Dagur - 13.11.1934, Side 1

Dagur - 13.11.1934, Side 1
DAOUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötuö. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 13» nóvember 1934. Atvinnumál bæjarins / nefndum og bœjarstjórn. Mikilvægasta málið, er var á dagskrá síðasta bæjarstjórnar- fundar, var hið síöasta á dag- skránni, fundargerð atvinnubóta- nefndar. Nefndin hafð átt með sér tvo fundi, 2. og 3. nóvember. Á fyrri fundinum bar Snorri Sigfússon fram þessa tillögu: »Atvinnumálanefndin ályktar að leggja til við bæjarstjórn, að hún nú þegar hefji forgöngu um að koma hér á sjávarútgerð, er rekin sé af samlags eða sam- vinnufélagi. Sé leitað eftir undir- tektum bæjarbúa um þátttöku til l/jargráða í þessu efni svo félag- inu yrði hrundið af stað, sem allra fyrst«. Tómas Björnsson bar fram svohljóðandi tillögu: »Atvinnumálanefnd leggur til, að áherzla verði lögð á byggingu nýrrar rafmagnsstöðvar, nægi- lega stórrar, til þess að iðnrekst- ur geti þrifizt hér í stærri stíl«. Otto Tulinius bar fram svo- hljóðandi tillögur: a) Þótt ekki sé undirbúningi lokið ennþá viðvíkjandi niður- suðuverksmiðju, leggjum við til, að komið verði á fót slíkri verk- smiðju eða styrkur, þ. e. ábyrgð bæjarins, veitt í því skyni. b) Vér leggjum til að bæjar- stjórn nú þegar fari fram á við ríkisstjórnina, að hún skyldi Tó- baksverzlun íslands til að káupa vindla, sem vindlaverksmiðja á Akureyri býr til«. Greinargerð fylgdi tillögum þessum og var lang-ýtarlegust greinargerð Snorra Sigfússonar. Urðu miklar umræður um til- lögur þessar, og frestað til næsta dags. Á fundi þann dag kom svo Þor- steinn Þorsteinsson fram með svohljóðandi tillögur: a) Að bæjarstjórn útvegi — hið allra fyrsta — eitt eða fleiri skip, er Akureyrarbær geri síðan út til síldveiða fyrir Austfjörðum í næsta mánuði og þar eftir á þorskveiðar. b) Að bæjarstjórn kaupi hið fyrsta skip (stóran línuveiðara, t. d. »Eldey« eða annað því líkt) og haldi því út til veiða eða flutn- inga á afla smærri skipa (ís- fiski), eftir því sem hentugast þætti á hverjum tíma, til að auka atviimu bæjarbúa og hjálpa til að koina framleiðslu þeirra í sem bezt verð. c) Að bæjarstjórn gangi ríkt eftir að ríkið byggi hér síldar- bræðslustöð á næsta sumri, eða að öðrum kosti^að ríkið styrki bæinn til byggingar slíkrar bræðslustöðvar. d) Að bæjarstjórn tryggi með bæjarútgerð eða á annan hátt að á næsta sumri verði atvinna við fisk og síldarverkun stórum auk- in frá því sem verið hefir. e) Að bæjarstjórn leggi kapp á að auka við raforku bæjarins á næstkomandi sumri, þar sem raf- orka er hentug til ýmiskonar iðn- reksturs«. Fylgdi greinargerð þessum til- lögum. Svo fór um tillögur þessara fj'ögra nefndarmanna, að nefndin tók ekki ákvörðun um tillögui Ottos Tuliniusar. Tillögur Tóm- asar og Snorra voru samþykkt- ar, tillaga Snorra þó nokkuð breytt, eins og sjá má hér síð- ar við afgreiðslu hennar í bæjar- stjórn. Tillögur Þorsteins voru afgreiddar þannig: a-liður felldur með 4:1 atkv. b-liður felldur með 3: 2 atkv. c-liður samþ. með 4 atkv. d-liður frestað atkvæðagreiðslu. e-liður kom ekki til atkvæða- greiðslu. Á bæjarstjórnarfundi 6. nóvem- ber voru lesnar þessar tvær fund- argerðir atvinnumálanefndar. Fór á þessa leið í bæjarstjórninni um tillögurnar: Tillögu Tómasar Björnssonar var vísað til rafmagnsnefndar, en rafmagnsnefndhefir einmitt lengi haft þetta mál á döfinni. í sambandi við síðari fundar- gerð atvinnumálanefndar flutti bæjarfulltrúi Erlingur Friðjóns- son eftirfarandi tillögu: »Þar sem upplýst hefir verið, að eitt eða fleiri skip, togarar eða línuveiðarar, séu fáanleg fyrir viðunandi verð, samþykkir bæj- arstjórnin að kaupa 2 eða 3 þess- ara skipa og gera út strax úr næsta nýjári. Heimilar bæjar- stjórnin lántöku í þessum til- gangi«. Tillaga þessi var felld með 7 gegn 2 atkvæðum. Tillaga Snorra Sigfússonar, sem samþykkt var af atvinnumála- nefnd, borin undir atkvæði og samþykkt svohljóðandi með 7 