Dagur - 18.10.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 18.10.1934, Blaðsíða 2
320 DAGUK 120. tbl. Framsöguræða Eysteins Jónssonar ffármálaraðherra við 1. umcæðu um fcumvarp til fjár- laga fyrir árið 1935. (Frh.). Afkoma ríkissjóðs 1934. Um afkomu ríkissjóðs á yfir- standandi ári er eigi hægt að segja með neinni vissu eins og sakir standa. Líklegt má þó telja, að tekjur verði svipaðar og í fyrra, ef þær bregðast eigi síðari hluta ársins. Um endanleg út- gjöld er nokkuð í óvissu, m. a. vegna þess, hve margháttaðar greiðslur verða samkv. sérstök- um ráðstöfunum Alþingis utan fjárlaga. En engar líkur virðast veratilþessaðhægt verði að kom- ast hjá greiðsluhalla á þessu ári, enda gera gildandi fjárlög ráð fyrir greiðsluhalla. Þann 1. júlí- mánaðar þ. á. hafði lausaskuld ríkissjóðs í Barclay's Bank hækk- að um 839.812 frá áramótum og var þá orðin um kr. 2.160.000. — Síðan hefir hún staðið óbreytt. Samkvæmt samningi við bank- ann má skuld þessi vera hæst 100 000 sterlingspund. Skuldir innan- lcnds hafa á árinu hækkað um ca. 266.000 kr. Þessar tölur gefa ekki hugmynd um endanlega niður- stöðu ársins, en þykir þó rétt að geta þeirra hér. Verzlunarjöfnuðurinn 1034. Bráðabirgðaskýrslur um út- og innflutning á þessu ári, sem fyr- ir liggja til 1. sept., sýna mjög óhagstæðan verzlunarjöfnuð. — Samkvæmt þeim er útflutningur ca. 24.9 milj., en innflutningur ca. 31.9 milj. Verzlunarjöfnuður- inn samkvæmt því óhagstæður um ca. 7 miljónir. Að vísu er vonandi að niðurstaða ársins verði ekki svona slæm, en engar líkur virðast til þess, að hún verði hagstæð. Innflutningurinn og tekfur rikisfitjöðs. Þegar athugað er það yfirlit, sem nú hefir verið gefið í mjög stórum dráttum um afkomuna 1931—1933 og horfurnar á þessu ári, eru það nokkur höfuðatriði, sem mér finnst mest ástæða til þess að gefa gaum. öll árin að undanteknu árinu 1932, eru keyptar til landsins vörur fyrir hærri upphæðir en þjóðin hefir getað greitt með ársframleiðslu sinni. Öll árin er greiðsluhalli á rekstri ríkissjóðs, enda þótt út- gjöldin í heild sinni hafi farið lækkandi. Greiðsluhallinn er yfir- leitt jafnaður með Tántökum og 1933 og væntanlega í ár, að mestu leyti með lántökum erlend- is. En það sem er þó ískyggileg- ast og mestum erfiðleikum mun valda við leiðréttingar, er sú staðreynd, að þessi greiðsluhalla- ár, að undanskildu árinu 1932, hafa tolltekjur ríkissjóðs verið hærri en eðlilegt var, vegna þess, hve innflutningurinn hefir verið óeðlilega mikill. Hefði innflutn- ingurinn ekki farið fram úr því, sem þjóðin gat borgað árlega, hefði greiðsluhalli þessára ára orðið ennþá meiri, nema ^ríkis- sjóði hefði þá verið séð fyrir nýj- um tekjustofnum. Skakkar ffárlaga- aætlanir. öll árin eru útgjöldin samkv. Landsreikningunum miklu hærri en útgjöldin samkvæmt fjárlög- um. Er það gamalt og alkunnugt fyrirbrigði og stafar sumpart af þeirri hættulegu reglu, að sam- þykkt eruallskonar útgjöld á Al- þingi önnur en þau, sem eru á fjárlögum og sumpart af því, að upphæðir eru áætlaðar of lágt í fjárlögum. Stundum virðast á- ætlanir svo fjarri reynslu, að eigi verður annað álitið, en þær séu vísvitandi of lágt settar í fjárlögin. Er slíkt ekki til þess fallið að auka traust Alþingis og þarf að hverfa með öllu. Verður nánar að þessu vikið í sambandi við fjárlagafrumvarpið fyrir 1935. Undirbúningur frum- varpsins fyrir 1935. Eins og yfirlit þetta um af- komu undanfarinna ára ber með sér, hlutu miklir erfiðleikar að verða á vegi stjórnarinnar við undirbúning fjárlaga fyrir 1935. Stjórninni var það ljóst, að til lengdar getur ekki gengið, að rík- issjóður þurfi á hverju ári að tska lán erlendis til þess að nota til afborgana fastra lána og því síður til óarðgæfra framkvæmda. — Greiðsluhallann varð að stöðva — helzt þegar á næsta ári. Ennfremur lá það fyrir, að at- vinnuhorfur og ástand atvinnu- veganna var þannig, að framlög til verklegra fyrirtækja og til at- vinnuveganna þurfti að auka frá því, sem ákveðið var á fjárlög- um 1934. Við samning fjárlagafrum- varpsins hafði stjórnin til hlið- sjónar gildandi fjárlög og Lands- reikninga undanfarinna ára. Var vitanlega fyrst svipazt eftir leið- um til sparnaðar á beinum kostn- aði við rekstur ríkisins. Eins - og kunnugt er, verður ekki mjög miklu um þokað í þeim efnum nema með róttækum breytingum á fyrirkomulagi ríkisrekstursins. — Langmestur hluti útgjalda rík- issjóðs er ýmist bundinn með lögum eða við fyrirkomulag, sem ekki verður breytt nema á löng- um tíma. Þó hefir stjórnin gert ýmsar lækkanir á útgjöldum og verður þeirra helztu getið í sam- bandi við hækkanir framlaga til verklegra framkvæmda. 