Dagur


Dagur - 16.10.1934, Qupperneq 1

Dagur - 16.10.1934, Qupperneq 1
D AGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í ICaupfél. Eyfirðinga Gjalddagi fyi’ir 1. júlí. XVII . ár. j Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 16. október 1934. 119. tbl. Framsöguræða Eysfeins Jónssonar fjármálai'áðlierra við 1. umræðu um frumvarp tiil fjár> laga fyrir árið 1935. Áður en ég vík að frumvarpi því til fjárlaga fyrir árið 1935, sem lagt hefir verið fyrir Al- þingi, mun ég, svo sem venja hefir verið undanfarið, fara nokkrum orðum um afkomu rík- issjóðs og fjármálaástandið í landinu yfirleitt. Sá' inngangur er alveg nauðsynlegur, til þess að menn geti áttað sig til fulls á þeim grundvelli, sem fjárlaga- frumvarpið fyrir árið 1935 hlaut að byggjast á. Kreppuárin. Nú stendur svo sérstaklega á, að Alþingi er háð að hausti, og að fyrrverandi fjármálaráðherra hefir í sérstöku útvarpserindi, 6. marz s. 1. gert grein fyrir af- komu ársins 1933, að svo miklu leyti, sem þá var um hana vitað. Erindi þetta hefir komið fyrir al- menningssjónir og sé ég því ekki ástæðu til að gefa skýrslu um einstök atriði í afkomu þess árs. Hinsvegar tel ég mjög vel viðeig- andi, að rifja hér upp höfuðat- riðin í fjárhagsafkomu vorri undanfarin kreppuár. Með því móti fæst áreiðanlega gleggst mynd af þeim erfiðleikum, sem við hefir verið að stríða og sem þjóðin á óneitanlega enn í höggi við. Ilagur þjáðarinnar út á vtð.: Þótt þetta yfirlit sé gefið í sambandi við fjárlagaumræður og umræður um afkomu ríkis- sjóðs, hlýtur það að verða tvf- þætt. Afkoma þjóðarinnar út á við, út- og innflutningur og greiðslujöfnuður við útlönd hef- ir svo gagngerð áhrif á afkomu allra landsmanna og afkomu rík- issjóðs sérstaklega, að hún hlýtur að mynda annan þáttinn í því yf- irliti, sem gefa á hugmynd um grundvöllinn, sem aðgerðir þings og stjórnar í fjármálum verða að byggjast á. Árið 1031. Árið 1931 hefir verið talið fyrsta kreppuárið hér. Á því ári voru tekjur ríkissjóðs miklu lægri en undanfarin ár eða um 15.3 milljónir. Höfðu verið áætl- aðar á fjárlögum 12.8 milljónir. útgjöldin voru þá, að viðbættum afborgunum ^ fastra lána og öðr- um eignahreyfingum, um 18,2 milljónir, en samkvæmt fjárlög- um voru þau 12,8 milljónir. Greiðsluhalli ársins 1931 var því 2.9 milljónir. Bið ég menn að gæta þess sérstaklega, að þegar um (jreiðsluhalla er að ræða, eru taldar með útgjöldum afborganir af föstum lánum ríkissjóðs. Yfir- litið miða ég við greiðslujöfnuð en ekki reksturshalla eða rekst- ursafgang ríkissjóðs, sökum þess, að ekki er vel komið um rekstur ríkissjóðs fyrr en afborganir fastra lána eru af höndum innt- ar án nýrra lántaka. útflutningur íslenzkra afurða 1931 var um 48 millj., en inn- flutningur um 48,1. Var því verzlunarjöfnuður lítið eitt óhag- stæður, en greiðslujöfnuður við útlönd hefir verið mjög óhag- stæður það ár. Eftir því, sem næst verður komizt um upphæðir þeirra greiðslna annara en fyrir vörur, sem mynda greiðslujöfn- uðinn, er talið að útborganir þjóðarinnar séu eigi minna en 8 milljónum hærri en innborganir. Þýðir það, að til þess að greiðslu- jöfnuðurinn sé hagstæður, þyrfti útflutningur vara að nema um 8 millj. meira en innflutningur. Með vissu verður þetta ekki vit- að, en nálægt hinu rétta verður komizt. Árið 1931 hefir því verið greiðsluhalli á rekstri ríkissjóðs og skuldir safnazt við útlönd. Á- stæðurnar ber vitahlega fyrst og fremst að rekja til hins mikla verðfalls á afurðum landsmanna. Árið 1032. Árið 1932, annað kreppuárið, reyndust tekjur ríkissjóðs 11.1 millj., en voru á fjárlögum áætl- aðar 11.4 milljónir. Greiðslur ríkissjóðs taldar á sama hátt og 1931 reyndust um 13.9 milljónir. Voru samkvæmt