Dagur - 01.11.1934, Blaðsíða 4

Dagur - 01.11.1934, Blaðsíða 4
346 DAGIIK 126. tbl. (Framh. af 1. síðu). tjómið ekki metið undir 150.0000 kr. »Eru nú margir taldir öreig- ar, er áður voru bjargálnamenn«, hermir útvarpsfregn þaðan. Tfónið á Gfenivik og hamfarirnar & Látrastr. 'útvarpið flutti í gærkvöldi ógn- arfréttir eftir oddvita Grýtu- bakkahrepps um tjónið á Greni- vík. Hafa þar farið' 3 stórir vél- bátar og 7 trillur. 13 árabáta h afði brimið tekið og brotið í spón nema einn. 8 bryggjur eru gjörbrotnar og 9 fiskiskúrar, en 6 skúrar skemmdir aö auki, meira og minna. Fiskur í skúrum þess- um er auðvitað með öllu farinn í sjóinn, eða stórskemmdur. — Nokkrir menn hafa þarna misst vetrarf'orða sinn af hcyi og eldi- s/iöi, en tvevr menn allt sem þeir áttu til útgerðar. — Sumt af fisk- inum, sem þarna fór í sjóinn var þegar metið og búið til útflutn- ings. Um 100 oliuföt tók brimið út og voru sum þeirra full af ol- íu. Svo gífurlegt var brimrótið á austurströndinni þarna útfrá, að á Grenivík bruut sjórinn um 20 metra af grónu landi, en »Hest- ur«, drangurinn, sem allir kann- ast við, er með Látraströnd hafa siglt, ER GJÖRSAMLEGA FALLIN'N, og myndi slíkt hafa þótt tæplega trúlegt. í Ólafsfiröi hafa skemmdir orðið fremur litl- ar, nema þær, sem orðið hafa á hinni nýju dráttarbraut, en þær mmnu vera allmiklar. 9 9 A Arsskógsströnd hefir tjón orðið miklu meira en getið var um síðast. »Dagur« hef- ir átt tal við Kristján Eldjárn á Hellu og frétt hjá honum það er hér fer á eftir: Á Haugsnesi gekk sjór í bæ Jó- hanns Guðmundssonar. Er það torfbær, og gjöreyöilagði brimið alian frambæinn. Varð fólk að flýja og á eigi afturkvæmt fyrr en byggt hefir verið að nýju, svo skemmt er það sem eftir stendur. Fjárhús, áfast við bæinn, bræut brimið. Voru þar 20 kindur og sluppu þær út í haga, án þess að þær sakaði. Þá gróf og brimið undan steinsteyptu fjósi, tók sjó- búð með veiðarfærum og braut ivo skúra. Tvillubátur, eign Þor- valdar Ámasonar á Víkurbakka, sökk á höfninni við Haugsnes, og eyðilagðist með öllu. í Ytri-Vík tók brimið skúr meö öllu i. I Ilaga og Selárvík tók brimið tvo árabáta og í Rauðuvík braut það bryggju og búð uppi á bakka. Á Litla-Árskógssandi braut 3 ára- báta, 5 skúra algerlega, eins og áður var frá sagt, og 3 að nokkru. Á Brimnesbakka brotnaði trilhi- bútur og skemmdist svo tiigiim skippunda skiptir af fiski. Gekk brimið þarna yfir alla eyrina og var trjáviðarraskið um alla fjöru suður að Þorvaldsdalsá, en brúin, sem er yfir ána þar neðra, fór einnig þessa nótt, af vatnagangi. Préttaritstjóri Sigfús Haildórs frá Höfimra, Menn verða ú(i, farasf og §lasas( í snjofloðum. Á laugardaginn var gekk Sig- tryggur Friðriksson bóndi á Sel- landi í Fnjóskadal, til fjár og hefir ekki aftur komiö. Hundur var með honum og hefir heldur ekki fetað sig til byggða, svo vit- að sé. Leitað hefir verið að Sig- tryggi, en árangurslaust, að því er vitað er þegar blaðið fer til prentunar. Snjóflóð. Bjarni Guðmundsson, Ásgeir Kristjánson, bróðursonur hans og Gunnar Benediktsson, kvæntur systur Bjarna, allir búsettir á Flateyri við önundarfjörð, gengu til kinda á laugai'daginn, út