Dagur - 08.11.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 08.11.1934, Blaðsíða 1
D AGUR kemur út á þriftjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga Gjalddagi fyrir 1. júlf. XVII . ár. | Áfgreiðslan er hjá JÖNI Þ. ÞÖR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 8. nóvember 1934. 129. tbl. Hvenær verður fyrsta slysið ? Þessari spurningu, eða á þessa leið, ávarpaði greindur og gætinn bílstjóri okkur Snorra Sigfússon skólastjóra, rétt nýlega. Það var í spilliblotanum rétt fyrir óveðrið mikla. Við komum sunnán Hafn- arstræti og það var ekki á við- vaningafæri, að hafa hemil á bif- reiðinni í nálega viðspyrnulausri snjókingjunni. Strákhnokki kom í veg fyrir okkur með sleðann sinn og bílstjórinn fékk rétt ráð- rúm til þess að forðast slysið. Það má annars heita óþarfi að taka það fram, að bílstjórinn var gætinn. Það er undantekning, ef íslenzkir farþegabílstjórar eru það ekki. Hvort þeir eru beztir allra bílstjóra eins og sumir vilja hafa eftir útlendingum, sem með þeim hafa farið, skal ég ekkei-t fullyrða um. En ég tel mig tala af nokkurri reynslu, er ég full- yrði, að í engu landi taka stéttar- bræður þeirra þeim fram um dugnað, gætni og menningu yf- irleitt. En þeir eru þó ekki nema mennskir menn. Þess vegna er líka því nær ó- skiljanlegt, að ekki skuli bam verða fyrir bifreið svo að segja á hverjum degi sem sleðafæri er hér á veturna. Þau koma brun- andi ein sér og í stórhópum, á sparksleðunum sínum, úr öllum áttum, ofan allar götur, þar sem halla er að fá, í nýjum og niðum, svartamyrkri jafnt og sólskini. Að ekki skuli vera tíð slys á slík- Xveir meim §kað- brenna§t í Reykjavík. í gærmorgun kl. 9 sprakk gufu- suðupottur með sætindamauki í, í verksmiðju sælgætisframleiðsl- unnar »Freyju« í Reykjavík. Þeyttist maukið, er var um 80° heitt, á tvo menn, er inni voru, Stefán Jónsson og Sigurð Jóns- son, og skaðbrenndi báða. Var þeim þegar ekið á Landsspítal- ann. Segja læknar brunasárin eigi djúp, en býsna víðtæk. — Potturinn, sem sprakk, er nýlega fenginn frá Danmörku, og er tal- ið að hann muni hafa verið of veígalítill til þess að þola þrýst- ingu frá gufukatlinum, er hann var í sambandi við. Hafði pottur- inn eitthvaO bilað áður, en þá um gatnamótum sem Batastígs og Grófargils, Oddagötu og Hafnar- strætis eða Oddeyrar- og Brekku- götu, er í raun og veru meira en ég fæ skilið. Eg veit að vísu að það er eingöngu bílstjórunum að þakka, ég hefi svo oft verið sjón- arvottur að því, en mér er það oftlega því nær sem kraftaverk. En það nær ekki nokkurri átt, að bæjarfélagið varpi allri sinni áhyggju upp á bílstjórana, leikni þeirra og gætni. Og bæjarfélagið á heldur ekki með að leggja svo geysilega ábyrgð þeim á herðar. Þess vegna veröur hið opinbera að taka í taumana, og það fljótt, — áður en fyrsta slysið er orðið. En hvað á þá að gera? Bærinn á að sjá börnunum fyr- ir sleðabrekkum. Eg hygg að nóg sé hér slíkra staða, sem einangra má frá hættulegri umferð, án þess miklu þurfi til að kosta. Einhverstaðar verða bömin að fá að vera með sleðana sína í góðviðrinu og góðfærinu. Þau mega aðeins ekki lengur vera á akbrautum bæjarins. Það á hið opinbera TAFARLAUST AÐ BANNA og sjá um að því sé hlýtt. Það ætti ekki að vera sér- legt vandamál, að sleðabrekkun- um fengnum. En verði ekki fljótlega hafizt handa í þessu efni, þá eigum við ekki skilið góða samvizku, er fyrsta slysið hendir. Sigfús Halldórs frá Höfnum. verið gert við hann. Mönnunum leið eftir öllum vonum í gær- kvöldi. Tveir iiiemi biða bana af eitruðu áfengi. Rétt um helgina biðu tveir menn á Akranesi bana af eitur- vínanda (tréspíritus) er þeir höfðu neytt með því að drekka hárvatn frá Efnagerð