Dagur - 15.11.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 15.11.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga Gjalddagi fyrir 1. júli. XVII • • • • . ár.í Afgreiðslan er hjá JÖNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- jmót, sé komin til af- ¦ greiðslumanns fyrir 1. dea. -•-#-•-• '•-•-•-•-•-• • • • • -• •¦• •¦»••• Akureyri 15. nóvember 1934. Einkasölumálin. Fram(ak§semi, kurteisi og sannsögli „íslendiags". Hnífseggjar einkasölukerfisins eru um þessar mundir nærgöng- ular hjartarótum íhaldsmanna, enda trufla nú daglega ljósvak- ann kveinstafir þeirra sunnan- lands. Kveinstöfunum er svo end- urvarpað af »íslendingi«, og óm- urinn er enn dapurlegri, svipað eins og þegar um »2. flokks« bergmál er að ræða. Eitt slíkt endurvarp birtist í blaðmu 9. þ. m. En innan um sunnlenzka endurvarpið um Sam- band íslenzkra samvinnufélaga o. s. frv., var dreift frásögnum um mótmæli héðan frá Akureyri, mótmæli gegn einkasölum, stjórn- arstefnu o. s. frv. Sumt þessara frásagna virtist »Degi« þannig, að ef til vill þyrfti frekari skýringa við, sér- staklega um það er lýtur að stutt- orðri frásögn um meðferð þess- ara mála á fundi í Iðnaðarmanna- félagi Akureyrar, 1. þ. m. Eftir að hafa prentað ályktun, samþykkta af Verzlunarmanna- félaginu á Akureyri 29. f. m. skýrir »íslendingur« svo frá: »Þá hefir Iðnaðarmannafélag Akureyrar gert svolátandi sam- þykkt og sent Alþingi: »Iðnaðarmannafélag Akureyrar mót- mælir einkasölufrumvörpum þeim, sem komin eru fram á Alþingi á bifreiðum, mótorvélum, rafmagnsvélum og raf- magnsáhöldum og öðrum iðnaðarvörum eða efni til iðnaðar«. Ennfremur': »Iðnaðarmannafélag Akureyrar fer þess á leit við hið háa Alþingi, sem nú situr, að það hlutist til um að iðnað- armenn fái hindrunarlaust erlendan gjaldeyri til greiðslu á hráefnum til framleiðslu sinnar«. Er síðari tillagan komin fram vegna þess að iðnaðarmönnum hér hefir hvað eftir annað verið neitað um erlendan gjaldeyri fyr- ir nauðsynjar til iðnreksturs þeirra«. í því skyni að fá skilmerkilegri frásögn um fundinn í Iðnaðar- mannafélaginu, sneri »Dagur« sér í fyrradag til formanns félags- ins, Sveinbjarnar Jónssonar byggingameistara, með þessár spurningar, er hann svaraði góð- f úslega: — Var sú tillagan, er »íslend- ingur« lætur sitja í fyrirrúmi, helzta tillagan, er lá fyrir fund- inum? »Blaðið gerir að aukatillögu að- altillögu fundarins, þar sem kurt- eislega er farið fram á það við Alþingi, að það hlutist til um hindrunarlaust gjaldeyrisleyfi fyrir efnivörur til iðnaðar, en gerir að aðalsamþykkt mótmæli einkasölufrumvarpa, sem þá síð- ast var samþykkt, — og alveg af sérstökum ástæðum«. — Var þá ekki tilætlun félags- ins að taka pólitíska afstöðu til þessara mála? »Iðnaðarmannafélagið hefir það fyrirreglu að leiða hjá sér stjórn- mál. Eh mál þetta var tekið til umræðu vegna erindis frá Verzl- unarmannafélaginu á Akureyri. Sá félagsstjórnin sér ekki fært að synja um þá beiðni, ef félags- menn vildu ræða málið, þótt henni á hinn bóginn væri það Ijóst, að málið var í hæsta máta stjórnmálalegs eðlis«. — Var þá tillaga sú, er »ís- lendingur« tilgreinir fyrsta, ekki í upphafi lögð fyrir fundinn? »Nei. í byrjun umræðnanna bar einn fundarmanna fram al- veg samskonar ályktun og þá, sem Verzlunarmannafélagið á Akureyri hafði samþykkt og ósk- að eftir að samþykkt yrði af Iðn- aðarmannafélaginu. Þessi álykt- un hljóðaði þannig: I. »Iðnaðarmannafélagið á Ak- ureyri mótmælir eindregið þeirri stefnu núverandi ríkisstjórnar, sem kemur fram í einkasölufrum- vörpum þeim, sem nú hafa af stjórninni* verið lögð fyrir Al- þingi og miða að því að bregða fæti fyrir sjálfstæðan atvinnu- rekstur landsmanna á sviði iðn- aðar, verzlunar og viðskipta og fá hann í hendur sérstökum ríkis- stofnunum eða fela hann einstök- um sérréttindafyrirtækjum. Fé- lagið lýsir sig einnig í fullri and- siöðu við allar þær ráðstafanir löggjafans, sem ganga í þá átt, að gera ríkissjóð ábyrgan fyrir þeim atvinnurekstri, sem hingað til hefir verið í höndum einstaklinga og telur félagið þá stefnu háska- lega fyrir fjárhagslegt sjálfstæði landsins og allt framtak í land- * Þetta hafði »lsl.