Dagur - 08.11.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 08.11.1934, Blaðsíða 2
352 DAGUR 120. tbl. Ljótt mál. Rannsékn leiðir i ljós, að sviknar og falsaðar matvörntegundir eru framleiddar og seldar hér á landi. Flestir kannast við af frásögn- um hin stórfelldu vörusvik í verzlun, er áttu sér stað á ein- okunartímabilinu hér á landi og jafnvel lengur. Almennt munu menn hafa litið svo á, að vörusvikaverzlunin til- heyrði aðeins löngu liðnum tím- um og þróaðist aldrei framar. En í þessu efni hafa vonirnar því miður brugðizt. Ný vörusvikaöld er að renna upp í landinu. Landlæknir hefir að undan- förnu haft með höndum undir- búning löggjafar um eftirlit með matvælum, og hefir hann látið efnafræðing framkvæma rann- sóknir á ýmsum vörutegundum, sem seldar eru í verzlunum í Reykjavík. Niðurstaða þessara rannsókna hefir orðið sú, að 43% eða upp undir hehningur af þeim vörum, sem rannsakaðar voru, reyndust falsaðar og sviknar. Allar þessar sviknu vöruteg- undir eru tilbúnar hér á landi. í skýrslu efnafræðingsins, dr. Jóns E. Vestdals, til landlæknis, segir svo, meðal annars: »Alls hafa verið rannsakaðar 28 mismunandi tegundir matvæla. Frumvarp það, um breyting á lögum um einkasölu á áfengi, er stjórnin hefir lagt fyrir Alþingi, hefir mætt hinni hörðustu mót- stöðu íhaldsmanna. En í athugasemd við frum- varpið er tekið fram, »að ríkis- stjórnin og áfengisverzlunin fyr- ir hennar hönd fái einkarétt til að framleiða hér á landi ilmvötn, hárvötn, andlitsvötn, bökunar- dropa, kjarna (essensa) til iðn- aðar, og ennfremur einkainn- flutning á pressugeri«. Þegar frumvarpið var til um- ræðu fyrir fáum dögum, kvaddi Jakob Möller sér m. a. hljóðs og andmælti því með mildu offorsi. Jakob kvaðst hafa erindi frá Efnagerð Reykjavíkur, þar sem sýnt væri fram á, að framleiðsla hennar er með þeim ágætum, að vart er þörf um að bæta. Og því máli til sönnunar las hann Upp m. a. eftirfarandi kafla úr þessu erindi Efnagerðarinnar: »Þessi iðnaður hófst hér á landi meðan allur innflutningur var frjáls. Ekki hefir borið á öðru en að hann hafi verið samkeppnisfær, enda sýnir reynslan, að hann hefir farið hrað- vaxandi með ári hverju, og er nú kom- inn á það stig, bæði að gæðum, frá gangi og útliti, að hann þolir saman- burð og samkeppni við erlenda fram- leiðslu. Á meðfylgjandi skýrslum sést, að 12 tegundir, eða 43%, eru svikn- ar eða hættulegar til neyzlu, og það er athyglisvert, að allar þess- ar 12 tegundir eru tilbúnar hér á landi. Þær vörutegundir, sem rann- sakaðar hafa verið, voru allar keyptar af handahófi í verzlun- um hér í bænum, og þegar hægt er að sanna fölsun á 43% af þeim, má telja, að svikin séu orð- in all-ískyggileg og þörf á því, að reynt sé að losna við þessar vör- ur af markaðinum. Meðan leyft er að selja þær, er ómögulegt að heiðarlegur verzlunarmáti með þessar vöru- tegundir geti þrifist«. Meðal hinna sviknu vara má nefna: Vínberjaedik, er búið var til á þann hátt, að edik var þynnt með vatni og látinn í það litur. Föls- unin er í því fólgin, að notuð hef- ir verið ódýr vara, sem seld er undir nafni annarar, sem er miklu dýrari. Edilc, er blandað var óhreinu vatni. Edikssýra, blönduð til helm- Staðhæfing sú, að við framleiðslu á innlendum vörum heppnist vart sem skyldi, án spíritus, upplausn á hinum nothæfu efnum, hefir við ekkert að styðjast og er hrein fjarstæða, sem haldið er fram af þekkingarleysi — « íhaldsmönnum virðist vera það hið mesta kappsmál að sem minnst sé hróflað við frelsi þessa iðnreksturs. En þeir eru, eins og oftar, ó- heppnir með málstaðinn. Um það bil tveim dögum síðar vitnazt, að fjöldi þeirra vara, sem hér um ræðir og framleiddar eru í hinni frjálsu samkeppni í- haldsins, og sem Áfengisverzlun ríkisins átti að fá einkarétt til að framleiða, er svikinn og falsaður, samkvæmt skýrslu sérfræðings- ins. Kveður svo rammt að þessu, að sumum tegundunum er svo spillt, að sérfræðingurinn, sem hefir haft þær til athugunar, telur þær »eitraðar«. Mbl. segir frá því, að rannsókn sú, sem gerð hefir verið á þess- um efnum o. fl. hafi staðið lengi yfir. En eftir að henni