Dagur - 18.10.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 18.10.1934, Blaðsíða 3
120. tbl. DAGUR 327 ingi vara og sölu erlends gjald- eyris. 13. Toll- og löggæzla kr. 50.- 000.00. Þessi hækkun á liðnum er beinlínis til leiðréttingar sam- kvæmt reynslu um þennan kostn- að. Er síður en svo, að tollgæzla megi minnka frá því, sem nú er. Er full þörf á að hún verði bætt víða á landinu og getur því ekki til mála komið að setja þennan lið lægra en hann hefir reynzt undanfarið. 14. Kostnaður við Alþingi kr. 25.000.00. Hækkun þessi á áætl- uöum kostnaði við Alþingi er sett í samræmi við reynslu undanfar- inna ára. Hinsvegar hefir þess verið vænzt, að kostnaður við fjölgun þingmanna myndi vegast upp með styttra þinghaldi þar sem fjárlög eru nú afgreidd í sameinuðu þingi. 15. Kostnaður við milliríkja- samninga kr. 18.500.00. Þetta er nýr liður á fjárlögum, en þó að- eins leiðrétting, því undanfarið hafa árlega verið greiddar háar upphæðir í kostnað við slíka samninga; og vafalaust verður einhver kostnaður árlega vegna samninga við önnur ríki. Get ég þess hér til dæmis, að 1932 voru greiddar tæpar 30 þús. krónur I slíkan kostnað og 1933 um 36 þús. krónur. 16. Framlag til Ellistyrktar- sjóða kr. 25.000.00. Hækkun þessi er leiðrétting vegna ákvarðana Alþingis um að hækka tillagið til sjóða þessara. 17. Framlag til sjúkrasamlaga kr. 18.000.00. Um hækkun á þess- um lið er hið sama að segja. 18. Sakamálskostnaður kr. 20.000.00. Á, þessum lið er um leiðréttingarhækkun að ræða samkvæmt reynslu undanfarinna ára. 19. Kostnaður við vinnuhælið á Litla-Hrauni kr. 15.000.00. — Hækkunin er gerð einungis til leiðréttingar. Reynslan hefir sýnt að of lágt hefir verið áætlaður kostnaður við stofnun þessa. 20. Kostnaður við skattanefnd- ir kr. 15.000.00. Kostnaður þessi hefir verið of lágt áætlaður und- anfarið og er liðurinn hækkaður um þessa upphæð til leiðrétting- ar. — Aðrar hækkanir af þessu tagi og nýir liðir óhjákvæmilegir nema lægri upphæðum og því ekki talið sérstaklega hér með. Samkvæmt því, sem nú hefir ver- ið rakið var stjórnin bundin við að hækka útgjöld fjárlaganna um nálægt lýz milljón króna eða að öðrum kosti áætla vísvitandi of lágar upphæðir fyrir þessum útgjöldum og blekkja með því bæði sig og Alþingi. Hækkun framlaga lil verklegra fcamkvæmda og atvinnuveganna. Þá kem ég að hækkunum stjórn- arinnar á framlögum til verk- legra framkvæmda og til atvinnu- veganna. Eru þessar helztar: 1. Aukið framlag til nýrra vega kr, 43.000,00, 2. Til bygginga og endurbóta á skólum kr. 80.000.00. 3. Framlag.til verkfærakaupa- sjóðs "kr. 65.000.00. 4. Aukið framlag til bygginga verkamannabústaða kr. 100.000. 5. Aukið framlag til Bygging- ar- og landnámssjóðs kr. 100.000. 6. Aukið framlag til hafnar- gerða kr. 40.000.00. 7. Aukið framlag til vitabygg- inga kr. 16.000.00. 8. Aukið framlag til nýrra símalína kr. 30.000.00. 9. Aukið framlag til atvinnu- bóta kr. 200.000.00. Þar af kr. 100.000 til stofnunar nýbýla. 