Dagur - 27.10.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 27.10.1934, Blaðsíða 2
340 DAGUR 124. tbl. Matreiðslu- og bökunarnámskeið held ég undirrituð írá 1. til 14. nóv. í Nýju heima- bökuninni, Hafnarstræti 102, kl. 2—7 síðd. daglega. Sérstök áherzla verður lögð á að kenna tilbúning ýmiskonar samkvæmisrétta. Talið við mig sem fyrst. Sími 173. Elínborg Finnbogadóttir. í Sjafnar sápum eru einungis hrein og óblönduð olíu efni. Notið eingöngu SJAFNAR SÁPUR, þær eru innlend framleiðsla, sem stendur fyllilega jafnfætis beztu erlendum sáputegund- uui. Hvert stykki, sem selt er af Sjafnar sápum, sparar þjóðinni erlendan gjaldeyri og eykur atvinnu í landinu. Pað er þegar viðurkennt, að SJAFNAR SÁPAN er bæði ódýr og drjúg. Sjafnar handsápur gera húðina mjúka og eru tilbúnar fyrir hið viðkvæmasta hörund. Hver hyggin húsmóðir, sem vill fá hreinan og blæfallegan þvott, notar ein- göngu SJAFNAR PVOTTASÁPU. n. söng í Samkomuhúsinu á laugardaginn var, íslenzk, norsk og sænsk, að endingu þýzk lög. Röddin er breiður og sér- lega blæfagur »mezzosopran«, í meg- inatriðum kominn í verulega gott lægii Ungfrúin er byrjandi og því auð- vitað eigi auðvelt að dæma um hvort fremur ber að þakka góðum kennara eða fjölþættri skaphöfn það sem veru- lega vel fór, en á hvorttveggja benti það sem bezt var túlkað og tjáð eins og t. d. »Med en Vandlilje«, sem ó- blandin ánægja var að hlusta á, frá sjónarmiði söngs og skilnings. Eg þakka það ekki endilega kennaranum þótt norsku og sænsku lögin væru jafnbetur sungin en íslenzku lögin, er fyrst voru viðfangsefnanna. Fyrsta ís- lenzka lagið »Vetur«, var mjög ánægju- lega sungið, en að því loknu hófst traðk og hófaspark um salinn svo að þaulvanan söngvara hefði tekið í taug- arnar, hvað þá heldur byrjanda. Pað er ófyrirgefanleg ónærgætni, að Ieyfa áheyrendum að skurka um salinn, hve- nær sem söngvari hefir Iokið við lag án þess að komið sé eitthvert það hlé, er á söngskrána er sett. Ungfrúnni tekst oft einkar vel að láta í ljós glettna undirfurðu, eins og t; d. í tveim fyrstu vísunum í »En barnsaga*, þær söng hún prýðilega — og þó sérstaklega fögnuð af fullu hjarta, sem í »Frúhlingsglaube« og að nokkru leyti í »Jeg elsker dig«. — Pá nýtur sín sérstaklega vel hinn varmi djúpfiðluhljómur raddarinnar. En ungfrú Guðrúnu væri engin vel- vild sýnd með því, að segja, að allt sem hún syngi væri »harla gott«, að hún væri »fullkominn listamaður*, eða þess háttar. Það væri líka skárri byrj- andinn, sem gæti allt! Fjölmargt ræð- ur hún vitanlega ekki við ennþá, ef meta skal á alþjóðavísu, en á svo góð- an efnivið er réttast að leggja alþjóð- Iega stiku: Pótt röddin sé komin í gott lægi, þá var hún þó ekki nógu snöggþjál, t. d. í «Melodi«. »Ráck mig de álskade bánderna«, varð að háværri kröfu í stað sjálfsagðra, innilegra til- mæla. Eg er annars ekki viss um að lag og undirleikur Rangströms, — sem í sjálfu sér eru einkennileg og ágæt eins og svo margt eftir hann — hæfi sérstaklega vel til tjáningar þessu ynd- islega kenndarljóði Bergmans. »En barnsaga vid brasan«, sem var Ijóm- andi vel sungin fram til miðs, fór út um þúfur, þegar tekið var til »tragiskrar tjáningar (þótt skrýt ð mætti virðast, þar sem efnið þó verður þar »tragiskt«) í stað hinnar einföldu tal- andi (parlando), sem er þar jafn róieg og óbrotin sem melódían sjálf. En þetta er að vísu ekki vandalaust að syngja, fremur en að yrkja »Þið þekkið fold með blíðri brá«, (spauglaust sagt). Petta og fleiri þessu líkar misfellur má sjálfsagt kenna því tvennu, að röddin er enn ekki orðin nógu þjál í sínu góða iægi, eins og t. d. kom sérstaklega fram í vögguvísu Schu- berts, og svo hinu, að söngkonan er eðlilega ekki orðin verulega leiksviðs- vön. Pað kom greinilega í ljós í »jeg elsker dig«. Fyrra erindið söng hún með lokuðum augum, að því er virt- ist, og öllum sjálfráðum skiln- ingarvitum lokuðum út á við til á heyrenda, og söng það eins og sá, eða sú, sem vald hefir, blés nýju Iffi í þenna útjaskaða, blessaða