Dagur - 10.11.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 10.11.1934, Blaðsíða 1
DAOUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga Gjalddagi fyrir 1. júlfi Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÖK. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. _#-» #««¦»«< #- c- * • •¦'• • »• • XVII. ár. í Akureyrs 10, nóvember 1934. í ? •*-•-• » * »-« •••••aaaaaaaaaaaaaaaaaeaaaaaaaBaaaaaacaaaoaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa* Dómur í bruggunarmálinu 130. tbl. hér á Akureyri er nú fallinn í undirrétti, þ. e. a. s. í sjö málum af tíu. Voru 8 sekir fundnir í þessum málum og hlutu þessa dóma: Guðrún Jónsdóttir og Halldór Kristjánsson, Lækjarbakka. Guðrún Jónsdóttir sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 10 daga og greiði 600 krónur í sekt til ríkissjóðs innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa, en ella komi í stað sektarinnar einfait fangelsi í 30 daga. Halldór Krist- jánsson greiði í sekt til ríkissjóðs 500 krónur innan mánaðar, sæti ella einföldu fangelsi í 25 daga. Bruggunartæki og áfengi skal upptækt gert til ríkissjóðs. Stefán Loðmfjörð, Akureyri, greiði 500 krónur til ríkissjóðs innan mánaðar, sæti ella einföldu fangelsi í 25 daga. Einar Eiríksson, Akureyri, sæti fangelsi við venjulegt fangaviður- væri í 10 daga og greiði 500 krónur í sekt til ríkissjóðs innan mánaðar, ella komi í stað sektar- innar einfalt fangelsi í 25 daga. Sölvi Antonsson, Akureyri, sæti fangelsi við venjulegt fangavið- urværi í 8 daga og greiði 500 kr. í sekt til ríkissjóðs innan mán- aðar, ella komi í stað sektarinnar einfalt fangelsi í 25 daga. Guðniundur Kjartansson, Ak- ureyri, sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 20 daga og greiði 1000 krónur í sekt til ríkis- sjóðs innan mánaðar, ella komi í stað sektarinnar einfalt fangelsi í 45 daga. Hjalti Friðfinnsson, Þingvöll- um, sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 30 daga og greiði 1500 krónur í sekt til ríkis- sjóðs, innan mánaðar, ella komi i stað sektarinnar einfalt fangelsi í 55 daga. Kristján Jónsson, Akureyri, sæti fangelsi við venjulegt fangavið- urværi í 10 daga og greiði 500 krónur í sekt til ríkissjóð innan mánaðar, ella komi einfalt fang- elsi í stað sektarinnar í 25 daga. Bruggunartæki allra ákærðra og áfengi skal upptækt og eign rík- issjóðs. Auk þess greiði allir hin- ir ákærðu málskostnað allan. Eins og áður var sagt, er dóm- ur ófallinn í þremur málum og munu þar vera sjö ákærðir. Skip sekkur á grunnsævi í Axarfirði ? útvarpsfregn frá Kópaskeri í fyrrakvöld hermir, að þann dag hafi bátur orðið var við spíru, er stóð um 2 metra upp úr sjó og hreyfðist hvergi. Er talið að þarna sé um 20 metra dýpi. Fóru menn þá til, en fengu engu um þokað. Þótti þeim því líkt, sem siglutré mundi vera, og er líklegt að þarna standi skip á réttum kili í botni. — Væri þá eigi ó- hugsandi að þarna væri að ræða um togarann »Juliane« frá Grimsby, er Iýst var eftir und- anfarið. Aðvart var gert um þetta frá Kópaskeri til Reykja- víkur og mun eitthvert ríkisskip- ið verða sent til eftirgrennslunar. Sigiir Koosevelfis; er mjög greinilegur. Þingsæti fulltrúadeildar eru 435. Hafa De- mókratar af þeim hlotið 320, Re- públíkanar 102, aðrir flokkar 10, en ofrétt í gærkvöldi um þrjú. Alls voru greidd 27 milljón at- kvæði, og fengu Demókratar þar af 15 milljónir. Ekki komst Upton Sinclair til ríkisstjóratignar í Californíu. Hafði keppinautur hans um 280,- 000 atkvæði fram yfir hann. En Upton Sinclair fékk þó um 700.