fjárlögum 11.5 millj. Greiðsluhalli ríkissjóðs var um 2.8 millj. Vörur þá útfluttar (Framh. á 2. síðu). Einkennileg frelsun. Fyrra mánudagskvöld týnd- ist tveggja ára gamalt stúlku- barn, Katrín Guðmundsdóttir frá Bergi í Breiðuvík í Suður-Múla- sýslu. Hafði telpan elt móður sína, án þess tekið væri eftir, en hún fór út til þess að síma. Þeg- ar móðirin kom aftur, var barns- ins saknað og var þá farið að leita um kvöldið og nóttina og kom fyrir ekki. Stormur var á og rigning. Morguninn eftir var enn farið af stað og aðallega leit- að með sjónum. Fannst barnið þá kl. 9 alllangt frá verbúðunum, sem hún hafði horfið frá. Ber- höfðuð var hún og berhent, en í kápu, sem þó hafði eitthvað rifn- að í veðrinu. Kuldabólgin var hún nokkuð en annars furðanlega hress. Kvaðst hún hafa verið í berjamó. Hresstist hún fljótt er heim var komið með hana og virðist ekkert meint ætla að verða af þessari ómildu útilegu. Metkiieg erfðaskrá. Pólskur aðalsmaður, Josef Po- tocki, er m. a. átti 60.000 hekt- ara jarðeignir, hefir látið pólska ríkinu eftir sig nálega allar sín- ar eigur, eða á annað hundrað milljónir zloty. (í sterlingspund gengur rúmlega 43 zloty). Mest af þessum stórkostlega arfi skal nota til baráttu gegn berklum og krabbameini. Lista- verk sín öll hafði Potocki ánafn- að opinberum söfnum. Frá Danmorku. Smjörlíkisauðurinn mikli, er þau Mönstedshjónin, og nú síðast ekkja Ottó Mönsted lét eftir sig, nemur 33,6 milljón krónum. Rúmar 29 milljónir höfðu þau hjón gefið til sjóðstofnunar, en erfðaskatturinn á þessari miklu upp- liæð nemur 6,6 milljón krónum, svo að sjóðféð verður alls nálega 23 milljónir króna. íslenzk velgengni. Halldór Kiljan Laxnes, er ásamt frú sinni sigldi nýlega til Kaupmannahafn- ar, fékk þá vitneskju, er þangað kom, f á útgefanda sínum, Steen Hasselbalch, að bók hans »Salka Valka«, er Gunn- ar Gunnarsson hefir þýtt á dönsku og nú er nýkomin út, hafi einnig verið seld til þýðingar til Pýskalands og Frakklands. Annars skrifar ritdómarinn Chr. Rimestad stórum lofsamlega um ný Hérmeð tilkynnist, að jarðar- för mannsins míns og föður, Aðalsteins Jörundssonar, fer fram fimmtudaginn 18. þ. m. og hefst með húskveðju að heimili hins látna, Lækjargötu 13, kl. 1 e. h. Guðbjörg Sumarliðadótíir. Guðríður Aðalsteinsdóttir. MMWIBSMMB—— komna bók Gunnars Gunnarssonar: »Hvide-Krist«, er segir frá kristnitöku á íslandi. Sendiherrafregn í gær kveður danska ritdómarann Svend Borberg, Tom Kristensen fara meðal annars þeim orðum um »Sölku Völku*, að hér hafi Norðurlönd orðið einu miklu skáldverki auðugri, Hauptmaim sá, er ákærður hefir verið um sonarránið frá Lindberghs-hjón- unum, hefir enn á ný verið í ströngustu yfirheyrslu. Sem dæmi um aðferðina, sem beitt er við 3. stigs yfirheyrslu, má nefna að Hauptmann á 10 mánaða gamalt barn, er honum þykir mjög vænt um. Eina nótt var honum lialdið vakandi við yfir- heyrslu með því m. a. að láta barn í vöggu vera fyrir utan klefadyr hans og grét barnið án afláts, enda vissi hann ekki ann- að, en þetta væri hans eigið barn, en svo var þó ekki. Þá hafa og verið leiknar grammofónplötur með barnagráti fyrir hann alla nóttina, til þes að varna honum svefns. Enga sök hefir Hauptmann þó á sig játað um barnsránið, en lögreglan þykist hafa mjög mikl- ar líkur, og nær óyggjandi fyrir bví, að hann hafi verið við það riðinn. — Vopnaframleiðslan í Bandaríkjunum. Forseti nefndar þeirrar, er nú rannsakar allan hag vopnafram- leiðslunnar í Bandaríkjunum, hefir nú tilkynnt opinberlega, að hann muni leggja fyrir allsherj- arþing (Congress) ríkisins frum- varp til laga um það, að fram- vegis skuli því nær allw ágóði

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.