðarástand og mjog alvarlegar óeirðir eru sagðar þar í borginni Oviedo. Stjórnin kveðst þó hafa í öll- um höndum við verkfallsmenn, telur ekki þörf á að lýsa Madrid í hernaðarástand, og hyggur sig muni leiða róstur þessar til frið- samlegra lykta. Vinstri flokkarn- ir aftaka með öllu að þeir geti eftir þetta átt nokkuð saman að sælda við Zamorra forseta, er svikið hafi hátíðlegt loforð um að hafa ekkert um stjórnarmynd- un saman við kaþólska flokkinn að sælda. Allsherjarþing brezka verka- mannaflokksins, er nú situr á rökstólum hefir samþykkt yfir- Píanókennslu f. — Sími 322. - Þorhjörg Halldórs) fra Höfnum. lýsingu þess efnis, að það sam- gleðjist spænskum verkamönnum, er vilja rísa mót tilraunum til fasistastjórnar á Spáni. Síðasta útvarpsfregn um þessi efni hermir að þing Katalóníu hafi verið kallað saman og þyk- ir sennilegt að það sé í tilefni af þessum óeirðum og að Katalónía hyggist að rifa sig algerlega lausa frá Spáni og gerast full- komlega sjálfstætt ríki. Verður þá (Barcelóna vafalítið höfuð- borgin. i Marsvín t SkerfafirdL Á þriðjudagsmorguninn snertima sást til marsvinavöðu á Skerja- firði. Var róið út til vöðunnar og tókst að reka 73 til dráps á land og á grynningar. Fjöldi Reykvík- inga og Hafnfirðinga sofnuðust að til þess að horfa á aðfarirnar. Kvöldskemmtun Geysis, í Samkomu- húsinu kl. 9 í kvöld verður bæði fjöl- breytt og skemmtileg. Meðal annars skemmta þar Davíð skáld Stefánsson frá Fagraskógi, og Sigfús Halldórs frá Höfnum, skólastjóri, les upp draugakvæði, — í rökkri. Söngur verður þár allskonar og dans á eftir. Ársritið Hlín, málgagn og merkis- beri norðlenzkra kvenna, um heimilis- iðnað og önnur framfaramál, er nýút- komið; aðdáanlega samið að efni, orð- færi og útliti, í 8vo broti, 128 bls., auk gefins merkilegs fylgirits, vefnaðarbók, á góðum pappír, vel prentað, — verð 1 króna. .. i Akureyri 6. okt. 1934. Vinw hugrekkis, hreysti og dúgnaðw.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.