1,5 milf. kr. af ú Igfoldun- um eru leiðréttingar og gföid skv. nýfum logum. Við athugun á útgjöldum og samanburði við fjárlög yfirstand- andi árs kom það hinsvegar í ljós, að ýmsar áætlunarupphæðir voru allt of lágt settar í þeim fjárlögum, með tilliti til reynzl- unnar og þurftu að leiðréttast. Ennfremur að ýms óumflýjanleg útgjöld, þar af ýms lögbundin, sem ekki voru á fjárlögum þessa árs, þurftu að takast á fjárlög. Sumpart var hér um ný útgjöld að ræða, sem ákveðin höfðu verið síðan fjárl. fyrir 1934 voru samin og sumpart útgjöld, sem af ein- hverjum ástæðum ekki hafa verið talin með fyrr í fjárlögum, þótt greidd hafi verið. Þessar bundnu hækkanir og leiðréttingar nema nálægt IV2 milljón króna og eru þessar helztar: 1. Tillag til Kreppulánasjóðs kr. 250.000,00. Er þetta nýr liður samkvæmt lögum um Kreppu- lánasjóð frá 1933. 2. Viðhald þjóðvega kr. 100.000.00. í frumvarpinu er við- haldið alls hækkað um 150 þús. kr. Af þeirri hækkun tel ég þess- ar 100 þús. kr. beina leiðréttingu á þessum lið fjárlaganna, sem undanfarið hefir farið mjög fram úr áætlun. 3. Landhelgisgæzla 180.000 kr. Þessi hækkun er sumpart vegna þess að undanfarið hefir heildar- kostnaður við gæzluna verið of lágt settur í fjárlög samanborið við reynzluna, en sumpart vegna þess að reynzlan hefir sýnt að undanfarið hefir verið gert ráð fyrir hærra tillagi úr Landhelgis- sjóði til gæzlunnar en honum er unnt að leggja fram. Sjóðurinn er því nærri þorrinn og getur því aðeins lagt fram árlegar tekjur sínar, sem eru sektir og björgun- arlaun. 4. Afborganir lána kr. 142.000.- 00. Hækkunin á þessum lið staf- ar af afborgunum af hinum nýrri lánum. Má þar sérstaklega benda á lán ríkissjóðs til vega- og brú- argerða. 5. Vextir kr. 90.800.00. Hækk- un á þessum lið þrátt fyrir sparn~ að vegna breytingar enska láns- ins írá 1921, stafar sumpart af skuldahækkun 1933 og að sumu leyti af því að nú er nákvæmar áætlað fyrir vaxtagreiðslum af ósarmnngsbundnum skuldum en áður hefir verið í fjárlögum. 6. Tillag til sveitafélaga vegna fátækraframfæris yfir meðallag kr. 100.000.00. Er hér um leið- réttingu að ræða, samkvæmt því sem reynslan . sýnir að útgjöld þessi muni reynast. í núgildandi fjárlögum er áætlað að greiðslur til sveitafélaga vegna fátækra- framfæris, sem er 15% yfir með- allag, muni nema kr. 100.000.00, en fyrirsjáanlegt er, að þau muni nema 170 þús. kr. á þessu ári. 7. Jarðræktarstyrkur kr. 75.- 000.00. Þessi hækkun á áætlunar- upphæð er einnig gerð til leið- réttingar. Þessi liður hefir und- anfarið verið áætlaður töluvert iægra en hann hefir orðið í reyndinni. 8. Kostnaður við barnafræðslu kr. 60.000.00. Þessi hækkun er ieiðrétting, aðallega vegna þess að laun kennara eru í gildandi fjárlögum sett lægri en þau reyn- ast. 9. Strandferðir kr. 70.000.00. Hækkun þessi er gerð til sam- ræmis við þá reynslu, sem fæst í ár. úr strandferðum þykir sízt fært að draga. 10. kostnaður við spítala kr. 76.800.00. Mestur hluti upphæð- arinnar eru hækkanir til leiðrétt- ingar til samræmis við reynsluna um kostnað við sjúkrahúsin, eru nokkur hluti nýr liður vegna laga frá 1932 um breytingu á lögum um varnir gegn kynsjúkdómum. 11. Malbikun þjóðvega kr. 77.- 000,00. Þesi liður er nýr og sett- ur á fjárlög samkvæmt breytingu á lögum um bifreiðaskatt, sem samþykkt var á Alþingi 1933. — Renna samkvæmt henni 15% af bifreiðaskatti til malbikunar á þjóðvegum. 12. Kostnaður við gjaldeyris- ráðstafanir kr. 30.000.00. Á fjár- lögum hefir eigi fyrr verið gert ráð fyrir kostnaði við fram- kvæmd innflutningshafta né g.ialdeyrisráðstafana. Hefir þó slíkur kostnaður verið greiddur undanfarin ár. Þótti sjálfsagt að ætla fyrir þessum kostnaði á fjárlögum, þar sem alkunnugt er að hjá því verður alls ekki kom- izt að hafa sterk tök á innflutn- gffffffffffffffffffffffi E Skotfæri. w f£& Hlaðin skot nr. 12 og 16. •• Skothylki — 12 - 16. £* Púður, högl, hvellhettur og riffilskot af ýmsum stærðumj $ 52 Kaupfélag Eyfirðinga. g* Járn- og glervörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.