Dagur - 27.10.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 27.10.1934, Blaðsíða 1
D AGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir l.des. Akureyri 27, október 1934. 124. tbl. Brim og brimtjön við Eyjafjörð meira en menn vita dæmi til. f g'ærdag var hvasst hríðarveð- ur hér norðanlands, og herti veðrið eftir því sem leið á dag- inn. Um kvöldið var komið rok, og spáðu þó veðurfregnir kl. 19 í gærkvöldi vaxandi veðurhæð. Varð sú spá að sönnu; síðari hluta nætur var komið ofsarok um útnes öll og annarstaðar, þar sem vindur náði sér á stryk. Ganga mátti að því vísu að tjón hlytist af, enda tóku fregn- ir um það að berast að hvaðan æva sem til náðist, þegar um rismál. En símalínur eru slitnar austur og vestur, svo að ekki verður greinilega vitað um skemmdir nema helzt innfjarðar og þó sennilega ekki til hlítar, er blaðið fer í prentvélina. F r á H r í s e y. Langmesta brim í manna minnum. »Dagur« átti tal við tvo Hrís- eyinga, Hrein Pálsson og Odd Ágústsson, bónda í Yztabæ. Bar þeim fullkomlega saman um veðrið og brimið. Hreinn Pálsson kvað veður hafa verið á norðvestan og ill- stætt, en þó eigi hvassara en menn myndu endranær,, en brim- ið langmest í manna minnum. Þrir sjóskúrar höfðu brofnað sunnan til á eyjunni, í þorpinu, ólög slegið í gegn um veggina, brotið allt og bramlað og fleytt í burtu flekum og fiskistökkum. Þessa skúra áttu Svanberg Einarsson, Steinþór Guðmundsson og Síldar- stöðin í Hrísey. Skúr Steinþórs var úr steini og gamall, og stóð svo, að engum myndi hafa dottið í hug brimhætta. Ein »trilla«, eign Gunnars Helgasonar, söklc eða týndist af höfninni. Allar minni bátabryggjur og síldarplön eru brotin og á burt skolað; »planið« hjá síldarstöðinni hefir sjórinn brotiö og tekið þaðan tunnur, Stórtfón i Yztahæ. Þar segir Oddur Ágústsson, að brimið hafi tekið nýjan skúr með um 20 skpp. af fiski og mörgum tonwum af salti, fisk-»planið« allt og það sem eftir stóð af bryggju. Ennfremur fjórróinn árabát og rnikið af trjáviói. Gizkaði Oddur lauslega á að tjónið myndi nema 4-5000 krðnum — Auk þess var í hættu annar skúr, sem í eru geymd veiðarfæri og um 5 tonn af kolum, o. fl. Kvað hann skúrinn hanga framan á klöpp- Skemmdir á »Dagur« átti tal við Stefán Hallgrímsson á Dalvík. Kvað hann þa'r ALLAR bryggjur brotnar og skemmdar að meira eða minna leyti, nema nýja bryggju Þorsteins Jónssonar, kaupmanns (»Valesku« bryggj- una í Króknum). Kaupfélags- bryggjan væri næstum öll brotin nema hausinn og Höepfncrs- bryggjan öll farin, að undaniekn- um fáum grjóthlöðum. Utan við „Kongshaug" itrandar á Siglufirtfi. Síldartökuskipið »Kongshaug«, með 6000 tunnum af síld, hafði rekið inn á leirur á Siglufiröi. Um skemmdir á skipi eða farmi er enn eigi vitað. Afskaplegt for- áttuveður hafði þar verið, sjó- gangur og vatnsagi. Kjallarar flestir á eyrinni hálfir og fullir af vatni. — Bryggjur skemmast, en yfirlit ekki fengið, er síma« samband slitnaði, um, og ólögin leika svo um hann, að ekkert viðlit sé að bjarga. Kvað Oddur viðbúið að hann færi alveg með flóðinu. Bar