Dagur - 11.10.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 11.10.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. -* « * « » XVII. ár. | Áfgreiðsían er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. ® «■ í * ♦ «o «* ••••««- Akureyri 11. október 1934. Stórtíðindi á Frakklandi Alexander konung'ur Yug’o-SIava og Barthou utanríkisráðherra myrtir. í fyrradag g-erðust eftirminni- leg tíðindi í Marseilles, hinni miklu og fögru hafnarborg Suð- ur-Frakklands. Alexander konungur í Yugo- Slavíu var til Frakklands kom- inn í opinbera heimsókn og sté á land í Marseille. Tóku á móti honum ýmsir fyrirmenn hins frakkneska lýðveldis, undir for- ystu Barthou utanríkisráðherra. óku þeir konungur og Barthou með fríðu föruneyti um borgina. Allt í einu gall við skothríð úr mannþyrpingunni á gangstéttinni. Reið hvert skotið af á fætur öðru. Sáu menn að Alexander konungur hallaðist aftur á bak í vagninum, og rann blóð úr munni hans. Ráðizt var nú að veganda, er ætlaði þegar að ráða sjálfum sér bana, en lögreglunni tókst að hindra það. Þó brauzt hann úr höndum hennar, á flótta, en var þá skotinn til bana af lögregi- unni. Bæjarstjórnarfundur var hald- inn á fimmtudaginn var og stóð hann hvíldarlaust frá kl. 4 síðd. til kl. 2 árd., enda var dagskrá i 15 liðum og eigi skjótráðið fram úr sumum málum. Meðal annarra till. frá hafnar- nefnd var samþykkt að bærinn leiti samþykkis atvinnumálaráðu- neytis til þess að fá forkaupsrétt á lóðum dánarbús Ragnars ólafs- sonar eða Sverris Ragnars, norð- an Gránufélagsgötu á Oddeyrar- tanga, vestur og norður á eign- armörk Akureyrarbæjar og aust- ur til sjávar, og ásamt öllum sjávarréttindum. Er þessi lóð metin samkvæmt fasteignamati kr. 70.000.00 virði. Bygginganefnd hafði m. a. samþykkt að leyfa Tómasi Björnssyni að byggja verzlunar- hús á lóð sinni við Kaupvangs- stræti og Skipagötu, með 10 og 13.70 m. hliðum að götu og 8 m. skáa á horni, 10 m. breiðar álm- urnar, steinsteypuhús, tvær hæð- ir, kjallaralaust. Ennfremur var K. E. A. leyft Þá er að var gáð, var auðséð að Alexander konungur myndi eiga skammt ólifað. Voru læknar kallaðir í skyndi, en er þeir komu var aðeins lífsmark með konungi og dó hann þar í höndum þeirra. Auk konungs og Barthou höfðu særzt 5 menn, en eigi alvarlega. f fyrstu héldu menn að sár Bar- thou væri lítils vert, aðeins á handlegg, en við nánari athugun kom í ljós, að hann hafði fengið skot í kviðinn. Var hann svæfð- ur, til þess að ná kúlunni, en lézt í svæfingunni kl. 16.45 í fyrra- dag. Var viðbúið að svo færi, er hann var maður gamall, 72 ára að aldri. Morðinginn er 34 ára gamall kaupmaður, borinn og barnfædd- ur í borginni Zagreb í Yugo- Slavíu. Alexander konungur var fædd- ur 1888, sonur Péturs konungs Kara-Georgevitch (Svarta-Ge- orgssonar) og kom til ríkis 1921. að byggja tvær hæðir ofan á nr. 87 í Hafnarstræti (Jón Guð- mann), úr járnbentri steinsteypu, 18x11 m. að grunnfleti og álmu suðvestur úr suðurhorni aðal- hússins, 9x7 metra. Samþykkt var tillaga vega- nefndar, að bæta við götuljósum á 19 stöðum í bænum. — Leiga fyrir hvern benzíntanka var á- kveðin 300 kr. á ári. Sé þeim leyft að vera kyrrum fyrst um sinn, enda geti bærinn hvenær sem er sagt þeim upp með 2 mán. fyrirvara. Þá lagði fátækranefnd það til, m. a., að ráðinn skyldi fátækra- fulltrúi frá 1. okt. næstkomandi. Ennfremur að Jóhannes Jónas- son bæjarfulltrúi skyldi ráðinn til starfsins til áramóta fyrir kr. 100.00 á mánuði. Um þessar till. urðu töluverð- ar umræður. Á móti þeim voru Axel Kristjánsson og Erlingur Friðjónsson. Taldi Erlingur þessa embættisstof nun