á Sauðanes, þar sem er beitiland þorpsbúa. Féll þá á þá snjóflóð, og munu þeir allir hafa fanzt. Leituðu þeirra 60 manns og fund- ust tvö líkin aðeins. Mjög snjó- flóðahætt mun þarna vera. Lenti þar Sigurður Greipsson glímu- kappi í snjóflóði fyrir tveimur árum, við annan mann, og hafði sá bana, en Sigurður komst af. Annað snjóflóð. Þá hermir útvarpsfregn frá Blönduósi í gærkvöldi, að á laug- ardagsmorgun hafi Sigvaldi Hjálmarsson í Stafni í Svartár- dal í Húnavatnssýslu gengið til fjár, en hríðarveður var. Gekk Sigvaldi fyrst í fjárhús þar á túninu, að huga að einhverju, en er hann var þangað inn kominn, reið snjóflóð á húsið og felldi það ofan á hann. Nokkur hluti þaks- ins féll ofan á fætur honum og njörvaði hann niður, svo að hánn fékk sig eigi úr stað hreyft. En með höndum tókst honum aö krafla snjó frá andliti sínu, svo að hann gat andað. Leið nú allur laugardagur og fram á sunnudag. Þá brauzt faðir Sigvalda, aldrað- ur, til næsta bæjar og fékk menn til leitar. Datt þeim þá í hug, að Sigvaldi kynni að hafa lent í snjóflóðinu, og sáu þá verksum- merki við fjárhúsin og fundu hann þar. Hafði Sigvaldi þá legið þavna í 22 klukkustundir og var allþjakaður, sem vonlegt var, en þó minna en ætla mætti. Á öðru læri var djúp hola eftir stein, er hafði þjappazt þar að, en þó var eigi um beinbrot að ræða. Er Sigvaldi nú hress eftir vonum. Börn Sigvalda höfðu verið að leika sér úti á laugardaginn og heyrt einhver hljóð, en eigi getað gert sér grein fyrir þeim. Hafði Sigvaldi heyrt til barnanna og kallað til þeirra sem hann gat, en árangurslaust. í Svartárdal er nú sú fann- fergja, að vart má komast með hesta um dalinn. Eru menn hræddir um að fé og jafnvel hesta hafi fennt þar í þessum ó- sköpum. Togarar stranda og la§ka§( Togarinn »Earl Kitchener« frá Hull kom hingað til Akureyrar á mánudaginn síðd., kl. 3. — Kl. 6 á laugardagsmorgun var hann djúpt undan Skaga og fékk þá yfir sig hræðilegan brotsjó, er tók stýrishúsið, mikinn hluta af stjómpalli, báða björgunarbáia, annan áttavitann, en laskaði hinn, ónýtti loftskeytatæki, eyðilagði öll Ijósasambönd og slasaði tvo menn, er voru á stjömpalli, bróð- ur skipstjóra, stýrimanninn og éinn hásetann. Skipstjóri, er var rétt að koma á stjórnpall, tók nú við stjórn, og virtist í fyrstu eigi mikið unnt að gera, er skipið lá hálfgert á hliðinni, undir áföllum, lengi vel. Þó rétti það sig aftur, og var nú skipstjóri við stjórn í 57 klukkutima samfleytt. Var hann mjög þrekaður, enda kalinn, er hann kom skipinu hér í höfn og liggur nú á sjúkrahúsinu á- samt hinum tveimur, er slösuð- ust. Hefir brotnað flís úr mjaðm- arbeini á öðrum, en hinn er mik- ið meiddur á höfði. En allir munu þeir nú úr hættu. Togari strandar. Þá strandaði togáVfnn »Mac- lean« frá Grimsby við Steinsnes í Mjóafirði eystra. Var komið hon- um til hjálpar og tókst loks að bjarga allri skipshöfninni í Iand á línu, er skotið var yfir í togar- ann. Eru strandmennirnir nú all- ir komnir til Norðfjarðar heilir á húfi, nema skipstjórinn, er rúra,- fastur liggur, sökum kulda og vosbúðar á stjórnpalli. Togarinn er gjöreyðilagður. Hafis undan Horni. f gær hermdi útvarpið