Dagur - 09.10.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 09.10.1934, Blaðsíða 2
316 BAGUR 116. tbl. Flokkaskipunin í deildum þingsins. Á Alþingi eiga nú sseti 49 þing- menn, 38 kjördæmakosnir og 11 landskjömir (uppbótarþing- menn). Samkvæmt síðustu stjórn- arskrárbreytingu _skal ’/á þing- manna, eða sem næst því, eiga sæti í efri deild, og eru þeir því 16 eftir þingmannatölunni nú. Eru þeir kosnir listakosningu í sameinuðu þingi. í síðasta blaði var skýrt frá því, hverjir hlotið hefðu sæti í efri deild. Voru það 6 Framsóknarmenn, 3 Alþýðu- flokksmenn, 6 íhaldsmenn og 1 úr Bændaflokknum. í neðri deild eiga því sæti 33 þingmenn. Þeir eru þessir, taldir í stafrófsröð: Ásgeir Ásgeirsson (utanfl.). Bergur Jónsson (F.). Bjarni Ásgeirsson (F.). Bjarni Bjarnason (F.). Emil Jónsson (A.). Eysteinn Jónsson (F.). Finnur Jónsson (A.). Garðar Þorsteinsson (S.). Gísli Guðmundsson (F.). Gísli Sveinsson (S.). Guðbrandur Isberg (S.). Gunnar Thoroddsen (S.). Hannes Jónsson (B.). Héðinn Valdimarsson (A.). Jakob Möller (S.). Jóhann Þ. Jósefsson (S.). Jónas Guðmundsson (A.). Jón ólafsson (S.). Jón Pálmason (S.). Jón Sigurðsson (S.). Jörundur Brynjólfsson (F.). Magnús Torfason (B.). ólafur Thors (S.). Páll Zophoníasson (F.). Páll Þorbjarnarson (A.). Pétur Halldórsson (S.). Pétur Ottesen (S.). Sigfús Jónsson (F.). Sigurður Einarsson (A.). Sigurður Kristjánsson (S.). Stefán Jóh. Stefánsson (A.). Thor Thors (S.). Lundúnablað eitt flytti mjög ein- kennilega sogu þessa dagana. í borginni Harbin(?) veiktist tvæ- vetur drengur hjóna nokkurra og lézt eftir tvo daga. Að liðn- um venjulegum tíma voru gerðar ráðstafanir til kistulagningar, en er kistuleggja skyldi og taka drenginn af líkfjölunum, sat hann þar uppi, sem ekkert væri, og náði sér skjótlega að fullu. Eftir litla hríð veikist dreng- urinn enn á ný og deyr eftir 3 daga, að því er læknir getur bezt gengið úr skugga um. Er þ<5 dregið að kistuleggja svo lengi sem fært þykir, en loks er það gert og kistan síðan flutt í graf- hýsi. Eftir nokkra daga taka að heyrast hljóð úr grafhýsinu, og þegar rannsakað er, heyrist grát- hljóð úr kistu drengsins. Er nú kistan opnuð, og er þá drengur- inn þar, og hinn sprækasti að því er séö verður, enda hefir honum síðan liðið ágætlega, að því er blaðið hermi}*, - • • Þorbergur Þorleifsson (F.). Flokkaskipunin í peðri deild er þá þannig: 9 Framsóknarmenn, 7 Alþýðuflokksmenn, 14 íhalds- menn, 2 Bændaflokksmenn og einn utan flokka. f efri deild eru þá þingmenn þeir,er að landsstjórninni standa, 9, en stjórnarandstæðingar 7. í neðri deild eru stuðningsmenn stjórnarinnár 16 og stjórnarand- stæðingar, eða íhaldsmenn og »bændavinir«, til samans einnig 16. Þar að auki er svo Ásgeir Ás- geirsson utan flokka, en hann er í kosninga- og málefnabandalagi við Framsóknarflokkinn og Al- þýðuflokkinn. Þannig er afstaða umbóta- flokkanna til málefna tryggð gegn andstæðingunum í báðurn deildum. Eins og frá var skýrt í síð- asta blaði ætluðu íhaldsmenn og þjónar þeirra »bændavinirnir« að leika það bragð að koma 10 þingmönnum úr stuðningsliði stjórnarinnar upp í efri deild. Ef þeim hefði tekizt það herbragð, hefðu þeir í sameiningu styrkt aðstöðu sína í neðri deild, svo að þeir hefðu getað samþykkt van- traust á stjórnina. Til