Dagur


Dagur - 20.10.1934, Qupperneq 1

Dagur - 20.10.1934, Qupperneq 1
D AOUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVII. ár. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 20. október 1934. 121. tbl. Poincaré Á hæla fregninni um morð Barthous utanríkisráðherra, kem- ur fregnin um andlát Poincaré, er lézt á mánudaginn var, 74 ára að aldri. Eiga Frakkar þar á bak að sjá tveimur mjög merkum stjórnmálamönnum, svo að segja í sömu andránni. Jean-Louis Barthou var fædd- ur 1862. Hann las lögfræði og var fyrst kosinn á þing 1889. V erkamálaráðherra varð hann 1894. Forsætisráðherra varð Bar- thou 1913, og knúði þá í gegnum þingið frumvarpið til laga um þriggja ára herþjónustuskyldu, í stað tveggja, er áður hafði verið. Var hann þá mjög í andstöðu við jafnaðarmenn og iðnfélög verka- manna. Árið 1922 fór hann í öld- ungadeildina og varð sama ár formaður í skaðabótanefndinni (er fjallaði um ófriðarskaðabæt- ur). Á þeim árum var hann einn ákveðnasti mótstöðumaður Sovét- Barnahœli brennur. Við stórslysi lá í Reykjavík í gærmorgun, er eldur kom upp í barnaheimilinu »Vorblóm« á Grund vestan við Reykjavík. Voru 24 börn á hælinu frá 3ja vikna til 15 ára aldurs. Eldri börnin voru flest komin út en í stofu einni á neðstu hæð láu níu vöggubörn. Tókst að rétta þau öll út um glugga, án þess að þau sakaði. Starfsstúlka ein og 8 ára gömul telpa, er voru uppi á lofti, forðuðu sér með því að hlaupa út um glugga. Meiddist starfsstúlk- an á höfði, en telpan í baki og var komið til læknis. Forstöðu- kona hælisins, Sigríður Sigurðar- dóttir (regluboða) var uppi á lofti og beið þar unz slökkviliðið bjargaði henni. Beið hún skaða mikinn, því að nálega alla innan- stokksmuni og lausafé missti hún þarna, vátryggt litlu gjaldi. Úr Rangárvallasýslu er hið mesta góðæri að frétta. Heyfengur hefir verið með allra mesta móti og nýting góð, sér- staklega austan til, en dálítið mis- jöfn í vestursýslunni. Garðupp- skera hefir víðast verið ágæt, sauðfé með bezta móti til frálags og að holdum undir veturinn, og bráðapest hefir varla, eða ekki, heyrzt nefnd. látinn. stjórnarinnar. Síðari árin hefir verið heldur hljótt um hann unz hann nú tók við utanríkisráð- herrastörfum, og réðist þá svo, að hann varð einna öflugastur meðmælandi þess, að Sovét-Rúss- land gengi í Þjóðabandalagið. Raymond Poincaré var fæddur í ágúst 1860 og því 74 ára er hann lézt. Hann varð fyrst þing- maður 1887 og komst brátt í fjárlaganefnd og þótti með af- burðum slyngur fjármálamaður, svo að Caillaux einn hefir þótt honum jafnsnjall eða fremri, meðal landa hans. Þó varð hann menntamálaráðherra í fyrsta sinn, er hann gekk í ráðuneyti, 1893. Fjármálaráðherra var hann 1895 og aftur 1906. Árið 1912 myndaði hann stjóm í fyrsta skipti. Forseti Frakklands varð Við tekjuáætluninamættiþábæta: Gengisviðauka á kaffi- og sykur- tolli kr. 225.000.00 og 40% álag tekju- og eignarskatts ca. kr. 375.000.00, eða samtals 600 þús. kr.' Að óbreyttum öllum tollum og sköttum hefði þá tekjuáætlun- in orðið um 12.550 milj. og greiðsluhalliífrv. um 1,2 milj. kr. Er það nokkuð í samræmi við af- komu ársins 1933. Þessi upphæð hefði þá orðið að fást eftir nýj- um tekjuöflunarleiðum ef eldri skattalöggjöf hefði átt að standa óbreytt. Nú er það hinsvegar svo, að stjórnin lítur á það, sem eitt af sínum hlutverkum, að færa skatta- og tollabyrðinaí réttlátara horf. í samræmi við það leggur hún nú til þær breytingar á skattalöggjöfinni til lækkunar, að gengisviðauki á kaffi og sykri falli niður og ennfremur að út- flutningsgjald af síld lækki stór- lega og útflutningsgjald af land- búnaðarafurðum falli niður. Eft- ir fjárlagafrumvarpinu eru tekj- ur ríkissjóðs áætlaðar um kr. 11.950 eins og áður er sagt, og er þá eins og venja er til, reikn- hann skömmu fyrir ófriðinn mikla, og var hann í opinberri heimsókn til Rússlands og