samhljóða atkv.: »Bæjarstjórn ályktar að hefja nú þegar forgöngu um að koma hér á félagsskap um sjávarútgerð og sé leitað eftir undirtektum bæjarbúa um fjárframlög til bjargráða í þessum efnum, svo að félaginu yrði hrundið af stað sem fyrst«. í sambandi við þessa tillögu var samþykkt að fela bæjarstjóra í samráði við fjárhagsnefnd að annast undirbúning málsins. Þorsteinn Þorsteinsson flutti svohljóðandi tillögu, er komi í stað a-liðs í tillagnaflokki hans í síðari fundargerðinni: »Bæjarstjórn útvegi hið allra fyrsta eitt eða fleiri skip, er Ak- ureyrarbær gerði síðar út á veið- ar til að bæta hið bráðasta úr at- vinnuleysinu«. Tillagan felld með 6: 3 atkv. b-liður í sama tillagnaflokki felld- ur með 5:3 atkv. c-liður samþ. með samhljóða atkv. d-lið frestaö með 5:3 atkv. e-lið vísað til raf- magnsnefndar. í sambandi við þessi atvinnu- mál og tillögu Erlings Friðjóns- sonar, skráða hér að framan, er felld var með 7:2 atkv., verður að geta þess, að undir næsta lið á undan, fundargerð fjárhags- nefndar, hafði bæjarstjórn sam- þykkt afgreiðslu þeirrar nefndar á tillög'u Erlings Friðjónssonar um togaraútgerð. En svo svaraði fjárlaganefnd þeirri till. E. F.: »Eftir þeim upplýsingum, sem nefndin hefir aflað sér, virðast henni litlar líkur til að hægt sé, eins og nú standa sakir, að gera út togara héðan frá Akureyri án mikils reksturshalla. Meirihluta þess fiskjar, sem togari gæti veitt, yrði ekki hægt sð veik/t hér norðanlands og myndi þvf slík útgerð gefa tiltölulega litla atvinnu móts við tilkostnað. — Því hefir að vísu verið haldið fram, að hægt myndi vera að fá lagðan hér upp fisk til verkunar í stað þess fiskjar, sem Akureyr- ingar létu verka sunnanlands, en engin vissa er fyrir slíku. Atvinnumálanefnd hefir haft mál þetta til meðferðar og komizt að líkri niöurstöðu. Ennfremur má geta þess, að eigi er óliklegt, að hægt sé að fá togara keyptan án ríkisábyrgðar, sökum þess hve togaraútgerð hefir gengið illa sunnanlands undanfarin ár, en hinsvegar nauðsynlegt að leita j 131. tbl. Jarðai'för eiginkonu, móður. tengdamóður og fósturmóður okkar, Bjargar Björnsdóttur, fer fram mið- vikudaginn 14. nóv. og hefst með húskveðju á heimili hinnar látnu, Sig- urhæðum, kl. 1 e. h. Jónas Sveinsson. Siguilaug Jónasdóttir. Jónas Poibergsson. Sveinbjöin Lórusson. Sigtíður Sveinbjarnarúóttir. eigi til ríkisins um ábyrgð eða styrk, nema vissa sé um að það verði notað. Nefndin leggur þvi til, að eigi sé sótt um styrk til togaraútgerð- ar að svo stöddu«. lakmöckan út- flulnings á fiski. Atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytið sendi um síðustu helgi út tvær tilkynnningar um tak- mörkun útflutnings á fiski. Hin fyrri var á þá leið, að fyr- irsjáanlegt væri samkvæmt samn- ingum um það ísfiskmagn er út mætti flytja, að það væri mjög að þrotum komið. Þess vegna á- minnti ráðuneytið alla útflytjend- ur, að leita upplýsinga hjá Fiski- félagi íslands, áður en þeir flyttu út meiri fisk, unz nánar yrði á- kveðið. Hin tilkynningin var á þá leið, að til næstkomandi áramóta er BANNAÐ að flytja annan ísfisk i kössum en lúðu, skarkola og ýsu til Bre.tlands. Meiðycðamál tvö höfðaði bæjarfógetinn á Siglufirði, Guðmundur L. Hann- esson, gegn Aðalbirni Péturssyni fyrir ýmisleg ummæli í »Verka- manninum«, er bæjarfógeti ta stórum meiðandi fyrir s'' -Te • nú :ómur fallið í héra* dómarinn á skoðun bæjarfóget- ans og gerir Aðalbirni að greiða í öðru málinu 300 króna sekt til ríkissjóðs, eða sæta 20 daga fangelsi, 10 krónur fyrir ósæmi- legt orðbragð fyrir rétti og 200 kr. í málskostnað. í síðara mál- inu var Aðalbjörn dæmdur í 300 kr. sekt eða 30 daga fangelsi ella. □ Rún 503411138 - Frl.\ Leikfélag A kureyrar sýndi »Mann og konu« í 6. og 7. sinn síðastl. laugar- dags- og sunnudagskvöld fyrir nálega fullu húsi í bæði skiptin. Leikurinn verður sýndur næstk. laugardags- og sunnudagskvöld fyrir LÆKKAQ VERÐ, .

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.