Reykjavík- ur. Er í hárvatnið notaður sams- konar vínandi og hafður er á áttavitum. — Landlæknir hefir farið þess á leit við stjómina, að banna þessa tegund eiturvínanda í hárvötn, enda mun Efnagerðin þegar hafa sjálfkrafa stöðvað sölu á honum. Guðrún Björnsdottir Xullugu <>K fiillI>1 tkra starfsafmæli. Fyrsta nóvember átti frú Guð- rún Björnsdóttir frá Kornsa tuttugu og fimm ára starfsafmæh við barnaskólann á Siglufirði. Tók hún við stjórn hans 1. nóv. 1909. Síðan hefir hún láHaust við hann starfað, ýmist sem skóla- stjóri, kennari, í skólanefnd eða sem formaður hennar. Eru engin tvímæli á því, að hún hefir og á herðum sér borið önnur skóla- mál Siglfirðinga í þessi tuttugu og fimm ár og það með þeirri piýði, að eigi verður í stuttu máli lýst. Síðasta afrek hennar í þeim efnum er stofnun unglinga- eða gagnfræðaskólans þar, og hýsing hans ágæt, á kirkjuloftinu nýja, er sérstaklega var til þess búið, svo að tekið var til notkunar í haust. En þessa afmælis síns minnist frú Guðrún nú, að því er útvarps- fregn frá Siglufirði hermir, á þann hátt, að hún gefur bama- skólanum á Siglufirði erfðafestu- land sem hún á og nokkra pen- ingaupphæð að auki, í því skyni, að þar verði garð-, blóma- og trjárækt, er börnin læri að ann- ast sjálf og vonar gefandinn, »að þeim glæðist við það ást á rækt- un, og félagslund og starfsemi«. Slysavarnafélag íslands biður menn á Norðurlandi, er strandlengis búa, að svipást um eftir einhverju rekaldi af vél- bátnum »Sigurði Péturssyni«, er fórst í veturnáttabylnum um daginn. Kveður félagið helzt leit- andi þar sem aðdjúpt sé .og lágir klettar eða stórgrýti. Roosvelt stórsigrar. í fyrradág fóru fram kosning- ar í Bandaríkjunum til Allsherj- arþingsins. Ekki eru úrslit ennþá kunn, en auðséð þykir að demó- kratar muni stórsigra, svo að þeir fái % hluta í hvorri fyrir sig, öldunga- og fulltrúadeild. Hafa nú niörg ríki, er áður hafa ætíð kosið repúblíkana í öldunga- deild, haft »hestaskipti« og kosið demókratíska asnann í stað repú- hlíkanska fílsins.1) Ekki eru þó miklar líkur til þess að Upton Sinclair, er fyrir Táknmyndir þessara tveggja flokka í skopteikningabókmenntum Banda- ríkjanna, Nýja-Bíó Fdstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9. Tal og hijómmynd 110 póttum. Aðalhlutverkin leika : Kay Franci§ og Nils Aster. Mynd þessi er leikin eftir leik- riti Sandor Hunyady. Hún ger- ist í Ungverjalandi í byrjun stríðsins 1914. Inn í myndina er fléttað ástaræfintýri. Spenn- andi og mjög vel leikin mynd. Bönnuð fyrir börn. nokkru náði tilnefningu af hendi demókrata, sem ríkisstjóraefni í Californíu, nái þeirri tign að sinní. Hafa auðjarlar ríkisins hamast gegn honum, og var keppinautur hans, ríkisstjóraefni repúblíkana, langt á undan hon- um, er síðustu atkvæðafregnir komu. Bœjarilfóm hefir nú og undanfarið haft ýms stórmæli um að fjalla, t. d. skóla- bygginguna og tillögur atvinnu- nefndar. Urðu þær ekki allar á einn veg, er nefndin klofnaði mjög og verður i næsta blaði gerð nánari grein fyrir tillögunum. En samþykkt var tillaga Snorra Sig- fússonar skólastjóra, þess efnis, að bæjarstjórn hefji þegar for- göngu um að koma hér á sjávar- útgerð og leita eftir undirtektum bæjarbúa um þátttöhu.. Það tilkynnist vinum og vanda- mönnum að ekkjan Sigurjóna Jóhanns- dóttir frá Ingvörum andaðist á sjúkra- húsinu á Akureyri þann 3. þ. mt Jarðarförin fer fram frá Tjörn í Svarf- aðardal. Aðstandendur. Jarðarför Andrésar Kristjánssonar frá Höfða í Glerárþorpi, er andaðist 5. þ. mj, fer fram mánudaginn þann 12., að Lögmannshlíð, og hefst með hús- kveðju frá heimili hins látna, klukkan 11 árdegis. Aðstandendur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.