Dagur - 23.10.1934, Síða 2

Dagur - 23.10.1934, Síða 2
334 DAGUR 122. tbl. DP N A lækningastofu mína í Ilalnarstræti 108 (hús Frið|ón§ læknis), ftmintudaginn 25. |>. m. — Viðtalstími kl. 1—3 e, h. — Sími 72. — Viðtalstimi lieima, í Aðalstræii 8, kl. 7—8 e.h. Sími 34. fón Geirsson, lœknir. en að niðurstaða ársins verði í þessum efnum mjög óhagstæð. Strangara eftirlit óhjákvæinilcgt. Ástæðan til þess, að svona er komið á þessu ári, er í fyrsta lagi sú, að of mikil bjartsýni hefir ráðið gerðum manna um ákvörð- un innflutnings framan af árinu. Ennfremur veldur hér miklu um, að þeir sem starfað hafa að út- hlutun innflutnings- og gjaldeyr- isleyfa, hafa eigi haft nægilega stoð í gildandi lögum og reglum um innflutnings- og gjaldeyris- hömlur, til þess að gera fullnægj- andi ráðstafanir til verndar greiðslujöfnuðinum. Samkvæmt núgildandi lagaákvæðum er ekki unnt að gera allan vöruinnflutn- ing til landsins háðan leyfisveit- ingum. Hefir mér virzt, að allir þeir, sem að þessum málum vinna, séu sammála um það, að til þess að hægt sé að ráðstafa þeim gjaldeyri til vörukaupa, sem fyrir hendi er, á fullnægjandi hátt, þurfi hlutaðeigendur að hafa aðstöðu til að ráðstafa öll- um vöruinnflutningi til landsins. Þá eru ennfremur í gildandi lög- um um sjálfa gjaldeyrisverzlun- ina ýms ákvæði, sem valda því, að hvorki bankarnir eða gjaldeyr- isnefndin hafa náð nægilega sterkum tökum á gjaldeyrisverzl- uninni. Með reglugerð, sem ráðu- neytið setti nú fyrir nokkrum dögum, er gjaldeyrisnefndinni fengin aðstaða til frekari íhlutun- ar um innflutning vara en áður. Stjórnin leggur nú fyrir Al- þingi frumvarp um gjaldeyris- verzlunina og innflutninginn, sem á að bæta úr þeim göllum, sem nú eru á lagafyrirmælum um þau efni. Miða þau að því, að hægt sé að ná fastari tökum á gjald- eyris- og innflutningsmálunum en unnt er nú. Er þess að vænta, að Alþingi viðurkenni hina brýnu þörf, til leiðréttinga á greiðslu- jöfnuði landsins, sem á hefir ver- íð bent og taki frumvarpi þessu vel, Þess skal og getið hér, að stjórnin gerði ráðstafanir rétt eftir að hún tók við völdum, til þess að dregið yrði úr innflutn- ir.gi síðari hluta þessa árs svo sem frekast væri fært. Markaðshorfur. Um horfur á næsta ári um gjaldeyrisverzlunina og um sölu íslenzkra afurða er ekki hægt að segja neitt með vissu og jafnvel ekki um sölu afurða á þessu ári til hlítar. Eigi virðist um neina breytingu að ræða í heiminum nú í áttina til meiri rýmkunar í við- skiptum milli landa. Virðist meira að segja miða heldur í átt- ina til frekari hindrana. Kröfurn- ar um vöruskipti ríkja á milli eru sí og æ að verða háværari, og því er sízt að leyna að þær eru utan- ríkisverzlun okkar mjög hættu- legar, vegna þess hve útflutnings- vörur okkar eru einhæfar og markaður fyrir þær óvíða. Nú er svo komið, að innflutningshömlur eru á flestum aðalútflutningsvör- um okkar í aðalmarkaðslöndun- um, og keppinautar okkar á mörkuðum liafa víða betri að- stöðu en við. Geta boðið meiri vörukaup en við o. s. frv. Svo er það til dæmis um Norðmenn á Spánarmarkaði og Portúgals- markaði. Hafa þeir fengið bætta aðstöðu sína á þessum mörkuð- um og fer ekki hjá því, að það gengur að einhverju leyti út yfir sölu á okkar afurðum. Verður því ekki annað sagt en að margt sé í óvissu um sölu afurðanna framvegis og þar með um afkom- una út á við. Er vonandi að bet- ur rætist úr því en áhorfist. Er sýnilegt að keppa verður að því mjög eindregið að gera útflutn- ingsvörur okkar fjölbreyttari en þær eru nú, til þess að tryggja áfkomu þjóðarinnar. Ennfremur verður að vinna að aukningu iðn- aðar af alefli til þess að auka at- vinnu í landinu og spara erlendan gjaldeyri. Greiðsliihallalausijárlög árið 