Dagur - 06.11.1934, Side 1

Dagur - 06.11.1934, Side 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞOK. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII. ár. j • • t • Akureyri 6. nóvember 1934. 128. tbl. Ávísanasvikin við Landsbankann. Eins og útvarpið kunngerði, féll 20. okt. dómur Gústafs Jón- assonar, lögreglustjóra í Reykja- vík, á þá leið í ávísanasvikamáli Mjólkurfélags Reykjavíkur og g'jaldkera Landsbankans þannig, að Sigurður Sigurðsson var sýkn- aður, Eyjólfur Jóhannsson, fram- kvæmdarstjóri Mjólkurfélagsins dæmdur í 60 daga fangelsi en fyrrverandi gjaldkeri og aðstoð- argjaldkeri við Landsbankann, Guðmundur Guðmundsson og Steingrímur Björnsson dæmdir í 6 mánaða fangelsi, hinn fyrr- nefndi, og 4 mánaða hinn síðar- nefndi. Málskostnað skyldu þeir greiða. Dómur þessi var skilorðs- bundinn. »Nýja Dagblaðið«, dagsett 21. okt., lýsir svo rannsókn málsins: »Hér yrði oflangt mál að rekja þá rannsókn til hlítar. En hún sýnir, að frá því á árinu 1931 hefir Mjólkurfélag ReykjavíkuV gefið út ávísanir á útvegsbank- ann, sem engin inneign var fyrir og fengið þær keyptar í Lands- bankanum, án þess að þurfa að greiða nokkra vexti af því fé, er það fékk á þennan hátt. ógerningur er að segja um það nákvæmlega, hversu stórfelld við- skipti þessi hafa verið. Eitt er þó víst, að þau hafa verið í mjög stórum stíl. Skulu hér nefnd tvö dæmi, sem gefa það ljóslega til kynna. Hinn fyrsta okt. 1933 liggja í Landsbankanum sjö ávísanir frá Mjólkurfélaginu, gefnar út á Út- vegsbankann, og eru þær að upp- hæð samtals kr. 64.500.00. Þann sama dag er innstæða á hlaupa- reikningi félagsins í útvegsbank- anum kr. 99.20. Hinn 10. okt. 1933 nema óinn- leystar ávísanir félagsins, gefnar út á hlaupareikning félagsins í útvegsbankanum kr. 102.000.00, en sama dag er inneign þess á hlaupareikningi í útvegsbankan- um kr. 87.50. Eftir því sem næst var komizt, var reiknað að vaxtatap Lands- bankans af þessum viðskiptum næmi kr. 10.443,05. Hefir Mjólk- urfélagið nú endurgreitt þá upp- hæð. AíIkkíí Guðmundar Guðmnnd§§onar. Við réttarhöldin játaði Guð- mundur Guðmundsson að hafa byrjað þessi ávísanakaup af Mjólkurfélaginu árið 1931, eftir beiðni forstjóra Mjólkurfélagsins, Eyjólfs Jóhannssonar, og að þau hafi stöðugt haldizt við síðan. Segist Eyjólfur hafa farið fram á þetta við Guðmund, að því »«d þeir voru góðir kunningjar og hafi Guðnmndur tekið því greið- lega og talið ekki nein tormerki á því«. Um það leyti, sem ávísana- kaupin byrja, tekur Guðmundur að hafa ríflega viðskipti við Mjólkurfélagið og nam skuld hans við það um seinustu áramót kr. 8.481.34. Segir Eyjólfur »að með tillitA til þess,að ákærði Guðmunchir hafi með fyrrgreindum ávísano- kaupum gert Mjólkurfélaginu greiða, hafi hann ekki séð sér fært að ganga cins hart að hon- um og cUa«. Benda þessi orð naumast til annars en að þetta hafi átt að vera einskonar þóknun til Guð- mundar fyrir »greiðvikni« hans við ávísanakaupin. Þá hefir Guðmundur tíðkað það í töluvert stórum stíl, að fá lánaðar ávísanir hjá kunningjum sínum og lána sjálfum sér vaxta- laust fé út á þær úr sjóði Lands- bankans. Það sem Guðmundur hefir gerzt sekur um, er m. a.: að brjóta þá sltýlausu skytdu sína að lána ekki fé án vitundar yfirmanna sinna, án neinna. trygginga, og þaó fyrirtæki, sem hann hkmt að sjá, að væri fjár- h agslega illa statt, ...að lána sjálfmn sér fé úr bank- anum undir sömu kringumstæð- um, að lána fé úr bankanum bæði til sín og annara vaxtalamt. Vei’knaðiis* Stgr. Björnssonar. Sekt Steingríms Björnssonar er hin sama og Guðmundar. Hann keypti ávísanir af Mjólk- urfélaginu með sama hætti og Guðmundur. Hann gerði það einnig eftir beiðni Eyjólfs. Hann hafði heldur ekki ólík viðskifti við Mjólkurfélagið. Það