Dagur


Dagur - 18.10.1934, Qupperneq 1

Dagur - 18.10.1934, Qupperneq 1
D AOUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son £ Kaupfél. Eyfirðinga, Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVII. ár. " Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðui'götu 3. Talsfmi 112. Uppsögn, bundin viö ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 18, október 1934. 120. tbl. Frá bæjarstjórn. Aukafundur var haldinn í bæj- arstjórn á þriðjudaginn var. Fyrir fundinum lá fundargerð rafveitunefndar frá deginum áð- ur (15. okt.), þar sem skýrt var frá því, að fyrrv. innheimtu- maður rafveitunnar hefði tjáð nefndinni, að hann treysti sér eigi til þess að greiða né tryggja greiðslu á þeim kr. 18.337,84, er bæjarstjórn samþykkti á síðasta fundi, ef málið skyldi ekki fara lengra. En í annan stað byði fyr- verandi innheimtumaður að greiða kr. 10.000.00 auk þeirra kr, 5000.00, er hann ætti inni af kaupi sínu, eða reyna að fá hjálp tii þess, vilji bæjarstjórn sam- þykkja það sem fullnaðargreiðslu. Hafði rafveitustjórnin ekki getað lagt til að innheimtumaður yrði endurkrafinn um lægri upphæð en þá, sem hún gerði tillögu um á síðasta fundi, en vísað málinu að öðru leyti til bæjarstjórnar, en Þorsteinn Þorsteinsson kvaðst um það vilja halda sér að þeirri upphæð, er bæjarstjórnin hefði samþykkt á síðasta fundi sínum, eða kr. 18.337.84. I sambandi við þessa fundar- gerð rafveitunefndar bar bæjar- fulltrúi Vilhjálmur Þór fram svo- hljóðandi tillögu: »Bæjarstjórnin hafnar tilboði Björns Ásgeirssonar og leggur fyrir bæjarstjóra að gefa lög- reglustjóra skýrslu um sjóðþurrð- armál rafveitunnar og óskar sem allra ýtarlegastrar og skjótastrar rannsóknar á málinu öllu«. Bæjarfulltrúi Jón Sveinsson flutti þá þessa viðbótartillögu: »ef ekki þegar í stað er full- nægt samþykkt síðasta bæjar- stjórnarfundar í þessu máli«. Samkvæmt ósk bæjarfulltrúa Erlings Friðjónssonar var aðal- tillagan borin upp i tvennu lagi, þannig, að fyrst var gengið til atkvæða um þenna hluta: »Bæjarstjórn hafnar tilboði Björns Ásgeirssonar«. Var við- haft nafnakall um allar atkvæða- greiðslur, samkvæmt ósk þriggja bæjarfulltrúa. Var tilgreindur fyrri hluti aðaltillögunnar sam- þykktur með samhljóða atkvæð- um allra bæjarfulltrúa, en síðari hluti aðaltillogunnar með 8:3 atkvæðum. Já sögðu: Jóhann Frímann, Jó- hannes Jónasson, Jóh GuOmunds- Jarðarför Magnúsar H. Lyngdals, kaupmanns, fer fram þriðju- daginn 23. októbar, og hefst frá heimili hans í Hafnarstræti 97 kl. 1 e. h. Kransar afbeðnir. Aðstandendur. son, Stefán Jónasson, Vilhjálmur Þór, Þorsteinn Þorsteinsson, E- lísabet Eiríksdóttir og Sigurður E. Hlíðar. Nei sögðu: Erlingur Friðjóns- son, Jón Guðlaugsson og Jón Sveinsson. Viðbótartillaga Jóns Sveins- sonar var felld með 7 : 4 atkv.: Já sögðu: Erlingur Friðjóns- son, Jón Guðlaugsson, Jón Sveinsson og Sigurður E. Hlíðar. Nei sögðu: Jóhann Frímann, Jóhannes Jónasson, Jón Guðmundss., Stef- án Jónasson, Vilhjálmur Þór, Þorsteinn Þorsteinsson og Elísa- bet Eiríksdóttir. önnur mál lágu ekki fyrir þessum bæjarstjómarfundi. Leiðrétting. Út af frásögn í blaði yðar, herra ritstjóri, 13. þ. m., í grein- inni »Frá bæjarstjórn«, vil ég mælast til að þér takið í blaðið eftirfarandi: 1. Að ég var framsögumaður rafveitunefndar á bæjarstjórnar- fundinum og það, sem ég hélt þar fram um skyldu fyrrverandi inn- heimtumanns rafveitunnar til þess að greiða rafveitunni kr. 13,755,92 var ekki einasta skoðun mín heldur og allrar rafveitu- nefndarinnar. Byggð á því að ekki væri sannanlegt, eins og stæði, að meira hefði inn til hans runnið af fé rafveitunnar, og nefndin taldi ekki fært að krefja um annað eða meira en það, sem telja mátti sannað að hann hefði tekið á móti en ekki skilað aftur. 