10. Kostnaður við skipulagn- ingu afurðasölunnar kr. 20.000.00. Lækkanir. Helztu lækkanir stjórnarinnar, sem koma hér á móti eru þessar: Lækkun á styrk til Eimskipa- félagsins kr. 100.0000.00. Launalækkanir vegna dýrtíðar- uppbótar á laun yfir 4000 kr. og burtfelling uppbótarinnar á laun yfir 4600 krónur kr. 70.000.00. Hækkanir að frádregn- uni lækkunnm. Þannig leggur stjórnin til, að framlög til verklegra fram- kvæmda hækki um sem næst 700.000 krónur, en hækkanir stjórnarinnar að frádregnum lækkunum hennar nema sem næst 500^000 kr. Er rétt að taka það fram í þessu sambandi, að á fjár- lagafrumvarpinu eru um kr. 110.000.00 ætlaðar til greiðslu vaxta og afborgana af lánum til vega- og brúargerða, sem tekin hafa verið undanfarin ár og er geta ríkissjóðs til framlaga til verklegra framkvæmda 1935 vit- anlega minni en ella, sem því nemur. Rétt þykir mér að benda á það alveg sérstaklega í sam- bandi við framlög til verklegra framkvæmda, að í frumvarpinu eru sett þau skilyrði fyrir fram- lagi til atvinnubóta, að ríkis- stjórnin geti krafizt þess að unn- ið verði að framkvæmdum fyrir ríkissjóð sem framlagi ríkisins nemur. Ennfremur er það mikils- verða nýmæli í frumvarpinu að 100.000 kr. af framlagi til at- vinnubóta skuli verja til stofnun- ar nýbýla. Er hér um algerða stefnubreytingu að ræða frá því, sem verið hefir og gengur hún í þá átt, að framlög ríkisins til at- vinnubóta renni til nauðsynlegra framkvæmda ríkissjóðs og til þess að skapa varanlega atvinnu- aukningu, m. a. með fjölgun býla í landinu. Greiðslur 1935 áætlaðar 13.7, mil}. Greiðslur ríkissjóðs á árinu 1935 eru samkvæmt frumvarpinu um 13,7 milljónir kr. Eru þá meðtaldar afborganir fastra lána,' sem nema um 976 þús. kr., en hinsvegar ekki fyrningar. Tel ég upphæðina þannig til samræmis við greiðslur áranna 1931—1933, sem ég hefi gert að umtalsefni, og sökum þess að ég álít að tak- markið hljóti að vera það, að ganga frá fjárlögunum greiðslu- hallalausum. En vel skulu menn gæta þess að í greiðsluhallalaus- um fjárlögum er gert ráð fyrir nál. 1 milljón króna lækkun á ríkisskuldum. Beri menn heild- argreiðslurnar samkvæmt frum- varpinu samán við fjárlög und- anfarinna ára og yfirstandandi kemur það í ljós, að þær eru hærri samkvæmt því en verið hefir, liðlega 2 milljónum króna hserri eh á fjárlögum þessa árs. Nú þegar verið hefir gerð grein fyrir þessari 2 milljón króna hækkun. 3/4 (li/2 millj.) hlutar hennar eru leiðréttingar og ný lögboðin útgjöld, 1/4 hluti (um y% millj.) eru aukin framlög til verklegra framkvæmda að frá- dregnum lækkunum stjórnarinn- ar. Árið ÍOSI reyndust |þaer 18,2 mllf., arlð 1032 13,0 milf. og ariíS 1038 uin 15 milf. Séu greiðslur ríkissjóðs sam- kvæmt frumvarpinu hinsvegar bornar saman við greiðslur ríkis- sjóðs samkvæmt landsreikningn- um þau 3 ár, sem ég hefi drepið á, kemur það í Ijós, að greiðsl- urnar samkvæmt frumvarpinu eru lægri en samkvæmt reikning- unum, jafnvel lítið eitt lægri en 1932, en þá voru útborganir rík- issjóðs lægri en þær hafa orðið um mörg ár, fyrr og síðar. Þann- ig voru greiðslurnar eins og áð- ur er vikið að 1931 um 18,2 millj. 1932 um 13,9 millj. og 1933 um 15 millj. kr., en í frumvarpinu fyrir 1935 13,7 millj. kr. Kemur hér enn í Ijós það, sem ég hefi drepið á fyrr í ræðu minni, að bundin útgjöld hafa yfirleitt ver- ið of lágt áætluð í fjárlögum. Með því að hafa áætlanir sínar lægri gat stjórnin vitanlega lagt fyrir þingið frumvarp, sem sýndi lægri heildarútgjöld en frumvarp það, sem hér liggur fyrir. En stjórnin tók þann kost að áætla bundin útgjöld, sem hún ekki treystist til þess að breyta, svo nærri sanni sem unnt var, til þess að tryggja það sem bezt, að útgjöld ekki færi fram úr áætlun. Við það hækkuðu útgjöldin I frumvarpinu eins og rakið hefir verið, en jafnframt jukust