Dagur - 23.10.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 23.10.1934, Blaðsíða 1
DAGUR lcemur út á þriðjudogum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanna- son í Kaupfél. Eyfirðinga Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVII . ár.í Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgö'tu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akurcyri 23. október Í934. 122. tbl. Viðsjár í Evrópu eru nú taldar hinar mestu, er ef til vill hafi nokkru sinni verið, síðan fyrir ófriðinn mikla, og e» morð Alexanders Yugo-Slavakon- ungs aðalorsök þeirra. Er nú hin magnaðasta ófriðarhætta - talin yfirvofandi, svo að allt geti í blossum leikið á svipstundu, hversu lítið sem út af kann að bera, þótt flestir reyndar voni, að svo mikil stillingar- og vit- glóra sé þó eftir, að stýrt verði hjá nýrri, voðalegri styrjöld. En viðsjárefnið eru rannsóknir frönsku og yugo-slavnesku lög- reglunnar, er leitt þykja hafa í ljós ýmislegt nýtt um það, hversu konungsmorðið hafi verið undir- búið. Ersvo hermt, að í aambandi við þessar rannsóknir sé því fyllilega dróttað að Þjóðverjum, að félagsskapur sá, er að kon- ungsmorðinu stóð, hafi að ein- hverju leyti haft bækistöð sína og starfað í Þýzkalandi, og hefir þetta þá leitt til grunsemda um það, að Göring hafi ekki verið ókunnugt' um morðundirbúning- inn. Mál þetta er mjög rætt í enskum og ítölskum blöðum, og er þar sumstaðar talið líklegt að undirbúninginn megi rekja til Þjóðverja. Rússnesk blöð styðja þessa skoðun, en þýzk blöð mót- mæla af alefli þessum ásökunum. hefir staðið afarlengi, sem kunn- ugt er, og farið síharðnandi. Ka- þólska kirkjan reis fyrst og harðast til andmæla, er Miiller ríkisbiskup gerðist yfirmaður ríkiskirkjunnar, fyrir tilstilli Hitlersstjórnarinnar og með það fyrir ¦ augum að saméina allar kirkjur í Þýzkalandi í eina ríkis- kirkjuheild, er auðvitað væri al- gerlega háð Nazistaflokknum. En brátt hófust einnig mótmæli af hálfu margra þýzkra mótmæl- enda og sló sífellt í harðari deil- ur, eftir því sem Miiller ríkisbisk- up setti fleiri klerka og kirkju- höfðingja af embættum. Er nú svo komið, að klofningur þýzku kirkjunnar er alveg fullkominn og opinber. Hermir útvarpsfregn í fyrakvöld, að stofnuð hafi verið ný þýzk kirkjudeild, er nefnist »þjóðsýnóda þýzkra evangeliskra kirkna«. Hafa forystumenn henn- ar látið boðskap út ganga, skor- að á evangeliska söfnuði alla og klerka þeirra, að rísa sem einn maður gegn ofbeldi Miillers rík- isbiskups og óhlýðnast fyrirskip- unum hans. Hafa opinber um- mæli evangelisk-lúterskra kirkju- höfðingja verið afar hörð í garð Mullers, og meðal annars á þá leið, að hann hafi saurgað kirkj- una og Guðs kristni með aðgerð- um sínum. — Liggur stjórninni þetta allþungt á hjarta, því að hún er fastráðin i því, að sveigja kirkjuna til hinnar nýju ríkis- kirkju, eða ríkistrúarbragða, er a. m. k. sumstaðar hafa verið nrédikuð í svo rammfarnum »fi}ð- urlandsanda«, að lítið hefir skort á fullkomna óðins- og Ásatrú, en á hinn bóginn er stjórnin hálf- smeyk við áhrif klerkanna, er svo fastheldnir eru við kirkju sína, á meginþorra safnaðanna, og þá íbúanna í sumum landshlutum. Frá Blenduösi var símað í fyrrakvöld, að slátr- un þar væri nú lokið. Hefði alls verið slátrað 25.000 fjár, þar af 21.000 í Sláturfélagi Austur-Hún- vetninga. Féð var venju fremur rýrt, bar á veiklun í mörgu af því. Margt fé hefir drepizt úr bráðapest í sýslunni. Frímann B. Arngo'ímsson varð 79 ára á miðvikudaginn var. Að því und- anteknu, að honum er eðlilega þungt um sporið eftir fótbrotið, þótt enn sé liann oft og einn á gangi, er hann hverjum jafnaldra sinna