óþarf a; yrði hun til þess að létta skyldu- störfum af fátækranefnd og auka mannahald á skrifstofu bæjar- stjóra. Þeir sem með till. mæltu, aðal- lega Jóh. Frímann og Vilhjálm- ur Þór álitu starfið svo um- fangsmikið, þar sem undir kr. 100.000 væri nú útbýtt á ári, að ókleyft væri fátækranefnd með þeirri aðstöðu sem hún hefði, að ráðstafa þessum málum sam- vizkusamlega og þótti tilfinnan- legt skipulagsleysi hafa verið á þessum málum undanfarið og því nauðsynlegt að stofna embættið, sem myndi spara bænum vel það fé, er stofnunin kostaði, án þess þó að íþyngja þeim, er fátækra- hjálpar þyrftu að njóta. Var samþ. fyrri hluti till., að ráða fátækrafulltrúa, með 6 atkv. gegn 2. Þá bar Axel Kristjánsson fram br.till. við seinni hlutann, ráðningatímann og fulltrúann, á þá leið, að embættið skyldi stofn- að 1. nóv.; skyldi því slegið upp, með umsóknarfresti til 25. okt. Þessi br.till. var felld með 4 at- kvæðum gegn 2, en annars lét Vilhjálmur Þór, bæjarstjóri o. fl. í ljós þá skoðun, að þessu em- bætti og öðrum bæri framvegis að slá upp til umsóknar, en nú dygði ekki að fresta kjöri full- trúans, er búsaðdrættir stæðu sem hæst, enda væri hér aðeins um þriggja mán. ráðningu að ræða. Siðan var samþ. síðarí hluti till. nefndarinnar með 4 samliljóða atkv. (Framh.). Hörmulegt slys varð í gærdag kl. 16, er mótor- báturinn »Dan«, sem verið hefir í. mjólkurflutningum fyrir K. E. A. til Siglufjarðar í sumar, strandaði norðvestan við Siglu- nes, á leið frá Akureyri til Siglu- fjarðar. Tveir menn voru á bátn- um, formaður hans og eigandi Herluf Hansen og Alfreð Sumar- liðason, báðir héðan úr bæ. Drukknaði Alfreð, en hinn komst af. — Ekki hafði verið hvasst, en dálítil kvika. Tíðindamaður »Dags« á Siglu- firði kveður bátinn hafa komið og stefnt svo grunnt austan með landi, þótt bjart væri, að fólk á Siglunesi hafi þegar séð slys fyr- ir, og hlaupið niður í fjöru. Stóðst á endum að fólkið kom ofan í fjoru og að báturinn kenndi grunns og veltist í brot- sjóum. Var þarna, í »Norðari- Krók«, töluverður súgur að venju, þótt gott væri annara. Al- Föstudags-, laugardags- os sunnudagskvöld kl. 9. Ifið lifuoi ídag. Tal- og hljómmynd 111 páttum. Aðalhlutverkin leika: Joan Grawford og Cary Cooper. « Pessi hrífandi fagra ástarsaga er iátin gerast í stríðinu. Hún lýsir fyrir okkur karlmennsku, dreng- skap og göfuglyndi, drengjanna í stríðinu, sem var það Ijóst að hver stundin var kannske sú síð- asta í Iífi þeirra. Myndin er að- dáanlega vel leikin og af útlend- um blöðum talin með beztu myndum. Sunnudaginn kl. 5. illpýðusýning. Niðursett verð. Konungur ijönanna. freð heitinn skolaðist þegar út og var ómögulegt að ná til hans. Skipstjórinn kveðst hafa sofið niðri og ekkert vitað fyrr en bát- urinn hjó. Var komið til hans kaðli og komst hann ómeiddur f land. Vitaskipið Hermóður og vélbáturinn »Þór« frá ólafsfirði fóru til hjálpar, en fengu ekkert að gert, er báturinn lá uppi i fjöru. Er hann talinn ónýtur, en farmurinn náðist í nótt að mestu Öskemmdur, annað en mjölvara, er blotnaði meir eða minna. Lík Alfreðs heitins rak á land í morgun skammt frá strandstaðn- um. . ,í 11 brnggami1 ieknir liéi’ ái Akiifeyri. Um það leyti sem »Dagur« er að fara í prentun, er lögreglan á ferð og flugi um bæinn, að hand- taka bruggara. Mun rannsókn hafa farið fram allvíða og ekki færri en ellefu bruggarar verið teknir í þessari fyrstu atrennu. Verður sennilega færi á að skýra nánar frá þessu síðar. Geysir. Söngæfing og fundur í Skjald- borg í kvöld kl. 8% stundvíslega. Frá bæjarstjórn. ♦ \

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.