Dagur - 13.10.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 13.10.1934, Blaðsíða 1
D A G U R kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVII. ár Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 13é október 1934. I I I t O II t"^ §"tf 9" 9 9 9 9 9 9 9 O OOOft C"^*0 °9>"9"' 118. tbl. Ahlaupið mikla. á bruggarana, sem getið var um í síðasta blaði, bar mikinn árang- ur. Voru 11 staðir rannsakaðir, og fundust ýmist tæki, áfengi eða hvorttveggja á tíu stöðum. Urðu heimturnar alls þessar: Hjá Guðrúnu Jónsdóttur á Lækjarbakka: Þar fundustbrugg- unartæki og ca. 4 lítrar af full- gerðu áfengi. — Hjá Kristjáni Jónssyni, Lækj- argötu 22: Bruggunartæki og um 30 lítrar í gerun. Hjá Einari Eiríkssyni, Aðal- stræti 4: Bruggunartæki og um 70 lítrar af ófullgerðum »landa«. Hjá Halldóri ólafssyni, sama stað: Um 10 lítrar í gerun. Hafði hellt mestu niður áður en lögregl- an kom. Náði hún þó í nál. 1 fl. — Engin bruggunartæki. Hjá Guðmundi Kjartanssyni, Strandgötu 35B: Bruggunartæki og um 50 lítrar í gerun. Hjá Ellert Þóroddssyni, sama stað, fundust bruggunartæki en ekkert »brugg«, og er óvíst að hann hafi nokkru sinni notað tækin. Hjá Sölva Antonssyni, Norður- götu 15: Bruggunartæki og 90 lítrar af ófullgerðum »landa«. Hjá Stefáni Loðmfjörð, Gler- árgötu: Bruggunartæki og um 30 lítrar í gerun. Hjá Steingríniji Sigvaldasyni, Borgum í Glerárþorpi: Um 40 lítrar í gerun og slatti í tveim flöskum af fullgerðum »landa«. Engin bruggunartæki. Hjá Hjalta Friðfinnssyni á Þingvöllum. Þar var bruggunar- verksmiðja í fullum gangi þegar lögreglan kom að, og gekk verk- smiðjan fyrir rafmagni. Fund- ust þar 4 flöskur af fullgerðum »landa« og um 320 lítrar í gerun. Á Djúpárbakka var einnig leit- að, en þar kom ekkert saknæmt í Ijós. Settur bæjarfógeti, Guðmundur Eggerz, hefir rannsakað þar sem grunað var, með aðstoð Jóns Benediktssonar lögregluþjóns og Alfreðs Jónassonar tollvarðar. Hafði leit þessi verið undirbú- in um nokkurt skeið. Eru réttarhöld hafin og búið að senda alla vökvunina til efna- rannsóknar. Frá bæjarstjórn. (Frh.). Þá lá fyrir erindi frá vegamála- stjóra, Geir G. Zoega, þar sem hann mælir með að koma bruna- kalli í bænum í samband við bæj- arsímastöðina og að eftirlit og viðhald brunasímans sé falið landsímanum. Vegamálastjóri hefir útvegað tilboð frá verksmiðju í Oslo í öll tæki og búnað, sem þarf til þessa. Landsímastjóri hefir athugað til- boð þetta og mælir með, að því verði tekið. Vegamálastjóri hefir ennfremur gert áætlun fyrir stofn- og reksturskostnað bruna- símans og eftir henni verður stofnkostnaður alls kr. 5825.00 og árlegur reksturskostnaður kr. 625.00, auk sérstakrar þóknunar til landsímastöðvarinnar fyrir gæzlu. Eftir viðtali við stöðvar- stjórann hér mun það gjald nema kr. 40.00—50.00 á mánuði. í erindi þessu er ennfremur skýrt frá, að forstjóri Bruna- bótafélags íslands hafi lofað að lána Akureyrarbæ fé til að greiða kostnað við uppsetningu bnma» símans og að Brunabótafélag ís- lands muni lækka öll iðgjöld á Akureyri um 5% þegar bruna- kall er komið í það lag, sem hér er gert ráð fyrir. Brunamálanefnd lagði til, að Akureyrarbær taki að sér að greiða uppsetningu og starf- rækslu brunasíma, gegn því að Brunabótafélag íslands greiði Tjæjarsjóði 5% af þeim iðgjöld- um, sem félagið fær af fasteign- um í bænum og auk þess lækki iðgjöld af lausafjártryggingum félagsins í bænum um 5%. — Ennfremur láni Brunabótafélag fslands bæjarsjóði Akureyrar kr. 6000.00 með 5% ársvöxtum til greiðslu á stofnkostnaði bruna- símans og endurgreiðist lánið með ofangreindum greiðslum fé- lagsins til bæjarstjóðs. Var þessi till.' nefndarinnar sþ. í e. hljóði. Þá var samþykkt að bæta 3. bekk við Gagnfræðaskóla Akur- eyrar í vetur. Þá var samþykkt tillaga fjár- hagsnefndar