lánaði honum 1800 kr. ávísun. Segir svo í réttarskjölunum: »... segir ákærði, að hann hafi farið fram á þessi lán við for- stjórann, ákærða Eyjólf Jóhanns- son, vegna þess, að ákærði var þá farinn að kaupa ávísanir félags- ins undir þeim kringumstæðum, sem áður er lýst, og telur ákærði þann greiða, sem félagið með þessum lánveitngum sýndi hon- um, standa í sambandi við það«. Hann hefir einnig lánað sjálf- um sér út á ávísanir vaxtalaust fé úr sjóði bankans. Þáííur Eyjólls Jólianussouar. Eyjólfur hefir fengið þá Stein- grím og Guðmund til að kaupa ávísanir, sem hann veit að Mjólk- urfélagið á engan eyri fyrir á þeim stað, sem hann vís- ar á. Hann virðist tryggja sér vin- áttu þeirra og áframhald á þess- ari starfsemi með því að láta Mjólkurfélagið lána þeim meira og minna fé til persónulegra þarfa. En það langalvarlegasta er þó, að Eyjólfur er staðinn að þeim langstærstu ávísanafölsunum, sem vitað er um hér á landi og hann heldur þeirri starfsemi áfram, þrátt fyrir alvarlegar áminningar endurskoðanda Mjólkurfélagsins eins og réttarskjólin bera með sér. Kreppulán EyjaSjarð- ar afgreidd. Eins og getið er annarstaðar í blaðinu kom Vilhjálmur Þór kaupfélagsstjóri heim í gær frá Reykjavík, en þangað fór hann m. a. í erindum Kreppulánasjóðs. Er nú svo komið, að heita má, að afgreiddar séu allar kreppulána- beiðnir úr Eyjafjaðarsýslu. Annað aðalerindi Vilhjálms Þór var að sitja fund »Sölusam- bands íslenzkra fiskiframleið- enda« í Reykjavík. Var markmið fundarins að skipuleggja sölu- sambandið sem raunverulegan fé- lagsskap. Verður sennilega nánar sagt frá þessu siöar, Togari iioi'fiiin. Undanfarna daga hefir í út- varpinu verið lýst eftir togaran- um »Juliana« frá Grimsby. Hefir ekkert til hans spurzt síðustu 3 vikurnar. Má því sennilega telja það slys víst, að hann hafi farizt. Störkostlegt mannvirki hafa danskir verkfræðingar í liuga að lagt verði í, þegar er fullgerðar eru hinar voldugu brýr yfir Litlabelti, milli Fjóns og Jót- lands, og yfir Stórstrauminn, milli Sjálands og Falsturs. Er það er hvorki meira né minna en brú yfir Stórabelti, milli Sjálands og Fjóns. Höfundur þessarar stórkostlegu fyrirætlunar er Ru- dolf Hiort-Lorenzen, sem lengi var yfirverkfræðingur við ríkis- járnbrautirnar dönsku, en komst á biðlaun, sökum aldurs fyrir tveimur árum síðan, en er enn stórhugaðri jafnvel en allir yngri rnenn. Hefir hann gert nákvæma byggingar- og kostnaðaráætlun yfir þetta mikla mánnvirki. Samkvæmt þeim yrði brúin, eins og áður er sagt, lengsta brú- in í heiminum, eða 17.7 kílóm. stranda á milli. Verður hún þannig um /3 lengri en brúin mikla yfir San Francisco-flóann, er ,Dagur’ gat um í haust. En að öðru leyti öllu verður ameríska brúin langtum stórfelldara mann- vii-ki, enda verður hún miklu dýr- ari. Ekki verður þó danski bit- inn gefinn. Er áætlað að Stóra- beltisbrúin kosti 140 milljónir kr. Að þetta mikla mannvirki verður þó ekki dýrara er að þakka aðgrynni og jafnaðarlegu sjóleysi við strendur Fjóns og Sjálands. Má því beggja megin byggja langa brúarsporða úr grjóti og uppfyllingu, fram í sjó, 2,5 kílómetra frá Sjálandsströnd, en 2,8 kílómetra frá Fjónsströnd. Sjálf brúin á að hvíla á 164 stein- steypustólpum. Segifæri undir brúna vi-rfur 43 metrar og er það 1 metra hærra en seglfæri Kiel- skipaskurðarins. Er þetta talið nægja að öllu »praktisku« leyti. En ekki gæti þó smogið þarna undir kappsiglingasnekkja Georgs Bretakonungs, með 60 metra sigluhæð. Auk járnbrautarinnar verður breiður bílvegur á brúnni, reiðhjólabraut og gangbraut. Áætlað er að brúin stytti hrað- lestum ferðalagið frá Kaup- mannahöfn til Esbjerg um l/> klukkustund, en farmlestum mikl- um mun meira.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.