« fellt úr till. eins og hún var fyrst. inu, enda þjóðarbúskapnum sízt til bóta. Félagið krefst þess," að tilverwréttur islenzkrar iðnstéttax og annarra sjálfstæðra atvinnu- rekenda, sé viðurkenndur af þingi og stjórn. Fyrir því skorar félag- ið eindregið á Alþingi, að fella einkasölufrumvörp þau, sem nú liggja fyrir þinginu, í trausti þess, að atvinnurekendur sjálfir séu færir um að ráða fram úr þeim vandamáhmi, er núverandi viðskiptaástand leggur ' þeim á herSar«. — Hvernig reiddi þessari á- lyktun af, sem »íslendingur« var-' ast að geta um að hafi gefið til- efni til fundarins? — »Annar fundarmaður flutti þá rökstudda dagskrá, þess efnis, að taka fyrir næsta mál, þar sem þetta væri hápólitískt, en eftir eindreginni ósk tillögumanns var þóhaldiðáfram umræðunum. Mér, sem formanni félagsins fannst skylt að skýra innihald ályktun- arinnar og orðalag fyrir fundar- mönnum. Margir fundarmenn mæltu eindregið á móti tillögunni, en nokkrir studdu tillögumann og stóðu fjörugar umræður í nær 3 stundir. Andstæðingar ályktunar- innar bentu meðal annars á það, að mótmæli Iðnaðarmannafélags- ins mundu vera algerlega þýðing- arlaus í þessu efni og það játuðu sumir meðhaldsmenn hennar líka. En þar sem þeim virtist vera mikið áhugamál að fá einhver mótmæli gegn einkasölum sam- þykkt, en andstæðingar tillögunn- ar litu hinsvegar svo á, að svo gæti á staðið, að einkasala á ein- hverri framleiðslu væri ekki skil- yrðislaust til bóta, þá buðust andstöðumennirnir til þess að vera með að samþykkja and- mæli gegn einkasölu á innlagn- ingaefni til raflagna, ef sú til- laga kæmi fram á fundinum, með því að verzlun með þá vöru virtist vera í góðu lagi í landinu. Tók þá tillögumaðiir ályktun sína til baka, og bar fram mótmæli þau(> sem »ísl.« birti, og þá var rökstudda dagskráin einnig tekin til baka. — En í tilefni af upp- lýsingum, sem komið höfðu fram undir umræðunum, um það, að iðnaðarmenn hér hefðu stundum 132. tbl. Nýja-Bíó Föstudags-, laugardags- og sunnudagskvbld kl. 9. JARÐ- GÖNGIN Dfzk tal- og hljðmmynd 18 pðtlum. Aðalhlutverkin leika : Paul Hartmann og Olly v. Flint. Mynd þessi er tekin eftir hinni frægu sögu Bernhards Keller- manns sem kölluð er »Tunnelen« á dönsku. Það er framtíðarsaga, sem segir frá því er verkfræð- ingur einn ræðst í að grafa jarð- göng undir þvert Atlantshaf. — Ætla mætti að tekniskir erfiðleik- ar væru miklir við svona mynda- töku, sem sýnir öll þau furðu- verk, sem mannsandinn getur hugsað sér, en blaðaummæli, sem fylgja myndinni, telja hana stór- kostlegt tekniskt listaverk. Myndin er ákaflega spennandi og prýðilega leikin. átt erfitt með að fá erlendan gjaldeyri til greiðslu á efnivör- um til iðnaðar kom fyrr á fund- inum fram beiðni sú, sem birt er í »ísl.« og samþykkt var í einu hljóði. Aftur var felldur svo- hljóðandi viðauki: »... og ennfremur verði ekki settar á stofn þær einkasölur, sem rýra atliafnafrelsi iðnaðar- stéttarinnar í landiniu. — Fer nú ekki að koma að samþykktinni, sem »fsl.« prent- aði fyrst? »Jú, að síðustu voru svo bor- in upp mótmæli þau, er tillögu- maður bar fram í stað ályktun- arinnar. Stóðu andstæðingar málsins við orð sín og greiddu henni atkvæði, þótt hún væri mjög mikið víðtækari en ætlast var til í fyrstu, enda var nú farið að líða á nótt og menn farnir að þreytast á umræðum. Og nú af- greiðir félagsstjórnin þessar sam- (Frh. á 4. síðu). Innilegar þakkir til allra þeirra nær og fjær, er heiðruðu minn- ingu frú Bjargar Björnsdóttur á Sigurhæðum, í veikindum hennar og við jarðarförina. Vandaineiin O: 3, R S'a I§ ? 6 ^* ö ÍSí ^ s- I3 5 & 53 ð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.