- 000 atkvæði, og er það meira en nokkur andstæðingur Repúblík- ana i Californíu hefir áður hlot- ið. — Nfý merkisbók er komin á markaðinn, gefin út af Þorsteini M. Jónssyni og prentuð af Oddi Björnssyni. Þessi bók er »BÖÐULLINN«, eftir Pár Lagerkvist, það skáld, sem nú er að geta sér einna mestan orðstír allra sænskra söguskálda. Mun bókarinnar bráðlega nánar getið í »Degi«, Ný hraðamet. Hið mikla þýzka farþegaskip »Bremen«, endurbætti nýlega metið er það sjálft hafði sett í hraðferðum skipa yfir Atlants- haf. Fór það nú í 100. sinn heims- álfanna á milli og var 4 sólar- hringa, 15 klukkustundir og 27 mínútur, eða 21 mínútu fljótara, en nokkru sinni áður. Flugmaður í Bandaríkjunum flaug í fyrradag yfir þvera Ame- ríku frá Burbank í Californíu til Newark í New Jersey, 4175 kíló- metra á rúmum 12 stundum eða um 350 kílómetra á klukkustund að meðaltali. reyrL (Frh.). b. Byggingarkostnaður skiptist í þessum hlutföllum vegna hlut- aðeigandi skóla: Vegna Gagnfræðaskólans V3 af byggingarkostnaði, er skiptist þannig: Frá ríkissjóði %. — bæjarsjóði %. Vegna Húsmæðraskólans V3 af byggingarkostnaði, er skiptist þannig: Frá kvenfélögum og áhuga- mönnum % af þyggingarkostn- aði. Frá ríkissjóði 2/5 og frá bæj- arsjóði y5. Vegna Iðnskólans '/3 af byggingarkostnaði, er skiptist þannig: — Frá Iðnaðarmannafé- lagi Akureyrar og áhugamönnum 2/5 af byggingarkostnaði. Frá rík- issjóði % og frá bæjarsjóði y5. Bæjarstjórn leiti eftir loforð- um og samþykki hlutaðeigandi fé- laga og stofnana um fjárframlög samkvæmt ofanskráðu, og skori á Alþingi að taka þátt í byggingai*- kostnaði skólanna í þessum hlut- föllum. Greinargerð: 2. Nefndin telur brýna nauðsyn bera til, að húsmæðraefnum á Akureyri og öðrum ungum stúlk- um verði séð fyrir hæfilegri kennslu í matreiðslu, handavinnu og öðru því, er þeim má að gagni koma. Fjöldi ungra stúlkna, sem líklegt er að annars myndu vilja afla sér slíkrar menntunar, hefir nú ekki tök á að leita burt úr bænum til húsmæðranáms ann- arsstaðar, sökum fátæktar eða af öðrum ástæðum, enda óviðunandi að svo fjölmennur bær, sem Ak- ureyri er nú orðin, eigi enga menntastofnun í þessu skyni. Elsku konan mín, Björg Björnsdóttir, andaðist í dag á sjúkrahúsinu á Akureyri. Jarð- arförin verður ákveðin síðar. Sigurhæðum á Akureyri, 9^ nóv. 1934. Jónas Sveinsson. 2. Það er staðreynd að Gagn- fræðaskoli Akureyrar býr nú við óhentug húsakynni fyrir dag- skóla, en það veldur því m. a., að ekki er hægt að kenna handa- vinnu og fleiri fræði í skólanum, sem æskilegt væri að þar yrðu kennd, enda stendur þetta skól- anum að fleira leyti fyrir þrifum. Ennfremur er það vitað, að í haust og undanfarið hefir Iðn- skóli Akureyrar orðið að synja mörgum nemendum um skólavist sökum þrengsla, og eru þó mun fleiri nemendur í skólanum nú, en húsrúm leyfir með góðu móti. Er því einsýnt að skólahús iðnað- armanna er þegar orðið of lítið fyrir skólahald þeirra. Nefndin telur því bezt bætt úr húsnæðisþörfum allra þessara stofnana, með sameiginlegri byggingu fyrir alla skólana. Nefndin telur ekkert því til fyrir- stöðu að skólastofur þær, er Gagnfræðaskólinn hefði í húsinu yrðu notaðar til kennslu í bók- legum greinum fyrir fyrirhugað- an húsmæðraskóla, og sömu stof- ur yrðu að kvöldinu notaðar til kennslu í Iðnskólanum og Al- þýðudeild hans. Með þessu móti ætti ræsting, hiti, dyravarzla 0. fl. að vera miklum mun ódýrara fyrir hvern skóla en annars, og auk þess má vænta, að kennslu- kraftar gætu að einhverju leyti orðið sameiginlegir fyrir alla skólana. Má því fullyrða að hér yrði um verulegan sparnað að ræða, frá'því sem reyndist, ef all- ir skólarnir störfuðu hver í sinni byggingu. Nefndin telur eðlileg- ast, að hver skólanna hefði sína sérstöku stjórn, en þó gætu kenn- arar Gagnf ræðaskólans annast hina almennu bóklegu fræðslu í húsmæðraskólanum og mætti jafnvel hugsa sér að hún færi fram í kennslustundum Gagn- fræðaskólans, að einhverju leyti. 3. Nefndin hefir kynnt sér nokkuð húsnæðisþörf þá, er ætla má að skólarnir hafi á næstu ár- um. Telur nefndin að henni væri fullnœgt eftir hætti með bygg- s^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.