1935. Fjárlagafrumvarp stj órnarinn- ar, skattafrumvörpin og frum- varpið um gjaldeyrisverzlunina mynda í raun og veru eina heild og hafa því öll hlotið að blandast inn í þá greinargerð um fjárlög- in, sem hér hefir verið flutt. Vildi ég leyfa mér að æskja þess að þetta yrði sérstaklega haft í huga við afgreiðslu og umræður um fjármálin hér á Alþingi, Að lokum vil ég svo leggja áherzlu á það, að fjárlögin verði afgreidd greiðsluhallalaus að þessu sinni. Til þess að svo megi verða hlýt- ur Alþingi að gera ráðstafanir til þess að lækka útgjöld eða hækka tekjur rikissjóðs frá því, sem ráð er fyrir gert í frumvörp- um stjórnarinnar, ef breytinga reynist þörf til hækkunar út- gjöldum. Sérhverri skynsamlegri tillögu til lækkunar á beinum kostnaði við ríkisreksturinn mun stjórnin taka vel. r Ihaldsmenn vilja grœða á öþurrkunum. Fyrir löngu hefir verið skýrt frá því bæöi í blöðum og útvarpi, að ríkisstjórnin hafi gert ráðstaf- anir til þess að afla upplýsinga um ástandið á óþurrkasvæðinu og að finna ráð til hjálpar. Sam- kvæmt niðurstöðu þeirrar rann- sóknar hafa verið gerðar opin- berar ráðstafanir, þar á meðal að banna útflutning á síldarmjöli. Allt þetta er almenningi kunnugt. Þessar ráðstafanir voru ekki gerðar ófýrirsynju. Til þess bar brýn skylda, enda vékst stjórnin ekki undan því að gera skyldu sína í þessu efni í tæka tíð. Á- standið í óþurrkahéruðunum var of alvarlegt til þess, að allt væri látið reka á reiðanum. Nú hefir það skringilega vilj- að til í þessu alvarlega máli, að þingflokkur íhaldsins þykist ekk- ert um það vita, að nokkrar ráð- stafanir hafi gerðar verið tií ör* yggis fyrir bændur á óþurrka- svæðinu. Þingmenn íhaldsins lát- ast koma eins og álfar út úr hól. í efri deild er Jón Auðunn látinn flytja áskorun til stjórnarinnar um að láta fram fara rannsókn á heyafla bænda á óþurrkasvæðinu. í neðri deild eru þeir Sigurður Kristjánsson og Jón á Akri látn- ir flytja samskonar áskorun. Hvað á þessi skrípaleikur í- haldsmanna að þýða? Alveg óhugsandi er, að þing- menn íháldsins viti ekki betur en þeir látast vita. Þeir vita, að stjórnin er fyrir löngu búin að koma því í framkvæmd, sem þeir eru að skora á hana að koma í framkvæmd. Á þenna skrípaleik íhaldsþingmanna verður því ekki litið nema á einn veg. Skrípaleik- urinn er barnaleg og einfeldnis- leg tilraun í þá átt að láta líta svo út, sem þeir einir séu á verði fyrir bændanna hönd. En væri nokkur alvara í þessari umhyggju þeirra fyrir bændum, þá kæmi hún nokkuð seint fram. En fremur er það óviðfelldið, að íhaldið reyni á þennan hátt að nota sér óþurrkana í sumar til þess að græða á þeim pólitískt. Það er heldur engin von til þess að íhaldinu heppnist þessi gróðavegur. Hann reynist ekki annað en bjálfalegt fálm lítil- sigldra manna. Bændur sjá, hvar fiskur liggur undir steini. Frík lilulaveltu K. A. Pessi númer hlutu vinninga: Noí 678 kr. 100.00 No. 1087 kr. 50 - 940 » 25.00 - 697 « 10 - 1695 » 10.00 — 1683 kr. 5. Fréttaritstjóri Sigfús Halldórs frá Hfifnpm. Kvenhanzka, — trefla, — slœður og — silkisokka fengum við með síðustu skipum. Vefnaðarvörudeild. Lifstykki corselet mjög fjölbreytt úrval nýkomið. Verð frá kr. 2.90. Kaupfélag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeild. Allsherjar kappflug fer nú fram frá Eng'iandi til Ástralíu. Er það í minningu um 100 ára afmæli Viktoríuríkis í Ástralíu. Er til mikillar upphæð- ar að vinna, enda keppir mikill fjöldi flugvéla frá mörgum lönd- um og álfum. Flogið er í tveimur flokkum, því að tvennskonar verðlaunum er heitið fyrir flugið. 1 með ishxztan skipum. Ritstjóri Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Björnsscmar,

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.