er lokið og’ þingmenn gátu aflað sér þekking- ar á árangrinum, stendur Jakob Möller uppi í þinginu og lýsir yf- ir ágæti þessarar sviknu fram- leiðslu. inga með vatni og seld sem ediks- sýra. Kirsiberjasaft, án þess að í hana væri notað hið minnsta af safa úr kirsiberjum, heldur vatnsupplausn af sykri, sem látið er í nokkuð af »essensum« og tjörulit, til að ná náttúrlegum lit safa kirsiberjanna. Ávaxtamauk, blandað með sterkjusírúpi, til þess að spara ávextina, og maukið síðan litað til að villa kaupandanum sýn. Með lituninni er varan látin líta betur út, en hún raunverulega ætti að 'gera eftir gæðum. Auk þess voru ekki notaðir nýir á- vextir, heldur einvörðungu, eða að mestu leyti pressaðir. Bökimardropar, sem í reyndist glycerinupplausn, og er talið hættulegt að nota glycerin í bök- unardropa, þar sem það veldur eymslum og bólgu í húðinni og slímhúðinni og minnsti vottur þess er eitraður. Skýrsla efnafræðingsins mun innan skamms birtast í heúd sinni í Heilbrigðisskýrslunum. Rannsóknir þessar eru enn á byrj unarstigi og er sjálfsagt að halda þeim áfram og koma á ströngu eftirliti með framleiðslu og verzlun matvara, með aðstoð löggjafarvaldsins. Heiður þjóðar- innar er í veði, ef ekki verða gerðar öflugar ráðstafanir til þess, að taka fyrir þann ósóma, er þessar fyrstu rannsóknir hafa leitt í ljós. íhaldsmenn hafa sýnt hér það blygðunarleysi, að hæla vörum og framleiðslu, sem þeir hafa enga hugmynd um, hvernig er gerð, né úr hvaða efnum, og sem reyn- ast stórsviknar og falsaðar við nánari athugun. Slík er umhyggjan fyrir hollri fæðuneyzlu Reykvíkinga og lands- manna. Slíkur er metnaðurinn fyrir vöndun íslenzkrar iðju. Og — því miður — slík reyn- ist nú hin frjálsa, eftirlitslausa samkeppni íhaldsins. N. D. Fundur I Iðnaðarmannafélagi Akureyrar var haldinn síðastliðinn fimtudag, Oengu 6 nýir féiagar inn og stóðu fjörugar um- ræður fram á nótt. Var mest rætt um erindi frá Verzlunarmannafélagi Akureyr- ar, viðvíkjandi einkasölufrumvörpum. Nýr uppbótarþing- maður ihaldsins. Eins og kunnugt er, bætti nú- verandi forsætisráðherra um lánskjör í Kreppulánasjóði á þann hátt, að þeir, sem lán taka úr sjóðnum, þurfa ekki að greiða nema 5% af lánunum fyrstu ár- in í stað 61/2% áður. Garðar Þor- steinsson, aimar af hinum nýju uppbótarþingmönnum íhaldsins, réðist á forsætisráðherra nú á þinginu fyrir að hafa gefið út bráðabirgðalög, er að þessu lúta. Taldi hann bændur ekki of góða til að greiða 6)4% af lánunum og því óþarfa að færa greiðslumar niður í 5%. Rök sín fyrir þessu sótti hann í bláðið »Framsókn«. Sýnilegt er, að íhaldið hefir eignast ötulan stríðsmann gegn hagsmuiium bænda, þar sem G. Þ. er. Það skorti þó ekki á fagur- galann við bændur, þegar hann var að biðja bændurí Eyjafirði að kjósa sig á þing á síðastl. vori. Er það ekki í fyrsta skipti, sem frambjóðendur íhaldsins leika tveim skjöldum, öðrum heima í héraði á undan kosningum, en hinum þegar til alvöru og úrslita kemur á Alþingi. 1 þessu falli má benda á það, að frambjóðandi íhaldsins í Norð- ur-Þingeyjarsýslu, Sveinn Bene- diktsson, hélt mjög fram við kjósendur þar í kjördæminu nauðsyn þess, að ríkið keypti síldarverksmiðjuna á Raufarhöfn. En þegar mál þetta kemur fyrir á þinginu, greiða íhaldsmenn at- kvæði á móti því. Koma þama enn fram óheilindi íhaldsmanna. Þeir eru ósparir á loforðin, þegar þeir eru að afla sér kjörfylgis, en efndirnar verða allt minni eftir á. Þá sýnir Garðar Þorsteinsson hugarþel sitt til bænda í umræð- um um frv., er Gísli Guðmunds- son flutti um framlenging ákvæða um styrk til frystihúsa. Þar reis G. Þ. öndverður móti og bar það upp á bændur, að þeir misnotuðu styrk þann, er þeim væri veittur til frystihúsa, því þeir notuðu húsin til þess að frysta í þeim síld og okruðu á þessari starf- semi. En þegar hann var krafinn frekari sagna um þenna áburð, gat hann ekki fundið orðum sín- um stað. m® fckinn upp i dag. •Ffölbreytt úrval. Nýjasla tízku. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild. IIHHMMilHMÍMMMI Avextir eftirlitslausrar samkeppni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.