2. Að ég man ekki til að hafa haft þau ummæli á fundinum er gæfu tilefni til að álíta, að mér væri á móti skapi, að mál inn- heimtumannsins væri rannsakað, meir en búið var, af því fleiri myndu þá dragast inn í málið, eins og blaðið gefur þó fyllilega í skyn. En hins gat ég, að ef ætti að beita óeðlilegri hörku við inn- heimtumanninn, eins og tillaga Vilhj. Þór hljóðaði upp á, væri M\ endur bæjarreikninganna, sem sýnilega hefðu vanrækt starf sitt herfilega, þar sem þeir hefðu ekki orðið óreiðunnar varir hjá innheimtumanninum, og álitamál væri hvort rafmagnsstjórinn ætti að halda stöðu sinni, ef bæjar- stjórnin ætlaði að beita fullum strangleik í málinu, þar sem hann hefði ekki lokað fyrir raf- magn til skuldugra rafmangsnot- enda þó innheimtumaðurinn hefði óskað þess og bæri því ábyrgð, ásamt innheimtumanninum, á þeirri skuldasöfnun, sem leitt hefði til óreiðunnar. 3. Fyrirspurn Vilhj. Þór um það hvort innheimtumaðurinn hefði kært fyrir rafmagnsnefnd- inni að rafveitustjórinn hefði ekki lokað fyrir rafmagn sam- kvæmt beiðni hans, svaraði ég á þá leið, að mönnum væri óljúft að kæra samverkamenn sína og væri því ekki öeðlilegt þó að það hefði falið niður, en hinsvegar ættu menn að rækja störf sín svo að ekki þyrfti yfir þeim að kæra. Erlingm' Friðjónsson. Athugasernd. Menn geta nú borið þessa »leiðréttingu« E. F. saman við frásögn Dags. Við þann samanburð kemur í ljós, að »leiðréttingin« leiðréttir ekkert af því, sem blaðið sagði um þetta mál, enda var þar ekkert að leið- rétta. Ritstj. Fimmtíu ára templar. Næsta föstu- dag’, 19. þ. m., á Bjarni Hjaltalin, fiskimatsmaður hér í bænum, 50 ára afmæli sem Goodtemplar, og hefir hann þessa hálfa öld verið félagi stúk- unnar Isafold Fjallkonan nr. 1. Bjarni er líklega elztur allra Islendinga í Reglunni. Er þetta fágætt afmæli og líklega. einstætt hérlendis. Stúkan heldur fund á föstudags- kvöldið, og væntir hún þess, að templ- arar í bænum, eldri og yngri, komi á fundinn og heiðri aldursforseta Regl- unnar. fsafo Idar-fé lagi. full ástæða til að víta endurskoð-1 Gagnfrœðaskóli Akureyrar var sett- \ur á mánudaginn, og hafa sótt um 'inntöku í hann 41 nemandi. Bætt yar Nýja-Bíó Föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9. Sólargeisli (Sonnen strahl) pýzk íal- og hljómmynd f 10 þáttum. Aðalhlutverkin Ieika: Gustav Frölicli og Annabella Myndin er tekin af kvikmynda- snillingnum Paul Fe)os - Fejos Olzoup > Film Wien. Annabella er frægasta kvik- myndaleikkona Frakklands. Hún leikur hér í fyrsta sinn í þýzkri kvikmynd og hefir að mótleikara vinsælasta skapgerðarleikara þjóð- verja, Gustav Frölich. Myndin er framúrskarandi fögur og hugðnæm. Sunnudaginn kl. 5. JHpýðusýoing. Hiðursett veið. Æfintýrið á Skiðasitöðum. i síðasta sinn. við 3. bekk í vetur, með því þó að kennsla verði að nokkru leyti sameig- inleg með 2. og 3. bekk. — Nýr kven- leikfimikennari er við skólann ungfrú Fríða Stefánsdóttir frá Ólafsvík. Er liún fyrsta konan er próf hefir tekið hér á Islandi við íþróttaskóla Björns Jakobssonar á Laugavatni. Bamaskóli Akureyrar var settur á mánudaginn var. Verða yfir 450 börn í skólanum í vetur. Nýr kvenleikfimi- kennari hefir skólanum bætzt, ungfrú Sigríður Skaftadóttir frá Skarði. Iðnskóli Akureyrcur var settur á mánudagskvöldið. Eru 75—80 nemend- ur í skólanum, þar af rúmlega 30 iðn- nemar og 45 nemendur í alþýðukvöld- deild skólans. MESSAÐ í Lögmannshlíð n. (k. sunnudag (21. þ. m.), kl. 12 á hádegi. Hjúskapm. Sunnudaginn 14. okt. sl. voru gefin saman í hjónaband af séra Benjamín Kristjánssyni, ungfrú Mar- grét G. Friðriksdóttir og Jón J. Berg- dal, bókbindari á Akureyi-i. I Menntaskólanum eru nú réttir 200 nemendur skráðir. Hefir þar þetta flest verið og er aðeins fleira en í

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.