Norð- urlanda á vígskipi einu, er ófrið- urinn hófst, kominn til Svíþjóðar á heimleið. Forsætisráðherra varð hann aftur 1922, og gekk hann þá mjög hart eftir því að Þjóðverjar stæðu við allar skuld- bindingar sínar, ekki sízt skaða- bótagreiðslur. En þó er rétt að geta þess, að hann greindi mjög á við Clemenceau um friðarskil- mála þá, er Þjóðverjum voru end- anlega boðnir, en þeir voru verk Clemenceaus meira en nokkurs eins manns annars. Áleit Poin- caré að þeir væru alltof harðir og að fátt gott myndi af þeim stafa, eins og flestum þótti líka sýnt eftir stutta reynslu, og öll- um þykir auðsýnt nú. — Poin- caré fékk orð fyrir stranga ráð- vendni meðal landa sinna og flestum mönnum fremur, svo að jafnvel óþjált þótti. að með núgildandi skattalöggjöf og tollum þeim, sem stjórnin leggur til að verði framlengdir. Greiðslurnar eru hinsvegar um 13.750 millj. kr. Er því greiðslu- halli í frumv., sem nemur um 1.800.000. Hér við bætist tekju- rýrnun samkvæmt frumvarpi um útflutningsgjald, ef að lögum verður, áætluð um kr. 200.000.00. — Verður mismunurinn þá kr. 2.000.000.00. Tekjuaukar. Upphæð sú, sem vegast verður alveg upp með nýrri tekjuöflun, til þess að fullur greiðslujöfnuð- ur fáist, finnst síðan með því að draga hér frá áætlað 40% álag á tekju- og eignarskatt, sem er raunverulega aðeins framlenging og innifalin í frumvarpi stjórn- arinnar eignaskatts og ætla má að nemi umir. 375.000.00. Verða það þá um kr. 1.625.000.00 sem hyju tekjuöflunarfrumvörpin þurfa að gefa í ríkissjóð. Þar af um 425 þús. kr. vegna lækkunar stjórn- arinnar á útflutningsgjaldi og kaffi- og sykurtolli og um 1 milj. og 200 þús kr. vegna þess að inn- Lofstir Laxnes§: Að því er útvarpsfregn hermdi í fyrrakvöld,. hafa nú borizt 22 ritdómar víðsvegar af Norður- löndum um bók Halldórs Kiljan Laxness, »Sölku Völku«, er Gunn- ar Gunnarsson hefir þýtt á dönsku, en það er raunar »Þú vínviður hreini« og »Fuglinn í fjörunnk, undir einu nafni í þýð- ingunni. Undantekningarlaust eru þessir ritdómar fullir af lofi í garð hins unga skálds, og það svo, að varla finnst ritdómendum þess vert að setja út á nokkurn hlut. Til dæmis um ritdómana, flutti tíðindamaður útvarpsins örlítið ágrip af ritdómi Poul la Cour, sem birtist í októberhefti hins vel metna tímarits »Tilsku- eren«. Segir hann meðal annars f upphafi máls síns: »Og svo kem- ur frá íslandi hinn mikli bók- menntaviðburður þessa árs«. Tel- ur la Cour þarna skáldsagnahöf- und af guðs náð á ferðinni, ó- venju stórbrotinn. Annars yrði hér of langt mál að gera grein fyrir ritdómnum í heild sinni, en fregnin telur hann ritaðan af miklum skilningi á list og vinnu- brögðum skáldsins. flutningur vara hlýtur að lækka frá því sem nú er og tolltekjur ríkissjóðs að lækka. Stjómin mun leggja fram frumvörp um öflun nýrra tekna, til þess að jafna greiðsluhalla fjárlaganna. Fjárlagafrumvarpið eitt út af fyrir sig gefur því ekki hug- mynd um fjármálatillögur stjórn- arinnar. Þegar rætt er um tillög- ur hennar verður að taka tekju- öflunarfrumvörpin til greina, þótt tekjur þær, sem þeim er ætlað að afla, séu ekki færðar á fjárlögin fyrr en tekjuöflunar- frumv. eru samþykkt. Tekjuöfl- unarfrumvöi*p þau, sem nú þegar hafa verið lögð fyrir Alþingi eru þessi: 1. Frumvarp um hækkun á tekjuskatti og eignarskatti. Er ætlazt til, að sámkv. þessu frum- varpi hækki skatturinn upp í ca. 1.925.000 kr. Tekjuauki samkv. hann var innheimtur 1933 og verður vafalaust í ár (með 40% álagi), ætti að vera um 450.000, kr. 2. Frumvarp um hækkun á tó- bakstolli og tolli á brjóstsykri og átsúkkulaði. Tekjuhækkun sam- kvæmt því ætti að nema um 250.000 kr. Framsöguræða Eystteins Jónssonar fjármálaráðherra við 1. umræðii um fruimarp tll íjar- laga iyrir árið 1935. (Framh.). um hækkun tekju- og því, miðað við skattinn eins og

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.