að heimila vega- og jarðeignanefnd að verja til at- .Jarðarför Jóhannesar Jónssonar á Munkaþverá fer fram frá heimili hins látna miðvikudaginn þann 17. þ. m. og hefst kl. 1 eftir hádegi. Aðstandendurnir. vinnubótavinnu kr. 20.000.00 á þessu ári. Með fyrirsjáanlega tekjuörðug- leika framundan ásamt stóraukn- um útgjöldum lagði fjárhagsn. m. a. til: »Bæjarstjórn Akureyr- ar óskar eftir, að Alþingi það, er nú situr, samþykki lög, er heim- ili bæjarstjórn Akureyrarkaup- staðar að leggja á vörur, sem fluttar verða til og frá Akureyri, sérstakt vörugjald, er nemi allt að 200% af vörugjaldi til Akur- eyrarhafnar, eins og það er á hverjum tíma. Gjald þetta renni í bæjarsjóð til þess að standa straum af útgjöldum kaupstaðar- ins«. Var þessi till. sþ. í einu hljóði ásamt þessari viðbótartillögu frá bæjarstjóra: »Jafnframt gerir bsejarstjórnin ráð fyrir að breyta núverandi á- kvæðum um vörugjald, sem til hafnarinnar rennur, og flokkun varanna þannig, að gjaldið hækki á glysvarningi, munaðarvöru o. þ. h., en lækki á þungavöru frá því, sem nú er«. Þá lá fyrir fundargerð raf- veitunefndar. Segir svo m. a. I henni: »Bæjarstjóri og rafveitustjóri upplýsa að þær kr. 12,876,78, sem stjórnin taldi að réttast væri að krefja innheimtumann ekki um mundu skiptast þannig niður: Hjá mönnum, er á framfæri hafa verið kr. 727.25. Hjá burtfluttum og dánum mönnum kr. 2537.83. Hjá mönnum sem ekki hefir náðzt til kr. 807.72. Hjá mönnum, sem líkur benda eins vel til, að hafi greitt, en í þeirri upphæð eru bókfærðar þær upphæðir, sem vafasamar voru taldar eftir skýrslu ' endurskoð- anda kr. 4581.92. Hjá mönnum, sem líkur eru til að enn sé útistandandi hjá kr. 3692.68. Kvittaðir reikningar, er sýndir hafa verið frá síðasta stjórnar- fundi kr. 529.38. Rafveitustjórnin heldur við þá tillögu frá síðasta fundi sínum, að innheimtumanni Birni Ás- geirssyni séu gerðir þeir kostir, að greiða rafveitunni 13,226.54 kr. + kr. 529.38, eða alls kr. 13.755.92«. Um þessa fundargerð spunnust miklar umræður og margvíslegar. Eftir ósk þriggja bæjarfulltrúa var viðhaft nafnakall við at- kvæðagreiðslur um tillögur að þessari fundargerð lútandi. Bar bæjarfulltrúi Vilhjálmur Þór fram svohljóðandi tillögu, studda af Jóhannesi Jónassyni og Jóhanni Frímann: »Telja verður að innheimtu- maður rafveitunnar beri ábyrgð á hvarfi viðskiptareikninga raf- veitunnar með því að hafa hag- að geymslu þeirra á algerlega ó- eðlilegan og óforsvaranlegan hátt. En vegna hvarfs reikning- anna hefir eigi verið hægt að sannprófa hve há hin virkilega sjóðþurrð innheimtumannsins er. Verður því að líta svo á, að á innheimtumanninum hvíli skylda til að sanna hvað af hinum horfnu reikningum er ógreitt. Þar til hann hefir gert þetta verður sjóðþurrðin að teljast upphæð sú öll, sem endurskoðun hefir sýnt að vantaði, eða kr. 26.103.32. Leggur því bæjar- stjórn fyrir rafveitustjórn að krefja Björn Ásgeirsson um taf- arlausa greiðslu á kr. 26.103,32 eða það af þessari upphæð, sem hann eigi sannar að sé óinnheimt. Sé þetta eigi greitt innan 10 daga frá í dag, eða innan þess tíma látin trygging fyrir greiðslu upp- hæðarinnar, sem rafveitustjórn- in metur gilda, skal málið afhent lögreglustjóra og krafizt ýtar- legrar rannsóknar á málinu öllu«. Rökstuddi Vilhj. Þór þessa till. sína með nokkrum orðum. út af tillögu Vilhjálms Þór spunnust töluverðar umræður. Erlingur Friðjónsson áleit kröf- una er í tillögunni feldist órétt- mæta, auk þess, sem hún hefði það í för með sér, að innheimtu- maður, er von væri um að gæti greitt þá upphæð, er rafveitu- nefnd færi fram á, myndi alls ekki geta greitt alla upphæðina. Nú myndi innheimtumaður hafa krafizt þess, af rafveitustjóra, að lokað væri fyrir straum í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.