þeim Hreini og Oddi saman um að brimið færi aftur vaxandi með aðfallinu, þótt veðurhæð væri orðin minni þegar »Dagur« átti tal við þá, en hún var í nótt. Þökkum öllum fjær og nær auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför, Magnúsar H. Lyng- dals, kaupmanns' Aðstandendur. inn »Hmk«, og sagt er að adlar. bryggjur og allar »trillur« séu þar brotnar, og fiskiskúrar marg- ir laskaðir. Lending eyðilögð. Hafrótið kvað Oddur vera með algerðum eindæmum. Klettahlein norðan við vörina hefir brimið brotið og rótað svo um öllu þar, að hann telur hæpið, að þar verði lending framar. Stóreflis björg- um, er legið hafa þar frá ómuna- tíð hefir hafrótið þeytt til og skolað burtu sem leiksoppar væru, og telur Oddur að grjótburðurinn á land hafi átt sinn þátt í því að brjóta skúrinn. — I gærkvöldi, er Oddur sá fram á stórviðri, bjarg- aði hann hinu og þessu úr skúm- um, þangað er hann taldi full- komið öryggi vera, jafnvel gegn verstu ólögum. En i morgun hafSi sjórinn tekið allt þetta. ».. Dalvík. Brimnesá heföu báðar bryggjur farið, er þar voru, Hólsbryggjan og bryggja Jóhanns í Jaðri. Einn »trillu«-bátur, eign ögmundar Friðfinnssonar, hafði sokkið á höfninni. Er hann sennilega ónýt- ur, því að eitthvað af honum var farið að reka í land. Allmargir bátar hafa brotnað þar meira eða minna og báta- og fiskiskúrar taldir í hættu með flóðirvu. 9 9 A Litla-Arskógssandi he.fir orðið stórtjón. Hefir sjór þar brotið 5 skúra, með fiski, veiðarfærum og allmiklu af kol- um og matvælum. Mun þetta allt vcra cinstakra manna eign. órtión á Grenivík? Til Grenivíkur slitnaði sími í morgun, en áður en það varð fréttist þaðan um stórtjón. Brim og veður hafa eytHlagt mótorbát- Frá Húsavík hefir á svipaðan hátt og frá Grenivík frétzt um stórtjón: að fimm báfar liafi brotnað í stpón og bryggja skemmzt. En um þetta verður ekki vitað með vissu áður en blaðið fer nú í prentun. „Hrœðilegur s/ór“ Póstbáturinn »Drangey« kom frá Grímsey hingað í gærkvöldi um kl. 19. — »Dagur« átti tal við Jón skipstjóra í morgun og þótti rösklega og heppilega stýrt hjá öllu tjóni í slíkum sjó. Kvað skip- stjóri sjó eigi hafa verið orðinn með ódæmum, fyrr en kom inn í fjarðarkjaftinn. En þá hefði hann verið orðinn blátt áfram hræðilegur. Til austurlandsins, alla leið utan frá Gjögri og inn að Kljáströnd, hefði verið að sjá svo skelfilegt hafrót og hamslausan brimskafl, að annað eins hefði sér aldrei fyrir augu borið nema í hroðafengnustu útsynningum á Stokkseyri og Eyrarbakka. Þótti honum því eigi undarlegt, er hann heyrði fréttirnar, utan úr firði, að mikið hefði orðið und- an að láta. — # * «5 Hér á Akureyri hafa síma- og rafveitustaurar brotnað, og varð þó veðurhæðin hér ekki svipað því, sem víða annarstaðar um fjörðinn. Prédikun í Aðventkirkjunni á morg- un kl. 8 síðdegis. MESSAÐ í Akureyrarkirkju á morg- un (sunnud. 28. þ. m.) kl. 2 e. h. (260 ára dánarminning Hallgríms Péturs- sonar). Hjónaband: Ungfrú Guðbjörg Berg- sveinsdóttir og Marinó L. Stefánsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.