brokkara, svo að mér fór kalt vatn um bak, En við endurtekningu erindisins hafði at- hyglin að meira eða minna Ieyti beinzt út á við aftur, að hinni mavg- höfðuðu áheyrendaófreskju, og nú féll lag og ljóð flugstýft til jarðar, barst að eyrum sem fallegur ómur að vísu, en annað ekki. Mörgum mundi virðast, og með réttu, sem varla taki því, þar sem byrjandi á í hlut, að tala um litla lífsreynslu, svo auðvitað mál. — »Der Doppelgánger* var sunginn með fall- egum tón víðast, á köflum mjög fall- egum. En höfundur ljóðsins segir á öðrum stað : »Aus meinen grossen Schmerzen mach’ ich die kleinen Lieder«, og úr funadeiglu sársaukans er »Tví- farinn« steyptur. En í þá deiglu rann ó- lífisblóð tónskálds og ljóðskálds — Pað getur ekki talizt nokkrum byrj- anda til rýrðar, þótt honum takist ekki að blása sér í brjóst stirðnuðu vonleysi og æðisgenginni örvænting þessara ofurmenna, augliti til auglitis við áheyrendur. Pað var engin von að slíkt tækist hér. Karlfeldt segir ein- hversstaðar: Nu áro mörkrets fasor övervunna, nu kan jag le, ty jag har skádat döden. Eitthvað svipað þarí sá að geta sagt, sem á að geta endurmótað í sálu sinni slík verk sem »Tvífarinn« er. En þótt ekki væri a 111 »harla gott«, þá var ánægjulegt að kynnast þessum hæfileikum. í stuttu máli: Fararefni eru góð, fararheill í mörgu það sem a! er, en langt í land, sé stefnt til hæðstu tinda. En þegar »blúht das fernste tiefste Tal«, — takist að losa úr læðingi aðvífandi áhrifa þá strengi, er liggja dýpst, og sé vinnu- þrek nóg, þá er blæfegurð nóg fyrir hendi, raddmagn nóg, þótt um enga bylmingsrödd sé en ræða, og að því er fljótséð verður, nægilega auðug skaphöfn til þess að svo mætti fara að hverjum áheyranda, er heyrt hefði Guðrúnu Þorsteinsdóttir syngja, dytti jafnan síðan í hug, er hann minntizt hennar: »Bara du gár över mark- erna. S. H. f. H. ÚTYARPIÐ. Laugard. 27. okt.: Kl. 18.45 Barnatími. Jóhann Þorsteinsson: Rangárþing. Kl. 19.25 Þingfréttir. Kl. 20.30 Hallgríms- kvöld. Gjafaskýrsla, flutt at Ólafi Bjarna- syni. Vilhjáimur Þ. Gíslason: Hallgrímur Pétursson, líf og skáldskapur. Passíu- sálmar sungnir af blönduðum röddum. Hljómleikar: Parcival eftir Wagner. Hlé Danslög. Sunnud. 28. okt.: Kl. n Messa og ferm- ing í dómkirkjunni. Kl. 15 Guðm. Finn- bogason: Trú og vísindi. Kl, 15.40 Tón- leikar frá »Hótel ísland*. Kl. 18.45 Barnatími. Sr. Fr. Hallgrímsson. Kl. 19.20 Kristinn Ármannsson: Danska og skyld mál. Kl. 20.30 Aðalbjörg Sigurð- ardóttir: Konan og löggjöfin. Kl. 21 Grammófóntónleikar: Symfónía i,opi2i eftir Beethoven. Danslög. Mánud. 29. okt.: Kl, 20.30 Aðalbjörg Sig- urðardóttir: Konan og löggjöfin (frh.), Kl. 21 Útvarpshljómsveitin: Alþýðulög. Elísabet Einarsd.: Einsöngur. Grammó- fóntónleikar: Suite eftir Zwecker. 20 ungfttr hænur eru til sölu, með tækifærisverði. Jón Baldvinsson. I HAUST var mér dregið lamb með mínu marki, sýlt hægra, biti framan, sýlt vinstra. Lamb þetta á ég ekki og gelur rétt r eigandi vitjað þess 11 Jóh. Sig- valdasonar, Skriðulandi og greiði á- fallinn kostnað og semji við mig um markið. Hellu 26: okt. 1934. Þóroddur Sœmundsson. Prjonavél er til sölu, upp'ýsingar gefur Jón Baldvinsson. kenni ég í vetur ef næg þátt taka fæst, konum, ungum stúlkum og smátelpum. Vænt- anlegir þátttakendur gefi sig fram fyrir 1. nóv. n. k, friða §(eián$, Hafnarstræti 102, Sími 173, Tapast hafa úr heimahögum Akur- eyrar tvær veturgamlar ser. Hvít með marki gat og fjöður a. hægra. Svört með marki fjöður a. hægra og gat vinstra. Ef einhver hefur orðið var við þessar ær er hann vinsamlega beðinn að koma boðum til undirritaðs. Jón Baidvinsson, Akureyri. Ungmennastúkan Alcwrlilja nr. 2 held- ur fund n. k. sunnudag kl. 7% í Skjaldborg. (En ekki kl. 1 eins og stóð í Alþýðumanninum). Hagnefndin skemmtir með upplestri og samlestri. Auglýsið i „D E Q /.“ Eitstjóri Ingimar Eydal. Fréttaritstjóri Sigfús Halldórs frá Höfnum- PrentsmiÖja Odds Bjömssonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.