þess hefir leikurinn verið gerður. En þetta herbragð hinna sameinuðu í- haldsafla mistókst. Dánwdægur. í fyrrinótt andaðist hér í bæ Magnús H. Lyngdal kaupmað- ur. Hann hafði verið mjög heilsuveill um mörg ár. Sömu nótt andaðist einnig hér í bænum Aðalsteinn Jörundsson, verka- maður. Hann dó úr lungnabólgu. Kvöldskeimntun »Geysis« á laugar- dagskvöldið var vel sótt og fór hið bezta fram. Skemmtunin hófst og end- aði með söng karlakórsins; er frammi- staða kórsins svo kunn orðin og vel rómuð um allt land, að óþarfi er að lýsa hanni hér. Auk þess skemmtu þeir Gunnar Pálsson og Sigurður O. Björnsson með tvísöng og Sigurjón Sæmundsson söng einsöng, og var gerður að hvorutveggja góður rómur. — Davíð skáld Stefánsson las upp langan ljóðabálk eftir sig; var hann í leikritsformi, og áttu þar tal saman sauðir, hrútar og ein gamalær á sauðaþingi. Er kveðskapur þessi góð- látlegt, en víða smellið háð um stjórn- málaflokkana, og höfðu menn mikið gaman af bragnum. Enn sagði Sigfús Halldórs frá Höfnum fram kvæðið »Hvarf séra Odds frá Miklabæ«, eftir Einar Benediktsson, og voru öll ljós slökkt í salnum á meðan. Var fram- sögn kvæðisins hin prýðilegasta. Knattspyrnumót fyrir Norðlendinga- fjórðung, sem háð var hér á Akur- eyri, lauk í gær. Úrsiit urðu þau, að knattspymufélagið »Magni« úr Höfða- hverfi varð sigurvegari og hreppti farandbikar þann úr silfri, sem um var keppt. vantar mig nú þegar. Guðbjörg Bjarman. HafnMítr, 37. Símijis, TILKYNNING. Baejarstjórn Akureyrar hefur ákveðið, að loka skuli um næstu mánaðarmót fyrir rafmagn hjá þeim rafmagnsnotendum, er eigi hafa fyrir þann tíma gert full skil skulda sinna fyrir það rafmagn, sem þeir hafa fengið frá rafveitu bæjarins á þessu ári. Akureyri 8. okt. 1934, Hœ/arstiórinn Frá Þýzkalandi. Frá London er símað nýlega, að Múller rikisbiskup hefði ný- lega svipt 24 presta í einu héraði launum, sökum þess að þeir vild' ekki fallast á kenningakerfi hinn- ar nýju ríkiskirkju. Er sagt að þetta hafi mælzt sérstaklega illa fyrir af því að héruð þessi eru svo fátæk, að þau geta eigi ein staðið straum af prestum sínum, og séu því stéttarbræður hinna launarúðu klerka, margir ásáttir um að skjóta saman þeim til styrktar. * * * Þá hermir og útvarpsfregn, að í Hahn(?) á Þýzkalandi bíði 67 manns dóms, ákærðir um land- ráð. Aðgangur að réttarhöldunum er bannaður bæði blöðum og al- menningi og eru menn því alls ófróðir um það, hvað í rauninni er hér fram að fara. Nýja FLÓRA smjörlíkið íi lesl u («tdýnsL Pessvegna kaupa allir FLÓRA smjörliki. Kosfar aðeins 1.30 kg'. Kjötbúð KEA. Kiarnatraiðii hafa aðeins verið seld hálfan mánuð en eru nú þegar mest seldu brauðin. Kaupið hraðbökuðu Kfarnabrauðin frá Brauðgerð K. E. A. KEA Jarðepli öulrófur Hvitkál Blómkál Rauðkál Rauðrófur Laukur Kjötbúðin. Fréttaritstjóri Sigfús Halldórs frá Höfnum. Ritstjóri Ingimar Eydal. Indigo-litur á 85 aura lóðið. Fæst í Kaupfélagi Eyfiriga Nýlenduvðrudeildin. Ullargarn fleiri tegundir í mörg- um litum nýkomið. — Vefnaðarvörudeild. Kýr (11 sölu. Upplýsingar gefur Árni Jóhannsson, Kea. Smá- barnaskóli minn byrjar þriðjudaginn 16. þ. m. H1 jóðaðferð! Kristfinnur Guð/ónsson Norðurgötu 31. Prentsmiðja Odds Bjömssonar. Auglýsið i Degi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.