lík- urnar fyrir því að frumvarpið stæðist í framkvæmd og er slíkt fyrir miklu. Nái þetta frumvarp samþykki Alþingis og takist vel um framkvæmd þess, ættu end- anleg útgjöld ársins 1935 sizt að verða hærri en útgjöld undanfar- inna ára, þótt þau séu hærri samkvæmt frumvarpinu en í f jár- lögum fyrir þessi ár. í þessu sambandi tel ég alveg sérstaka ástæðu til þess að benda á, að ef vel á að fara um afkomu ríkis- sjóðs framvegis verður að hætta því að samþykkja á Alþingi út- gjöld utan fjárlaga, nema alveg óhjákvæmilegt sé enda sé þá jafnhliða séð fyrir nýjum tekj- um, til þess að standast þau út- gjöld. Tekiuaætlunin. Mun ég þá þessu næst víkja að tekjuhlið frumvarpsins. Bg vék áðan að því að undanfarin ár hefði tekjur ríkissjóðs ekki hrokkið fyrir greiðslunum. Benti ég á í því sambandi, að undan- farin ár, að undanteknu árinu 1932, hefði ríkissjóður þó orðið aðnjótandi meiri tolltekna en ver- ið hefði, ef Vörukaup frá útlönd- um hefðu verið miðuð við greiðslugetu landsmanna. Jafn- íramt sýndi ég fram á hið nána samband, sem er á milli vöruvið- skipta við útlönd og tekna ríkis- sjóðsins. Af þessu er ljóst, að þegar stjórnin hlaut að gera sér grein fyrir því, hvaða tekna hún mætti eiga von á á næsta ári af tekjustofnum ríkissjóðs, varð hún að byrja á því að gera sér grein fyrir horfunum um út- og innflutning vara á áfinu 1935. Varð þá fyrst fyrir að slá því föstu, að innflutningur vara hlýt- ur að miðast við það, sem þjóðin getur borgað með andvirði þess hluta ársframleiðslu sinnar, sem seldur er til útlanda og ekki renn- ur til greiðslna af lánum og ann- ara óumflýjanlegra útgjalda. Til lengdar er ekki hægt að halda á- fram að stofna til skulda erlendis vegna ofmikilla vörukaupa. Nú verður ekki sagt, að útlitið með sölu á afurðum okkar á erlendum markaði sé glæsilegt. En undir sölu þeirra er vöruinnflutningur- inn til landsins kominn og þar með tekjur ríkissjóðsins að veru- iegu leyti eins og nú er háttað á- lagningu tölla. Þegar hér við bæt- ist svo að innflutningur varal933 og væntanlega í ár verður meiri en hægt er að greiða með þeim erlenda gjaldeyri, sem væntan- lega verður fyrir hendi, er niður- siaða stjórnarinnar sú, að buast verði við því, að innflutningur til land&ins verði að vera til muna minni 1935 en hann var 1933 og verður væntanlega í ár, og þýðir það, að búast megi við minni tekjum í ríkissjóð 1935 en verið hafa, að óbreyttum tekjustofn- um. Eru tekjurnar í frumvarp- inu að verulegu leyti áætlaðar með hliðsjón af reynslu ársins 1932. Er það álit stjórnarinnar, að mjög sé óvarlegt að gera ráð fyrir hærri tekjum næsta ár með tilliti til þess, sem að framan er sagt um horfur fyrir inn- og út- flutningi. Skattalækkanir. í frumvarpinu eins og það Hggur fyrir er reiknað með þeim tekjustofnum, sem ríkissjóður nú hefir, að undanskildum gengis- viðauka á kaffi- og sykurtolli, sem stjórnin leggur til að verði felldur niður. Ekki er heldur reiknað með 40% álagi á tekju- og eignarskatt, sem innheimt var 1933 og yfirleitt er gengið út frá að verði framlengt fyrir yfir- standandi ár, þótt dregizt hafi sökum þess, hve þinghaldið er nú seint á árinu. Tekjurnar eru samkvæmt frumvarpinu áætlaðar kr. 11.950 milj. Til þess að gera sér grein fyrir frumvarpinu og breyting- um þess frá því, sem verið hefir, gr rétt að, athuga hver tekjuáætl-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.