eftir brezkum togara, »Lady Rosema- ry«, að hann hefði séð um 3ja kílómetra breiða ísspöng um 15 kílómetra norður af Aðalvík og á reki til lands. önriur skip hafa séð staka jaka, nær landi. Gengur nú veturinn harðfeng- lega í garð hér nyrðra, ef þegar skyldi fyllast með hafís, of- an á það allt, sem á undan er gengið. (Meira næst). »Maði 09 kona«. Leikurinn, er Emil Thoroddsen, son- arsonur skáldsins, hefir sniðið úr sög- unni góðfrægu, var sýndur af »Leik- félagi Akureyrar« hér í Samkomuhús- inu á laugardaginn var. — Hætt er við að Ieikritið verði eldci talið svipað lista.verk og sagan. Samtölin eru nokk- uð þrædd, þótt auðvitað sé þeim hér og þar skotið til. En víða er hættu- legt að slíta þau út úr samhengi, enda ber hér allvíða á því, að sum atriði komi eins og skollinn úr sauðarleggn- um og eigi sér í rauninni ekkert annað hlutverk en að lofa áheyrendum að kannast við sig. Annars verður að sinni eigi rúm til þess að gera leikrit- inu nándarnærri full skil. En annars verða vafalaust margir, er skemmta sér yfir leikritinu »Manni og konu«, sé það sæmilega til leiksviðs Blöð og tímarit, 0 erlend, svo sem : III. Familie Journal, U Hjemmet, Dansk Fam- Q ilieblad, Ude og Hjemme, Vore Dam- n er, Köbenhavnerinden, Q Söndags B. T., Sön- íj dags Aftenbladat, Tempo, Ugebladet, Q Film Journalen og margt fieira fæst nú og 11 framvegis hjá | j Porst. Ttioflacius, i bóka- og ritfangaverzlun. Athyglisvert: Nýja Svana.sinjörlíkið kostar nú: Vitamim-smjörlíki kr. 1.35 kg. Venjulegt smjörlíki — 1.25 — í stœrri kaupum Iægra verð. Bragöið er eins og a( góðu smjöri hjá JÓNI GIIÐMAM. Fæst Skaflajárn til sölu hjá Hallgrími járnsmið. Messað á Akureyri sunnudaginn 4. nóv. kl. 2 e. h. (Allra heilagra messa. Minning framliðinna). búið og leikið, en það má hér hvort- tveggja segja. Ágúst Kvaran hefir búið leikinn til sýningar og farizt ágætl. úr hendi, eins og honum lika ferst aðalhlutverkið: Sigvaldi prestur. Annars er að sinni aðeins rúm til þess að drepa á liið allra helzta. Staðar-Gunna og Egill Grímsson eru leikin af frú Ingibjörgu Steinsdóttur og Jóni Norðfjörð, áhorf- endum til fagnaðar og prýðisvel, nema. í síðasta þætti, þar sem listin snýst í trúðleik. Hjálmar tudda leikur Páll Vatnsdal alveg prýðilega, trútt og hvorki of né van. Sveinn Bjarman er vel bibliuklökkur Grímur, en skortir nokkuð á þurradramb faríseans. Sig- urð bónda, lítið lilutverk, leikur Ingi- mar Eydal mjög vel og trúlega og Þór- dísi húsfreyju eru að öllu gjörð ágæt skil af þeirri góðu leikkonu, Emilíu Jónsdóttur. Prestkonuna leikur Ragn- heiður Söebeck eðlilega og hispurslaust, sömuleiðis Björn Sigmundsson Bjama á Leiti. Þá er og Hallvarður sæmilega laupslegur í höndum Alfreðs Jónasson- ar. Og Elsa Friðfinnsson fer yfirleitt vel með Sigrúnu, þótt í stöku stað gægist kaupstaðarstúlkan fram. Þór- arinn prestmágur var ekki vel sköru- legur hjá Skildi Hlíðar. Aðrir leikend- iur voru yfirleitt sómasamlegir. Og af leiktjöldunum hefir Vigfús Þ. Jónsson tvímælalausa sæmd. Búningar eru flestir ljómandi fallegir, fengnir að láni frá Rvík. Áhorfandi. Ritstjóri Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.