ernari og ó- bilugri. Læknum fjölgar í bænum. Tveir ný- ir læknar eru setztir að hér á Akur- eyri. Eru það þeir Jón Steffensen, son- ur Valdemars Steffensen læknis, og Jón Geirsson, sonur Geirs sál. vígslu- biskups. Hinn fyrrnefndi hefir lækn- ingastofu sína í Hafnarstræti 83 eins og áður hefir verið auglýst, en Jón Geirsson opnar lækningastofu sína í Hafnarstræti 108 næstkomandi fimmtu- dag (sjá auglýsingu á öðrum stað í blaðinu). Framsöguræða Eysteins Jónssonar f járniálaráðherra við 1. nmræðu um frnmvarp til fJár- laga fyrir árið 1935. (Niðurl.). Um tvennt að velja. Nú hefi ég gefið yfirlit í stór- um dráttum um fjárlagafrum- varpið og meðfylgjandi skatta- frumvörp. Eins og menn munu nú hafa áttað sig á til hlítar, átti stjórnin um tvennt að velja, þeg- ar hún samdi fjármálatillögur sínar fyrir þingið. Annaðhvort varð hún að taka þann kost að létta ekkert tolla á neyzlu- og framleiðsluvörum og minnka jafnhliða framlög til verklegra framkvæmda vegna fyrirsjáan- legrar ' rýrnunar á tolltekjunum eða hinu, að létta neyzlu- og framleiðsluvörutolla svo sem unnt var, auka verklegar fram- kvæmdir og afla síðan nýrra tekna í ríkissjóð. Síðari leiðin var valin í fullu samræmi við stefnu flokka þeirra, sem að stjórninni standa og þarfir al- mennings á þessum tímum. En ég vil Jeyfa mér að vekja sér- staka athygli á því, að með fjár- málatillögum sínum, fjárlaga- frumvarpi og meðfylgjandi tekju- öflunarfrumvörpum, fer stjórnin ekki fram á, að heildartekjur rík- issjóðs verði hækkaðar. Frum- vörpin ganga í þá átt að færa skattabyrðina í réttlátara horf en áður hefir verið og að bæta ríkissjóði upp þá tekjurýrnun, sem hann hlýtur að verða fyrir við minnkaðan vöruinnflutning til landsins. Benda sljornmalaand- stæðingar a aðrar leiðir ? Ég þykist viss um að háttvirtir stjórnarandstæðingar muni telja sig hafa eitthvað út á fjármála- tillögur stjórnarinnar að setja. Má vel vera, að með réttu megi að finna og að eitthvað standi til leiðréttingar. En ég sé alveg sér- staklega ástæðu til þess að taka það fram, að á þeim, sem gagn- rýna þessar tillögur, hvílir tví- mælalaust só skylda, að benda Pað tilkynnist vinum og vandamönnum, að dóttir mín, Hildur Margrét Schiöth, and- aðist fimmtudaginn 18. okt. sl. Jarðarförin er ákveðin laugard. 27. okt. og hefst með kveðju- athöfn frá heimili okkarkl.l e.h. Ytri-Tjörnum 22. okt. 1934. Inga Kristjdnsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför manns míns og föður, Aðalsteins Jörunds- sonar. Guðb/örg Sumarliðadóttir. Ouðríður Aðalsteinsdóttir. Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum að jarðarför son- ar og bróður okkar, Alfreðs Sumarliðasonar, fer fram frá heimili hins látna, Lækjargötu 11, fimmtud. 25. þ.m. kl. 1 e.h. Móðir og systkini. glöggt á það, hvaða leiðir þeir álitu réttari en þær, sem stjórn- in leggur til að farnar séu. Sé það eigi gert, fellur gagnrýnin um sjálfa sig, en sé komið fram með ákveðnar tillögur í aðrar áttir, leiða þær vitanlega til rök- ræðna um málið. Gjaldeyrisveraslunin. Þá vil ég minnast nokkrum orðum á gjaldeyrisverzlunina sér- staklega og viðskiptin við útlönd. Ég hefi nú drepið á þau mál í sambandi við afkomu ríkissjóðs og horfurnar um tekjur hans. Eins og ég gat um, þá er útlitið hið ískyggilegasta um greiðslu- jöfnuð við útlönd á yfirstandandi ári. 1. sept. er innflutningur um 7 milj. kr. hærri en útflutningur, en þyrfti í árslok að verða, eftir því sem næst verður komizt, um 8 milj. kr. lægri en útflutningur- inn, til þess að hagur þjóðarinn- ar ekki versni út á við á árinu, Virðast engar líkur til annars

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.